Morgunblaðið - 22.08.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992
37
Vetrarlitimir
MTTRÓ
IMJODD
Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050
Innanhússarkitekt ráðleggur
viðskiptavinum Metró
Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHÍ,
verður í versluninni Metró
fimmtudag og föstudag ki. 14-18 og laugardag kl. 11-14,
og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu.
Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf.
dagsljósið. Hann sagði að ummæli
aðstoðarmanns míns hjá Samhjálp
væru ósannindi og hann sagði enn-
fremur að ef ég væri í áfengisbind-
indi í eitt ár þá mundi hann athuga
málið frekar. Hér er bókstaflega
um hlægilegan skrípaleik að ræða.
Þessi maður hefur að mínu viti ver-
ið að útvega drykkjufólki húsnæði
á öllum þeim stöðum sem Reykja-
víkurborg á eða leigir út. Af öllum
þeim hópi er sennilega meirihlutinn
óreglufólk, sem heldur þó sínu hús-.
næði áfram, sem hann hefur útveg-
að því. Vissulega hefur og getur
ýmislegt gerst á þessum stöðum en
það er ekkert frekar þar heldur en
annarsstaðar í þjóðféiaginu. Út-
skýringar þessa manns eru aðeins
tilbúningur sem hann hefur enga
heimild til þess að gera.
ÞORGEIR KR. MAGNÚSSON,
Kirkjustræti 2,
hjá Hjálpræðishemum
Pennavinir
Rússneskur frímerkjasafnari og
radíóamatör vill komast i samband
við íslenska frímerkjasafnara:
Gene T. Shcumat,
P.O.Box 17,
Troitsk 457100,
Russia.
Frá Ghana skrifar 21 árs stúlka
með áhuga á íþróttum, ljósmyndun
og póstkortum:
Regina Acquah,
P.O.Box 328,
Agon Swedrdu,
ghana.
Nítján ára Mexíkani sem safnar
frímerkjum og hefur áhuga á tón-
list og íþróttum:
Carlos Oaxaca Pérez,
Calle 19 269,
Col. Jardines de Sta. Clara, 5a
Secc.,
Ecatepec, Edo. de Mexico,
C.P. 55450 Mexico.
LEIÐRÉTTING
Álftanesganga
eftir viku
Sparisjóður Hafnarfjarðar stendur
fyrir gönguferð um gamla Álftanes-
hreppinn, það er Hafnarfjörð,
Bessastaðahrepp og Garðabæ,
laugardaginn 29. ágúst næstkom:
andi. Gangan hefst klukkan 13. í
frétt í blaðinu í gær var ragnlega
sagt að gangan yrði í dag. Hún
verður eftir viku og leiðréttist mis-
sögnin hér með.
AncUit Spdimr
- stabur fagurkerans - stabur sœlkerans
- stabur allra vib öll tœkifœri
SEX-BAUJAN
VEITINCASTAÐUR v/EIÐISTORG
Bor&apantanir og uppl. í síma 611414 & 611070 • Fax 611475
NÆTURHUM
Rangfærsla
Frá Þorgeiri Kr. Magnússyni:
ÞAÐ ER leiðinleg staðreynd að
borgarstjórinn í Reykjavík, Markús
Orn Antonsson, virðist raunveru-
léga vera frekar áhrifalítill í þjóðfé-
lagskerfínu. Fyrir nokkram mánuð-
um bað ég hann um aðstoð í sam-
bandi við húsnæði á vegum félags-
málastofnunar í Síðumúla 39. Hann
talaði minu máli þar í tvö skipti og
ég fékk einnig aukaaðstoð frá
manni sem starfar hjá Samhjálp og
er líka í talsverðu sambandi við
félagsmálastofnun. Þessi maður
hefur af og til verið að hringja fyr-
ir mig út af þessu og nú fyrir um
það bil einum mánuði tjáði hann
mér að húsnæðismálafulltrúinn
hefði sagt að ég mundi fá húsnæði
í byijun septembermánaðar næst-
komandi. Ég taldi þetta vera öruggt
en nú mánudagsmorgun 17. ágúst
fór ég engu að síður í Síðumúla 39
og náði tali af húsnæðismálafull-
trúa og þá kom allt annað fram í
VELVAKANDI
KETTIRI
ÓSKELUM
LJÚFUR kettlingur, sennilega
6 til 8 mánaða gamall, tók sig
nýverið til og flutti inn á heim-
iii að Urðarstíg 15. Kettlingur-
inn, sem er fress, er svartur
og hvítur að lit en algerlega
ómerktur. Eigandi hans er vin-
samlegast beðinn um að vitja
kattarins á hinu nýja heimili
eða hringja í síma 26125.
SVART fress með hvítt trýni
og fætur er í óskilum að Hlíðar-
vegi 11 í Kópavogi. Kötturinn
settist að á heimilinu sl. mánu-
dag og neitar að fara. Hann
er með græna hálsól og er eig-
andi hans beðinn um að hafa
samband í síma 642926.
ÓLARLAUS fressköttur gistir
nú á Vífíisstöðum. Hann grá-
bröndóttur með hvítar loppur
og háls og þykir nokkuð þétt-
vaxinn og heimilisvanur. Kött-
urinn leitar nú eiganda síns en
án árangurs. Nánari upplýs-
ingar hjá Sigrúnu í síma
657454 eða Kolbrúnu í 42896.
LEÐURTASKA
SÁ sem tók svarta leðurtösku
í flugafgreiðslu innanlands-
flugs Flugleiða í Reykjavík milli
16.30 og 18.30 þriðjudaginn
4. ágúst er vinsamlegast beðinn
um að skila innihaldinu á af-
greiðslu Flugleiða.
MYNDAVÉL
OLYMPUS myndavél af gerð-
inni af=ctwin með 35mm og
70mm aðdráttarlinsu tapaðist
í Þórsmörk eða á leið til Reykja-
víkur í júni síðastliðnum. Vélin
innihélt fílmu sem búið var að
taka á, þar á meðal myndir af
hljómsveitinni Gildrunni og
rútu þeirra. Finnandi er beðinn
að hringja í síma 15587 eftir
kl. 18.
GLERAUGU
FUNDUST
GLERAUGU í brúnu leður-
hulstri fundust í Aðalstræti 6
þar sem Morgunblaðið er til
húsa. Umgjörðin utan um gler-
in er gyllt en spangimar brún-
leitar. Upplýsingar veitir hús-
vörður í síma 24059.
HÁLSFESTI
INKA-hálsfesti tapaðist við
Duus-hús föstudagskvöldið 14.
ágúst. Um er að ræða fléttað
leðurband með hangandi
skrauti. Festin er verðlaus og
hefur aðeins persónulegt gildi.
Finnandi er vinsamlegast beð-
inn um að hringja í Svövu í
sima 685154.