Morgunblaðið - 22.08.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992
15
Minning
Halla P. Kristjáns-
dóttir, Bolungarvík
Fædd 17. marz 1930
Dáin 16. ágúst 1992
Skjótt hefur sól brugðið sumri.
Hetja er fallin. Halla Pálína Krist-
jánsdóttir lést, langt um aldur fram,
í Landspítalanum í Reykjavík
sunnudaginn 16. ágúst síðastliðinn.
Með henni er gengin einstök mann-
kostakona, sem verður öllum
ógleymanleg sem henni kynntust.
Vitur maður hefur sagt að nátt-
úran ákvarði öllum mönnum tak-
mörk og manninum sitt skapadæg-
ur. Um það þarf víst enginn að
efast. Sín örlög fær enginn flúið
og síst af öllu dauðann. Hann er
hinn miskunnarlausi dómur, sem
allra bíður, fyrr eða síðar. Stundum
fínnst manni hann birtast okkur af
miklu miskunnarleysi og svo er
vissulega nú, þegar við kveðjum svo
ágæta konu sem Höllu P. kristjáns-
dóttur á besta aldri.
Halla Pálína Kristjánsdóttir
fæddist á ísafirði 17. mars 1930.
Hún var dóttir hjónanna Kristjáns
Hannesar Magnússonar og Rann-
veigar Salóme Sveinbjörnsdóttur.
Að lokinni skólagöngu starfaði
Halla um hríð í Landsbanka íslands
á ísafirði. Hún minnist þeirra starfa
ætíð með mikilli ánægju og kallaði
stundum fram skemmtileg og minn-
isstæð atvik frá þeim árum.
Alltaf var Halla mikill ísfírðingur
og þótti vænt um fæðingarbæ sinn.
Þetta kom fram á margvíslegan
hátt.Hún hafði gaman af því að
segja frá ýmsu sem á dagana hafði
drifíð á ísafírði. Jafnt frá mönnum
og málefnum. I frásögnum hennar
kom jafnan fram hin eðlislæga hlýja
hennar, en jafnframt birtist manni
einstakt stálminni á ótrúlegustu
hluti, sem bar vitni um góðar gáfur
og mikið andlegt atgervi. Ekki var
óalgengt að íþróttir væru ræddar
og ýmis afrek ísfírskra íþróttakappa
riijuð upp að vonum, því jafnt bræð-
ur hennar og síðar frændur voru
miklir afreksmenn á sviði íþrótta,
ekki síst skíða, og kepptu meðal
annars fyrir hönd íslendinga á
Ólympíuleikum.
Hinn 1. júlí 1953 giftist Halla
föðurbróður mínum, Jónatan Ein-
arssyni, framkvæmdastjóra Einars
Guðfínnssonar hf. í Bolungarvík.
Þau eignuðust fimm börn sem eru:
Einar Jónatansson, fram-
kvæmdastjóri Einars Guðfínnsson-
ar hf. í Bolungarvík. Kona hans er
Guðrún B. Magnúsdóttir, skóla-
stjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur,
og eiga þau þijá syni.
Ester Jónatansdóttir, viðskipta-
fræðingur hjá Pósti og síma í
Reykjavík, gift Guðmundi Ólafssyni
íþróttakennara og eiga þau þijár
dætur.
Kristján Jónatansson, fram-
kvæmdastjóri Verslunar E. Guð-
finnssonar hf. í Bolungarvík. Kona
hans er Þorbjörg Magnúsdóttir ljós-
móðir og eiga þau tvö börn.
Elías Jónatansson, verkfræðing-
ur og framleiðslustjóri hjá Einari
Guðfinnssyni hf. í Bolungarvík,
giftur Kristínu Gunnarsdóttur skrif-
stofumanni. Þau eiga tvö börn.
Heimir S. Jónatansson, sem rek-
ur ásamt öðrum Kringlubón hf. í
Reykjavík. Hann er giftur Ósk Ebe-
nesersdóttur.
Heimili þeirra Höllu og Jónatans
í Bolungarvík var erilsamt og oft
hefur vinnudagur húsmóðurinnar
verið langur og strangur. Fimm
barna móðir getur sjálfsagt ekki
mjög oft unað sjálfri sér hvíldar.
Og þegar það bættist við að ætíð
var gestkvæmt á heimilinu, gefur
augaleið að í mörgu hefur jafnan
verið að snúast fyrir húsmóðurina.
