Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 53 anna. Var ákveðið að tillögu þáver- andi rektors, Sigmundar Guð- bjarnasonar, að staðsetja það á Keldnaholti í tengslum við Iðn- tæknistofnun fslands. Var þar með tekið skref í átt til aukinnar sam- vinnu þessara stofnana, sem að sumu leyti hafði rofnað þegar At- vinnudeild Háskólans var lögð niður með lögunum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna frá 1965. í fram- haldi af þessu tókst svo fjölhliða samvinna Rannsóknaráðs og Reykjavíkurborgar við Háskóla ís- lands, þrjú ráðuneyti, samtök fisk- eldismanna og ýmsa eihkaaðila um að koma á fót aðstöðu til rannsókna í þágu fiskeldis við Tilraunastöðina á Keldum. Við Þórður urðum þeirr- ar ánægju aðnjótandi að vera kall- aðir til vitnis fyrir hönd umbjóðenda okkar, menntamálaráðherra og borgarstjóra, þegar ung vísinda- kona á Keldum tók fyrstu skóflu- stungu að fiskeldisrannsóknahús- inu, sem nú er risið þar á methraða og á kostnaðaráætlun og verið er að taka í notkun þessa dagana. En það var fleira skemmtilegt sem við gerðum. Sameiginlegur áhugi á skógrækt og landbótastarfi leiddi leiðir okkar líka saman í því skyni að koma á samvinnu opin- berra stofnana og fyrirtækja sem borginni og borgarbúum tengjast um söfnun á og tilraunir með plöntuefnivið til skógræktar og landgræðslu frá fjarlægum heims- hlutum. Um þetta var stofnað „Gróðurbótafélagið", sem er óform- legur vettvangur opinberra aðila, samtaka og einkaaðila til samstarfs á þessu sviði. Staðið var fjárhags- lega og skipulagslega á bak við söfnunarferðir, tilraunastarf og skipti á vísindafólki. Fyrst söfnun- arferð Óla Vals Hanssonar og fé- laga til Alaska, síðar skiptiheim- sóknum við stofnanir í Austur- Síberíu. Birkikynbæturnar sem Þor- steinn Tómasson forstjóri RALA og Pétur í Mörk hafa forystuna um spruttu líka upp úr þessari sam- vinnu. Þetta starf sem Þórður studdi með ráðum og dáð fer brátt að skila áþreifanlegum árangri skógræktar- og garðræktarfólki til óblandinnar ánægju. Framlag Þórð- ar á sviði skógrækarmála verður þegar fram líða stundir ekki síður óbrotgjam minnisvarði um lífsstarf hans, en hin meira sjáanlegu minn- ismerki í landslagi Reykjavíkur- borgar sem ebmætti hans hefur staðið fyrir undir orðfárri en rögg- samri stjóm hans. En annarri hlið á Þórði kynntist ég þegar Jón, svili hans, Sigurðsson og mágkona, Bergljót Jónatans- dóttir, buðu okkur Aslaugu konu minni, Stefáni Jónssyni veiði- og alþingismanni, ásamt Þórði og Sig- ríði konu hans til vetrar- og flugu- hnýtingafagnaðar uppi á Gmndar- tanga. Þá kom í ljós allt annar Þórður en ég hafði áður séð. Þessi, heldur hlédrægi, fámáli en fram- kvæmdasami borgarverkfræðingur breyttist í sögumann og húmorista, sem í félagsskap við orðsnillinginn Stefán hélt okkur hinum uppi með skemmtiefni helgarlangt. Þessar helgar urðu síðan árviss,viðburður. Er mér ekki grunlaust um að silung- amir í henni Laxá eigi einhverja lífsframlengingu því að launa að flugumar hnýttust þeim mun færri, sem sögurnar urðu skemmtilegri. Vorið eftir fyrsta fundinn okkar á Grundartanga áttum við Þórður dýrðarstund saman við Fjárhúsa- bakkann í Geirlandsá, þegar glaðir sjóbirtingar kepptust við að fylla minningarbækur okkar, og fagn- andi lóuhópar sáu um tilheyrandi hátíðarsöng með vorbjarta Mör- tunguheiðina að baksviði. Mörg sumur síðan, og þó alltof fá, hefur verið hægt að safna meiru í bæk- urnar góðu, við HóÍmavatn og Lambá, og við Laxá í Þingeyjar- sýslu. Nú höfum við séð þá tvo félag- ana okkar, Stefán og Þórð, fá frétt- ina vondu, beijast af öllum þeim styrk sem mannssál er gefin, en láta undan að lokum. Köflum bókar er lokið. Við þökkum það sem skrif- að var, letrið er skínandi og mun ekki dofna. En við sem eftir erum spyijum