Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÖVUMBlíR lOfe Reuter Frá mótmælafundinum í Berlín á sunnudag. Myndin er tekin við Brandenburgarhliðið. A innfelldu myndinni má sjá Richard von Weizsácker forseta útataðan í eggjum. Þýskaland Stj ómley singj ar spilla mót- mælum gegn útlendingahatri Berlín. Reuter. FJORTÁN stjórnleysingjar hafa verið handteknir vegna eggja- og málningarsprengjukasts á þýska leiðtoga á útifundi í Berlín á sunnu- dag. Fundurinn var haldinn með stuðningi þýsku stjórnarinnar til að sýna andúð á útlendingahatri. Tóku um 300.000 manns þátt í fundinum sem þótti takast vel en aðgerðir um 400 vinstrimanna settu þó blett á samkomuna. Neyðarlög í Kólumbíu FORSETI Kólumbíu, Cesar Gav- iria, lýsti yfír neyðarástandi í landinu á sunnudag vegna stöð- ugra árása skæruliða og hryðju- verka fíkniefnasala. Hann hét verðlaunum til handa þeim sem handsömuðu tvo þekkta skæru- liðaforingja. Hann sagðist þess fullviss að með aðgerðum stjórn- valda væri komið til móts við óskir almennings sem vildi að kveðið yrði niður ofbeldi nokk- urra bijáiaðra ofstæðismanna er ekki hefðu lesið um endalok kommúnismans. Öll viðtöl fjöl- miðla við skæruliða marxista, sem eru um 8.000, voru bönnuð. Á laugardag réðust skæruliðar á olíuvinnslustöð og felldu 26 lögreglumenn. Sprengingar í Marseille MIKLAR sprengingar urðu í olíuhreinsunarstöð í frönsku borginni Marseille í gærmorgun og fórust fjórir auk þess sem margir slösuðust. Talið er að orsök slyssins hafi verið gasleki. Yfír 250 slökkviliðsmenn voru þijár klukkustundir að slökkva eldana sem kviknuðu. Komið var fyrir fljótandi girðingum á sjón- um til að hindra olíuefni og slökkviefni í að menga sjávarlón í grenndinni. Plúton-skip fjarri ströndum JAPÖNSK stjómvöld hafa sætt harðri gagnrýni umhverfís- vemdarsinna vegna siglingar skipsins Akatsuki Mam með 1.700 kílógrömm af endumnnu plútoni, baneitmðu úrgangsefni frá kjamorkuvemm, frá Evrópu til Japans. Umhverfíssinnar segja að allt of mikil áhætta sé tekin með siglingunni, slys gæti valdið ægilegum umhverfís- spjöllum í hafínu. Stjómvöid í Tókýó segja nú að skipið muni ekki sigla innan 200 sjómílna lögsögu annarra ríkja en ekki var upplýst hver leiðin yrði. Hizbollah hótar ísraelum TALSMAÐUR Hizbollah-hreyf- ingarinnar, öfgahreyfíngar múslima í Líbanon, er nýtur stuðnings írana, segir að barátt- unni gegn fsrael verði haldið áfram. ísrelar hefndu á sunnu- dag fyrir eldflaugaárásir Hiz- bollah á stöðvar í Israel og land- ræmu syðst í Líbanon sem ísra- elar hafa lengi hersetið. Gerðar vom loftárásir á stöðvar Hiz- bollah-liða og féllu fjórir. „Bar áttan stendur nú milli Hizbollah og ísraels .. . Sigur vinnst aldrei með friðarráðstefnum, uppgjöf eða kvörtunum til Sam- einuðu þjóðanna," sagði tals- maðurinn. Vélmenni við uppskurð VÉLMENNI aðstoðaði við upp- skurð á sunnudag í Bandaríkjun- um, að sögn lækna á Sutter-sjúkrahúsinu í Sacramento, höfuðborg Kaliforníu. Allt gekk vel. Er talið líklegt að sh'kur atburður hafí ekki orðið fyrr, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Vélmennið Robodoc er rúmlega tveggja metra langur armur sem getur framkvæmt hinar flóknustu hreyfíngar og var notaður til að bora í mjað- margrind til að koma fyrir fest- ingu á gerviliðamótum. Mótmælafundurinn var haldinn undir slagorðinu „Mannleg reisn er friðhelg" og er þar vitnað í fyrstu grein þýsku stjómarskrárinnar. Ric- hard von Weizsácker forseti og