Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
Signrður Bjömsson formaður bæjarráðs
Viðskipti Fiskmars
og OlafsQarðarbæj-
ar verði rannsökuð
SIGURÐUR Björnsson forraaður bæjarráðs Ólafsfjarðarbæjar hefur
ákveðið að óska eftir því við ríkissaksóknaraembættið að rannsókn
fari fram á viðskiptum Fiskmars hf. og Ólafsfjarðarbæjar, en Sigurð-
ur veitti Fiskmar hf. forstöðu á sínum tíma.
Sigurður sagðist hafa tekið þessa
ákvörðun eftir ásakanir Bjama Kr.
Grímssonar fráfarandi bæjarstjóra
og minnihlutans í bæjarstjórn um
misferli við ábyrgðarveitingar til
Fiskmárs hf. sem komu fram á fundi
bæjarstjórnar á laugardag þar sem
Bjarna var vikið frá störfum.
Sagði Sigurður að samskonar
ásakanir hefðu komið fram áður frá
þessum aðilum og hefði hann hann
í raun ekki áhuga á að lengja þá
Kærði fyrrum
sambýlismann
fyrir nauðgim
Rúmlega tvítug kona á Akur-
eyri hefur kært fyrrverandi
sambýlismann sinn fyrir hús-
brot, líkamsárás og nauðgun
aðafaranótt laugardags.
Maðurinn hefur við yfir-
heyrslu hjá rannsóknarlögregl-
unni á Akureyri játað að hafa
farið inn í íbúð konunnar og lent
þar í átökum við hana, sem hún
hlaut áverka af, en hann hefur
neitað að hafa nauðgað henni.
Málið er í rannsókn, en
manninum var sleppt að loknum
yfírheyrslum um helgina.
umræðu frekar. Rannsókn hefði far-
ið fram á málinu á síðasta ári og
hefði í bréf frá endurskoðendum
bæjararins komið fram að hann hefði
ekki með óeðlilegum hætti reynt að
hafa fé af Ólafsfjarðarbæ. Hann
sagði að bærinn hefði tapað 7 millj-
ónum króna vegna ábyrgðarveitinga
til Fiskmars eftir að fyrirtækið var
gjaldþrota í ársbyijun árið 1990,
ekki tugum milljóna eins og fram
kæmi í bókun bæjarstjóra.
„Úr því sem komið er verður að
leita eftir niðurstöðu í þessu máli frá
þeim aðila í þjóðfélaginu sem ætlað
er að dæma fólk, en ekki frá pólitísk-
um upphlaupsmönnum," sagði Sig-
urður.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fjölmenni á afmælishátíð
Tíu ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar Sunnuhlíðar var fagnað í síðustu viku, en hátíðardögunum lauk
á Iaugardaginn. Gert er ráð fyrir að á milli þijú og ijögurþúsund manns hafi komið í Sunnuhlíð á meðan
á afmælishátíðinni stóð. Um 20 verslanir og ýmis þjónustufyrirtæki eru í Sunnuhlíð auk þess sem ýmis
félagasamtök hafa til umráða sali þar. Alfreð Almarsson, einn þeirra sem starfa í Sunnuhlíð, sagði að
hugmyndin væri að bæta þjónustuna í verslunarmiðstöðinni og vært nú unnið að því að fá apótek þangað
og einnig póstafgreiðslu. Akveðið hefur verið að verslanir verði opnar til kl. 16 á laugardögum í nóvember.
Staða bæjarstjóra Ólafsfjarðar auglýst í kjölfar samþykktar bæjarsljórnar
Meirililuti bæjarstjórnar hefur
sagt bæjarsljóra upp störfum
„Með allt á
hreinu“ í
bílabíói
MEÐ ALLT á hreinu, bíómynd
Stuðmanna, verður sýnd í bíla-
bíói sem veitingahúsið Greifinn
stendur fyrir norðan við Togara-
bryggjuna í kvöld, þriðjudags-
kvöld.
Áætlað hafði verið að sýna mynd-
ina Grease í bílabíóinu, en United
Intemational Pictures, sem á sýn-
ingarrétt á myndinni, sendi Greifa-
mönnum símbréf í síðustu viku þar
sem lagt var bann við því að mynd-
in yrði sýnd.
