Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 26
tóORGUNBLAÐIÐÞRIÐJUDAGUR 10. JJÓVEMBER 1992. 26___ Minning ÞórðurÞ. Þor- bjamarson borgar- verkfræðingur Fæddur 5. ágúst 1937 Dáinn 30. október 1992 Drýgstur hluti af starfí Þórðar Þ. Þorbjamarsonar, borgarverk- fræðings, var unninn í þágu Reyk- víkinga og höfuðborgarinnar. Það var líkast því að heilladís vekti þar yfir vinnudegi hans, sem oft var langur og strangur, svo vel lánaðist flest sem hann kom nálægt. Þetta var umrótatími ört vaxandi borgar og borgarverkfræðingurinn var lyk- ilmaður í öllu, í krafti embættis síns, en þó miklu fremur vegna alhliða mannkosta. Margt hefur orðið höfuðborginni til framdráttar á síðustu áratugum. Oftast hefur samhent stjóm verið um hennar mál, og hún hefur verið lánsamur vinnuveitandi og heppin með starfsmenn. Þórður Þ. Þor- bjamarson var einn hinna ágæt- ustu. Hann var stálgreindur, fram- sækinn og fylginn sér, en jafnframt ljuflingur sem örvaði og gladdi okk- ur félaga hans með návist sinni. Borgarbúar munu lengi búa að því, að þessi viljugi verkstjómandi og hamhleypa var um leið náttúmunn- andi og forfallinn ræktunarmaður. Þess sér víða stað. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Þórð Þ. Þorbjamarson að sam- verkamanni í 17 ár og góðum vini drjúgan hluta þess tíma. Ásamt borgarritara var hann minn nánasti samstarfsmaður á borgarstjóra- ámm mínum, og betri manni var ekki völ á. Hann var í senn traust- ur og ráðhollur, en bjó um leið yfír ótæmandi bjartsýni og vilja til að taka áhættur og leggja í verk, sem fáir sáu á þeirri stundu að væm framkvæmanleg. Margan slaginn tókum við saman og marga skuld á ég honum að gjalda. En Þórður átti aðra og verald- legri heilladís en þá sem minnst var á að framan. „Sigga mín“ stóð hon- um mjög nærri alla tíð, en þó næst þegar mest á reyndi. Við Ástríður hugsum til hennar og sona þeirra Þórðar á kveðjustund. Enginn veit betur en þau að hann var vænn maður. Davíð Oddsson. Heimkynnum við sjó lýkur Hann- es Pétursson með hendingunum: Mislengi er líf vort í hafi. Og nú hefur líf vinar míns og svila, Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar, borið upp á þá fjöru, sem enginn fær séð fyrr en hans tími er kom- inn. Dauðann bar að þegar Þórður var á leið til þeirra fræðimanna erlendis, sem ætluðu að gera úr- slitatilraun til að ráða við mein- semdina, sem hann gekk með. Undarleg er sú tilfinning, þegar sorgin sker og söknuðurinn nagar, að fínna til þakklætis til forsjónar- innar sem tók, fyrir það, sem hún gaf. Fyrir röskum tuttugu árum fór Þórður rétt eins og nú helsjúkur af krabbameini til Bandaríkjanna á vit Bjöms Þorbjamarsonar frænda síns. Eftir harða sennu færustu lækna við sjúkdóminn kom Þórður heim alheill og var þannig gefið tuttugu ára ríkt líf til viðbótar. Þessa lífs höfum við vinir hans, Qölskylda og venslafólk notið með honum, þeim ljúfa og skemmtilega ferðafélaga sem hann var í þeirri sjóferð. Hann gaf okkur líka hlut- deild í þeirri lífsreynslu, sem hann hafði öðlast — að meta þau gildi í lífínu, sem máli skipta, en fást ekki um hin, sem verða svo lítilvæg þeg- ar líf og heilsa er annars vegar, - að lifa lífinu meðan það gefst. En hér á sannaðist, að það fæst ekkert fyrir ekkert. Meinsemdin sem nú réðst ekki við var ekki hin sama og áður, en sennilegast bein afleiðing þeirrar hörðu læknismeð- ferðar, sem á sínum tíma