Helmut Kohl kanslari voru í fylking- arbijósti fundarmanna. Weizsácker hélt ræðu á Lustgart- en-torgi og hvatti landsmenn sína til þess að standa vörð um lýðræðið og rísa upp gegn starfsemi hægri öfgamanna sem ofsótt hafa útlend- inga í Þýskalandi og vanhelgað graf- reiti gyðinga. Létu vinstrimenn þá eggjum, gijóti og málningarsprengj- Dubcek hafði verið í gjörgæslu eftir að hafa lent í bílslysi 1. sept- ember. Hann varð fyrir alvarleg- um meiðslum á hrygg og bringu þegar bifreið hans þeyttist út af þjóðveginum milli Prag og Brat- islava í mikilli rigningu. Læknar töldu alltaf litlar líkur á að hann næði sér. Andlátið bar upp á 75 ára af- mæli októberbyltingarinnar í Rússlandi og Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti Ieiðtogi Sovétríkjanna, fór fögrum orðum um Dubcek, sagði að hann hefði átt að vera fyrir- mynd í kommúnistaríkjunum fyrr- verandi. „Ef við hefðum allir farið þá leið sem Tékkóslóvakía valdi, hafnað afskræmingu og öfgum, værum við betur stödd núna, heimurinn liti öðruvísi út og mun auðveldara væri að koma á um- um rigna yfir hann. Varð forsetinn að gera hlé á ræðunni þar til óeirða- lögregla hafði slegið skjaldborg um hann. Nokkur egg hæfðu Weizsácker en tilraunir til að hæfa Kohl báru ekki árangur. Vinstrimennirnir sem trufluðu mótmælafundina sögðu fundahöldin í Berlín bera vott um hræsni af hálfu yfírvalda. Á sama tíma og þau stæðu fyrir fundarhöldunum legðu þau á ráðin um að þrengja stjórnarskrár- bundin ákvæði um pólitíska flótta- menn í þeim tilgangi að stöðva bótum,“ sagði Gorbatsjov. Bill Clinton, verðandi forseti Bandarikjanna, sagði það gleði- efni að Dubcek skyldi hafa lifað lýðræðisbyltinguna í landi sínu og öðrum fyrrverandi kommúnista- ríkjum Austur-Evrópu. „Bænir mfnar eru með íjölskyldu hans og vinum, samborgurum hans og öll- um þeim sem dáðu hann.“ Dubcec lifði ekki klofning sam- bandsríkisins Tékkóslóvakíu, sem skiptist í tvö ríki, Tékkíu og Slóv- akíu, um næstu áramót. Hann var algjörlega andvígur því að sam- bandsríkið yrði lagt niður og hvatti ítrekað til þess að ríkin yrðu áfram sameinuð. Þótt Dubcek nyti virðingar í útlöndum sætti hann gagnrýni heima fyrir, einkum af hálfu hægrisinnaðra stjómmálamanna, flóttamannastraum til Þýskalands. Jerzy Kanal, leiðtogi gyðinga í Berlín, sagði í gær að besta leiðin sem þýsk stjórnvöld gætu farið til þess að draga máttinn úr starfsemi nýnasistahópa væri að bæta efna- hagsleg kjör íbúa austurhluta lands- ins. Með því misstu öfgasamtök að- dráttarafl. Þýskir og erlendir fjölmiðlar fjöll- uðu ítarlega um mótmælafundinn í gær og fullyrtu að hann hefði náð tilætluðum árangri. Gagnrýndu er- Iend blöð framferði stjórnleysingj- anna harðlega. Kohl gagnrýndi öfgamenn til hægri og vinstri í gær fyrir tilraunir til að splundra mótmælafundinum. „Það vakti fyrir skrílmennunum að útata ímynd Berlínar og Þýskalands í augum heimsbyggðarinnar. Það mun þeim ekki takast,“ sagði kansl- arinn. sem sögðu hann ekki hafa veitt Sovétmönnum nægilega mót- spyrnu árið 1968. Þeir kenndu honum um að sovéskar hersveitir voru í Tékkóslóvakíu í 23 ár eftir innrásina 1968. Dubcek var leiðtogi kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu og hafði beitt sér fyrir „sósíalisma með mannlegri ásjónu" þegar um hálf milljón hermanna Varsjárbanda- lagsins undir stjórn Sovétmanna réðist inn í landið 23. ágúst 1968 og batt enda á umbótatímabilið, sem nefnt hefur verið „Vorið í