Hljóð myndarinnar verður sent
út á tíðninni 95,7 þannig að bíófar-
ar geta notið tónlistarinnar í stereó
í bílum sínum. Áætlað er að um
100 bflar komist fyrir á svæðinu
norðan Togarabryggjunnar þar sem
sýningin verður, en forráðamenn
Greifans hafa látið sauma sérstakt
tjald til að sýna myndir á með þess-
um hætti.
MEIRIHLUTINN í bæjarstjóm
Ólafsfjarðar samþykkti á lokuðum
fundi í bæjarsljóm á laugardag
að segja Bjarna Kr. Grímssyni upp
störfum sem bæjarstjóra í Ólafs-
firði og þess var jafnframt óskað
að hann vinni ekki uppsagnar-
frestinn. Þá var samþykkt að aug-
lýsa starf bæjarstjóra strax, en
Kristinn Hreinsson bæjarritari
mun gegna störfum bæjarstjóra
þar til nýr bæjarstjóri hefur verið
ráðinn. Sigurður Björasson, for-
maður bæjarráðs, hefur ákveðið
að hætta ar og mun hann láta af
störfum í næsta mánuði.
Óskar Þór Sigurbjömsson, forseti
bæjarstjómar Ólafsflarðar, sagði að
ekki hefðu margar leiðir verið færar
til að leysa ágreiningsmál sem verið
hefðu uppi um alllangt skeið. Samn-
ingaumleitanir um starfslok bæjar-
stjórans hefðu ekki borið árangur,
en nauðsynlegt hefði verið að höggva
á þann hnút sem samskipti bæjar-
stjóra og bæjarfulltrúa væru komin
í. Fulltrúar minnihlutans í bæjar-
stjóm Ólafsfjarðar, vinstrimenn og
óháðir, gengu af fundi er tillaga um
að segja bæjarstjóra upp störfum var
tekin á dagskrá.
Óskar sagði að samkvæmt samn-
ingum sem teldust í gildi væri upp-
sagnarfrestur bæjarstjóra þrír mán-
uðir og þá fengi hann einnig biðlaun
í aðra þijá mánuði. Þetta felur í sér
1.740 þúsund króna kostnað fyrir
bæjarsjóð, eða aukaútgjöld upp á 820
þúsund krónur þar sem óskað er eft-
ir að hann vinni ekki uppsagnarfrest-
inn. Samkvæmt heimildum blaðsins
strönduðu samningar um starfslok
bæjarstjóra jafnan á því að hann
krafðist greiðslu biðlauna fyrir heilt
ár, eða nær fimm milljóna króna, en
á það gat meirihlutinn ekki fallist.
Ágreiningur kom upp í fyrrasumar
milli meirihluta bæjarstjómar Ólafs-
fjarðar, sem sjálfstæðismenn skipa,
sem leiddi til þess að þrír af fulltrúum
flokksins tóku sér leyfí frá störfum.
Þeir komu síðan inn í bæjarstjóm
aftur í byijun árs, en Óskar sagði
að þrátt fyrir góðan ásetning hefðu
mál þróast þannig að bæjarstjóri og
formaður bæjarráðs hefðu ekki getað
unnið saman. „Ég harma það að
málin þróuðust á þennan veg, en ég
vonast til að flokkurinn standi þetta
af sér, það varð að höggva á þennan
hnút og við vonum að ástandið muni
lagast í kjölfarið," sagði Óskar.
Sigurður Björnsson lét bóka á
bæjarstjórnarfundinum á laugardag
að til að greiða fyrir friði innan Sjálf-
stæðisflokksins um starfslok Bjama
Grímssonar hafí hann ákveðið að
hætta störfum í bæjarstjórn Ólafs-
íjarðar og mun hann hætta störfum
á desemberfundi bæjarstjómar.
Bæjarstjóm Ólafsfjarðar kemur
saman til fundar kl. 17. í dag, þriðju-
dag, þar sem þetta mál er m.a. á
dagskrá.
Bókun Bjarna Kr. Grímssonar, fráfarandi bæjarsljóra
Samskiptaerfiðleikar haft
truflandi áhrif á störf mín
BJARNI Kr. Grímsson, fráfarandi bæjarstjóri í Ólafsfirði, lét bóka
eftirfarandi þegar tillaga um starfslok bæjarstjóra var til afgreiðslu
á lokuðum fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar á laugardag:
„Ég hef verið bæjarstjóri í Ólafs- hann haldið stíft um taumana og
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
STAÐA LÆKNIS
Við Heilsugæslustöðina á Akureyri er laus til umsóknar staða
heilsugæslulæknis. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk.
