Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 33 JltofgtiiiHbifrlfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Vel að verki staðið í Mexíkó Við erum í raun og veru að stíga fyrstu skrefín í þá átt að breikka starfsemi sjávarútvegsins þannig að hún nái til samstarfs- verkefna meðal annarra þjóða. Slík skref hafa verið stigin t.d. í Chile, og hér erum við á hinn bóginn að opna nýja möguleika. Þá tel ég vera þá raunhæfustu eins og sakir standa,“ sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í Mexí- kóborg í síðustu viku um viðræður sínar við stjórnvöld í Mexíkó. Þor- steinn var þá í opinberri heimsókn þar ásamt föruneyti fulltrúa hins opinbera og athafnamanna héðan að heiman. För sjávarútvegsráðherra og föruneytis hans vakti töluverða at- hygli í Mexíkó, en ríkisstjórn lands- ins leggur mikið kapp á að auka útflutningstekjur þjóðarinnar. Þar skiptir sjávarútvegur nokkru máli, en til að ná árangri telja stjórnvöld sig bæði þurfa aukið fjármagn inn í rekstur í sjávarútvegi og þekkingu og ný viðhorf. Eftir hvoru tveggja þurfa þeir að leita til útlendinga. Sjávarútvegsráðherra Mexíkó, Guillermo Jimenes Morales, kom hingað í heimsókn síðastliðið sumar og hefur íslenzki sjávarútvegsráð- herrann nú endurgoldið þá heim- sókn. Þorsteinn Pálsson segir enn- fremur í viðtalinu við Morgunblað- ið: „Ég tel mjög mikilvægt að stjómvöld haldi þannig á málum bæði á íslandi og í Mexíkó að þau greiði fyrir þessum samskiptum. Það er líka mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það ger- ist ekkert í þessum efnum í einni svipan. Þetta eru samskipti sem verður að þróa. Menn planta ekki fullvöxnu tré samskipta þessara þjóða. Menn verða að sá og upp- skera í samræmi við það hvernig þeir huga að gróðrinum. Mér sýn- ist að þetta starf sé komið á góðan rekspöl.“ Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði, var í föruneyti Þorsteins Pálssonar. í viðtali við sérblað Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, í síðustu viku segir hann svo: „Það eru möguleikar í sjávar- útvegi hér í Mexíkó eins og víðar annars staðar en ætli menn sér að byggja hér upp fyrirtæki í vinnslu og veiðum á botnfiski er nálægðin við sölufyrirtæki okkar í Bandaríkj- unum, Coldwater og Iceland Sea- food, afar mikilvæg. Frysting á botnfiski er nánast óþekkt hér og því er markaðssetningin einn mikil- vægasti þátturinn. Togveiðar við Kyrrahafsströnd Mexíkó, aðrar en rækjuveiðar, eru nánast óþekktar. Þar virðast þó vera vannýttar botn- físktegundir en lítið er vitað um stofnstærðir þeirra og veiðanleika. Möguleikar okkar á sölu íslenskra skipa til Mexíkó eru hins vegar ekki fyrir hendi miðað við það verð sem við metum skipin okkar á. Möguleikarnir felast fremur í að koma með skip hingað niðureftir sem framlag í samvinnuverkefni með mexíkóskum fyrirtækjum. Það eru hins vegar fleiri þjóðir en við sem eiga mikið af fiskiskipum og renna hýru auga til möguleikanna hér. Það verður því að ganga skipu- lega og ákveðið til verks ef við ís- lendingar ætlum okkar að hefja botnfískveiðar við Mexíkó," segir Róbert. í frétt Morgunblaðsins síðastlið- inn sunnudag, kemur svo í ljós að möguleikar eru taldir á sölu smá- báta úr plasti til Mexíkó. Þar segir Hörður Reginsson hjá Mótun hf. að fyrsta skrefið sé að senda fjóra báta, smíðaða í Kanada, til Mex- íkó, sem allra fyrst. Yrðu kaupin