Prag“. Nokkrum klukkustundum síðar var hann fluttur í handjárn- um til Moskvu og sneri aftur nið- urbrotinn maður. Næstu tvo ára- tugina bjó hann í Bratislava, höf- uðborg Slóvakíu, var þar í hálf- gerðri útlegð í ómerkilegu emb- ætti í tengslum við skógarhöggs- iðnaðinn. Hann kom ekki fram opinberlega fyrr en í lýðræðisbylt- ingunni árið 1989 þegar hann lýsti yfír stuðningi við Vaclav Havel, andófsmanninn sem var síðar Upphafsmaður „Vorsins í Prag“ látinn Lítið fjallað um andlát Dubceks í Tékkóslóvakíu Prag, Lundúnum. Reuter. ALEXANDER Dubcek, leiðtogi tékknesku umbótastjórnarinnar sem hersveitir Varsjárbandalagsins brutu á bak aftur árið 1968, lést á laugardag, sjötugur að aldri. Erlendir leiðtogar vottuðu minningu hans virðingu sína en í Tékkóslóvakíu fjölluðu fjölmiðl- ar og stjórnmálamenn lítið um andlátið. Breskir fjölmiðlar um Karl og Díönu Skílnaður að borði og sæng í nánd London. Reuter. LÍKUR eru nú sagðar vaxa á því að Karl prins, ríkisarfi Breta, og Díana prinsessa komi sér saman um skilnað að borði og sæng á næstunni. Blaðið The Daily Mail, er varð fyrst til að skýra frá væntanlegum skilnaði hertogans og hertogaynjunnar af Jórvík í haust, segir að samningar um málið séu þegar hafnir. Sagt er að eina ástæða þess að Elísabet hafi ekki afsalað sér kon- ungdómi í hendur syni sínum, Karli, séu hjónabandsörðugleikar hans. Skilnaður var óþekktur í bresku konungsfjölskyldunni frá því á sext- ándu öld þar til systir Elísabetar, Margrét, skildi við eiginmann sinn, Snowdon lávarð, árið 1978. Bresk dagblöð, einkum slúður- blöðin, hafa fjallað ítarlega um hjónabandsvandræði ríkisarfans og Díönu sem þóttu verða öllum ljós í opinberri heimsókn þeirra til Suður- Kóreu fyrir skemmstu. Andrúmsloft- ið milli hjónanna var ískalt og mátti vart heita að þau skipust á orðum. Er Díana kom heim gaf hún út yfir- lýsingu þar sem hún mótmælti harð- lega getgátum þess efnis að tengda- foreldrar hennar hefðu komið illa fram við hana. En athygli vakti að hún reyndi ekki að mótmæla því að hjónabandið væri slæmt. Um helgina sögðu blöðin að Díana hefði skýrt Karli frá því að hún myndi eyða jólunum með bróður sín- um en ekki í Sandringham-höll eins og venja er hjá konungsfjölskyld- unni. í sumar kom út bók um Díönu þar sem sagt var að hún hefði oft reynt að svipta sig Iífi vegna óham- ingju í hjónabandinu. Slúðurblaðið Sun birti glefsur úr símasamtali er hlerað var og gaf í skyn að þar væri Díana að ræða við ástmann sinn er kallaði hana ýmsum gæluyrð- um. Blaðið birti í gær nýjan kafla ú bókinni um Díönu er birtast á í bandarísku útgáfunni. Þar er fullyrt að Díana hafi orðið vitni að ástar- hjali Karls í síma við gamla vinkonu og á þetta að hafa gerst er hjónin voru í sumarleyfi við Miðjarðarhafið fyrr á þessu ári. Alexander Dubcek. kjörinn forseti landsins. Aðeins var lítillega minnst á andlát Dubceks á vikulegum sjón- varpsfundi fréttamanna og stjórn- málamanna á sunnudag. Jan Stra- sky, forsætisráðherra Tékkóslóv- akíu, var á meðal þátttakenda og minntist ekkert á Dubcek. Vaclav Havel sagði þó að andlátsfregnin hefði fengið mikið á sig. „Ég leit á hann sem duglegan, hófsaman og heiðarlegan stjórnmálamann," sagði hann. Útför Dubceks fer fram í Brat- islava á laugardag. Ekki var vitað í gær hvort ríkið myndi heiðra hann með formlegri athöfn eins og venja er þegar æðstu embætt- ismenn eru bornir til grafar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.