Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 2S Hverj ir eiga at- vinnutækifærin? eftir Árna Brynjólfsson í síðasta hefti Stefnis, blaði okkar sjálfstæðismanna, eru margar lærðar og gagnmerkar greinar um atvinnu- lífíð, framtíð þess og möguleika. Þar á meðal er sú gleðifrétt frá Styrmi Moggaritstjóra, að prentmiðlamir haldi velli — það kætir okkur penna- glaða. — Forsætisráðherra telur ís- lendinga vera einstaklingshyggju- menn og að stefna sjálfstæðismanna hafí sigrað. Samgönguráðherra spar- ar milljón á dag. Eimskipsforstjómnn vill að við séum þolinmóð og Páll í Kók segir okkur að grípa tækifærin, en Ámi framkvæmdastjóri Stjórnun- arfélagsins segir þau liggja í hugvit- inu. Margt annað er þama að finna. Skrifin um atvinnumálin bera vott um dugnað og bjartsýni, en benda því miður ekki á raunhæfa atvinnu- skapandi framleiðslu eða þjónustu sem óneitanlega kæmi sér vel þessa dagana. Höfundar starfa við traust fyrirtæki og standa sig vel, en eru ekki frumheijar. Það eru ekki veiði- menn sem skrifa, nema e.t.v. lax- veiðimenn, enda er lagt til m.a. að veiðimannahugsunarháttur leggist hér af og við taki skipulögð iðnaðar- hugsun, með viðeigandi rannsóknum og nákvæmni. Það er með ólíkindum hvað okkur veitist létt að skrifa liprar greinar, fullar af vísdómi og þekkingu, án þess að við komum fram með raun- hæf atriði sem bíða þess að verða virkjuð, en við lestur framangreindra skrifa vaknar sú spurning, hvort skrifín væru öðruvísi ef höfundar hefðu kynnst atvinnuleysi af eigin raun. Væru ábendingarnar raun- særri? Er vandamálið of stórt? Framan á Stefni er falleg mynd af hraustlegum karli, með fisk í ann- arri hendi og rafstrenginn frá íslandi í hinni, — hvar á er fest tengikló. Þessi mynd er vonandi ekki dæmi um skiining manna á vandamálum atvinnulífsins og þar með á vanda þjóðarinnar allrar. Það er aldrei að vita. Maðurinn á forsíðunni er kominn með strenginn til Evrópu og er þar kominn „sölumennskan okkar upp- máluð? Karlinn virðist vanta straum ef marka má útbúnaðinn, en um ein- hvern misskilning er að ræða, hann ætti að seija rafmagn, en er útbúinn til þess að kaupa. Eigum við að vera svo meinfýsin að láta okkur detta í hug, að forsíðumyndin sé táknræn fýrir það hvemig staðið hefur verið að sölumálum íslenskra afurða og þar með sköpun atvinnutækifæra í landinu? Margt bendir til að svo geti verið. Ef eitthvað er sem okkur ekki vantar þessa stundina, þá er það rafmagn, við eigum of mikið af þess- ari dýrmætu afurð og nýtingar- úrræðin eru ekki á hverju strái. Draumurinn um að selja orkuna „hráa“ úr landi hefur því fengið byr undir báða vængi, jafnvel þótt sú hugmynd sé jafn vitlaus og að selja sjávar- og landbúnaðarafurðir nán- ast eingöngu úr landi sem hrávöru. Þeir sem selja hráefni verða fátækir, en kaupendurnir verða ríkir. Við þurfum að hæna að trausta erlenda framleiðendur, gera það fýsilegt að reisa hér verksmiðjur, þannig getum við nýtt orkuna og ijölgað atvinnu- tækifærum hér heima. Þau rök eru höfð uppi, að auk þess að nýta vannýtta raforku með sölu um sæstreng muni skapast ný atvinnutækifæri þegar hér verði reist verksmiðja til að framleiða streng- inn; við framleiðsluna sjálfa og bygg- ingu