á þeim fjármögnuð með þeim hætti að 85% kæmu frá kanadískum stjómvöldum, 7,5% frá Mótun hf. og 7,5% frá kaupendum. Stjórnvöld í Mexíkó hygðust ábyrgjast fjár- mögnunina. ínnan árs yrðu svo 20 bátar komnir til Mexíkó, en gífur- legir mögleikar fælust í endurnýjun smábátaflotans í Mexíkó. Sjávarútvegsráðherra Mexíkó hefur tekið í sama streng og Þor- steinn Pálsson og ljóst virðist, að þarna sé um raunhæfa möguleika á samstarfi að ræða. Vel hefur verið staðið að undirbúningi mögu- legs samstarfs, bæði af hálfu opin- berra aðila og athafnamanna frá einkafyrirtækjum í sjávarútvegi. Þannig er staðið að verki, að einka- aðilar hafa kannað grunninn, stjórnvöld beggja landa síðan kom- ið að verkinu til að ryðja úr vegi hindrunum í stjórnkerfínu og að því loknu taka einkaaðilar svo við á ný og semja sín á milli með stjórn- völd að bakhjarli. Samstarf hefur þegar tekizt með Granda hf. og aðilum í Chile og í Mexíkó hefur akurinn verið plægður og sáningin ein er eftir. Ljóst er að til Mexíkó getur orðið um einhverja útrás héð- an að ræða. Möguleikar virðast á fiskveiðum með skipum héðan í samstarfi við mexíkósk fyrirtæki, en skipin yrði þá að skrá þar ytra. Þá er möguleiki á sölu búnaðar til fiskvinnslu af ýmsu tagi héðan til Mexíkó og við gætum aðstoðað þá við gæðamál og markaðssetningu. Það er athyglisvert að samtímis og fríverzlunarsamningur milli Mex- íkó, Bandaríkjanna og Kanada er að verða að veruleika, renna Mex- íkóar hýru auga til sölukerfis okkar í Bandaríkjunum. íslendingar njóta virðingar á sviði sjávarútvegs um allan heim. Ferð Þorsteins Pálssonar til Mexíkó hefur styrkt stöðu okkar á erlend- um vettvangi. Hún hefur einnig stutt íslenzkan sjávarútveg og er liður í því að ryðja á brott þeim hindrunum sem íslenzkir aðilar í sjávarútvegi hafa sjálfir sett gegn þátttöku í sjávarútvegi í öðrum löndum. Sókn héðan að heiman á „önnur mið“ er íslenzkum sjávarút- vegi holl, bæði til að víkka sjón- deildarhringinn og minnka þrýst- inginn á veikan þorskstofn. AUKAÞING NORÐURLANDARAÐS I AROSUM Tillögur forsætisráðherra Norðurlandanna um framtíð norræns samstarfs Samstarfið beinist að af- markaðri og færri sviðnm Árésum. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. SAMSTARF Norðurlandanna mun í framtíðinni beinast að færri og afmarkaðri sviðum en nú. Samstarfið mun í auknurn mæli beinast út á við, einkum að samstarfi Evrópuríkjanna innan Evrópska efnahags- svæðisins og Evrópubandalagsins. Skrifræðið verður minnkað, en norrænt samstarf fær í staðinn öflugri pólitíska forystu og forsætis- ráðherrar Norðurlandanna munu taka sér stærra hlutverk í mótun þess og framkvæmd. Þetta var boðskapur Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, er hún mælti fyrir greinargerð forsætis- ráðherra Norðurlandanna um framtíð norræns samstarfs við upphaf 41. þings Norðurlandaráðs í Arósum í Danmörku í gær. Tillögur forsætisráðherranna um breytingar á norrænu samstarfi eru aðal- mál þingsins. Undanfarið ár hefur farið fram umfangsmikið endurmat norræns samstarfs og tillögugerð um fram- tíðartilhögun þess, undir stjórn for- sætisráðherra Norðurlandanna. „Við álitum að fyrri tilraunir til að endurmeta hluta samstarfsins hefðu ekki skilað þeim árangri, sem við þurftum á að halda. Þess vegna var eðlilegt að forsætisráðherrarnir ættu sjálfir frumkvæðið að gagn- gerri endurskoðun," sagði