Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 31 Minning; SigríðurA. Þórðar- dóttirfrá Siglunesi Fædd 5. október 1913. Dáin'3. ágúst 1992. Sigga frænka er dáin. Hún var nokkuð mikið lasin síðustu árin svo að hún hefur örugglega verið kall- inu fegin. Sigríður Anna var næstelsta barn foreldra sinna, þeirra Þórðar Þórð- arsonar, vitavarðar og útvegsbónda á Siglunesi; fæddur 18. maí 1869, dáinn 5. mars 1923 og Margrétar Jónsdóttur, húsmóður og útvegs- bónda, fædd 1. desember 1893, dáin 22. ágúst 1969. Eldri var Jón, þá Jónas, Gunnar, Þorbjörg og yngstur Þórður sem er einn á lífi þeirra systkina. Þórður vitavörður hafði eignast einn son, sem upp komst, Njál, áður en hann gekk að eiga ömmu blessaða, Þau tvö, Mar- grét og Þórður, eignuðust 6 böm á þeim rúmu tólf árum er þau áttu saman. Þá veiktist Þórður og and- aðist frá konu sinni og 6 börnum, því elsta 12 ára og því yngsta rúm- lega eins árs. Hjónin höfðu á skömmum tíma eignast stóran hluta í Siglunesi svo að ekkjan gat haldið búinu áfram og komið upp börnun- um sínum. Það er ekki að efa að mest hefur mætt á elstu systkinun- um tveim að hjálpa móður sinnj fyrstu árin eftir föðurmissinn. í garð gengu erfið ár því ekki eru landgæði mikil á Nesi. Þau voru vinnusöm og komust þokkalega af. Veturinn 1931-1932 stundaði Sigríður Anna nám í Húsmæðra- skólanum á Blönduósi og kynntist þá mannsefni sínu, Sigurði Jóhann- essyni, bifreiðastjóra, fæddur 18. apríl 1903, dáinn 18. september 1972. Þau bjuggu nær alla sína búskapartíð á Norðurgötu 13 'á Siglufirði. Þar ólu þau upp drengina sína fjóra en einn misstu þau í fæðingu. Þeir eru: Þórður, búsettur í Borgarnesi, kvæntur Sonju Guð- laugsdóttur; Hafsteinn Ingvi, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Sól- veigu Hinriksdóttur; Jónas Þráinn, búsettur í Reykjavík, kvæntur Þur- íði Ingibjörgu Jónsdóttur og yngst- ur er Valgeir Tómas, búsettur í Luxemburg. Þetta eru hinir vænstu menn og þeirra niðjar. Frá því ég man fyrst var Sigga frænka mín einn af stóru föstu punktum tilverunnar. Hún vann alltaf utan heimilis en samt virtist hún alltaf heima og hafa tíma fyrir okkur systurnar, svona a.m.k. í minningunni. Saltaði síld á sumrin eins og flestar konur gerðu á Siglu- firði á árum áður. Síðar var vett- vangurinn í frystihúsi SR á Siglu- firði og var hún þar verkstjóri í mörg ár. Eg vann undir hennar stjórn í frystihúsinu í nokkrum skólahléum og hún hélt liðinu svo sannarlega að verki. Sýndi oft hörku því hún vildi láta vinna vel, þoldi ekki hangs. Hún stjórnaði að hluta til endurbótum á Þormóðshúsi á Siglunesi, a.m.k. gleymi ég því aldrei þegar hún lét okkur sandþvo viðinn í eldhúsinu. Þá var ekkert gefið eftir. Samt var hún hlý. Þeg- ar mér sinnaðist við mitt fólk og „strauk“ að heiman var farið til Siggu. Þar var skjól. Eftir nokkra ástarpunga, súkkulaðikökusneið og snakk var mér runnin reiðin og haldið heim á leið. Hún bakaði heimsins bestu súkkulaðiköku og ástarpungarnir hennar Siggu frænku voru ekkert slor. Sigga frænka var alþýðukona. Hrein og bein, forkur sem fram- kvæmdi en varði ekki tíma í miklar hugleiðingar. Minningarnar hrann- ast upp, bara góðar. Hún var svo raunsæ. Ég var fyrir tilviljun stödd hjá ömmu Margréti þegar hún dó. Mér var brugðið þótt andlátið hafi verið fyrirséð og kyrrlátt. Þegar Sigga frænka kom og ég fór að lýsa tilfinningum mínum sagði hún eitthvað á þá leið að amma hafi nú ekki verið neitt unglamb og hið eina sem væri ljóst eftir að einstakl- ingur fæddist væri að hann dæi. Þetta var vitanlega alveg hárrétt hjá henni. Sigga frænka lifði tímana tvenna og á marga lund viðburðaríku lífi. Hún tók þátt í bryggjuslagnum á hafnarbryggjunni á Siglufirði _ í kreppunni með félögum sínum. 