orkuvera. Þetta er allt satt og rétt, en hvað skyldi verða gert við svo sérhæfða verksmiðju að verkinu loknu? Hvað skyldi verða gert við strenginn ef orkan okkar reyndist of dýr? Hvað yrði þá um orkuverin? Þetta jaðrar raunar við að vera svart- sýnishjal, en áhættan er mikil. Atvinnan sem skapaðist við að selja rafmagn úr landi yrði skamm- vinn, henni lyki nánast um leið og framleiðslu strengsins, enginn er kominn til þess að segja nú hvemig að byggingu verksmiðju og fram- leiðslu strengsins yrði staðið. Hugs- anlegt er að útlendir sérfræðingar yrðu fengnir til að annast byggingu og framleiðslu, sem er einstök í sinni röð, þá yrði úr litlu að moða fýrir okkur. Atvinnutækifærin rynnu aftur Fræðsludagur um „Salmonella“ ÖRVERUFRÆÐIFÉLAG íslands og Endurmenntunarstofnun Háskól- ans standa sameiginlega að fræðsludegi um salmonella hinn 11. nóvem- ber nk. Fræðsludagurinn er ætlaður matvælaframleiðendum, heilbrigð- isstéttum t.d. læknum, meinatæknum og hjúkrunarfræðingum, einnig örverufræðingum og líffræðingum. Markmið fræðsludagsins er að gefa sem gleggsta mynd af bakter- íunni salmonella svo sem líffræði hennar, útbreiðslu, aðferðum við ein- angrun og greiningu og vörnum gegn henni. Farið verður í líffræði bakteríunn- ar salmonella og fjallað um út- breiðslu hennar í umhverfi og mat- vælum. Auk þess verður fjallað um faraldsfræði og hvernig koma megi í veg fyrir smit. Kynntar verða nýj- ungar varðandi einangrun og grein- ingu salmonella. Fyrirlesarar verða Grímur Valdi- marsson, forstjóri Rannsóknarstofn- unar fískiðnaðarins, Franklín Ge- orgsson, gerlafræðingur Hollustu- verndar ríkisins, Eggert Gunnarsson, dýralæknir Keldum, Karl Kristins- son, læknir og Halldór Runólfsson heilbrigðisfulltrúi, Mosfellsbæ. • Þátttökugjald er 3.800 krónur. Skráning þátttakenda og nánari upp- lýsingar fást hjá Endurmenntunar- Stofnun. (I'VéUatilkynning) Árni Brynjólfsson „Kominn er tími til að þeir, sem ráða stærstu auðlind landsmanna, reyni að endurgjalda því fólki sem nú er flest í fyrsta skipti í neyð vegna atvinnuleysis. Þeim ber að finna leiðir sem við öll getum sætt okkur við, en ekki að- eins örfáir sægreifar sem hafa offjárfest í áratugi? Eða er offjár- festingadraugurinn enn á ferðinni?“ á móti óbeisluð um streng til Evr- ópu. Bygging orkuvera og háspennu- virkja eru ekki mjög mannfrekar framkvæmdir og standa stutt, en gæti orðið það eina sem við hefum sjálfir. Við orkuver í rekstri vinna fáir. Málið fengi svolítið annan svip ef þannig yrði að málum staðið, að öflugt fyrirtæki vildi setja hér upp verksmiðju til þess að framleiða há- spennu- og lágspennustrengi og að ein afurð framleiðslunnar væri að framleiða streng á milli landa. Þá myndu a.m.k. vera líkur á áframhald- andi framleiðslu í landinu. Þrátt fyr- ir möguleika sem þennan þarf mjög sterk rök fyrir sölu um sæstreng, við eigum svo sem ekki nein ósköp af vel virkjanlegri orku og alltaf fjölgar fólki á vinnumarkaði. \ Það er ekki að ástæðulausu þegar spurt er hveijir eigi atvinnutækifær- in og hveijir hafí leyfi til að selja þau úr landi. Það má t.d. einnig spyija hvers vegna búið sé að lama skipaiðnaðinn í landinu. Það þykir goðgá að styðja við bakið á íslenskum iðnaði, en