Mér er vel kunnugt um að ekki var
fyrirvarinn alltaf mikill að heimboð-
um til þeirra Höllu og Jónatans.
Stundum hringdi húsbóndinn heim
og sagði konu sinni að hann myndi
birtast með gesti, einn eða fleiri, á
næstu stundu, ýmist í mat eða kaffi.
Oft dvöldu um lengri eða skemmri
tíma á heimilinu menn sem voru
að erinda á vegum fyrirtækisins
sem Jónatan veitti forstöðu. Allt
var þetta talið sjálfsagt. Aðeins álit-
ið hluti af hinu daglega lífi. Halla
var með öðrum orðum húsmóðir í
þess orðs bestu merkingu. Hún
skynjaði vel þýðingu þess að heimil-
islífið gæti gengið sem best og ör-
uggast. Festu og öryggi mat hún
mikils og átti mikinn þátt í að skapa
það andrúmsloft á heimili sínu.
Lyndiseinkunn hennar var þannig
að henni var allt slíkt líka eðlis-
lægt. Samviskusemi var henni í blóð
borin og birtist í heimilishaldi eins
og öðru.
Sjálfur kynntist ég vel heimilis-
haldinu á Völusteinsstræti 36,
heimili Jónatans og Höllu. Oft og
mörgum sinnum dvaldi ég þar um
lengri og skemmri tíma er foreldrar
mínir þurftu að bregða sér af bæ.
Var þar ætíð velkominn og fann
mig þar alltaf eins og eitt af börnun-
um. Ég fann að Höllu var í mun
að börn sín stæðu sig vel í öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur. Sjálf var
hún kappsöm og gerði kröfur. Til
sjálfrar sín eins og annarra. Hún
vissi vel að lengi býr að fyrstu gerð
og var sér því svo vel meðvituð um
að uppeldisáhrifin fylgja fólki langt
fram eftir lífsbrautinni. Hún lagði
sig þess vegna fram um að börn
hennar sinntu námi sínu vel. Sjálfri
hafði henni vegnað afburðavel í
skóla og hún vissi að nám er vinna.
Mér er enn í fersku minni þegar
ég barn að aldri var hjá þeim Höllu
og Jónatan að Halla fylgdist vel
með því sem við vorum að fást við
í skólanum. Hvatti okkur áfram og
brýndi fyrir okkur að standa okkur
og að standa á eigin fótum. Það
var þess vegna engin tilviljun að
þegar Tónlistarskóli var stofnaður
í Bolungarvík fóru börn hennar í
tónlistamám. Tónlist var líka alltaf
í miklum hávegum höfð á heimil-
inu. Og sjaldan var komið saman
þar öðruvísi en lagið væri tekið.
Þegar börnin tóku að vaxa úr grasi
og öðlast færni í tónlistinni og lærð-
ur tónlistarkennari kominn í hóp
fjölskyldunnar var ekki að sökum
að spyija; menn komu helst ekki í
heimsókn kvöldstund í Völusteins-
stræti nema að því fylgdi gleði tón-
listarinnar. Þá sakaði ekki heldur
að húsráðendur kunnu báðir vel að
meta tónlistina og tóku þátt í henni.
Við Höllu eiga vel hin sígildu orð
Matthíasar Jochumssonar:
Þvi hvað er ástar og hróðrar dís
og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður.
Halla tók þátt í ýmsu félags-
starfí í Bolungarvík. Ung hafði hún
gerst skáti og mat skátahreyfing-
una mikils. Hún var félagi í Kvenfé-
laginu Brautinni og þátttakandi í
margvíslegu starfí þess. Hæst
gnæfír þó sennilega í félagsstarfí
hennar síðari árin forysta hennar
fyrir kirkjunefnd Kvenfélagsins.
Sem formaður þeirrar nefndar vann
hún gríðarlegt starf fyrir Hóls-
kirkju, sóknarkirkju Bolvíkinga, og
átti að öðrum ólöstuðum hvað mest-
an þátt í því að prýða kirkjuna með
margs konar fögrum gripum, sem
sjá má.