01 svo sína fjölskyldu með nokkuð hefðbundnum hætti. Eftir að hún missti mann sinn fluttist hún til Reykjavíkur og gerðist þerna á millilandaskipum Eimskips hf. og sigldi á Evrópuhafnir. Því starfi gegndi hún í rúm 10 ár með sóma. Halldór Kiljan Laxness og hans fólk ferðaðist eitthvað með þessum skipum og mátu svo vel viðmót Siggu frænku að nóbelsskáldið gaf henni nokkrar bækur sínar fallega áritaðar. Sigga frænka var ánægð með slíka umhyggju, sagði eitthvað á þá leið að þetta hefði mátt láta vera, hún hefði bara gert það sem henni bar. Á árunum, sem hún sigldi með Eimskip keypti hún íbúð í Hamrahlíð í Reykjavík og bjó þar. Eftir að hún kom í land fyrir nær 10 árum bjó hún svo þar eins lengi og hún gat. Henni féll ekki vel að vera ekki í launaðri vinnu. Kunni illa að vera í fríi. Ég hvatti hana einhverju sínni til að fara að stunda sund. Þá kom í ljós að Sigga frænka hafði ekki lært að synda. Ég var hissa því ég vissi að bræður hennar höfðu verið sendir inn í Svarfaðar- dal á sundnámskeið. Þá sagði hún að það hefði verið nauðsyn því þeir hefðu róið til fiskjar, stelpur hefðu ekki farið á sjó og því þurftu þær ekki að læra að synda. Þetta er veröld sem var. Ég gat ekki fundið að Sigga frænka saknaði hennar. Hún var svo sterk og traust. Það var sárt að sjá hana verða svo lasna, sem hún varð síðustu árin. Þá bjó hún á dvalarheimili fyrir aldraða á Siglufirði. Góð kona hefur kvatt og hún skilur eftir sig góðar minningar í mínum huga og ég hygg margra annarra. Fari hún í friði. Sonum hennar, börnum þeirra og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Árdís Þórðardóttir. Hinn 3. ágúst 1992 lést amma okkar, Sigríður Anna Þórðardóttir, á Sjúkrahúsi Sigluijarðar. Amma er fædd á Siglunesi 5. október 1913 og uppalin þar. Hún var dóttir hjón- anna Þórðar Þórðarsonar vitavarð- ar og konu hans, Margrétar Jóns- dóttur. Eftir nám við Húsmæðra- skólann á Blönduósi flutti amma til Siglufjarðar og hóf búskap með afa okkar, Sigurði heitnum Jóhannes- syni. Eftir lát afa flutti amma til Reykjavíkur og vann m.a. sem þerna á Mánafossi. Á þeim tíma vann Hafsteinn sonur hennar einnig á sama skipi. Á sumrin fengum við krakkarnir að fara nokkrar ferðir með skipinu. Skemmtum við okkur alltaf konunglega og var það ekki síst ömmu að þakka. Þar sem hún var þerna var alltaf auðvelt að ná í hana og finna. Hún var dugleg að leika við okkur og kenna okkur nýja leiki, hún kunni öll tiltæk ráð við sjóveiki og okkur til mikillar ánægju var hún ávallt að gauka að okkur ávöxtum og sælgæti. Amma var til sjós þar til hún varð 70 ára. Amma var mjög hlý og traust. Það sem okkur þótti sérstaklega vænt um var að hún talaði alltaf við okkur sem jafningja sína og sýndi því sem hvert okkar var að gera mjkinn áhuga. Árið 1983 flutti ég, Brynja, í Hamrahlíðina til ömmu. Kom þetta sér mjög vel fyrir mig þar sem ég var í Menntaskólanum við Hamra- h'líð og þurfti einungis að ganga yfir götuna til að komast í skólann. Sambúðin gekk ágætlega þrátt fyr- ir að við værum, eins og gengur og gerist, ekki alltaf sammála. Eft- ir að amma flutti aftur norður kom Guðlaugur Þór og bjó einnig í íbúð hennar. Örlæti lýsti ömmu vel, hún var ekki sparsöm þótt hún hefði kannski ekki mikið milli handanna. Allan þann tíma er við Guðlaugur bjuggum hjá henni lét hún hvorugt okkar borga húsaleigu, en fyrir okkur var þetta ómetanleg aðstoð því við vorum bæði í námi á þeim tíma. Amma var af þeiri kynslóð sem byijaði ung að vinna og vann eftir það mestan hluta ævinnar myrkr- anna á milli. Vegna þessa þoldi hún illa leti og ódugnað. Það sem ein- kenndi