Morgunblaðið - 06.10.1992, Page 1

Morgunblaðið - 06.10.1992, Page 1
64 SIÐUR B 227. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Um 250 manns farast er þota brotlendir á fjölbýlishúsum í Hollandi Köstuðu bömum sínuni út úr alelda háhýsum Erfitt bj örgunarstarf Slökkviliðsmenn að störfum i rústum tveggja níu hæða Qölbýlis- húsa í úthverfi Amsterdam eftir að flutningaþota hafði brotlent á þeim. Starf slökkviliðsins er hættu- legt þar sem byggingar í grennd- inni eru að hruni komnar og einnig er hætta á gasleka. Óttast var í gær að rúmlega 250 manns hefðu farist í flugslysinu og margir þeirra brunnið lifandi í háhýsunum. Amsterdam, Lundúnum, Tel Aviv. The Daily Telegrapli. ÓTTAST var í gær að rúmlega 250 manns hefðu beðið bana er flutningaþota ísraelska flugfélagsins E1 A1 brotlenti á tveimur níu hæða fjölbýlishúsum í einu af úthverfum Amsterdam á sunnu- dag. Talið er að margir hafi brunnið lifandi í háhýsunum, sem urðu alelda á örskammri stundu er 70 tonn af eldsneyti þotunnar dreifðust yfir svæðið. Sjónarvottar sögðust hafa séð mæður kasta börnum sínum út um glugga á efstu hæðum háhýsanna. Aðeins sex lík höfðu fundist 1 gær en um 250 var saknað. Björgunarsveit- ir leituðu í allan gærdag í rústum fjölbýlishúsanna en sögðust því sem næst úrkula vonar um að nokkur fyndist á lífi. Erfitt er að áætla fjölda þeirra sem voru í húsunum, þar sem margir íbú- anna voru ólöglegir innflyljendur frá Súrínam, fyrrverandi ný- lendu Hollendinga í Suður-Ameríku, og þvi ekki á íbúaskrám. Slysið olli miklum óhug á meðal Hollendinga. „Þetta er mesta stór- slys í sögu Hollands — afar átakanleg reynsla fyrir okkur öll,“ sagði borgarstjóri Amsterdam. Flutningaþotan var af gerðinni Boeing 747 og báðir hreyflar hennar stjómborðsmegin duttu af henni skömmu eftir flugtak á Schiphol-flugvelli. Hreyflamir fundust í stöðuvatni í grenndinni og verða rannsakaðir vandlega næstu daga. Sérfræðingar leiddu getum að því að málmþreyta í hreyflunum hefði valdið slysinu og einnig er talið hugsanlegt að þotan hafí flogið í flugnager. Enn- fremur hafa menn verið með get- gátur um mistök í viðhaldi og eftir- liti með þotunni. ísraelskir sér- fræðingar í öryggismálum sögðu að gmnur léki ekki á að Sómalía Dag hvern deyja þús- und manns Jóhannesarborg. Reuter. HUNGURSNEYÐIN og stríð- ið í Sómalíu hafa kostað hundruð þúsunda manna lífið og rúmlega 1.000 manns deyja á hveijum degi þrátt fyrir þjálparstarf erlendra ríkja og stofnana, að því er Alþjóðaráð Rauða krossins skýrði frá í gær. Alþjóðaráðið hefur séð rúm- lega tveimur milljónum Sómala fyrir matvælum og er þetta viða- mesta hjálparstarf ráðsins frá síðari heimsstytjöldinni. „Því sem næst allir íbúar landsins hafa orðið fyrir barðinu á hörm- ungunum, sem er einsdæmi að minni hyggju," sagði Jean-Dani- el Tauxe, sem stjómar hjálpar- starfi Alþjóðaráðs Rauða kross- ins í Afríku. Hann kvað 2,5 milfj- ónir Sómala í bráðri hættu og litlar líkur vera á því að ástand- ið batnaði nema endi yrði bund- inn á stjómleysið í landinu og stríðandi fylkingar yrðu afvopn- aðar. skemmdarverk hefðu verið framin þar sem flugmaður þotunnar hefði haft samband við flugumferðar- stjórnina á Schiphol-flugvelli og sagt að hann ætti aðeins í tækni- legum vandræðum. Yitzhak