okkur: Hvernig - og hve langur verður næsti kafli? Vilhjálmur Lúðvíksson. Upp í Heiðmörk er gott að vera ekki síst að haustdögum er náttúran skrýðist sínum fegurstu litum, þá er gott að vera til. Þetta fundum við báðir Þórður og ég og nutum þess að stika um hraun og móa til þess að finna bestu leiðina yfir Strýpshraun. Við vorum að mæla fýrir nýjum vegi. Þá bundumst við vinaböndum er aldrei rofnuðu. Þórður hafði að bera þá persónu- töfra sem engum gleymist er kynnst höfðu. Þórður var stórmenni, gáfað- ur, vel menntaður og góðmenni. Hann hafði næma tilfinningu fýrir náttúru landsins og unni gróðri af heilum hug. Skógrækt var hans hjartans mál. Hann ólst upp að nokkru leyti frá blautu bamsbeini upp við Þingvallavatn með foreldr- um sínum og afa og ömmu og þar átti hann sitt athvarf er stund var á milli stríða. Þarna gróðursetti hann fjölmargar tegundir tijáa og runna, er hann kunni glögg skil á. Þarna var hans unaðsreitur. Forfeð- ur hans höfðu hafið þarna landnám, sem hann bætti með auknum gróðri og fjölbreyttari, nokkurs konar tijá- sýnireit. Það var frábært að vera þarna með Þórði og fræðast um hin ýmsu kvæmi og klóna tijáa og runna. Hann svelgdi í sig fróðleik um tré og runna og lærði og mundi. Ýmis önnur áhugamál átti Þórður önnur. Veiðimennska og náttúru- skoðun voru þar ofarlega í kistu. Við fórum oft í svokallaðar veiði- ferðir. Þær voru margar spaugileg- ar. Við vorum hvorugir hinir svo- kölluðu veiðimenn, sem fara af stað kl. 6 að morgni og koma ekki í náttstað fyrr en í svarta myrkri. Við gleymdum okkur uppi á fjöllum eða við árósa við ýmiss konar hug- dettur, s.s. nýja túbu, spún eða flugu, eða högl sem væru betri á gæs en ijúpu, eða kannski nýtt kvæmi af stafafuru. Þórður var frumkvöðull að sum- arvinnu skólafólks, hann sá að skógrækt væri mjög góður kostur til að leysa þann vanda sem skóla- fólk stendur gagnvart, þ.e.a.s að fá enga vinnu. Hann sá fýrir því sl. ár að 800 unglingar fengu vinnu við skógrækt og græddu upp um 200 ha lands í nágrenni Reykjavík- ur. Þetta land á eftir að verða skjól- ríkasta svæði borgarinnar í framtíð- inni. Þökk sé Þórði. Þórður lét verkin tala. Má þar nefna Stekkjarbakka er hann hafði frumkvæði að að var gróðursett í á einum laugardegi í sjálfboða- vinnu. Við vildum gjaman gátu iífsins ráða og geta snúið við og takti breytt. Óglöggt finnst oft mennskum markið þráða, en maður getur huga að því leitt að líkn er svefninn fyrir þreytta og þjáða en þessa líkn fær drottinn aðeins veitt. (Har. Har.) Það er mikið áfall lítilli þjóð, þegar einum af hennar bestu sonum er vikið burt í blóma lífsins. Þessu höfum við reyndar orðið fyrir nú með fráfalli Þórðar og engum gleymist er honum kynntist. Vínur minn Þórður stóð ekki einn í lífsbaráttunni. Eiginkonan og bömin þeirra stóðu við hlið hans bjargföst og skilningsrík til hinstu stundar. Við Dísa höfum átt ógleymanlegar samverustundir með Þórði og Siggu, sem gott er að lifa með. Blessuð sé minning hans. Fari Þórður í friði. Vilhjálmur Sigtryggsson. Er ég ræddi við vin minn Þórð borgarverkfræðing á föstudags- morgun fyrir rúmri viku, grunaði mig ekki að þetta yrði okkar síð- asta samtal. Hann var þá á leið til Bandaríkjanna fullur bjartsýni til að leita lækninga á hinum erfíða sjúkdómi er heijað hafði á hann undanfarið. Hann skýrði fyrir mér meðferðina sem hann átti að fara í og síðan var ákveðið að hittast þegar hann kæmi heim með hækk- andi sól. Réttum sólarhring síðar frétti ég andlát hans. Vegir okkar Þórðar lágu fyrst saman er við hófum nám í verk- fræði við Háskóla íslands 1957. Síðan héldum við til Kaupmanna- hafnar 1960 og lukum þaðan prófi 1963. Kynnin í Kaupmannahöfn voru sérstaklega ánægjuleg. Við íslensku verkfræðinemarnir héldum ávallt hópinn en auk þess