Einn er sá þáttur í fari Höllu sem
ég hygg að margir kunni frá að
segja. Það er ræktarsemi hennar
við vini og vandamenn. Hún fylgd-
ist vel með tímamótum í lífí fólks,
afmælum, námsáföngum og öðru
því sem skiptir hvern einstakling
máli, en margir láta framhjá sér
fara í erli hversdagsins. Þá skipti
ekki máli hvort viðkomandi var
staddur vestra eða syðra, hér á landi
eða erlendis. Halla og Jónatan
sendu gjaman kveðju; lítið kort eða
fallega gjöf, eftir því sem tilefni
leyfði. Þetta lýsti vel þeim hug sem
að baki bjó og segir meira, hygg
ég, um hjartalagið en mörg orð.
í hugum okkar sem teljum til
vensla eða frændsemi við Höllu var
hún ímynd trausts og festu. Það
kom yfir alla sem mikið reiðarslag
að spyija veikindi hennar á síðasta
ári. Hún hafði nefnt að slappleiki
hijáði sig, en eins og hún talaði,
hygg ég að fáa hafi rennt í grun
að eitthvað alvarlegt væri á ferðum.
Þegar upp úr var kveðið um að hún
væri haldin krabbameini á alvarlegu
stigi setti alla hljóða. Við gerðum
okkur grein fyrir alvöru málsins.
Halla var lögð inn á sjúkrahús í
Reykjavík og við bjuggum okkur
undir hið versta. Læknar töldu
batalíkur slæmar. En þá var sem
kraftaverk gerðist. Halla tók vel
við lyfjameðferð. Hún virtist á bata-
vegi. Fljótlega kom hún vestur og
lagðist inn á sjúkrahúsið á ísafirði.
Þaðan var hún síðan útskrifuð og
við fómm að trúa því að þessi sterka
og tápmikla kona myndi hafa betur
í glímunni við hinn skelfilega sjúk-
dóm. Hún var hress í fasi, mætti
keik til mannfagnaða og tók þátt í
hinu daglega lífi, að manni virtist,
sem fyrr.
Nú um Jónsmessuna í sumar var
efnt til ættarmóts í íjölskyldu
manns hennar, þar sem nær 400
manns komu saman norður í Skaga-
firði. Þar var Halla mætt, öllum til
gleði og ánægju, staðráðin í að eiga
ánægjulega endurfundi með fólki
sem hún þekkti vel flest. Þá var
fæstum ljóst að veikindi hennar
voru að taka sig upp að nýju.
Það hafði staðið lengi til að þau
Jónatan færu til Kanada, á vit
frændliðsins vestan hafs. Og í sum-
ar afréðu þau að fara þrátt fyrir
allt. Við sem næst stóðum vissum
að veikindin voru að sækja á aftur
en fögnuðum því að læknar töldu
ráðlegt fyrir hana að leggja í ferð-
ina. Þegar hún sneri til baka nú
fyrir skemmstu var hún orðin fár-
veik. Hún naut þó dvalarinnar ytra.
Hugur þeirra hjóna hafði lengi stað-
ið til þess að fara vestur um haf
og það var því mikils virði að af
ferðinni gat orðið.
í veikindum sínum síðustu miss-
erin komu fram þeir eiginleikar sem
ætíð mótuðu mannkostakonuna
Höllu P. Kristjánsdóttur. Æðru-
leysi, staðfesta og dugnaður. Eng-
inn heyrði hana kvarta. Hún tókst
á við sjúkdóm sinn og barðist við
hann með þeirri einstöku hetjulund
sem einkenndi hana í hvítvetna
þegar á bjátaði. Hún naut stuðnings
samhentrar fjölskyldu og umfram
allt ástríks eiginmanns, sem studdi
hana og styrkti í hremmingum sjúk-
dómsins. Það er enginn vafí á því
að allt varð þetta henni ómetanleg-
ur styrkur í erfiðum sjúkdómsraun-
um.
Þegar dauðann ber að með þess-
um hætti verða öll orð fátækleg.
Það eru margir sem hafa misst
mikið við fráfall hinnar miklu heið-
urskonu. Einkar sár harmur er nú
kveðinn að frænda mínum, Jónatan
Einarssyni, sem nú kveður eigin-
konu sína eftir nær fjörutíu ára
farsælt hjónaband. Innilegar sam-
úðarkveðjur mínar fylgja þessum
fátæklegu minningarorðum til
hans, barna, tengdabarna, barna-
barna, systkina og annars vensla-
fólks og ástvina.
Góðar endurminningar um
óvenju heilsteypta manneskju lifa
og verður í huga okkar óbrotgjarn
minnisvarði um Höllu P. Kristjáns-
dóttur.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfír.