Staðan veitist frá 1. maí 1993, eða eftir samkomulagi. Æski-
legt er að umsækjendur hafi sérfræðiviðurkenningu í heimilis-
lækningum.
Upplýsingar gefur Magnús Ólafsson, yfirlæknir.
Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra.
Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
fírði frá lokum júlí 1988 og á þeim
tíma starfað með fjölda fólks og í
langflestum tilvikum átt mjög
ánægjuleg og góð samskipti við
þetta fólk. Einn ljóður hefur þó ver-
ið á samskiptum mínu við fólk og
það við einn af bæjarfulltrúum D-
listans, Sigurðar Bjömssonar, þau
hafa verið mjög stirð og er ljóst að
við getum á engan hátt starfað náið
saman. Samskiptaerfiðleikar þessir
hafa haft verulega tmflandi áhrif á
störf mín sem bæjarstjóra. Orsakir
þessara samskiptaerfiðleika má
rekja til starfa minna sem embættis-
manns og persónulegra hagsmuna
bæjarfulltrúans.
Má þar fyrst nefna ábyrgðarveit-
ingar bæjarsjóðs til Fiskmars hf. og
var ljóst þá þegar að aðferðir bæjar-
fulltrúans voru einfaldar, ef ekki var
fallist í einu og öllu á öll hans er-
indi athugasemdalaust yrði meiri-
hlutasamstarfi D-listans slitið. Þetta
hefur gengið sem rauður þráður í
öllum erindum og þó nefndur fulltrúi
hafí aldrei greitt atkvæði sjálfur um
sín mál eða honum tengd þá hefur
stjórnað á bakvið.
Næst skal nefna að bæjarfulltrú-
inn kom við annan mann á fund
bæjarstjóra og tjáði honum þar að
meirihlutinn í bæjarstjóm hefði
ákveðið að nægjanlegt veð væri fyr-
ir ábyrgð bæjarsjóðs á lánum Fiskm-
ars hf. og annar veðréttur væri
ákveðinn en Sparisjóður Ólafsfjarð-
arbæjar fengi fyrsta veðrétt þar sem
fyrirtækið skuldaði svo mikið þar
og þyrfti veðréttinn. Síðar kom í ljós
að þessi orð voru hreint fals, en því
miður var ég svo einfaldur að trúa
bæjarfulltrúanum sem var reyndar
framkvæmdastjóri Fiskmars hf. á
þessum tíma og hluthafi. Og öllum
bæjarbúum er ljóst hvemig fór,
bæjarsjóður og fyrirtæki í hans eign
hafa tapað tugum milljóna króna.
í Ijósi þessa, auk ýmissa atburða
annarra, hef ég sem bæjarstjóri ekki
verið tilbúinn til náinnar samvinnu
við bæjarfulltrúann, enda er langt
síðan ég tjáði bæjarfulltrúanum að
ef hann hefði einhverja siðferðisvit-
und skyldi hann segja af sér í bæjar-
stjóm.
Því miður er hægt að rekja fleiri
dæmi um „pólitískar ákvarðanir" og
hindranir sem reynt hefur verið að
setja á störf mín sem bæjarstjóra,
auk persónulegra ávirðinga. Ég tel
að bæjarstjórinn sé embættismaður
bæjarstjórnar og hvernig sem hann
er kjörinn eða ráðinn eigi hann að
starfa fyrir alla bæjarstjómina og
álla bæjarbúa, ekki bara fyrir þá sem
„kjósa rétt“. Eftir því hef ég reynt
að fara, enda kolómögulegur í sam-
starfi, alltaf að hygla röngu fólki.
Þessi vinnubrögð get ég ekki liðið
og hef reynt mitt ýtrasta til að kom
í veg fyrir að svo verði, en því mið-
ur ekki alltaf tekist.
Nú virðist bæjarfulltrúinn enn
einu sinn vera kominn með tangar-
hald á bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins hér í bæ og er enn einu
sinni ekki hugsað um hag bæjarsjóðs
eða álit bæjarins út á við, heldur
mjög þrönga hagsmuni og er ekki
einu sinni hægt að kalla það flokks-
hagsmuni því þeir eru einungis per-
sónulegir og bæjarsjóður látinn
borga eina ferðina enn.
Að lokum óska ég Ólafsfírði og
Ólafsfirðingum alls hins besta og
bæjarstjórninni sérstaklega því ekki
mun af veita."