bjuggum við Þórður og Finnur Jónsson ásamt fjölskyldum okkar á sama stúdenta- garði þannig að margt ánægjulegt var brallað þessi ár og fjölskyldur okkar bundust miklum tryggða- böndum. Ávallt þegar einhveijum áfanga var náð í náminu, verkefni klárað og því um líkt þá var haldið upp á það og ávallt var Þórður hrókur alls fagnaðar. Hann hafði einstak- lega ljúfa lund og kímni hans og frásagnarlist var alveg einstök. Af þessum samhenta hóp er lauk námi frá DTH í Kaupamannahöfn fyrir 30 árum eru nú tveir látnir langt fyrir aldur fram. Þegar heim var komið réðst Þórð- ur fljótlega til starfa hjá Reykjavík- urborg, fyrst hjá Gatnamálastjóra, þá sem forstjóri Vélamiðstöðvar og síðan sem forstöðumaður Bygging- ardeildar. Þessum störfum gegndi hann til 1973 er hann tók við emb- ætti borgarverkfræðings sem hann gegndi til dauðadags. I starfi borg- arverkfræðings komu hinir frábæru stjómunarhæfíleikar hans vel í ljós, enda hefur embættið vaxið til vegs og virðingar í hans tíð. Þórður var fljótur að setja sig inn í hin margvíslegu viðfangsefni sem borgarverkfræðingsembættið fæst við og síðan stýrði hann málunum með lipurð en þó festu að fyrirfram ákveðnu markmiði. Ef mál virtist ætla að sigla í strand átti hann ávallt auðvelt með að slá á létta strengi og þoka síðan viðkomandi máli inn á rétta braut. Þórður var mikill unnandi ís- lenskrar náttúru og mikill áhuga- maður um skógrækt. Það stórfeng- lega gróðurátak sem gert hefur verið í Reykjavík sl. 20-30 ár sem nefna má grænu byltinguna er ekki hvað síst að þakka áhuga hans og skilningi á þessum málaflokki. Þessi næmleiki Þórðar kom vel fram í þau skipti sem ég var svo heppinn að vera með honum við fallegt straum- vatn eða við hjónin með þeim Siggu upp í friðsælum fjallakofa, það voru ógleymanlegar stundir. Verkfræðingastéttin hefur nú misst einn sinn merkasta liðsmann langt um aldur fram en minningin um heilladijúg störf hans mun halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Elsku Sigga, Bella, Þórður og Jónatan. Við Kata sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Guð blessi fagra og ljúfa minningu um Þórð. VífiU Oddsson, formaður Verkfræðingafélags Islands. Kveðja frá stjóra Skógrækt- arfélags Reykjavíkur Hann gaf borginni okkar grænan möttul. Góður drengur, hreinskiptinn og fróður. Svo almennt fróður að eng- um hefí ég öðrum slíkum kynnst. Þórður var fræðaþulur. En hann var líka lítillátur og auðmjúkur eins og djúpfróðir menn eru gjarna. Við Þórður höfum starfað saman mörg ár og á hann mestan þátt í því að ég tók að mér skipulagsmál borgarinnar við hlið hans. En mun lengur höfum við starfað saman sem „skógarálfar". Þórður starfaði með Skógræktar- félagi Reykjavíkur af áhuga í yfír tvo áratugi og hefur setið í stjórn félagsins á annan áratug. Hann tók snemma á málum friðlands Reyk- víkinga á Heiðmörk og undirbjó jarðveginn fyrir tijáplöntun á heið- arlöndin umhverfis borgina með sumarvinnu unglinga. Þannig hefur skólaæskan tekið þátt í að græða upp borgarlandið, sem smám saman er að klæðast grænum kufli. Þetta starf á eftir að breyta ásýnd borgarinnar og bæta loftslagið. Þórður vildi líka sjálfur hafa fíng- ur með og geta fylgst með vexti og viðgangi trjánna. Hafði hann því komið sér upp vísi að tijásýnireit og átti einnig mikinn þátt í að tijá- sýnireitur var opnaður í Vífílsstaða- hlíð þar sem hægt er að njóta úti- vistar og um leið fræðast um nöfn og bakgrunn plantna. Fyrir störfín með okkur skóg- ræktarmönnum erum við afar þakk- lát og höfum við í stjóm Skógrækt- arfélags Reykjavíkur ákveðið að fræðireiturinn í Vífílsstaðahlíð skuli nefndur Þórðarreitur í minningu um og í virðingu við góðan félaga. Hér var á ferð fyrir nokkm Ameríkumaður sem er frumkvöðull að samstarfí „vetrarborga". Hann hafði komið hér áður fyrir um fimmtán árum og taldi sig þá varla hafa séð eina einustu hríslu „ .. . but now your beautiful City has become a Green Wintercity". Við þessi orð sá ég Þórð Þ. ljóma. Guð blessi syrgjendur. Þorvaldur S. Þorvaldsson. Um haustið 1957 hóf liðlega tug- ur ungra manna nám í verkfræði við Háskóla íslands. Eins og gengur dreifðist hópurinn þegar á leið nám- ið og stór hluti hans hélt að þremur ámm liðnum til Kaupmannahafnar til að ljúka þar námi í verkfræði. Einn þessara manna var Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðing- ur sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Ekki verða einstök æviatriði hans rakin hér heldur minnst ógleymanlegra samverustunda með Þórði og fjölskyldu hans á námsár- unum og ætíð síðan. Er leið að lokum fyrri hluta námsins festi Þórður ráð sitt fyrstur okkar skólabræðranna, gekk að eiga unnustu sína Sigríði Jónatans- dóttur. Þórður var alla tíð á einn eða annan hátt í fyrirrúmi og með Siggu eignuðust við skólabræðumir allir hina ljúfustu systur. Heimili þeirra varð strax að samastað fyrir samkomur okkar, fyrst hér heima og síðar í Kaupmannahöfn. Þegar fram liðu stundir stofnuðu nokkrir okkar einnig heimili og eignuðumst fjölskyldur. Eftir á að hyggja voru þetta raunar ekki margar fjölskyld- ur heldur ein stór fjölskylda. í svo litlum hópi sem hér um ræðir verða tengsl sem myndast á þennan hátt nánari og varanlegri en ella og verð- ur það aldrei fullþakkað. Þegar að því kom að eignast böm voru Daddi og Sigga, eins og þau hjón vom kölluð, á undan okkur hinum en þegar börnunum fjölgaði var þeirra gætt sitt á hvað og er ekki víst að þau hafí alltaf gert sér fulla grein fyrir hveijir foreldrar þeirra vom. Samheldnin sem myndaðist í þess- ari stóra fjölskyldu í kringum Dadda og Siggu gerði þetta að ógleymanlegu tímabili, sem létti þannig langar fjarvistir frá foreldr- um og ættingjum á íslandi. Þórður var ekki mikið fyrir að hafa sig í frammi, en var jafnan kjörinn til forystu ef eitthvað átti að útrétta eða bregða undir sig betri fætinum. Á slíkum stundum var oft glatt á hjalla og lagið tekið. Kom þá jafnan til kasta Þórðar að syngja fyrir, enda var hann söng- maður góður og hafði gott lag á því að fá aðra til að taka undir í þröngum hópi. Að öllum líkindum sýndi Þórður sjaldan á sér þessa hlið nema þá helst meðal náinna vina og skólabræðra. En þannig minnumst við Þórðar, í góðu skapi og til í allt, studdur með ráðum og dáð af eiginkonu sinni, sem með einstöku lundarfari og jafnaðargeði tók uppátækjum Hafnarstúdenta. Strax að loknu nám 1963 flutti Þórður ásamt fjölskyldu sinni heim til íslands og hóf nokkmm ámm síðar störf hjá embætti borgarverk- fræðingsins í Reykjavík. Frami hans þar var skjótur, fyrst sem for- stjóri vélamiðstöðvar, síðan for- stöðumaður byggingadeildar og embætti borgarverkfræðings gegndi hann frá árinu 1973 til æviloka. Engum okkar kom þessi frami á óvart og hafa forystuhæfi- leikar hans notið sín til fulls í ævi- starfinu. Reykjavíkurborg hefur sennilega á engum tíma tekið öðr- um eins stakkaskiptum frá því að vera stórt þorp í að verða glæsileg borg eins og undir verkfræðilegri stjórn Þórðar. Öll hefðum við kosið að ævistarfíð hefði orðið lengra, en eigi má sköpum renna. Við kveðjum í dag góðan dreng og félaga. Elsku Sigga og börn ykkar. Megi minningin um hann varpa birtu í því skammdegi sem nú fer í hönd. Við biðjum Guð hinn hæsta himnasmið að blessa þá minningu og vera ykkur styrkur á erfíðum tímum. Verkfræðingar frá DTH 1963 og fjölskyldur þeirra. Eríídrvkkjur Glæsileg kaffi- hlaðborö iidlegir salir og mjög góð þjóniLSta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR IÍTIL Limilllt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.