Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 28
28 »10 MOR'GUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÖVEMBER 1992 Tyrkneska forræðismálið Dagbjört látin segja aö hún vilji vera hjá pabba sínum - segir Gunnar Guðmundsson, lögfræðingur Sophiu Hansen HALIM Al, fyrrverandi eiginmaður Sophiu Hansen, boðaði til blaða- mannafundar vegna forræðis dætra hans og Sophiu í gær. A fundin- um lét hann Dagbjörtu, sem er eldri, segja að hún vildi ekki vera með móður sinni af því að hún hefði snúið frá múhameðstrú til kristni, að sögn Gunnars Guðmundssonar, Iögfræðings Sophiu. Hann sagði að gerður hefði verið góður rómur að blaðamannafundi Sop- hiu síðar um daginn. „Á fundi Sophiu með stelpunum á laugardag kom í ljós að Halim var búinn að undirbúa ákveðinn leik- þátt sem fólst í því að hann lét eldri stelpuna segja að hún vildi vera hjá pabba sínum. Hún vildi ekki vera með mömmu sinni því hún hefði snúið frá múhameðstrú til kristni. Á blaðamannfundinum í morgun lét hann hana endurtaka þetta,“ sagði Gunnar. „í framhaldi á því var talin ástæða til að hafa samband við 14 fjölmiðla og láta þá hafa gögn um málið. Á fundi með þeim var greint frá því að þama væri um ákveðinn lygavef og leikþátt að ræða. Halim byggi hann til og ætlaði að hagnýta Aldrei séð aðra eins angist og örvæntingu - segir Sophia Hansen eftir fund með dætrum sínum síðastliðinn laugardag sínum í vor hefðu þær haldið í von- ina um að hún kæmi fljótlega og bjargaði þeim. Nú væm þær greini- lega búnar að gefa upp þá von. „ÉG HEF aldrei séð aðra eins angist og örvæntingu og þvílíkan ótta eins og skein út úr augum dætra minni þessa stund,“ sagði Sophia Hansen m.a. þegar hún rifjaði upp fund sinn með dætr- um sínum, Dagbjörtu og Rúnu, í Istanbul á laugardag. Hún hafði þá ekki séð dætur sínar í um hálft ár. Sophia segir að þeim hafi verið innprentað að hafna móður sinni á þeirri forsendu að hún hafi snúist gegn íslam. Soph- ia segir að stúlkurnar hafi þulið bænir í hálfum hljóðum meðan á fundinum hafi staðið og verið afar fjarlægar. Þær litu illa út, væru með bauga undir augunum og afar grannar. Hún mátti ekki snerta þær á meðan á fundinum stóð. Áður en Sophia reyndi að ná sambandi við dætur sínar í fundar- herbergi á hóteli í Istanbúl talaði Hasíp Kaplan, lögfræðingur henn- ar, við þær og sagði þeim þá meðal annars að dómarinn í málinu hefði leyft mömmu þeirra að hitta þær tvisvar sinnum í mánuði. Pabbi þeirra hefði ekki farið að þessu og ef hann héldi sig við það yrði honum varpaði í fangelsi. Sophia sagði að stúlkurnar hefðu virst undrandi á því að þessi dómsúrskurður um umgengnisrétt hennar væri til. Aðspurð um hegðun stúlknanna sagði Sophia að þær hefðu verið afar angistarfullar og leikið þá rullu sem greinilega hefði verið lögð fyr- ir þær. „Sú eldri sagði að þær vildu ekki tala við mig. Þær vildu vera múhameðstrúar áfram og vegna þess að ég hefði tekið múhameðstrú en breytt aftur í kristna trú og snúist gegn íslam vildu þær ekkert með mig hafa,“ sagði Sophia og tók fram að Dagbjört hefði ekki þorað að horfa í augu hennar meðan hún hefði talað. Rúna, sú yngri, talaði ekki við Sophiu en horfðist einu sinni í augu við hana. „Ég talaði við þær þó ég fengi engin svör. Sagði þeim að ég hefði komið til að hitta þær, að ég elskaði þær og myndi halda áfram að beijast fyrir að fá þær til mín. Ég talaði líka um að ég hefði alltaf haldið upp á afmælin þeirra, verið með kökur og gjafir, og þegar ég rifjaði upp afmæli Rúnu glaðnaði yfir henni og hún leit til mín. í svipinn fannst mér hún líkjast göml- um myndum af mér sem barni, sem ég er nýbúinn að finna," sagði Sophia og vísaði til Rúnu sem hún sagði að hefði verið auðveldara að ná til. í samtalinu sagði Sophia að þeg- ar dætur sínar hefðu lýst aðbúnaði sér í málinu,“ sagði hann. „í beinu framhaldi röktum við málið eins og það hefur þróast og kom þá m.