Brundt- Iand í ræðu sinni í gær. Starfshóp- ur persónulegra fulltrúa ráðherr- anna, stundum kallaður Iloniemi- hópurinn eftir hinum finnska for- manni, skilaði áliti í ágúst síðast- liðnum. Ráðherrarnir tóku undir öll meginatriði þess í svokallaðri Borg- undarhólrnsyfirlýsingu, sem þá var samþykkt. Að Ioknum umræðum um tillögurnar á þinginu í Árósum munu ráðherrarnir leggja fram endanlega skýrslu og tillögur um breytingar á Helsinki-sáttmálan- um, sem er lagaleg umgjörð norr- æns samstarfs. Forsætisráðherr- arnir vilja meðal annars heyra við- brögð þingmanna í Norðurlandar- áði í almennum umræðum, sem fram fara í dag um skýrslu starfs- hópsins og Borgundarhólmsyfirlýs- inguna áður en þeir ljúka verkinu. EES mikilvægasti norræni samstarfssamningurinn í áratugi Gro Harlem Brundtland dró fram í ræðu sinni helztu atriðin í þeim tillögum, sem forsætisráðherrarnir hyggjast leggja fram. Ráðherrarnir telja að stór hluti þeirrar norrænu samvinnu, sem nú fer fram, sé í raun tvíverknaður. Löndin hafi sjálf ákveðið að leysa ýmis mál í öðru alþjóðasamstarfi en því norræna, til dæmis í EFTA, Evrópubandalag- inu, GATT eða Sameinuðu þjóðun- um. Af þessu hafi leitt að norrænt samstarf hafi einkennzt um of af skrifræði, en vantað pólitískan drif- kraft. Brundtland sagði að í raun efldi það norrænt samstarf, að hægt væri að gæta mikilvægra norrænna hagsmuna á breiðari grundvelli, utan Norðurlanda. „Á sama hátt er óhætt að segja að þátttaka Norðurlandanna í breiðara evrópsku samstarfi er framþróun norræns samstarfs. EES-samning- urinn er ekki aðeins mikilvægur samningur fyrir EFTA og EB, hann er einnig mikilvægasti norræni samstarfssamningurinn í marga áratugi,“ sagði Brundtland. „Með þessum samningi náum við markm- iði okkar um norrænan heimamark- að og við sjáum fram á aukið sam- starf vítt og breitt á Norðurlöndum á fjölmörgum sviðum." Forsætisráðherrarnir leggja áherzlu á að leysa beri málin á þeim vettvangi, þar sem það beri mestan árangur. í tillögum þeirra um nýsköpun norræns samstarfs eru tvö megináherzluatriði. Annars vegar vilja þeir tryggja náið sam- starf um sameiginleg hagsmuna- mál Norðurlanda og telja að þar sé byggt á langri hefð. Hins vegar vilja þeir breyta samstarfinu á þann hátt, að Norðurlöndin geti sem bezt gætt hagsmuna sinna út á við í evrópsku samstarfi. Sjö áherzlusvið Hvað fyrra áherzluatriðið varðar eru forsætisráðherrarnir sammála um að á undanförnum árum hafi kröftunum verið dreift um of í nor- rænu samstarfi. Gefa beri vissum sviðum, þar sem Norðurlöndin eigi sameiginlega hagsmuni umfram önnur Evrópulönd, aukið vægi og einbeita kröftunum að þeim. Ráð- herrarnir hafa komið sér saman um sjö áherzlusvið: Menningarmál, rannsóknir og menntun, umhverfis- mál, réttindamál norrænna borg- ara, efnahagsmál (orkumál, sam- göngumál og byggðamál), sjávarút- vegsmál og dómsmál. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það fyrir þrýsting frá ríkisstjórn Islands að sjávarútvegsmálin eru með í þessari upptalningu, ella hefðu áherzlusviðin verið sex. Ráð- herrarnir eru þeirrar skoðunar að með því að einbeita sér að sjö mála- flokkum í stað þess að dreifa kröft- unum á yfir tuttugu, eins og nú er gert, takist að tryggja betri póli- tíska stýringu Norðurlandasam- starfsins og hægt sé að nýta fjár- veitingar og mannafla mun betur en nú er gert. Norræna ráðherranefndin, sam- starfsvettvangur norrænu ríkis- stjórnanna, hefur úrslitavald um fjárveitingar til norræns samstarfs, eins og um flest önnur mál. Sam- þykktir Norðurlandaráðs, sem skip- að er fulltrúum norrænu þjóðþing- anna, hefur aðeins ráðgjafarrétt. Þingmenn hafa á undanförnum árum oft haft uppi kröfur um að Norðurlandaráð fái fjárveitingar- valdið í sínar hendur, rétt eins og þjóðþingin. Forsætisráðherrarnir ganga nú eitt skref til móts við þessar kröfur, því að Brundtland lýsti því yfír að ráðið ætti að hafa meira að segja um fjárlög Norður- Iandasamstarfsins. Norðurlandaráð gæti lagt til að verkefnum yrði raðað í nýja forgangsröð innan ramma fjárlaganna, og að því gefnu að ráðið væri nákvæmt í ráðlegg- ingum sínum, bæri ráðherranefnd- inni að fara eftir þeim. Ráðherrarnir- líta svo á að menn- ingarmálin séu mikilvægust hinna sjö áherzlusviða, enda eigi Norður- löndin þar einna mest sameigin- legt. Iloniemi-hópurinn lagði til að stofnaður yrði nýr og öflugur norr- ænn menningarsjóður, sem hefði allt að tíu milljarða íslenzkra króna til ráðstöfunar í framtíðinni. Ráð- herrarnir vilja ekki fara þessa leið, en leggja til að fjárveitingar til fyrstu tveggja áherzlusviðanna; menningarmála og rannsókna og menntunar, verði auknar um fjórð- ung í fjárlögum Norðurlandasam- starfsins 1994. Markmið ráðherr- anna er að árið 1996 fari helming- ur fjárframlaga til norræns sam- starfs í þessa tvo málaflokka. Hlut- fallið er nú tæpir tveir fimmtu hlut- ar. Ráðherrarnir leggja jafnframt til að útgjöld til umhverfismála verði óbreytt, en aðrir málaflokkar verði skornir niður til þess að halda útgjöldum til samstarfsins í skefj- um. Samstarf í Evrópumálum Seinna megináherzluatriði ráð- herranna er samstarf Norðurland- anna í Evrópumálum. Fyrst um sinn mun það miðast við samstarfíð inn- an Evrópska efnahagssvæðisins, en Brundtland gekk í ræðu sinni út frá því að Noregur, Svíþjóð og Finn- land myndu á næstu árum bætast í hóp EB-ríkjanna. Hún lagði áherzlu á að bæði í EES og EB væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á ákvarðanir meðan þær væru enn á mótunarstigi. „Hér hafa Norðurlöndin alveg nýja möguleika til að hafa frumkvæði, hafa áhrif á ákvarðanir og vinna að því að sameiginleg hagsmunamál þeirra nái fram að ganga,“ sagði Brundt- land og bætti við að löng hefð væri fyrir samstarfi Norðurlanda í laga- og reglusetningu. Þau ættu því að geta tekið sameiginlega af- stöðu til tillagna um nýjar EES- eða EB-reglur. Nýtt formennskuhlutverk Einn þáttur í áherzlu forsætis- ráðherranna um betri pólitíska stjórn á norrænu samstarfí eru til- lögur þeirra um að eitt land hafi formennsku í samstarfínu eitt ár í senn. Formennskulandið á að sam- ræma og stýra samstarfínu á öllum sviðum. Þáttur formennskulandsins í að samræma gerðir Norðurland- anna innan Evrópusamstarfsins verður ekki sízt mikilvægur, og við- komandi land mun bera ábyrgð á að mál, sem fjallað er um innan EES eða Evrópubandalagsins, séu tekin til umræðu á norrænum vett- vangi áður en þau koma til ákvörð- unar. Forsætisráðherrar Norður- landanna munu nú í auknum mæli taka að sér forystu og pólitíska leiðsögn í norrænu samstarfi, þótt áfram verði sérstakur ráðherra norræns samstarfs í hverri ríkis- stjórn. Forsætisráðherrarnir munu hittast þrisvar til fjórum sinnum á * * ; * * : ; Jyllandsposten Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs mælir fyrir greinar- gerð forsætisráðherra Norðurlanda. ári og fundir þeirra verða betur undirbúnir en hingað til. Gro Harlem Brundtland sagði að þær breytingar, sem forsætisráð- herrarnir legðu til, útheimtu strangt til tekið ekki breytingar á Helsinkisáttmálanum, en engu að síður væri nauðsynlegt að end- urnýja sáttmálann til þess að hann endurspeglaði þær breytingar, sem ættu sér stað á umfangi og starfs- háttum Norðurlandasamstarfsins. Forsætisráðherrarnir taka því undir tillögur Iloniemi-hópsins um breyt- ingar á Helsinkisáttmálanum, en þar er meðal annars kveðið á um samstarf innan EES og annarra evrópskra og alþjóðlegra stofnana, tilhögun formennskuhlutverksins og breytt hlutverk forsætisráðherr- anna. Tillögur um breytingar á sáttmálanum verða lagðar fram á næsta Norðurlandaráðsþingi, sem haldið verður í Ósló á næsta ári, og er litið svo á að þá ljúki því endurnýjunarstarfí, sem staðið hef- ur yfír á vettvangi norræns sam- starfs. Skýrsla um utanríkismál fiutt á Norðurlandaráðsþingi í fyrsta sinn Eins og Evrópa verður, þannig verða Norðurlönd - sagði Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs Árésum. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. „EINS og Evrópa verður, þannig verða Norðurlönd," sagði Thor- vald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, er hann flutti þingheimi á 41. þingi Norðurlandaráðs í Árósum fyrstu skýrsluna um utanríkis- mál, sem flutt er í 40 ára sögu Norðurlandaráðs. Stoltenberg lagði mikla áherzlu á það í ræðu sinni að norrænt samstarf gæti aldrei komið í stað Evrópusamstarfsins, heldur væri það órjúfanlegur hluti af því. Hann ræddi einnig hreinskilnislega um aðra þætti utanrík- is-, öryggis- og varnarmála, sem óhugsandi er að norrænn utanríkis- ráðherra hefði tekið upp á Norðurlandaráðsþingi fyrir nokkrum árum. Ilkka Suominen, forseti Norðurlandaráðs, sagði 41. þingið „sögulegan atburð" vegna þess að nú væru utanríkismál í fyrsta sinn formlega á dagskrá. Vegna ólíkra hagsmuna Norðurlandanna fyrr á tíð í öryggis- og varnarmálum voru þessir málaflokkar bann- orð á þingum Norðurlandaráðs. Á síðustu árum hafa utanríkismálin hins vegar orðið æ fyrirferðarmeiri í umræðum, einkum vegna samr- unaþróunarinnar í Evrópu og endaloka kalda stríðsins. Umræður um skýrslu Stoltenbergs verða á morgun, miðvikudag. Stoltenberg lagði í ræðu sinni áherzlu á að hið skuldbindandi sam- starf Vestur-Evrópuríkjanna í Evr- ópubandalajginu væri ný aðferð til að kljást við vandamál á borð við stríð, atvinnuleysi, efnahagslegan óróleika og þjóðernisdeilur. Innan tíu ára myndi þetta samstarf senni- lega ná til mestallrar álfunnar. „Þetta skuldbindandi samstarf er ekki markmið í sjálfu sér en það getur verið verkfæri, sem hefur afgerandi áhrif á lausn vandamála hins nýja heims,“ sagði hann. Ráð- herrann benti á að í slíku sam- starfi, þar sem ákvarðanir væru í auknum mæli teknar með meiri- hluta atkvæða, en ekki samhljóða, væri byrðunum deilt á aðildarríkin og ekkert ríki þyrfti að óttast að helztu samkeppnislönd þess hunz- uðu sameiginlegar ákvarðanir. Engin alþjóðasamtök, sem byggðu á samhljóða ákvörðunum, gætu tekizt á við þau vandamál, sem blöstu við. Slíkt fyrirkomulag þýddi aðeins, að sá sem ganga vildi skem- ur en aðrir, réði mestu. „Þess vegna er form samstarfsins í Evrópu- bandalaginu