gaf árin tuttugu. Reikningurinn fyrir þau var fallinn í gjalddaga. Eftir sitjum við með þessa undar- legu blöndu sorgar, trega og þakk- lætis til forsjónarinnar þrátt fyrir allt. Megi minningin um góðan dreng gefa okkur öllum, fjölskyldu hans, vinum og samstarfsmönnum huggun, gleði, vísdóm og styrk meðan okkar líf eru enn í hafí. Jón Sigurðsson, Grundartanga. Með Þórði Þorbjamarsyni er genginn langt um aldur fram ein- stakur maður. Okkur sem störfum að verklegum framkvæmdum þótti gott að leita ráða hjá honum og heiður að því að eiga hann að vin. Það var einstakt happ fyrir Reykja- víkurborg að fá hann til starfa við mótun verklegra framkvæmda borgarinnar. Skarð hans hjá Reykjavíkurborg verður vandfyllt. Það voru örlög okkar frá fyrstu kynnum í byijun áttunda áratugar- ins að sitja sitt hvoru megin við borðið. Það var happ mitt þegar eg kom til starfa til aðstoðar föður mínum og bróður við byggingar- starfsemi að fá fljótlega móthéija eins og Þórð. Hann var þá nýtekinn við byggingardeild borgarverkfræð- ings og við tókumst strax frá upp- hafi á um hagsmuni eins og gengur og höfðum til skiptis betur, en betri og heiðarlegri skóla held eg hefði vart getað fengið. Þetta voru ár mikilla framkvæmda og gaman að vera til. M.a. störfuðum við saman að byggingu fyrstu skólanna í Breiðholti, þ.e. Breiðholtsskóla og Fellaskóla. Þar var um margt iagð- ur sá grunnur að samskiptum verk- taka og verkkaupa, sem síðan hefur gilt. Öll mál voru leyst af sann- girni, enda ætlast til að hún væri gagnkvæm. Með þessum fáu línum vil eg staðfesta þakklæti mitt fyrir öll þau ágætu samskipti. Þau voru ekki aðeins sanngjöm og heiðarleg. Þau voru oft alveg ákaflega skemmtileg. Enda þótt starfsmenn hans hjá borgarverkfræðingsemb- ættinu hafí verið hinir ágætustu menn var stjórnunin hans og hygg að allir sem til þekki geti fullyrt að flest einkafyrirtæki hefðu mátt vera fullsæmd af. Þrátt fyrir miklar annir og mikil veikindi stóðu dyr hans mér alltaf opnar ef mér þótti liggja mikið við og slík hygg eg séu gjaman einkenni góðra stjómenda. Kynni okkar utan vinnu urðu minni en eg hefði kosið, en þó áttum við Freyja þess kost að dvelja með þeim hjónum nokkrar vomætur upp und- ir Amarvatnsheiði fyrir nokkmm ámm. Þá var gaman að vera til og kom ekki að sök þó stígvélin væm ef til vill of lág. Það er enginn verri þó hann vökni. Að leiðarlokum votta eg fjölskyldu hans einlæga samúð mína og bið góðum dreng Guðs blessunar. Ármann Örn Armannsson. Á stilltu haustkvöldi þegar síð- ustu laufin féllu í tijálundinum hans Þórðar við Þingvallavatn féll hann sjálfur í valinn — aðeins 55 ára gamall. Þórður Þ. Þorbjamarson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1937, sonur hjónanna Þórðar Þorbjarnarsonar lífefnafræðings og síðast forstöðu- manns Rannsóknarstofnunar físk- iðnaðarins og konu hans Sigríðar Þórdísar Claessen. Þórður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957, lauk fyrri hluta prófí í verkfræði við Háskóla ís- lands 1960 og prófí í byggingaverk- fræði frá Verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn 1963. Hann réðst til Reykjavíkurborgar 1964, fyrst hjá gatnamálastjóra og síðar for- stjóri Vélamiðstöðvar borgarinnar og forstöðumaður Byggingadeildar borgarverkfræðings. Þegar ég tók við embætti borgar- stjóra 1. desember 1972, stóð þann- ig á að Gústaf E. Pálsson, sem verið hafði