á. fram að Sophia væri með átta mál í gangi, gegn Halim, vegna opin- berrar rannsóknar, aðfararinnar við dómshúsið og gegn þingmanninum sem efndi til uppþots síðast." Gunnar vissi ekki hversu margir fjölmiðlar hefðu komið á blaða- mannafund Halims en sagðist þó vita að hann hefði ekki verið alltof vel sóttur. Hins vegar sagði hann að gerður hefði verið góður rómur að óformlegum blaðamannafundi Sophiu seinna um daginn. Lögfræðingar Sophiu vinna að undirbúningi fyrir réttarhöldin á fímmtudag. „Þá verður ítrekuð sú krafa að þessi dómari víki. Ef því verður hafnað verður kröfunni skot- ið til hæstaréttar," sagði Gunnar. Aðspurður kvaðst hann ekki búast við öðru en að læti yrðu við dóms- húsið á fimmtudag. Fram kom að Sophia myndi eiga fund með lögfræðingi mannrétt- indaráðherra Tyrklands á laugar- dag. „Þá verður farið yfir málið í heild með ýmsum ráðgjöfum sem munu sækja fundinn," sagði Gunn- ar. Halim A1 lét mynda stúlkurnar með ýmsum embættismönnum í Tyrk- landi í sumar. Á neðstu myndinni sjást þær t.a.m. í fylgd Turguts Ozals, forseta Tyrklands. Rekstri kókaínmálsins fram haldið í héraðsdómi Vitni segist hafa séð lögreglu beygja í veg fyrir flóttabílinn Um tugur lögreglumanna fylgdist með ferðum ákærða dagana fyrir handtökuna VITNALEIÐSLUM í kókaínmálinu var fram haldið fyrir héraðsdómi í gær og voru yfirheyrðir nokkrir lögreglumenn, svo og sérstakur trúnaðarmaður tálbeitu lögreglunnar í málinu og vitni sem sá þegar árekstur varð milli lögreglubils og Subaru-bílsins sem Steinn Ármann Stefánsson, ákærði í málinu, ók á flótta undan lögreglunni. Vitnið, sem er starfsmaður Skálatúnsheimilisins, kvaðst hafa fylgst með árekstrinum út um glugga á starfsmannaíbúð sinni og séð hvar lög- reglubifreiðinni var fyrst ekið eftir miðjum vegi 2-300 metra á und- an flóttabílnum sem birtist skyndilega á miklum hraða en síðan sveigt til hægri og þá í veg fyrir flóttabilinn, sem þá hafi verið að reyna að komast hægra megin fram úr lögreglubílnum. Við það hafi árekst- urinn orðið. Vitnið kvaðst hafa gefið sig á tal við lögreglumenn á slysstaðnum og sagst hafa orðið vitni að atburðinum en hafa fengið þau svör að þar sem um eftirför hefði verið að ræða væri ekki talin sérstök þörf á vitnisburðinum. Einn þeirra Iögreglumanna sem yfir- heyrður var í gær gat tímasett hvernig fíkniefni hefðu fundist í bíl ákærða á Vesturlandsvegi og gert grein fyrir því hver hefði tekið þau úr bilnum. Við yfírheyrslur í málinu er fram komið að það var um það bil tugur lögreglumanna sem hafði þann starfa að fylgja Steini Ármanni eft- ir hvert fótmál og safna upplýsing- um um ferðir hans og hveija hann hitti dagana fyrir handtöku. Að- gerðir af þessu tagi kalla lögreglu- Óverðtryggt kaup- verð tölva endur- greitt eftir áratug Apple-umboðið á íslandi býður viðskiptavinum sínum að endur- greiða þeim að tíu árum iiðnum kaupverð Macintonsh-tölvu að upp- fylltum ákveðnum skilmálum. Að sögn Gríms Laxdal forstjóra Radíó- búðarinnar eru skilmálar almenns eðlis en verð tölvunnar óverðtryggt. Gn'mur sagði að tilboðið væri unnið í samvinnu við Apple tölvufyr- irtækið og að samskonar tilboð væri í boði í Sviss. „Þetta eru um 100 tölvur sem við bjóðum með þessum kjörum," sagði hann. í skilmálunum kemur fram, að endurgreiðslukrafan er ekki fram- seljanleg, veðsetjanleg né erfanleg. Skráður upphaflegur kaupandi er sá eini sem getur innleyst kaupverðið eftir tíu ár og þá einungis í nóv- ember það ár. Hámarkskaup eru miðuð við 250 þús. á ijölskyldu. Utfylla verður blað með nafni, heim- ilisfangi o g upphæð til endurgreiðslu og um leið og