svo mikilvægt," sagði Stoltenberg. Hann sagði að EES-samningur- inn væri góður og þýðingarmikill samningur, en þó væri ljóst að þeg- ar hann tæki gildi, hefðu flest EFTA-löndin, þ.e. öll nema ísland, sótt um aðild að Evrópubandalag- inu. „Óskir um aðild að EB verða að skoðast í því ljósi að EB-aðild gerir Norðurlöndunum kleift að taka meiri þátt í mótun þeirra ákvarðana, sem undir öllum kring- umstæðum munu hafa mikil áhrif á Norðurlöndum. Þetta er smátt og smátt viðurkennt: Eins og Evr- ópa verður, þannig verða Norður- lönd!“ sagði Stoltenberg. Utanrík- isráðherrann sagði að það væru hagsmunir þeirra Norðurlanda, sem sæktu um aðild að Evrópubanda- laginu, að þau gerðu það öll á sama tíma og gætu átt samstarf og samr- áð sín á milli í samningaviðræðun- um við bandalagið. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs. Stoltenberg sagði að samstarf Norðurlandanna innan EB myndi þýða að á norrænum vettvangi yrðu rædd ýmis mál, sem áður hefðu verið bannhelg í norrænu sam- starfi. Hann fagnaði því að umræð- ur um utanríkismál væru nú hluti af störfum Norðurlandaráðs og sagði þróunina í Evrópu leiða til þess að Norðurlöndin yrðu að taka upp samstarf um mál, sem áður hefðu ekki verið á dagskrá. „Ég útiloka ekki að innan skamms get- um við séð fram á að Norðurlöndin vinni saman, ekki aðeins að nýjum hliðum öryggismálanna, heldur einnig þeim hefðbundnu,“ sagði Stoltenberg. Þessi orð hans eru af mörgum túlkuð svo að hann hafí viljað gefa í skyn að Norðurlöndin yrðu saman í varnarbandalagi. „Einnig hér á það við, að því meir sem Norðurlöndin taka þátt í sam- runa Evrópusamstarfsins, þeim mun meiri möguleika á norrænt samstarf. Við verðum að ganga í EB til að vera með í norrænu sam- starfi!" sagði Stoltenberg. Stoltenberg sagði að þar sem ekki væri útlit fyrir að öll Norður- löndin gengju í EB, yrðu menn að horfast í augu við að afleiðingin gæti orðið sú að Norðurlönd utan bandalagsins myndu fjarlægjast þau sem þar væru innan dyra. „Vegna þessarar hættu er þeim mun mikilvægara að fylgja eftir tillögunum í Borgundarhólmsyfir- lýsingunni [um framtíð norræns samstarfs], sérstaklega hvað varð- ar útvíkkun pólitísks samstarfs um Evrópumál og styrkingu samstarfs ríkisstjóma Norðurlandanna um utanríkis- og öryggismál," sagði ráðherrann. Stoltenberg fór mörgum orðum um öryggismál í víðu samhengi, bæði í Evrópu og á alheimsvísu. Hann lagði áherzlu á jákvæð áhrif þess að Austur- og Mið-Evrópuríkin yrðu tekin inn í Evrópubandalagið og hvatti til þess að samstarfið í Norður-Atlantshafsráðinu (NACC), samstarfsvettvangi Atlantshafs- bandalagins og fyrrverandi Var- sjárbandalagsríkja, yrði aukið og styrkt. Hann sagði að menn yrðu að horfast í augu við að Bandaríkja- menn myndu fækka hermönnum sínum í Evrópu á næstu árum og Evrópumenn í auknum mæli að taka ábyrgð á eigin vörnum, en samstarf þjóðanna beggja vegna Atlantsála yrði þó áfram mikilvægt fyrir báða aðila. Frá Calgary í Kanada til Víkur Landið, þorpið og kirkjan heilluðu Vík í Mýrdal. „ÞEGAR við komum hérna til Víkur og sáum yfir þorpið út á sjóinn og kirkjuna uppi á hæðinni þá vissum við að þetta yrði fullkomið," sagði Kellin Jane Lee sem ásamt Gordon Robert Vincent gekk í heil- agt hjónaband í kirkjunni í Vík í Mýrdal. Þau eru búsett í Calgary í Albertafylki í Kanada en ákváðu að fara til íslands og gifta sig í