Morgunblaðið - 22.08.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 22.08.1992, Síða 1
56 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 189. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bush ræðst harkalega á Clinton Repúblikan- ar sigurvissir Jeltsín líkir valdaráninu við manntafl Borís Jeltsín Rússlandsforseti lýsti því á blaðamanna- fundi í Moskvu í gær hvemig honum hefði tekist að hafa betur í baráttunni við harðlínuöfl í valdaránstil- raun þeirra fyrir einu ári. Hann líkti hinni stuttu en örlagaþrungnu baráttu við manntafl þar sem honum hefði tekist að leika á Vladímír Kijútjskov, yfirmann KGB og einn af höfuðpaurunum, á ævintýralegan hátt. Jeltsín var spurður álits á Míkhaíl Gorbatsjov en hann sagðist ekki vilja angra Sovétforsetann fyrr- verandi sem nú væri að fara í „konunglegt leyfi“ til Spánar í boði Jóhanns Karls konungs. Houston. Rcuter. LOFORÐUM' George Bush Bandaríkjaforseta um skattalækkanir var slegið upp á forsíðum þarlendra dagblaða með risafyrirsögnum í gær. I ræðu sinni á flokksþingi repúblikana er Bush tók við tilnefningu til forsetaframboðs á fimmtudagskvöld, gerði forsetinn harða hríð að keppinaut sínum, demókratanum Bill Clinton og sagði hann myndu þjaka almenning með sköttum auk þess sem reynsluieysi hans í alþjóða- málum væri stórhættulegt. Skoðanakannanir benda til þess að Bush hafi tekist að nota flokks- þingið til að bæta verulega. stöðu sína í baráttunni við Clinton en for- setinn hefur átt mjög í vök að verj- ast síðustu vikurnar. Könnun CBS/New York Times , sem birt var í gærkvöldi, gaf til kynna að munur- inn á fylginu væri kominn niður í aðeins tvo af hundraði, Clinton fengi 48% en Bush 46%. Þtjár kannanir að auki sýndu einnig stóraukið fylgi Bush. ABC-sjónvarpsstöðin spurði kjósendur álits á fimmtudagskvöld og hafði Clinton 9% meira fylgi, í könnun CNN/ USA Today var mun- urinn 12%. Lítil von um árangur á friðarráðstefnu stríðsaðila í London eftir helgi Serbar og Albanir víg- búast í Kosovo-héraði Bush Fulltrúar á flokksþinginu voru kampakátir eftir ræðu Bush og sannfærðir um að hann hefði snúið taflinu við. Forset- inn sagðist sjá eftir því að hafa svikið loforð sitt frá 1988 um engar skatta- hækkanir og féllu þau ummæli í góð- an jarðveg. „Hann varð að biðja þjóð- ina afsökunar á því og mér líkaði það vel, ég kem frá ríki þar sem ríkis- stjórinn veit ekkert betra en að hækka skatta,“ sagði fulltrúi frá Arkansas þar sem Clinton er ríkis- stjóri. Newt Gingrich, fulltrúadeild- arþingmaður frá Georgiu, fannst ræðan afburðagóð. „Ég held að Bush sigri og fái 58%.“ Sjá ennfremur frétt á bls. 19. Hafnia í erfið- Sarajevo. Reuter, The Daily Telegraph. SPRENGJUNUM rigndi yfir Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu í gær og var borgin rafmagnslaus auk þess sem mikill skortur er orðinn á brauði, helsta viðurværi íbúanna. Þykja auknar árásir Serba ekki boða gott fyrir alþjóðlega friðarráðstefnu um Júgóslavíu sem var en hún hefst í London í næstu viku. Albanir og Serbar í Kosovo-hér- aði, sem lýtur Serbíu, eru nú sagðir búa sig undir átök en Albanir eru þorri íbúanna í héraðinu. Verslað meðlífið Boston. Frá Karli Blöndal, fréttarit- ara Morgrmbladsins. NÝJASTA afsprengi alnæmis í Bandaríkjunum er að finna í viðskiptalífinu. Nú spretta upp fyrirtæki, sem greiða alnæmissjúklingum fyrir hluta af andvirði líftrygging- ar þeirra, upp í 90 prósent eftir