(Hannes Pétursson)
piessuð sé minning Höllu P.
Knstjánsdóttur.
Einar K. Guðfinnsson.
Hlýleiki og alúð mótuðu fram-
komu Höllu Kristjánsdóttur. Hún
var frábær húsmóðir, tryggur vinur
vina sinna, góðviljuð og hreinskipt-
in. Heimili hennar og Jónatans Ein-
arssonar að Völusteinsstræti 36 í
Bolungarvík bar svip smekkvísi og
myndarskapar. Þangað var jafnan
gott að koma. Yfirborðsmennsku
varð þar aldrei vart.
Ég get trútt um talað í þessum
efnum. Þetta fallega heimili stóð
mér alltaf opið þegar ég heimsótti
Bolungarvík í margvíslegum er-
indagerðum um langt árabil. Þar
voru vinir í varpa er von var á gesti.
Og börn þeirra Höllu og Jónatans
báru svipmynd foreldra sinna. Glöð,
elskuleg og hlýleg. Mér er minnis-
stætt að eitt sinn er ég kom þangað
fyrir nokkuð mörgum árum þá söng
allur hópurinn fyrir mig — þau
höfðu líka ágæta söngrödd. Þannig
var þetta fólk. Það var ekki hægt
annað en þykja vænt um það. Þess-
vegna sakna ég Höllu af heilum
hug.
Jónatan Einarsson hafði um
mörg ár farsæla forustu um.félags-
mál í Bolungarvík á miklu fram-
faraskeiði í þessu þróttmikla byggð-
arlagi. Samvinna okkar var þá mjög
náin.
Með honum var gott að starfa.
Þau hjónin voru um marga hluti
lík. Stóðu líka alltaf frábærlega vel
saman. Halla var gæfa Jónatans.
Heimili þeirra og bama þeirra var
um margt til fyrirmyndar. Að
mörgu leyti svipað heimili Einars
og Elísabetar foreldra Jónatans,
sem voru mjög gestrisið fólk. Er
vissulega ánægjulegt að muna það
og hinn fjölmenna og mannvænlega
barnahóp, sem þar ólst upp.
Nú er eldri kynslóðin horfín. Að
henni var mikill sjónarsviptir. En
Bolungarvík er fallegur og myndar-
legur staður, sem mér þykir vænt
um að skoða í hvert skipti, sem ég
kem þangað.
Með Höllu er horfín hjartahlý og
góð kona, sem margir sakna. Hún
fór of snemma. Þótt sagt sé að
maður komi í manns stað á það
ekki við þegar litið er til hinna nán-
ustu, sem mest hafa misst. Þar
kemur enginn í staðinn.
Við Ólöf kveðjum góðan og
tryggan vin um leið og við biðjum
Jónatan, vini okkar, börnum þeirra
Höllu og öðrum ástvinum blessunar
og mildi skaparans á saknaðar-
stundu. Og enn er hægt að rifja
það upp, sem áður var sagt: Þar
eru vinir í varpa, sem von er á gesti.
Sigurður Bjarnason
frá Vigur
Fjölskyldan og heimilið er horn-
steinn þjóðfélags okkar. Því gerði
Halla sér vel grein fyinr. Hún bjó
Jónatani og fímm bömum þeirra
gott heimili og var akkeri fjölskyld-
unnar. Hún var traustur bakhjarl
manns síns og góð eiginkona.
Styrkleiki hennar kom best í ljós í
æðruleysi hennar í veikindum sín-
um.
Við vorum svo heppin að eiga
Höllu og hennar fjölskyldu sem
nágranna nær öll okkar uppeldisár.
Við bömin vomm öll á svipuðum
aldri og var mikill samgangur og
vinátta, sem haldist hefur síðan.
Halla gerði miklar kröfur til
sjálfrar sín og einnig til annarra.
Hún var ákveðin kona, bjartsýn og
góðviljuð. Hún gat hlegið dátt og
smitandi og naut þess að vera með
fjölskyldu sinni eða öðrum góðum
félagsskap. Á heimilinu var líf og
§ör, mikið um tónlist og söng. Gest-
kvæmt var á heimilinu og jafnan
kræsingar á borðum. Minnisstæð-
ust er þó brúna kakan með hvíta
kreminu.
