Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 47 Afmæli Uimsteinn Stefánsson prófessor sjötugur Hvað tíminn líður hratt! Það er liðlega aldarfjórðungur frá því að leiðir okkar Unnsteins Stefánssonar snertust og í dag er hann sjötugur. Ég kom til sumarvinnu á Hafrann- sóknastofnun hjá Unnsteini og gerði mér litla grein fyrir því þá, að hann væri einn þeirra frum- kvöðla sem mótað hafa vísindastörf þessarar smáþjóðar á vegi hennar til tæknivædds nútíma. Það var hollt lærlingi að kynnast viðhorfum Unnsteins sem og tólum hafrann- sókna og vinnubrögðum á sjó og í landi. Allar götur síðan hef ég not- ið velvildar hans, góðra ráða og uppörvunar. Það er nefnilega svo, að verkin sýnast einatt léttari eftir að hafa spjallað um þau við Unn- stein og ósjaldan hefur hann sagt sem svo: Blessaður drífðu í því! Unnsteinn er einmitt maður sem drífur í hlutunum. Svo höfum við grúskað sitthvað saman og sullað í sjó og vötnum, en aldrei hef ég annað séð en atorku og ósérhlífni. Það er þó með hikandi huga að þessi orð eru sett á blað, því þótt tíminn líði sína leið þá hefur ekki dregið af kappanum, hann gengur í verkin hvert af öðru og leggur jafnframt drög að nýjum. En ég freistast til að hylla vin minn Unn- stein sjötugan og bregða mót birt- unni fáeinu úr verkum hans. Skipulegar hafrannsóknir eru aðeins um aldargömul fræði, sem felast í því að beita grunngreinum raunvísinda, eðlisfræði, efnafræði eða stærðfræði við rannsóknir á höfunum. Það er síst til trafala að vera vel að sér í tveimur þessara greina. Frétt hef ég, að snemma hafi komið fram hæfileikar Unn- steins til að fást við talnarunur og sem unglingur þjálfaðist hann enn frekar sem innanbúðarmaður aust- ur á fjörðum. Þetta hefur löngum nýst honum vel. Þá er hann teikn- ari góður og einkar laginn við myndræna framsetningu á niður- stöðum úr rannsóknum. Oft hefur starfsbróðir, með útjaskað strokleð- ur og krumpaðan pappír, mátt horfa öfundaraugum á handbragð Unn- steins. Hann hélt til efnafræðináms við Wisconsin-háskóia í Bandaríkj- unum á stríðsárunum og sem efna- fræðingur hóf hann rannsóknastörf hjá Fiskifélagi íslands 1947. Árni Friðriksson, fiskifræðingur, mun hafa átt þátt í því að áhugi Unn- steins beindist að sjórannsóknum en að þeim tók hann að vinna 1949 hjá fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans, forvera Hafrannsókna- stofnunar. Þar með hefjast skipu- legar íslenskar haffræðirannsóknir. Hann aflaði sér reynslu og þekking- ar, dvaldi við rannsóknastofnanir austan hafs og vestan. Verk sín dró hann saman í doktorsritgerð, North Icelandic Waters, sem hann varði við Kaupmannahafnarháskóla 1962. í það verk vitna þeir oft sem vinna að rannsóknum á norðurhöf- um og í því felst mikilvægur grunn- ur til skilnings og mats á breytilegu ástandi sjávar frá einum tíma til annars. Haffræðin í þessu riti er að mestu á grunni eðlisfræðinnar en hann efldi aðstöðu til efnarann- sókna og hóf rannsóknir á næring- arsöltum og öðrum efnum í sjó og hefur síðan fléttað saman eðlis- og efnafræði í mörgum viðfangsefnum haffræða. Þau verða ekki rakin