lífslíkum. Stuðningsmenn viðskiptanna úr samtökum alnæmissjúklinga segja að þetta gefi dauðvona körlum og konum tækifæri til að ljúka ævi sinni með reisn í stað örbirgðar og niðurlæging- ar eins og oft vill verða. Nokkur fyrirtæki hafa þó farið út yfir mörk velsæmis með því að bjóða viðskiptavinum sín- um lista yfir sjúklinga með vænlegar líftryggingar. Á list- unum eru gefnar upplýsingar um fjölda hvítra blóðkorna í blóði sjúklings og hversu lengi honum er hugað líf í mánuðum talið. Sprengjuárásirnar á Sarajevo síðustu tvo sólarhringa eru þær mestu í mánuð. Vitað er um átta menn fallna í þessari síðustu hrinu en líklega eru þeir miklu fleiri. Tugir manna hafa særst og sumir alvarlega. Annars staðar í Bosníu eru átökin jafnvel enn grimmilegri þótt af þeim fari minni fréttir. Lawrence Eagleburger, starf- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær að mikil hætta væri á að stríðsátökin í Bosníu breiddust út og þá einkum til Kosovo sem tilheyrir Serbíu. Serbía innlimaði héraðið fyrir nokkrum árum en áður var það sjálfstjórnar- hérað í júgóslavneska sambands- ríkinu. Eagleburger lagði áherslu á að Bandaríkin myndu aldrei viður- kenna landvinninga Serba. Lög- reglustjóri Kosovo sagði í gær að Serbar og Albanir í héraðinu væru að vígbúast og búa sig undir borga- rastríð. Hefði mikið af vopnum ver- ið gert upptækt en þó aðeins brot af því sem búið væri að koma und- an. Fulltrúar allra stríðandi aðila ætla að sækja alþjóðlegu friðarráð- stefnuna um Júgóslavíu í London í næstu viku, þar á meðal Slobodan Milosevic, forseti Serbíu. Litlar vonir eru þó bundnar við einhvern árangur af henni. Fulltrúar Bosníu vilja að stríðið í landinu verði stöðv- að með öllum ráðum, en vitað er að leiðtogar Serba vilja fyrst og fremst koma í veg fyrir alþjóðleg réttarhöld þar sem þeir yrðu sakað- ir um glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig frétt á bls. 18. leikum DANSKA tryggingafélagið Hafn- ia hefur fengið greiðslustöðvun en félagið er hið næststærsta í sinni röð í Danmörku. Að sögn Berlingske Tidende tapa hluta- fjáreigendur sem svarar tugmiHj- örðum ÍSK en um leið og stjórn félagsins bað um greiðslustöðvun færði hún allar eignir þess yfir í nýtt félag. Helstu lánardrottnar félagsins, þ. á m. Den Danske bank og Commerz- bank, hafa töglin og hagldirnar í nýja félaginu, að sögn breska blaðs- ins Financial Times. Hlutafé þess verður að nafninu til nær 60 milljarð- ar ÍSK og er það því eitt af öflug- ustu fyrirtækjum Danmerkur en eignir að frádregnum skuldum eru þó aðeins tæpur milljarður. Eigendur eru auk bankanna eink- um launþegasjóðir og opinberar stofnanir. í frétt Financial Times er haft eftir talsmönnum þessara aðila að þeir styðji aðgerðirnar þrátt fyrir tapið; þetta sé eina leiðin til að bjarga fyrirtækinu. Blaðið segir að erfíðleik- ar Hafnia muni hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir Skandia í Svíþjóð, Baltiea í Danmörku og Unistorbrand í Noregi, en Hafnia er stór hluthafi í þessum félögum. Fischer mættur til leiks Bobby Fischer (t.h.), fyrrum heimsmeistari í skák, ásamt manninum bak við fyrirhugað einvígi Fischers og Borísar Spasskís, Jezdimir Vasiljevic, eiganda Jugoscandic-bankans í Belgrad. Vegna bardaga í nágrannalöndum Svartfjallalands er talið mögulegt að einvígið, sem hefjast á 2. september, verði í Búdapest, höfuðborg Ungveijalands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.