Halla lagði mikið í uppeldi barna
sinna og studdi þau vel. Hún vakn-
aði með þeim snemma á morgnana
og sofnaði með þeim seint á kvöld-
in, Halla var alltaf til taks. Við feng-
um okkar skerf af umhyggju henn-
ar og var gott að eiga skjól hjá
Höllu þegar foreldrar okkar fóru
úr bænum.
Það er mikil gæfa að kynnast
góðu fólki á lífsleiðinni. Það gerir
þig að betri einstaklingi. Þegar við
hugsum til æskuáranna og ræktar-
semi Höllu við okkur þá eigum við
henni mikið að þakka.
Vinum okkar og frændfólki, Jón-
atani, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum, sendum við hjartans
samúðarkveðjur.
Einar, Halldóra,
Bjarni og Omar.
Sú mikla harmfregn barst mér
þangað sem ég er stödd um stund-
arsakir erlendis, að hún Halla vin-
kona mín hefði látist að morgni
sunnudagsins 16. ágúst.
Við hjónin fórum frá íslandi laug-
ardagseftirmiðdaginn 15. ágúst og
rétt fyrir brottför heimsóttum við
Höllu þar sem hún lá í Landspítal-
anum, umkringd af börnum sínum
og barnabörnum. Jónatan maður
hennar hafði látið okkur vita hve
alvarlega veik hún var orðin. Hann
og börnin höfðu vakað yfir fár-
sjúkri eiginkonu og móður seinustu
sólarhringana sem hún átti eftir
hérna megin við móðuna miklu.
Þannig hvarf Halla vinkona mín úr
þessum heimi umvafin þeirri ástúð
og þeim kærleika sem svo mjög
hafði einkennt hana sjálfa og henn-
ar stóru glæsilegu fjölskyldu.
Ég man fyrst eftir Höllu þegar
hún var ung stúlka við störf í Lands-
bankanum á ísafírði. Ég var nokkr-
um árum yngri og hafði fengið sum-
arstarf í bankanum. Þá stóð ekki á
Höllu að leiðbeina mér og skýra út
leyndardóma starfsins. Hún var
ávallt boðin og búin til að hjálpa
og aðstoða. Hún var foringi í skáta-
félaginu Valkyijur. Hún var sannur
skáti, góð og hjálpfús og fyrirmynd
allra. Ótal minningar, allar
skemmtilegar og ánægjulegar,
koma upp í hugann þegar ég hugsa
til þessara samverustunda með
Höllu. Ekki má gleyma handbolta-
æfingunum á sjúkrahústúninu á
ísafírði á yndislegum sumarkvöld-
um eða þegar við kepptum fyrir
íþróttafélagið Hörð.
Eitt minnisstæðasta atvik frá
samverustundum okkar er frá því
þegar Halla bað mig að koma með
sér á báti til Bolungarvíkur. Hún
var þá að heimsækja ungan og
myndarlegan mann, Jónatan Ein-
arsson, sem átti eftir að verða stóra
hamingjan í lífi hennar, eiginmaður
og lífsförunautur. Það var ánægju-
legt að vera þá í fylgd með Höllu
og koma með henni inn á hið mikla
fyrirmyndarheimili Elísabetar og
Einars Guðfinnssonar, sem áttu
eftir að verða tengdaforeldrar henn-
ar.
Síðan skildu leiðir um langt ára-
bil, en tengslin héldust, enda tryggð
Höllu einstök. Góðar minningar
geymast um heimsókn þeirra hjóna
til okkar Guðjóns þegar við bjugg-
um í Bandaríkjunum og um
ánægjulegar heimsóknir okkar til
Höllu og Jónatans á þeirra fallega
heimili í Bolungarvík.
Mér var Ijóst laugardaginn 15.
ágúst, þegar Halla lagði hendina
þétt utan um hálsinn á mér og þrýsti
mér að kinninni, að þetta væri
hinsta kveðjustundin. Hún hafði
barist hetjulegri baráttu í meira en
ár við þann sjúkdóm sem ekki varð
sigraður í þetta sinn. Samt hafði
allt litið svo vel út eftir aðgerðina
í vor.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég fyrir hönd okkar hjóna þakka
Höllu vinukonu minni, Jónatan og
fjölskyldunni allri fyrir ánægjulegar
samverustundir. Minningarnar um
góða og trygga vinkonu munu lengi
lifa. Ég bið Guð að styrkja eigin-
mann, börn og fjölskyldu í djúpri
sorg þeirra.
Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir.
SJÁ BLS. 28