hér né allur sá fjöldi fræðigreina sem hann er höfundur að, en þó verður að geta annars frumkvæðis Unn- steins, sem er rannsóknir á vötnum landsins, fyrst Meðalfellsvatns, síð- ar Mývatns og nú hefur hann und- anfarin ár lyft hulunni af sérkenn- um vatna sém hafa samgang við sjó, eru fersk við yfirborð en sölt við botn. Unnsteini hefur lengi verið ljóst að mannkyni er nauðsyn að nýta höfín en jafnframt vernda, og að fræðsla og þekking væru grundvöll- ur að hvoru tveggja. Að þessum málefnum starfaði hann 1970 til 1973 hjá UNESCO í París og fór síðar á vegum þeirrar stofnunar til íraks, Líbýu og Nígeríu til að vinna að skipulagningu hafrannsókna í þessum löndum. Áður hafði hann kennt haffræði, hluta áranna 1965 til 1970, við Duke-háskóla í Norður- Karólínu. Sumir nemanda hans það- an eru virtir í fræðunum og rekist þeir á Íslending minnast þeir Unn- steins sem einstaks kennara og góðs félaga. En landanum hefur hlotnast stærstur skerfur frá fræð- aranum. Fyrst má nefna þá að- gengilegu bók Hafíð, sem Almenna bókafélagið gaf út 1961 og er víða á heimilum landsins. í tvær útgáfur bókarinnar Náttúra íslands hefur hann ritað kafla um sjóinn við ís- land. Frá 1975 hefur hann verið prófessor í haffræði við Háskóla Islands og kennt fræðin sem val- grein nemenda í efnafræði, líf- fræði, landafræði, jarðfræði og ef til vill fleiri greinum. Fyrir 1957 var til ein kennslubók í haffræði á Vesturlöndum. Sú heitir The Oce- ans og hún lýsti í einu bindi eðlis- fræði, efnafræði og undirstöðum að líffræði hafsins. Síðan hefur þekking manna margfaldast og kennslubækur nú á tímum eru flest- ar ritaðar á ensku og fjalla um af- markaða þætti en greina lítt eða ekki frá öðrum. Háskólanámsefni Unnsteins spannar alla meginþætti haffræða en með sterkum skírskot- unum til aðstæðna við ísland. Þar njóta nemendur fjölþættrar þekk- ingar hans og reynslu. í fyrra kom þetta efni út í kennslubókinni Al- menn haffræði I, og síðara bindið er í smiðju hans. Þessi kennslubók, sem allir geta lesið í sér til fróð- leiks, er mikið verk, það lýsir henni e.t.v. best að hvorki Norðmenn, Danir né Svíar eiga sambærileg bækur á sínum málum. Samstarfsfólk Unnsteins og vinir þekkja vel hvellan hlátur, glettni hans og skemmtilegar frásagnir. Atorkan er mikil og vissulega geta hlutirnir ekki alltaf gengið með hægðinni. Þá kemur það sér, að röddin er sterk og skýr. Heila önn mun hann hafa kennt efnafræði þéttsetnum sal Tjamarbæjar án þess nokkum tíma að nálgast hljóð- nema sem þar var ætlaður fýrirles- umm. Þeir heyrðu vel sem aftast sátu en aðrir óttuðust mest að hann setti tækið á sig. Mér er nær að halda að verk Unnsteins væm færri en raun ber vitni ætti hann ekki Guðrúnu Ein- arsdóttur að fömnaut. Heimili þeirra einkennist af gestrisni og höfðingsskap. Þangað þykir ungum drengjum gott að koma. Það er ánægjulegt að dvelja með þeim Guðrúnu sumardaga í náttúm landsins, lesa ber af lyngi eða renna fyri silung. Setjast síðan að kvöldi og fullkomna daginn með góðum málsverði. Til slíkra daga hlakka ég og mínir. En við ætlum okkur einnig ýmislegt