borgarverkfræðingur við góðan orðstír um all langt skeið var að láta af störfum. Embætti borgar- verkfræðings er eitt mikilvægasta, ábyrgðarmesta og erfíðasta emb- ætti hjá Reykjavíkurborg. Hin miklu umsvif ört vaxandi borgar í verklegum framkvæmdum eru á ábyrgð borgarverkfræðings og því ríður á miklu að það sæti sé vel skipað. Þegar hins vegar varð ljóst, að Þórður Þ. Þorbjarnarson gæti hugs- að sér að taka við embætti þótti öllum það vel ráðið og 1. janúar 1973 tók Þórður við starfi borgar- verkfræðings. Hann hefur því stað- ið í þeim stafni í nær 20 ár. Frá þeim tíma áttum við Þórður daglegt samstarf um margra ára skeið. Í þessu starfí komu allir bestu kostir Þórðar fram. Hann var frábær verk- fræðingur, góður og laginn stjórn- andi með mikla yfírsýn yfír hið fjöl- þætta og flókna starfssvið sitt, hug- mjmdaríkur og útsjónarsamur og brást aldrei hvorki í smáu.né stóru. Hann hefur átt ríkulegan þátt i þróun þessarar borgar á síðustu áratugum. Okkar nána samstarf þróaðist upp í vináttu og þegar ég lét af störfum hjá Reykjavíkurborg héld- um við hópinn nokkrir samstarfs- menn hjá borginni og höfum með konum okkar farið árlega saman í veiðiferðir, í eina ferð til Egypta- lands og höfum hist á öðrum stund- um, þegar tækifæri hafa gefíst. Sambandið við Þórð var enn nánara fyrir það að við vorum nágrannar í sumarbústöðum í Svínahlíðinni við Þingvallavatn þar sem við höfum notið þess að rækta skóg og sá áhugi leiddi okkur saman í stjóm Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þórður var fágætur mannkosta- maður. Hann lét sér ekki nægja góða kunnáttu í sínu fagi eða árangur í starfí, heldur voru áhuga- málin fjölþætt og margvísleg. Hann var hvort tveggja í senn heimsborg- ari og náttúrubarn. Hann las t.d. náttúruna betur en aðrir menn og það var unun að vera með honum á þeim vettvangi. Gilti það einu hvort um var að ræða að skynja hvar fískur lægi undir steini eða þekkja alla fugla af vængjatakinu eða þylja latnesku fræðiheitin á öll- um tijátegundunum í því Q'ölþætta tijásafni, sem hann kom sér upp í sumarbústaðalandinu. Og svo var hann svo einstaklega mannlegur og skemmtilegur, lagði aldrei illt til nokkurs manns og gladdist af ein- lægni á góðum stundum geislandi af sinni ríkulegu kímnigáfu. í raun- inni fínnst mér, þegar ég lít til baka, að í öllum okkar samskiptum hafí ég verið þiggjandi og hann veitand- inn. Fyrir um einu og hálfu ári greind- ist Þórður með krabbamein, sem þó var þeirrar gerðar, að góð von var talin um bata. Þá hófst það stríð, sem nú er lokið. Vinir hans hafa fylgst með veikindastríðinu milli vonar og ótta, en oftast hefur þó vonin setið í fyrirrúmi. Það leyndi sér ekki að af honum dró, en sjálf- ur gafst hann aldrei upp. Hann lagði af stað til læknismeðferðar í Banda- ríkjunum, en komst aldrei á það sjúkrahús, sem ferðinni var heitið til. Snögglega var klippt á þráðinn. Þann 18. apríl 1959 gengu þau í hjónaband Þórður og Sigríður Jón- atansdóttir, skólasystir hans úr menntaskóla. Það leyndi sér ekki að það hjónaband var reist á farsæl- um og traustum grunni jgagn- kvæmrar ástar og virðingar. I veik- indum Þórðar hefur Sigríður sýnt aðdáunarvert þrek og stillingu. Þau eignuðust þijú böm, Sigríði Þór- dísi, flugfreyju, f. 1959, Jónatan, fískeldisfræðing, f. 1964 og Þórð, lögfræðing, f. 1965. Að þeim er nú kveðinn sár harmur. Við Sonja kveðjum með sársauka tryggan og góðan vin. Vjð biðjum góðan Guð að styrkja Sigríði og börnin í þeirra miklu sorg. Birgir ísl. Gunnarsson. Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingur, lést 31. október sl. aðeins 55 ára að aldri. Féll þar til foldar einn helsti garpur þess hóps tæknimanna, sem lagt hafa fyrir sig undanfarna áratugi að starfa hjá sveitarfélögum landsins sem ráðgjafar og framkvæmdastjórar tæknideildanna. Sá er hér ritar man fyrst eftir Þórði fyrir tæpum þijátíu árum, er við vorum fáein ár samtímis starfs- menn hjá Reykjavíkurborg. Síðar varð hann reyndar eftirmaður minn um tíma í Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar. Er mér minnisstætt hve geðþekkur og gæfulegur mér og öðrum þótti maðurinn og líklegur til góðs frama, sem og raunin varð. Síðan þetta var, lágu leiðir okkar saman við og við en þó fyrst að verulegu marki, er við fengum það verkefni ásamt völdum hópi ann- arra tæknimanna að leita að heppi- legri tækni til sorpeyðingar á svæð- inu. Smám saman þróaðist mál þetta í undirbúningsfélag þess fyrir- tækis sem alþekkt er nú sem Sorp- eyðing höfuðborgarsvæðisins bs., daglega nefnt Sorpa. Var Þórður hinn trausti bakhjarl þess sem stjórnarformaður til dauðadags. Á þessum vettvangi var Þórður sjálfkjörinn til forystu, bæði sem fulltrúi langstærsta sveitarfélagsins sem aðild átti, en ekki síður vegna góðrar kunnáttu og yfirsýnar um tæknileg verkefni og persónueigin- leika, sem reyndust hér sem oft ella dijúgir til framgangs erfíðum málum. Nú er bráðum liðinn heill áratug- ur frá því undirbúningur málsins hófst, en fyrirtækið Sorpa hóf rekstur sinn á vordögum 1991 og hefur þegar sannað sig sem þjóð- þrifaframtak. Forsendur í byijun voru þær, að uppfylla ætti allt aðrar og meiri kröfur um hreinlæti, hollustuhætti og allt öryggi gegn mengun, en áður höfðu verið uppi hér á landi. Auk þess skyldi leitað allra leiða til hagkvæmrar nýtingar úrgangs og leysa málið sem best frá upp- hafí til enda. Augljóst var, að kostnaður við sorpeyðingu mundi snarhækka, auk þess að þótt allir vildu í orði kveðnu leysa málin, reyndu flestir að ýta vandanum sem lengst frá eigin ranni. í allri þeirri baráttu, sem taka varð á sig til að þoka málinu fram, var forysta Þórðar minnis- stæðust. Framanaf voru athugaðar ýmsar tæknilegar leiðir, valið og hafnað og veitti ekki af að beita þar raunsæi og yfírveguðu mati til að komast að raunhæfri niðurstöðu. Eftir að ljóst varð í aðalatriðum, hvaða kosti menn vildu telja, tók við afar erfíð og tímafrek leit að heppilegum stöðum fyrir móttöku- stað og urðun sorps. Niðurstaðan varð að mínu mati ekki sú heppileg- asta, en um það þýðjr ekki að fást. í öllu því þjarki komu margir að málum og bættu sumir litlu við stærð sína, nema síður væri. Það gerði Þórður hins vegar svo um munaði. Öll sú þolirimæði, köld yfír- 'vegun í hita leiksins og vakandi útsjónarsemi, ásamt fágætri blöndu af lipurð og festu, sem Þórður sýndi við lausn mála, er ekki mörgum gefín. Býst ég við að þessa alls verði lengi minnst. Þórður stendur mér fyrir sjónum sem óvenju vel gerður maður, sem mikil eftirsjá er að. Auk þess sem áður er getið, hafði hann til að bera hárfína og notalega kímni, sem oft létti andrúmsloftið í nálægð hans. Ræktaði hann garð sinn í mörgum skilningi, en vænst held ég að honum hafi þótt, fyrir utan fjölskyldu sína, um skóginn sinn við Þingvallavatn og aðild