Rab- in, forsætisráðherra ísraels, úti- lokaði þó ekki hermdarverk. Þotan skall niður milli tveggja fjölbýlishúsa með þeim afleiðing- um að níu hæðir hmndu og 80 íbúðir gjöreyðilögðust. „Enginn í byggingunum átti möguleika á að sleppa. Það voru einfaldlega engar undankomuleiðir," sagði Hugo Ernst, slökkviliðsstjóri borgarinn- ar. Beggja vegna við slysstaðinn vom byggingar að hruni komnar, sem gerði starf slökkviliðsins lífs- hættulegt. Ennfremur var hætta á gasleka. Talið er að það taki fjóra daga að hreinsa svæðið. Liðlega þrítug kona, sem varð vitni að slysinu, kvaðst hafa séð konur kasta börnum sínum út um glugga á fjölbýlishúsunum og ofan í sflci fyrir neðan. „Ég sá ekki hvað varð um börnin en ég veit að þau fundust ekki öll.“ Fyrir slysið var E1 A1 talið eitt af öruggustu flugfélögum heims; hafði aðeins misst tvær þotur og þær fómst báðar á fyrstu sex ámnum í 44 ára sögu flugfélags- ins. Sjá fréttir af flugslysinu á bls. 26-27. Drottning á slysstað Beatrix Hollandsdrottning kannaði verksummerki á slysstaðnum í gær og eins og sjá má á myndinni fékk slysið mjög á hana. Verulegt verðfall á hlutafjármörkuðum Lundúnum, New York. Reuter. VERULEGT verðfall varð víða á hlutafjármörkuðum í gær og einkum í New York. Er ástæðan sögð vera svartsýni á efnahags- bata í Bandaríkjunum og óvissa um hvað við tekur að loknum kosningunum þar í næsta mánuði. Þá féll einnig gengi breska sterl- ingspundsins. Verðfallið í Wall Street var mikið fram eftir degi en gekk til baka að nokkm leyti fýrir lokun. Gengis- lækkun pundsins, sem hefur ekki áður verið jafnlágt skrifað gagnvart þýska markinu, átti svo þátt í all- miklu verðfalli á breska hlutafjár- markaðnum. Það sýnir hins vegar vel hve markaðimir em óútreiknan- legir og er gott dæmi um svartsýn- ina að orðrómur um vaxtalækkun í Bandaríkjunum og Bretlandi urðu til að þrýsta gengi dollars og punds niður en á sama tíma stuðlaði orð- rómur um hið gagnstæða, vaxta- hækkun í Bretlandi, að lækkun á hlutafjármarkaði þar í landi. Sérfræðingar á verðbréfamark- aði segja að geti John Major forsæt- isráðherra og breska stjómin ekki komið fram með sannfærandi efna- hagsstefnu á flokksþingi íhalds- flokksins, sem hefst í dag, sé hætt við að gengi pundsins haldi áfram að falla. Sjá „Búist við hörðum átök- um ...“ á bls. 24. Reuter Lennart Meri kjör- inn forseti Eistlands Moskvu. Reuter. ÞING Eistlands kaus í gær fyrsta forseta landsins eftir hernám Sovétríkjanna og úrslit kjörsins urðu þau að íhaldsmað- urinn Lennart Meri bar sigur- orð af Arnold Ruutel, fyrrver- andi leiðtoga kommúnista, sem hafði fengið flest atkvæði í for- setakosningunum í síðasta mán- uði. Meri fékk 59 atkvæði í forseta- kjörinu og Ruutel 31. Ellefu kjörseðk ar voru ógildir. í forsetakosningun- um í síðasta mán- uði fékk Ruutel hins vegar 41,8% atkvæða en Meri aðeins 29,5%. Samkvæmt eistn- eskum lögum kýs þingið forseta ef enginn fær meirihluta atkvæða í almennum kosningum. Flokkur Meris, Föðurlandsbandalagið, fékk flest þingsæti í kosningunum í síðasta mánuði. „Ég er mjög glaður. Þetta eru endalok sovéska tímabilsins í sögu Eistlands," sagði Mart Laar, for- maður Föðurlandsbandalagsins, en líklegt er talið að Meri skipi hann forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.