sjálfsagt að mola almanna- fé í landbúnaðinn. Útgerðinni er veittur ókeypis aðgangur að verð- mætum sjávarins án þess að við það séu bundnar skyldur við fólkið í land- inu sem nú gengur atvinnulaust, oft vegna vanhugsaðra aðgerða. Til landsins streyma skrautlegir verksmiðjutogarar, betur búnir en nokkur önnur fiskiskip og væntan- lega dýrari. Þeir sem kaupa þessi skip eru búnir að vera að „tapa“ í áratugi og segjast myndu tapa meiru ef þeir fengju ekki að kaupa einmitt þessi skip. Enn meiru segjast þeir tapa ef skipin væru byggð hér heima, að maður nú ekki tali um að fískur- inn væri unninn í landi. Hvaðan koma þessum mönnum milljónirnar til þess að kaupa þessi rándýru skip og hvaðan kemur þeim heimild til að selja mikið magn dags- verka úr landi? Það þótti sjálfsagt á árunum eftir stríð að lána útgerðum 85% af andvirði nýrra skipa og nán- ast öll voru þau byggð erlendis, jafn- vel í skipasmíðastöðvum sem urðu til vegna þessara kaupa. Nægur var fiskurinn og „blessuð" verðbólgan grynnti á iánunum. Með þessu var lagður grunnur að velsæld og taum- lausri íjárfestingu útgerðar og vinnslu sem í mörgum tilfellum er í höndum sömu aðila. Kominn er tími til að þeir, sem ráða stærstu auðlind landsmanna, reyni að endurgjalda því fólki sem nú er flest í fyrsta skipti í neyð vegna atvinnuleysis. Þeim ber að fínna leið- ir sem við öll getum sætt okkur við, en ekki aðeins örfáir sægreifar sem hafa offjárfest í áratugi? Eða er offj- árfestingadraugurinn enn á ferðinni? Á Fiskiþingi gat Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess, að við inngönguna í EES opnuðust nýir möguleikar varðandi sölu á iðn- aðarvörum á öllu svæði EES og EB, þá mynduðust ný viðhorf varðandi sölu á fullunnum fískafurðum. Vera má að þessi tíðindi breyti afstöðu manna varðandi sölu til útlanda á ferskum og sjófrystum fiski, ef við þá ekki glutrum þessum möguleika niður vegna lævísrar andstöðu ákveðins hóps sem ekki virðir þjóðar- hag. Forsætisráðherrann sagði okkur í fyrrnefndri Stefnis-grein, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi viljað tryggja og efla sjálfstæði einstaklingsins og möguleika hans til frumkvæðis. Hann gat þess að menn standi nú ekki á tröppum stjómarráðsins, eins og hér áður, líkt og stjórnarráðið væri einhvers konar félagsmála- stofnun atvinnulífsins. Þessu fögnum við af heilum hug, en atvinnu- umhverfíð verður að vera í lagi og læknislyf valdhafa geta haft óþægi- legar aukaverkanir, sem ber að forð- ast ef kostur er. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra rafverktaka. Haustdagar i Kaupmannahöfn á aðeins 25.900 kr. Nú er Kaupmannahöfn í haustlitunum jafnt útl sem inni! Upplifiö stemmningu borgarinnar þar sem fólk hefur þaö huggulegt í skemmtilegri heigarferö meö SAS. Fjölmargir gistimöguleikar. Verð á gistingu á mann er frá 2.400 kr. nóttin í 2ja manna herbergi. Verð mlðað viö allt að 5 daga hámarksdvöl (4 nætur) að meðtalinnl aðfararnótt sunnudags. Enn betrl kjör fyrlr hópa, 15 manns eöa fleirl. Innlendur flugvallarskattur er 1.250 kr. og danskur flugvallarskattur 610 kr. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína. M/S4S SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.