Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 27 treyst. Hann var óvenju drenglund- aður maður, en þoldi líka mjög illa fals og allan ódrengskap. Hann var skapmaður, gat fyllst réttlátri reiði og vandlætingu en sjaldnast lengi. Fúllyndi og geðvonska fundust ekki í skapgerð hans. Hann hafði frá- bæra kímnigáfu og var óvenju næmur á hið broslega í fari manna. Átti hann til að herma listavel eft- ir, en allt var það gaman græsku- laust enda öll ótukt eitur í hans beinum. Hann var allra manna glað- astur og bjartsýnastur. Kæmi fyrir að við félagarnir værum með barlóm baðst hann undan að þurfa að hlusta á vol og víl hjá mönnum sem hefðu undan engu að kvarta. Hann var framkvæmdasamur og fljótur til verka svo af bar. Utan erilsams starfs sem borgarverk- fræðingur voru helstu áhugamál hans skógrækt, laxveiðar og sein- ustu árin fiskeldi. í því öllu var hann trúr boðum postulans: „Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum.“ Einum okk- ar eru minnisstæð fyrstu sporin sem Þórður leiddi hann á refilstigum laxveiðinnar. Fór sú kennsla fram án allrar tæpitungu og var farið fremur sparlega með hrósyrðin. Því meiri var gleði beggja þegar stór lax beit á og var landað. Þurfti lærisveinninn umsvifalaust að sporðrenna veiðiugganum þar á árbakkanum, fékk að vísu örlitla viskílögg til að koma honum niður. Af ofangreindu má ekki skilja að Þórður væri maður með öllu gallalaus. Hreinskilni hans gat orð- ið óþægileg og framkvæmdagleðin breyst í fljótfærni. En þessir eigin- leikar áttu ríkan þátt í persónuleika hans og sköpuðu svo mikla persónu- töfra að okkur fundust þeir alls ekki mega missa sín. Þórður var mikill gæfumaður í einkalífi. Við minnumst þess eins og það hefði gerst í gær þegar hann af sinni yndislegu hreinskilni tjáði okkur vinum sínum að sér lit- ist ljómandi vel á hana Siggu Jónat- ans í 4. bekk A í MR. Sem betur fer reyndust þessar tilfinningar gagnkvæmar. Hjónaband þeirra hefur alla tíð einkennst af gagn- kvæmri ást og virðingu og að heim- ili þeirra í Fornastekk 9 og í sælu- reit þeirra hjóna i Grafningi við Þingvallavatn var alltaf jafn gott að koma, enda gerðum við það oft. Hver styrkur hún var honum í löngu veikindastríði fá engin orð lýst. Sá er ekki einn sem hefur slíka konu sér við hiið. Við vitum ekki fremur en aðrir hvað tekur við að lokinni þessari jarðvist. En í þeirri trú að til sé persónulegt framhaldslífs, gætum við vel hugsað okkur þá paradís að sitja með Þórði vini okkar, hlusta á himneska tónlist og sjá í hendi okkar lausnir á þeim lífsgátum sem við veltum fyrir okkur fyrir tæpum 40 árum. Fram að þeim tíma mun- um við geyma minningu hans ljós- lifandi í hugskoti okkar og harma það að-honum varð ekki lengra lífs auðið. Sígræn blöð þér breiði bjðrk í fegra heirai; mildur blær í meiði minning þína geymi. (S.S.) Björn Björnsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur B. Thors, Tryggvi Ásmundsson. Þórður Þ. Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur er kvaddur hinstu kveðju í dag en hann andaðist á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum laugar- daginn 31. október sl. Þórður fæddist 5. ágúst 1937 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Þorbjarnarson líf- efnafræðingur og Sigríður Þórdís Claessen og var hann einkabarn þeirra. Þórður lauk prófi í verk- fræði frá Háskóla íslands 1960 og í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1963. Gegndi hann síðan ýmsum verkfræðistörf- um og hóf störf hjá Reykjavíkur- borg 1964. Hann var forstjóri Véla- miðstöðvar Reykjavíkurborgar 1966-71, og byggingadeildar borg- arverkfræðings í Reykjavík 1971-73, er hann tók við stöðu borgarverkfræðings sem hann gegndi til dauðadags. Þórður kvæntist systur minni Sigríði 18. apríl 1959. Þau Sigríður og Þórður áttu farsælt hjónaband og eignuðust þau þrjú mannvænleg börn, sem nú eru öll uppkomin, Sigríði Þórdísi, flugfreyju, Jónatan, fiskeldisfræðing