ömmu mest var hversu geð- góð, hreinskilin og heil hún var, hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Amma gat verið ströng við okkur en hún var alltaf sann- gjörn. Heima hjá ömmu vorum við ávallt velkomin og leið okkur alltaf vel þar. Við kveðjum ömmu með söknuði og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Brynja I. Hafsteinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hafsteinn Hafsteinsson, Signý Hafsteinsdóttir, Sigurður Tómas Valgeirsson. Síldarævintýrið á Siglufirði, sem gerðist í alvörunni um og fýrir miðja öldina, er nú að öðlast nýjan ljóma - endurvakið og í nýrri mynd, margfaldar það nú sem þá íbúatölu bæjarins um stundarsakir. Allir Siglfirðingar, sem upplifðu síldina skilja vel þá sérstöku tilfinningu, sem því fylgdi að sjá aðkomufólkið streyma til bæjarins á vorin, setjast að í síldarbröggunum, sem þá höfðu staðið af sér veturinn, tómir og nöturlegir en urðu nú blómleg hý- býli kvenna og karla í ævintýra- og peningaleit. Enn er þessi tilfinning Siglfírð- inga áreiðanlega sterk og þeir því notið vel heimsóknar, kannski tíu þúsund manns, til bæjarins um verslunarmannahelgina síðustu. Það hefði Sigríður Anna Þórðar- dóttir sannarlega einnig gert hefði hún mátt því við koma en hennar tími var kominn til að kveðja og hún sofnaði svefninum langa mánu- daginn 3. ágúst sl. eftir áralanga vist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Látinn er traustur og gegn íbúi Siglufjarðar mitt í hátíðarhöldunum en fyrir utan hélt iðandi mannlífið sínum fasta takti. Sigríður Anna Þórðardóttir fæddist á Siglunesi 5. október 1913 og var því hátt á 79. aldursári þeg- ar hún lést. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson, vitavörður á Siglunesi, og kona hans Margrét Jónsdóttir. Þórður kom til Sigluness árið 1908, tæplega fertugur Sunnlendingur úr Landeyjum og hafði þá verið um skeið vitavörður við gamla Reykja- nesvitann. Með nýjum vita þar kom nýr vitavörður og Þórður réðst til að fara með ljóskerið úr þeim gamla norður og koma því í lag í vitanum, sem þá var nýreistur á Siglunesi. Og á Siglunesi ílentist Þórður þótt það hafi e.t.v. ekki verið ætlun hans í upphafi. Þá voru þar gjafvaxta og ógefnar þijár dætur Jóns Þor- lákssonar bónda og ein þeirra varð kona hans þremur árum síðar, Margrét Jónsdóttir, þeirra yngst og tæplega 19 ára. Þau Þórður og Margrét eignuð- ust brátt stærstan hluta Sigluness- jarðarinnar og bjuggu þar myndar- búi. Hann lést árið 1923 en Mar- grét bjó áfram, ekkja eftir mann sinn, þar til 1944 að hún flutti inn til Siglufjarðar. Þar lést hún árið 1969. Sigríður Anna fæddist á Siglu- nesi haustið 1913 eins og áður sagði, næst elst 6 systkina og þar ólst hún upp. Á 10. aldursári missti hún föður sinn en þá var yngsti bróðir hennar, Þórður (í Hrímni) liðlega eins árs. Víst er að þá fór í hönd erfiður tími fýrir stúlkuna ungu, en sem áreiðanlega efldu þá góðu eiginleika í fari hennar, sem mér fannst svo ríkjandi; festa og ákveðni en í senn æðruleysi og ró. Sigríður gekk í farskóla tvo vetur og í barnaskólanum á Siglufirði var hún svo aðra tvo en veturinn 1931 til 1932 var hún í Húsmæðraskólan- um á Blönduósi. Það varð örlagarík dvöl fyrir Sigríði, því þar kynntist hún mannsefninu sínu, Sigurði Jó- hannessyni, sem hún síðan giftist á Siglufirði 17. júní 1933. Sigurður yar Skagfirðingur að ætt, fæddur í Vík við Sauðárkrók 18. apríl 1903. Þau Sigurður dvöldu fyrst um hríð á Siglunesi og fluttu svo inn til Siglufjarðar, fyrst í gamla Frón en árið 1936 að Norðurgötu 13, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. En þessi stutta dvöl þeirra á Siglunesi nægði þó til þess, að