Morgunblaðið - 22.08.1992, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992
Ríkisendurskoðun um sölu Þormóðs ramma hf.
Jafnræðissjónarmiða
var ekkigætt við söluna
YFIRSKOÐUNARMENN ríkisreiknings telja brýnt að settar verði með
formlegum hætti samræmdar almennar reglur um það hvernig standa
skuli að sölu á eignum ríkisins með sama hætti og settar hafa verið
reglur um hvernig standa skuli að opinberum innkaupum. Tilefni þeirr-
ar athugasemdar er m.a. sala fjármálaráðherra á meirihluta hlutabréfa
ríkisins í Þormóði ramma hf. á Siglufirði. í skýrslu Rikisendurskoðunar
um rikisreikning 1990 kemur fram að stofnunin telur að almennra jafn-
ræðissjónarmiða hafí ekki verið gætt í nægilega ríkum mæli við sölu
hlutabréfa í Þormóði ramma hf. Hafí hvorki sala hlutabréfanna né
heldur skilmálar og skilyrði fyrir sölunni verið auglýst opinberlega.
í skýrslu sinni rekur Ríkisendur-
skoðun aðdraganda og sölu hluta-
bréfanna í Þormóði ramma hf. Fram
kemur að hlutafé ríkisins í fyrirtæk-
inu hafi verið 16,5 milljónir kr. í árs-
lok 1989. Á árinu 1990 hafi verið
ákveðið að breyta 383,5 milljónum
kr. af skuldum félagsins við ríkissjóð
og Endurlán ríkissjóðs í hlutafé en
lán þessi fékk félagið á árunum 1982
til 1983 til að byggja nýtt frystihús.
Eftir skuldbreytinguna nam hlutafé
ríkisins í Þormóði ramma hf. 399,8
milljónum kr. eða 98,17% af heildar-
hlutafé. í desember sama ár var síðan
undirritaður samningur milli íjár-
málaráðherra og stjóma Þormóðs
ramma hf., Drafnar hf. og Egilssíldar
hf. um sölu á 58,17% af hlutabréfum
ríkissjóðs í Þormóði og sameiningu
fyrirtækjanna þriggja. Við sölu hluta-
bréfanna var hlutafé Þormóðs ramma
hf. fært niður í 150 milljónir kr. og
söluverð hins selda hlutar því 87,3
milljónir. Með þessu móti var hlutafé
ríkissjóðs í Þormóði ramma hf. fært
niður um 264,7 milljónir kr. á árinu
1990.
Ríkisendurskoðun minnir á að í
skýrslu sinni um sölu hlutabréfanna
hafi komið fram að stofnunin teldi
verðmæti alls hlutafjár í Þormóði
ramma hf. vera á bilinu 250 til 300
milljónir kr. Við sölu bréfanna hafi
verðmætið hins vegar verið metið á
150 milljónir. Þá er minnt á það mat
Ríkisendurskoðunar í áðumefndri
skýrslu að virði hlutafjár í Þormóði
ramma hf. eftir sameiningu við hin
tvö fyrirtækin væri 421 milljón kr.
Til samanburðar því mati er rifjað
upp að á síðasta ári hafí 30 milljóna
kr. hlutafé verið selt á genginu 2,15
sem svari til þess að heildarhlutafé
væri metið á 430 milljónir kr.
Ríkisendurskoðun telur að þó svo
að í lögum sé ekki að fínna bein fyrir-
mæli um hvemig standa skuli að
sölu fyrirtækja í eigu ríkissjóðs hafi
almennra jafnræðissjónarmiða ekki
verið gætt í nægilega ríkum mæli við
sölu hlutabréfa í Þormóði ramma hf.
Þar komi einkum til að hvorki sala
hlutabréfanna né heldur þeir skilmál-
ar og skilyrði sem sett vom fyrir
sölunni vom auglýst opinberlega.
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00
Helmild: Veðurstofa íslands
(Byggt é veðurspé kt. 16.151 gaar)
VEÐURHORFUR I DAG, 22. AGUST
YFIRLIT: Skammt suðvestur af Reykjanesi er 990 mb lægð sem mun
þokast suðsuðvestur og grynnast, en 1.020 mb hæð yfir Norður-Græn-
landi. Um 300 km vestur af frlandi er vaxandi 1.005 mb lægð sem hreyf-
ist norður og síðar norðvestur.
SPÁ: Austlæg átt, víðast katdi og skýjað. Súld eða skúrir um sunnan-
og austanvert landið en annars þurrt að mestu. Hiti 7-15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAQ OG MÁNUDAG: Austgn- og norðaustanátt,
talsverður strekkingur og rigning um norðanvert landið, en mun hægari
syðra og allvíða skúrir, Fremur svalt.
Svarsími Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600.
O tik & &
Skýjað Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
Heiðskírt Léttskýjað
r r r * / *
/ r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
Hálfskýjað
*
* *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindsfyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
5tig
FÆRÐA VEGUM: 00.17.30 ígær)
Allir helstu vegir um landið eru greiðfærir. Vegna vegagerðar má búast
við umferðartöfum á Hafnarfjarðarvegi, á milli Engidals og Flatahrauns,
fram yfir helgi. Vegna ákeyrslu hefur brú á Jökulsá á Dal, við Brú, lok-
ast um ófyrirsjáaniegan tíma. Vegfarendum er bent á Norðausturveg.