grúsk. Já, Unn- steinn, við drífum í þvfl Jón Ólafsson. Háskóhnn og OECD-skýrslan STÚDENTARÁÐ Háskóla ís- lands og Félag háskólakennara efnir til opins fundar í hádeginu þriðjudaginn 10. nóvember um Háskóla og nýsköpun í Jjósi nýrr- ar skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum vísinda og rann- sókna. Gestir fundarins og fmmmæl- endur em Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Alþýðuflokks- ins, Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, Svein- björn Bjömsson, háskólarektor, og Davíð Scheving Thorsteinsson, iðn- rekandi. Skýrsla OECD er áfellisdómur yfír viðhorfí íslenskra stjómvalda til vísinda og rannsókna og þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé fýrir íslenskt atvinnulíf að verja meiru ijármagni á markvissari hátt til vísinda og rannsókna, þrátt fyrir þrengingar í efnahagsmálum. Skýrslan kemur út á sama tíma og iagt er til í fjárlagafmmvarpi að Háskóli íslands búi áfram við þröngan kost. Á fundinum í Odda koma fram viðbrögð framsögumanna við skýrslunni og rætt verður um þátt Háskólans í nýsköpun atvinnumála. Að loknum framsöguerindum verða umræður og fyrirspumir úr sal. Fundurinn er öllum opinn og stend- ur frá kl. 12.15-13.00. (Fréttatilkynning) WARNER’S undirfatnaður Gæði og glæsileiki Gullbrá-Nóatúni, Sautján-Laugavegi og Kringlunni, Evíta-Seltjamamesi, Regnhlifabúðin-Laugavegi, Spes-Háaleitisbraut, Ársól-Grimsbæ, Libia-Laugavegi. <J\^jdicL vcíó Uu\ fþ.ðþ. Lj 5Ö w 5=0 c/i Sanöra-Hafnarfirði, Bylgjan-Kópavogi, Miðbær-Vestmannaeyjum, Nana-Lóuhólum, Júllubúð-Eskifirói, Lff-Mjódd, Hjá Sollu- Hverageröi, Bnar Guöfinns-Bolungarvík. Mensý-Selfossi, Smart-Keflavík, Móna Lfsa-Akranesi, Amaró-Akureyri, Apótek Ólafsvíkur, Hársnyrtistofa Huldu-Húsavík, Herta-Reyðarfirði. Ísold-Sauðárkróki, Heba-Siglufirði, Krisma-ísafirði, Hársnyrtistofa Guðlaugar-Vopnafirði, Hársnyrtistofa Olgu-Höfn, Viö lækinn-Neskaupstað. Þúsvalarkstrarþörfdagsins ástóum Moggans! ' ^ii/z®v/i//w v\ // jT/h uiFSfi im\ #/jiiii w f jrsífflss. / 2030 Kópal Tónn 4 Kópal Glltra 10 Kópal Birta 20 Kópal Flos 30 Kópal Geisli 85 Hefur gljáa sem víða kemur sér vel enda vinsæl á stigaganga, bamaherbergi, eldhús og þvottahús. Góð á húsgögn. Tilvalin þar sem miklar kröfúr eru gerðar um þvottheldni og styrkleika, t.d. í bílskúrinn og í iðnaðarhúsnæði. Góð á húsgögn. Sígild mött áferð. Hentar einkar vel þar sem minna mæðir á, eins og í stofúm, svefn- herbergjum og á loft. Silkifín áferð sem laðar fram smáatriðin í samspili ljóss og skugga. Gefur silkimatta áferð. Hentar vel á bamaherbergi, eldhús, ganga og þar sem meira mæðir á. Kópal innanhúss- málning fsest í fimm gljástigum. Kópal innanhússmálning er einkar auðveld í meðförum, slitsterk og áferðarfalleg. Kópal málning fæst í nær óteljandi litum og alveg ömgglega í þeim lit sem þú Rauði 0% miðinn er trygging fyrir því að í málningunni em engin lífræn leysiefni. Betri málning, betra loft, betri líðan. Unálninghlf -það segir sig sjdlft - * /////f/JK? #1 1111 / f/IVUI I /I // VmiMll 1\\\ X\ »# li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.