sína að skóg- ræktarmálum, enda munaði um lið- veislu hans á þeim vettvangi^ innan og utan borgarmarkanna. Á vett- vangi Sorpu komu þessi menningar- legu viðhorf einnig vel í ljós, en þar beitti hann sér fyrir myndarlegum frágangi, ekki síst með gróðri, sem mun um langa tíð minna á foryst- una í upphafi. Tel ég mig mæla fyrir munn allra okkar dátanna í liði Þórðar í stjóm og starfsliði Sorpu, er við minn- umst með trega mikilhæfs foringja fyrir liði okkar, um leið og við send- um syrgjandi konu hans og skyldu- liði hugheilar kveðjur á sorgar- stundu. Björn Arnason. Vel er að fauskar fúnir klofni, felli þeir ei hinn nýja skóg en hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meira' en nóg. Því svo eru not að nema ijóður, að nýgræðinginn vanti’ ei skjól. Stijáll er enn vor stóri gróður, stendur hann engum fyrir sól. Þetta kvæði Sigurðar Sigurðs- sonar frá Amarholti er nefnist „Mannskaði" kemur ósjálfrátt upp í huga okkar þegar við minnumst vinar okkar Þórðar Þorbjamarson- ar. Ótímabært andlát hans var sannkallaður mannskaði. Þórður Þ. Þorbjarnarson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1937, sonur hjónanna Þórðar Þorbjamarsonar lífefnafræðings og Sigríðar Þ. Claessen. Hann lauk stúdentsprófí frá MR árið 1957, fyrrihlutaprófí í verkfræði frá Háskóla íslands 1960 og prófí í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1963. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá sjóher Bandaríkjanna á Kefla- víkurflugvelli 1963 og hjá Verk- fræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimarssonar 1963- 1964. Hann hóf störf hjá Reykjavík- urborg árið 1964, fyrst sem verk- fræðingur hjá gatnamálastjóra. Forstjóri Vélamiðstöðvar var hann árin 1966-1971, forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræð- ings 1971-1973 og var skipaður borgarverkfræðingur árið 1973. Við munum ekki hafa mörg orð um glæstan embættisferil hans. Það munu aðrir gera. Hinn óvenju skjóti frami hans sýnir glöggt hvers álits hann naut strax sem ungur maður og ekki rýrnaði það álit með árun- um. Hann kunni vel þá list góðra stjórnenda að starfa sem fremstur meðal jafningja. Hinn 18. apríl 1959 kvæntist hann Sigríði'Jónatansdótt- ur. Saman eignuðust þau 3 börn, Sigríði Þórdísi flugfreyju, fædda 1959, Jónatan fískeldisfræðing, fæddan 1964, maki Brynja Gunn- laugsdóttir, og Þórð lögfræðing, fæddan 1965, maki Gerður Grön- dal. Við höfum þekkt Þórð Þorbjarn- arson í 40-50 ár, en fyrir 40 ámm tengdumst við allir þeim vináttu- böndum sem aldrei hafa rofnað og fremur styrkst ef eitthvað er. Á menntaskólaárunum hittumst við reglulega, hlustuðum á góða tónlist af öllu tagi, kenndum hver öðmm að meta fegurð í öllu formi og síð- ast en ekki síst ræddum við dýpstu rök tilverunnar og leituðum svara við þeim. Nefndum við félagsskap- inn „menningu" og þótti ýmsum gæta nokkurs oflátungsháttar í nafngiftinni. En hún festist, og enn í dag nefnum við það að „blása til menningar“ þegar við ákveðum að hittast, og er það ávallt sama til- hlökkunarefnið. Þórður Þorbjarnarson var hár maður vexti og samsvaraði sér vel. Hann var laglegur maður, ennið hátt og sérstök heiðríkja í svipnum. Frá honum geislaði einstök hlýja sem laðaði menn að honum. Hann var mikill mannþekkjari og við lærðum fljótt að aðrir vinir Þórðar voru menn sem við einnig gátum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.