Sigurður var á Siglufirði aldrei kallaður annað en Siggi á Nesi. í Norðurgötunni fæddust þeim synirnir fjórir; fyrst Þórður, þann 16. október 1936, járnsmiður og nú yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. Hann er kvæntur Sjonju Guðlaugs- dóttur og eiga þau einn son. Þá Hafsteinn Yngvi, 25. mars 1939, sjómaður á skipum Eimskipafélags- ins. Hann er kvæntur Sólveigu Hin- riksdóttur, fædd Marlis Marock í Þýskalandi, og eiga þau 3 börn. Jónas Þráinn fæddist 20. ágúst 1943, matreiðsluemistairað mennt, en er nú með eigin atvinnurekstur. Hann var kvæntur Sonju Larsen og eiga þau þijár dætur, en er nú í sambúð með Þuríði Ingibjörgu Jónsdóttur, lögfræðingi og eiga þau tvær dætur. Áður átti Jónas son með Guðrúnu Þór, hjúkrunarfræð- ingi. Yngstur er Valgeir Tómas, fæddur 3. október 1947, veitinga- maður í Lúxemborg. Hann var fýrst kvæntur Hjördísi Ólafsdóttur og eignuðust þau einn son en síðar Lindu Hendricks frá Bandaríkjun- um og eiga þau tvo syni. Það er því myndarlegur ættbogi kominn af þeim Siggu og Sigga á Nesi - synirnir traustir dugnaðar- menn og halda allir mikilli tryggð við Siglufjörð. Málningar límband sem aldrei bregst j.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 Á Siglufirði bjuggu þau Sigurður allt þar til hann lést í september 1972. Han starfaði alla tíð sem vörubflstjóri en hún lengst af sem húsmóðir, í síldinni á sumrin, en síðar í Frystihúsi SR, þar sem hún var verkstjóri í mörg ár, stjórnsöm og vel látin. Eftir fráfall manns síns flutti hún til Reykjavíkur og réðst sem þerna á skip Eimskipafélagsins. Hún stóð þá á sextugu og var í farmennsku í 10 ár eða þar til hún varð að láta af störfum, sjötug að aldri. Þá hafði hún orðið fyrir því áfalli tveimur árum áður að fá blóðtappa en náði sér all vel og fór aftur á sjóinn fram til 1983. Lengst af voru þau Haf- steinn sonur hennar saman í skips- rúmi á Mánafossi. Eftir að Sigríður hætti alfarið á sjónum bjó hún í nokkur ár í íbúð sinni í Hamrahlíð í Reykjavík og hjálpaði til við barnabörnin, einkum við gæslu nöfnu sinnar, Sigríðar Þuríðar Jónasdóttur. En þegar fór að bera meira á sjúkdómi þeim, sem endanlega leiddi hana til dauða, flutti hún aftur heim á Siglufjörð og fékk þar inni á vistheimilinu fyrir aldraða árið 1986. Þar naut hún ævikvöldsins eins og verða mátti vegna sjúkdómsins, í umhverfi sem hún þekkti svo vel og í nábýli við kunningja og ætt- ingja, sem þar eru fjölmennir og traustir. Og synirnir, sem allir eru burtfluttir voru ólatir að heimsækja móður sína og sýndu henni, þá eins og alltaf, umhyggju sína og virð- ingu, sem hún sjálf átti svo létt með að ávinna sér. Sigríður Anna átti fimm alsystk- in, Jón, sem lengi var vitavörður á Siglunesi, Jónas, sem lést ungur, Gunnar, verkamaður í Hafnarfirði, Þorbjörgu, sem bjó um skeið á Siglunesi og einnig dó kornung frá manni og börnúm og Þórð í Hrímni á Siglufirði, sem nú er einn á lífi þeirra systkinanna. Einn hálfbróður átti Sigríður, Njál, fiskmatsmann í Reykjavík. Útför Sigríðar Önnu Þórðardótt- ur frá Siglunesi verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, þriðjudag- inn 11. ágúst. Með henni er geng- inn mætur þjóðfélagsþegn, sem skilaði sínu dagsverki vel. Hún var móðir æskufélaga míns og vinar og með þessum línum vildi ég mega tjá henni virðingu mína og þakkir fyrir góð kynni. Blessuð sé minning hennar. Bræðrunum fjórum og fjölskyldum þeirra votta ég dýpstu samúð. Ó.O. Ný gerð bamabílstóla * Fyrlr börn frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægtlegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. ★ Verðkr. 10.998,- Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.