Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐJÐ, LAUGARDAGUR 22- ÁGÚST 1992 * * * * * * * * * * * * * * * * * ★ * * * SPECTRal hecoRDING . nni DOLBYSTEREO iBffl 16 500 STEPHEN KING STEPHEN KING STEPHEN KING í A og B sal NÁTTFARAR T E P H\E\NV k I N G' SANNKALLAÐUR SUMARHROLLUR! 1 NÝJASTA HROLLVEKJA « STEPHENS KING. * - SKUGGALEG! Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. OÐURTIL HAFSINS Sýnd kl. 9. Bönnuði. 14ára. BORN NATTURUNNAR Sýnd kl. 7 í A-sal, sýnd kl. 5 f B-sal. ENGLISH SUBTITLE KL. 5. HNEFALEIKAKAPPINN Sýnd kl. 11.15. b.í.16. INGALO Sýnd kl. 7.05. ENGLISH SUBTITLE Gammar leika á Púlsinum á sunnudagskvöld. GAMMAR A PULSINUM DJASSHLJÓMSVEITIN Gammar heldur tónleika á Púls- inum nk. sunnudagskvöld, 23. ágúst. Tónleikamir eru haldnir í tilefni af útgáfu á nýjum geisladisk hljómsveitarinnar. Geisladiskurinn heitir „Af Niðafjöllum" en áður hafa komið út tvær hljómplötur með hljómsveitinni. Gammar hafa verið starf- andi með hléum frá 1980. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Bjöm Thoroddsen gítar- leikari, Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Þórir Bald- ursson píanóleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Halldór Hauksson trommu- leikari og Marteen van der Valk ásláttarhljóðfæraleik- ari. Hljómleikarnir hefjast ki. 22.00. (Fréttatilkynning) Kór Öldutúnsskóla vel tek- ið á listahátið í Aberdeen Kór Öldutúnsskóla syngur í Mitchell Hall 11. ágúst sl. KÓR Öldutúnsskóla tók þátt í alþjóðlegri listahátið æskufólks í Aberdeen sem haldin var dagana 5.-15. ágúst sl. Kórinn, sem hélt bæði sjálfstæða tónleika og kom fram með öðrum, hlaut mjög góðar viðtökur og fékk lofsamlega umfjöllun í dagblöðum. Söngur kórs- ins var tekinn upp af BBC- útvarpsstöðinni og kom kórinn einnig fram í sjón- varpi. Að sögn Egils Friðleifsson- ar, stjómanda kórsins, var kómum geysilega vel tekið og margt skemmtilegt dreif á daga hópsins á listahátíðinni. Egill nefndi sem dæmi að kórinn hefði komið nokkrum dögum eftir setningu hátíðar- innar og þegar hópurinn hefði mætt í fyrsta skipti til morg- • unverðar hefðu allir í matsaln- um staðið upp og sungið fyrir hann íslenska þjóðsönginn. En þess má geta að á hátíð- inni voru 20 hópar frá 14 löndum. Einn af þessum hópum var Saiga-ballethópurinn frá Jap- an. Egill sagði að kórinn hefði fylgst með sýningu hjá þess- um hópi á afmælisdegi Tosh- iko Saiga, stjómanda hans. Saiga, sem varð sextug þenn- an dag, dansaði hlutverk í sýningunni. Egill sagði að á eftir sýninguna hefði kórinn fært Saiga blóm og plötu í tilefni dagsins og sungið fyrir hana á japönsku. Þijátíu stúlkur tóku þátt í þessari ferð kórs Öidutúns- skóla. Að sögn Egils hélt kór- inn bæði sjálfstæða tónleika og kom fram með öðrum. Einnig söng hann með hátíða- kór listahátíðarinnar og tók þátt í ýmiss konar uppákom- um á götum úti og á listasöfn- um. Tónleikar sem kórinn hélt í Mitchell Hall, hátíðasal há- skólans í Aberdeen, ásamt Strasbourg Conservatoire Chamber Orchestra voru teknir upp af ÖBC-útvarps- stöðinni og fluttir á rás þijú. Einnig kom kórinn fram í sjónvarpi. Kórinn fékk lof- samlega umfjöllun í dagblöð- um, t.d. sagði gagnrýnandi blaðsins Press and Journal eftirfarandi: „Aðalsmerki þessa kórs var hve svífandi sópraninn og djúpur altinn sungu af frábæru öryggi furðulega flókin verk, ef haft er í huga aldur söngvaranna.“ Egill benti á í þessu samhengi að á verkefnaskrá kórsins væm samtímaverk eftir bæði íslensk og erlend tónskáld en það væru sárafáir bamakórar sem fengjust við slík verk. Egill sagði að kórinn hefði jafnframt á þessari listahátíð fengið boð um þátttöku á kóramótum víða um heim, t.d. á Filippseyjum, í Tyrklandi, og Frakklandi. Þetta var í 19. skipti sem þessi listahátíð æskufólks var haidin í Aberdeen og sagði Egiil að stöðugur stígandi væri í umsvifum hennar. Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem íslensk- ur hópur tæki þátt í listahátíð- inni. Hamrahlíðarkórinn og Strengjasveit Tónlistarskól- ans í Reykjavík hefðu sótt hátíðina heim og hefði kór Öldutúnsskóla notið þess góða orðs sem hinir hópamir hefðu getið sér. Á hátíðinni komu fram leik- hópar, kórar og hljómsveitir sem fluttu klassíska tónlist og djass. Einnig komu fram danshópar sem sýndu ballet, þjóðdansa og nútímadans. Egill sagði að á kvöldin eftir tónleika hefðu hópamir sam- einast og sungið, spilað og dansað. Hann sagði að þessar stundir hefðu verið stórkost- legar og ógieymanlegar. STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS HASKOLABIO SÍMI22140 iwaigai iia «.'Bi Nýjasta meistaraverk japanska snillingsins AKIRA KUROSAWA. Myndin keppti um GULLPÁLMAIMN í CAIMIMES 1991. Umsagnir: „Hrífandi, fyndin og hugljúf." „Hreinskilin og stórkostleg mynd.“ Aðalhlutverk: SACHICO MURASE, HIDETAKA YOSHIOKA, RICHARD GERE, TOMOKO OHTAKARA og MIE SUZUKI. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. FRUMSYIMIR TRYLLIIMIM ÁSTRÍÐUGLÆPIR SEAIM YOUIMG OG PATRICK BERGIN í EINUM MEST EGGJ- ANDI TRYLLI ÁRSINS. HANN NÆR ALGJÖRU VALDI Á FÓRNARLÖMBUM SÍNUM. HANN ER DRAUMSÝN ALLRA KVENNA. HANN ER MARTRÖÐ HVERR- AR KONU. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. W ýf ýf -ýt /\ | Mbl. * * * * GAMANMYNDSUMARSIMS GRÍN, SPENNA, SVIK OG * * * * Bíólínan F.l. BÍÓLÍIMAN. PRETTIR’ Synd kl. 5, 7.30 og 10. Sýndkl. 5.05, 7.05,9.05 Synd kl. 5.05,7.05, 9.05 og 11.05. og 11.05. Metsölub/aó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.