Víkur- kirkju. Brúðkaupið fór fram laugardag- inn 7. nóvember að viðstöddum nokkrum íbúum Víkurkauptúns sem nánast fylltu kirkjuna. Athöfnin var látlaus og fór að hluta fram á ensku. Það var sóknarpresturinn í Vík, Haraldur M. Kristjánsson, sem gaf brúðhjónin saman. Við athöfnina gat hann þess að fátítt væri að brúð- hjón kæmu svo langt að til gifting- ar. Meðal kirkjugesta var Matthías Einarsson yfírsmiður Víkurkirkju sem var vígð 1934. Brúðguminn, Gordon Robert Vincent, er blaðamaður og starfar í Calgary. Brúðurin, Kellin Jane Lee, er hjúkrunarkona og hefur meðal annars starfað í Sviss. Bæði hafa ferðast mikið vegna starfa sinna og af áhuga á ferðalögum. „ísland var land sem við höfðum ekki komið til en faðir minn hefur verið hér á landi um tíma,“ sagði Kellin Jane þegar þau voru spurð hvers vegna Island hefði orðið fyrir valinu. „Það var mynd í blaði ásamt grein um ísland, myndin var héðan frá Vík og af kirkjunni. Okkur fannst þetta falleg kirkja og þorpið líka. Þess vegna völdum við Vík og við urðum ekki fyrir vonbrigðum við komuna hingað,“ sagði Gordon Robert. Þau kváðust bæði eiga stórar fjöl- skyldur sem ættu heima fjarri hvor annarri þannig að hefðu þau gift sig í Kanada hefði það orsakað ein- hver óþægindi hjá fjölskyldunum vegna ferðalaga en 5 þúsund kíló- metrar eru á milli fjölskyldnanna í Kanada og þijú tímabelti. Þau höfðu tilkynnt fjölskyldum sínum að þau hygðust gifta sig fyrir jól en gáfu ekki upp stað né stund. Þau Kellin Jane og Gordon Rob- ert hittust fyrst þegar systir Kellin, Kerrin Lee Gartner, kom heim frá því að keppa á Ólympíuleikunum í Calgary þar sem hún vann til gull- verðlauna. Gordon Robert hafði fengið það verkefni að skrifa um hana og var staddur á flugvellinurm Það var því árangur systurinnar sem leiddi þau saman. Þau Kellin Jane og Gordon Rob- ert búa bæði og starfa í Calgary þar sem þau festu nýlega kaup á íbúð. Þau kváðust vera mikið fyrir fjallaferðir og hefðu yndi af að koma til lítilla þorpa eins og Víkur þar sem stórbrotin náttúra væri í ná- grenninu. Á meðan athöfnin fór fram braust sólin öðru hverju fram úr skýja- þykkninu og birtu lagði frá fjöllun- um sem skörtuðu hvítu og gáfu umhverfinu stórbrotinn blæ. Frammi fyrir altarinu og í viðurvist prests og safnaðar gerðu brúðhjónin. helgustu játningu lífs síns og inn- sigluðu hana með hringum og kossi. Á eftir óskuðu Víkurbúar brúðhjón- unum til hamingju og þökkuðu þeim þátttökuna. „Mikið var þetta yndis- legt. Ég sé sko ekki eftir að hafa kornið," sagði eldri kona við aðra er þær gengu úr kirkju. Þannig hugsuðu líka greinilega flestir kirkjugestir. Brúðhjónin höfðu gefið Víkurbúum kost á þátttöku í lífi sínu og um leið greypt nafn staðar- ins í lífssögusína.„„Þetta er fullkom-, ið,“ sagðist Kellin Jane hafa hugsað er hún stóð frammi fyrir altarinu ásamt Gordon Robert sem sagði að sér hefði fundist að svona ætti það að vera. Bæði greinilega yfír sig hamingjusöm og ástfangin. Eftir athöfnina bauð kanadíski konsúllinn upp á kaffi og síðan var fyrirhuguð sigling með hjólabát Víkurmanna í boði heimamanna. Brúðhjónin eyddu brúðkaupsnótt- inni í Vík en síðan var ferðinni heit- ið austur á bóginn til að skoða land- ið. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Brúðhjónin ásamt Haraldi M. Kristjánssyni sóknarpresti í Vík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.