Brú yfir Norðfjarðará hefur verið opnuð smærri bílum en stórum bílum
er fært á vaði. Fjallabílum er fært um allar leiðir á hálendinu. Athygli má
þó vekja á að vegur um sunnanverðan Sprengisand er orðinn mjög gróf-
ur og seinlegur yfirferðar. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri um-
ferð. Ferðalangar eru hvattir til að leita sér nánari upplýsinga um færð
áður en lagt er af stað í langferð til að forðast tafir vegna fram-
kvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-
631500 og á grænni llnu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA
kl. 12.00 í
UM HEIM
ísl. tíma
h'rtl veður
Akureyri 12 rigning
Reykjavík 12 skúr
Bergen 18 skýjað
Helsinki 13 alskýjað
Kaupmannahöfn 17 rigning
Narssarssuaq 8 léttskýjað
Nuuk vantar
Ósló 18 skýjað
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Þórshöfn 13 skúr
Aigarve 24 léttskýjað
Amsterdam 21 mlstur
Barceiona 27 léttskýjað
Beriín 22 skúr
Chicago 11 heiðskirt
Feneyjar 31 þokumóða
Frankfurt 23 skýjað
Glasgow 1S skýjað
Hamborg 17 skúr
London 21 skýjað
LosAngeles 18 heiðskírt
Lúxemborg 20 skýjað
Madríd vantar
Malaga 32 léttskýjað
Mailorca 28 léttskýjað
Montreal 13 léttskýjað
NawYork 17 heíðskírt
Orlando 23 þoka
Parls 20 skýjað
Madelra 23 skýjað
Róm 28 heíðskfrt
Vín 31 léttskýjað
Washington 19 léttskýjað
Winnipeg 8 léttskýjað
Póstur og sími
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Ingólfur þrifinn
Þær Marsibil Sæmundsdóttir og Hrönn Harðardóttir hafa það verk-
efni með höndum í sumar að þrífa og bóna styttur í Reykjavík á veg-
um Ásmundarsafns. Þær segja að nóg hafi verið að gera, enda eru
þær búnar að þrífa 40-50 styttur í sumar. Skemmtilegasta verkefnið
fannjt þeim að þrífa styttuna af Ingólfi Arnarsyni, enda segja þær
að hann hafi ekki verið mjög skítugur. Styttur við mestu umferðargöt-
urnar séu hins vegar afar óhreinar.
Lagning sæstrengs
rétt á eftir áætlun
LAGNINGU sæstrengs umhverfis landið á að Ijúka upp úr miðjum
september, að sögn Páls Jónssonar, tæknifræðings og umsjónarmanns
með lagningu sæstrengsins. Síðastliðinn sunnudag varð að hverfa frá
lagningu í Hvalfirðinum vegna veðurs. Þess vegna og einnig vegna
byrjunarörðugleika er verkið nú einum til tveimur dögnm á eftir áætlun.
Aætlun hljóðar upp á einn streng
á dag og hver þeirra er vanalega í
kringum fjórir til fimm kílómetrar.
Páll segir að ef það takist að leggja
tvo strengi einn daginn verði þeir
aftur komnir á áætlun. „í byijun
reyndist erfítt að halda skutnum á
skipinu föstum. Skipið var viðkvæmt
fyrir hliðarvindi, sem virðist vera
algengur í þessum fjörðum en Bret-
arnir, sem sjá um verkið, stungu upp
á nokkrum lagfæringum og þetta er
komið í lag núna,“ sagði Páll.
„Strengurinn var keyptur ásamt
lagningu hans í nokkra fírði og
kapalframleiðandinn fékk fyrir sig
undirverktaka, sem sér um að setja
hann niður. Upp úr miðjum septem-
ber verður búið að leggja það, sem
samið var um við Bretana. Eftir það
þá þurfum við að leggja sjálfír
nokkra strengi, meðal annars í Ham-
ars- og Álftafírði fyrir austan, Gils-
firði og Tálknafirði á Vestfjörðum.
Samningurinn við þessa aðila hljóðar
upp á um það bil 200 milljónir. Þeg-
ar þessu er lokið verður búið að
leggja ljósleiðara umhverfís allt land-
ið og í lok næsta árs er áætlað að
búið verði að koma upp búnaði við
alla strengina svo hægt sé að taka
þá í notkun."
Töf á hafnarfram-
kvæmdum á Húsavík
Húsavfk.
MIKLAR hafnarframkvæmdir
voru fyrirhugaðar á Húsavík á
þessu sumri sem felast I því að
reka niður stálþil og þar með
breikka Norðurgarðinn og svo
að dýpka höfnina. Vel hefur
gengið að reka niður stálþilið
en dýpkunin hefur ekki tekist
með þeim tækjum, sem til var
ætlast.
Verktakinn Hagvirki/Klettur
hefur séð um að reka niður stálþil-
ið en til dýpkunar hafnarinnar var
samið við Dýpkunarfélagið hf. á
Siglufírði. Nú hefur komið í ljós
að tæki þau, sem nota átti, dugðu
ekki til að vinna á hörðum botni
hafnarinnar og gæti orðið
sprengja hann upp.
Málið er nú í frekari athugum
hjá viðkomandi aðilum og ekki
vitað hver lausnin verður, en þetta
nýja viðhorf hefur orðið til þess
að tefja framkvæmdimar.
- Fréttaritari
Píló við bæna-
stund páfa
HÓPUR frá kaþólska ungmenna-
félaginu Píló var viðstaddur
bænastund páfa í sumarhöll hans
á Ítalíu fyrir skömmu. í ávarpi
sinu óskaði páfi hópnum frá
Reykjavík velfamaðar.
Unglingamir sautján komu til
sumarhallar páfa þann 15 ágúst sl.
Páfí hefur tekið fyrir allar heimsókn-
ir vegna veikinda og gat hópurinn
þess vegna ekki fengið einkaáheym.
Hins vegar fengu íslensku ungmenn-
in að vera viðstödd bænastund páfa
í litlum hallargarði ásamt nokkrum
öðmm pílagrímum.