og Þórð, lögfræð- ing. Þórður var einstakur mannkosta- maður, léttur í lund, víðsýnn og hrókur alls fagnaðar þegar því var að skipta. Hann var mikill vinur vina sinna og átti góðu gengi að fagna, ekki hvað síst í störfum sín- um hjá Reykjavíkurborg þar sem hann var virtur að verðleikum. Einkalífið var honum hamingjuríkt og fjölskyldulífíð í öndvegi haft. Útilíf var Þórði kærkomin afþreying frá erilsömum störfum og hneigðist þá hugurinn einkum að gróðurvernd og ekki hvað síst skógrækt. Áttu skógræktarsamtök hauk í horni þar sem Þórður var. I sumarbústað sínum við Þing- vallavatn áttu þau Sigríður og Þórð- ur og fjölskyldan öll marga ánægju- stund þar sem Þórður lagði sig fram um að vernda og efla gróðurríkið í stórbrotnu og tignarlegu umhverfi, svo að til fyrirmyndar var. Var framkvæmdamanninum Þórði mik- ið í mun að gróður jarðar væri ekki fyrir borð borinn í samskiptum manns og lands, leita yrði lausna þannig að tryggja mætti góð lífs- skilyrði á hveijum tíma í sem mestri sátt við umhverfið. Hvort sem var við ábyrgðarmikil og krefjandi störf sem einn æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar eða sem vemdari gróðurvinja sýndi Þórður jafnt alúð, drengskap og fyrirhyggju sem aflaði honum virð- ingar og vinsælda samstarfsmanna hans og langt út fyrir þann hóp. Heimilisfaðirinn Þórður var einnig dáður af öllum sem til þekktu. Árin hans á meðal okkar urðu ekki fléiri en 55 því hann varð langt um aldur fram að bíða lægri hlut í harðri og æðrulausri baráttu við langvinnan krabbameinssjúkdóm sem varð hon- um að aldurtila. Þegar sjúkdómur- inn var fyrir skömmu kominn á al- varlegt stig og margar tilraunir til lækninga höfðu reynst gagnslausar, var þó ein eftir sem stefnt var að þegar til úrslita dró. Leita skyldi sérstakrar læknismeðferðar í Bandaríkjunum í von um bata og sem fyrr með aðdáunarverðum stuðningi Sigríðar og barnanna. Sú von brást hins vegar því er komið var á áfangastað var þrekið þrotið og engum vörnum lengur við kom- ið. Þórður varð bráðkvaddur á leið- arenda áður en hin fyrirhugaða læknismeðferð gat hafist. Við Guðrún og dætur okkar, tengdasynir og bamaböm þökkum Þórði samfylgdina. Minningin um góðan dreng lifir. Megi hún verða Sigríði og börnum þeirra styrkur í sorg þeirra og raun. Halldór Jónatansson. SJÁ SÍÐU 52 Verðdæmi á Sole II veggskáp. Kr, á mánuði í 30 mán. m/Munaláni' Útreikningur miðast við að um jafngreiðslulán sé að ræða með 25% útb., eina afborgun á mánuði og gildandi vexti Sparisjóðanna. Húsgagnahöllin Pd mt 4 téObí UiSL. jtg&á Einnig Visa og Euro raðgreiðslur til margra mánaða. BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 ___ VFSA EUROCARD MUNALÁN á meðan hún gefst - því nú er tækifæri til að eignast fallegan og vandaðan veggs í stofuna á frábærum greiðslukjörum. Teg: Sole II, svartur/grár eða alveg svartur eða perlugrár kr. 98.720.- Sigling til og frá Evrópu með fullu fæði fyrír aðeins 23.070 kr.! Sigling er skemmtilegur og afar þægilegur ferða- máti, ekki síst þegar skipin fara vel í sjó og aðstæður eru góðar um borð. EIMSKIP og Úrval - Útsýn bjóða ferðalöngum þennan kost með systurskipunum Laxfossi og Brúarfossi. Skipin sigla vikulega með vörur, bíla og farþega frá Reykjavík til hafna í V-Evrópu. Þeir sem vilja geta siglt aðra leiðina og flogið hina og nýtt sér þannig kosti beggja ferðamátanna. ÞÆGINDI UM BORÐ Aðstaða um borð er mjög þægileg. Þar eru sex káetur. Ein þeirra er nokkru stærri en hinar og með sér setustofu. í hverri káetu eru sjónvarp með myndbandskerfi, útvarp, kæiiskápur, salemi og sturta. Einnig er gufubað um borð. VERÐIÐ ER EINSTAKLEGA HAGSTÆTT 50% afsláttur er veittur á fargjöldum frá 15. október- 1. apríl. Þannig kostar t.d. sigling til og frá Englandi með fullu fæði í 6 daga aðeins 23.070 kr. á mann! Miðað er við 2 í klefa. Nánari upplýsingar er að fá hjá Úrval - Útsýn í síma 69 93 00. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.