það berst umboðinu er sent staðfestingarskjal til kaup- anda, sem ber áð framvísa eftir 10 ár ásamt frumriti af reikningnum. Verði misbrestur á þessum skilyrð- um fellur krafan niður. menn skyggingar og kom fram að lögreglumennirnir hefðu ýmist tekið sér stöðu og fylgst með húsum þar sem Steinn var inni eða beðið í bílum eftir því að hann færi af stað aftur og var þá þess gætt að enginn bíl- anna væri í sjónmáli hans of lengi í senn til að vekja ekki grunsemdir. Af þessu virðist leiða að lögreglu- menn þeir sem yfirheyrðir eru búa flestir yfír brotakenndum upplýsing- um um ferðir mannsins þessa daga en í framburði eins þeirra kom fram að Bjöm Halldórsson, lögreglufull- trúi, hefði fyrst um helgina greint þremur starfsmanna sinna frá því um hvað málið snerist og að Steinn sem verið var að fylgjast með væri grunaður um að hafa mikið magn af kókaíni- undir höndum. Aðrir sem að málinu unnu hafí haft litla hug- mynd um það hvaða brot það væru sem Steinn væri talinn tengjast. Einn úr síðasttalda hópnum var meðal þeirra sem yfirheyrðir voru í gær en sá kom aðeins að málinu daginn fyrir handtökuna en kom á slystaðinn þar sem flóttatilraun ákærða lauk. Hann minntist þess að eftir að hafa hlúð að lögreglu- manninum sem slasaðist við árekst- urinn og tekið þátt í að veita honum neyðarhjálp, hafi hann boðið sig fram til leitar að fíkniefnum í bíl ákærða, gengið aftur fyrir bílinn að opnum afturhlera bílsins og séð að þar aftur í var allt á rúi og stúi eftir áreksturinn. Hann hafí ekki Ieitað lengi er hann fann pakka vafinn innan.í maskínupappír og þar hafi kókaínið verið komið. Þessi lög- reglumaður gat nafngreint þann félaga sinn sem fjarlægt hefði efnið úr bílnum en í framburði þeirra lög- reglumanna sem nálægt leitinni hefur yfirleitt komið fram að þeir minnist þess að hafa séð kókaínið í bíl ákærða en ekki hver þeirra fjar- lægði það úr bílnum. Þá virðist enginn kannast við að hafa opnað dyrnar að farangurs- geymslu bílsins en meðal spurninga sem fram hafa komið er hvort hugs- anlegt sé að dymar hafi opnast við áreksturinn. I framburði fyrrgreinds lögreglu- manns kom einnig fram að hann hefði verið viðstaddur þegar fíkni- efnaleitarhundur fór yfír flóttabílinn daginn eftir í leit að fíkniefnum en þá fundust um það bil 0,6 grömm af efninu milli sæta bílsins. Hins vegar fann leitarhundurinn ekki tal- stöð þá sem notuð hafði verið kvöld- ið áður til að fylgjast með samskipt- um ákærða og tálbeitunnar. Við yfirheyrslu yfír þeim lög- reglumanni sem annaðist frumrann- sókn umferðarslyssins eftir eftirför- ina kom í ljós í spurningum veij- anda og sækjanda að þeir eru ósam- mála um hvort ákærði sé sviptur ökuréttindum eða ekki. Ragnar Aðalsteinsson hrl., veijandi ákærða, segir svo vera og kveðst geta fært sönnur á að umbjóðanda sínum hafi verið neitað um ökuleyfí á þessu ári en samkvæmt gögnum lögreglu og ákæruvalds hefur hann einungis verið sviptur ökuréttindum á árinu 1988 og þá í tvö mánuði og hafði því fullgild ökuréttindi þegar hann ók um dagana fyrir handtöku á bíla- leigubíl sem lögreglan hafði látið í té í gengum tálbeitu sína og síðan á flóttanum á bíl sem lögreglan hafði látið tálbeitu sinni í té. Auk lögreglumannanna og fyrr- greinds vitnis að árekstrinum var yfirheyrður maður sem tálbeita lög- reglunnar hafði trúað fyrir aðild sinni að málinu í því skyni að tryggja að vitneskja þar um væri á vitorði fleiri en Björns Halldórssonar lög- reglufulltrúa og meðal annars kom- ið að fundi þessa trúnaðarmanns síns og lögreglufulltrúans. Trúnað- armaðurinn kvaðst hafa heyrt Björn Halldórsson lýsa því yfír að hann gæti engu lofað tálbeitunni sem endurgjaldi fyrir aðstoð við málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.