Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 Gunnar Bjarnason og Margrét Agústa Bjama- dóttir — Aldarminning Gunnar: Fæddur 10. nóvember 1892 Dáinn 7. júní 1980 Margrét Ágústa: Fædd 21. ágúst 1894 Dáin 1. desember 1973 Gunnar fæddist að Nýlendu í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu 1892 og hefði því orðið 100 ára í dag. Foreldar hans voru Bjami Vig- fússon söðlasmiður frá Söndum, f. 1. mars 1853, og Málfríður Einars- dóttirfrá Kirkjubæjarklaustri, f. 11. apríl 1855 — sjá Síðuprestaætt. Gunnar ólst upp á Nýlendu til 6 ára aldurs. Þá flytja foreldrar að Kampholti og Lambastöðum í Flóa þar sem þau bjuggu til ársins 1912 er þau flytja til Eyrarbakka. Öll uppvaxtarárin vann Gunnar við sjó- inn. Gekk á milli verstöðva sunnan- sem austanlands. Systkini Gunnars voru: Einarlína Ragnhildur, Jóhanna Ingibjörg, Bjami, (Gunnar), . Bjami, Jón og Málfríður, hálfsystur áttu þau, Ág- ústu, en Bjami kvæntist aftur 1912. Öll létust þau við háan aidur. Gunnar kvæntjst 16. nóvember 1926 Margréti Ágústu frá Litla- Seli og eignuðust þau 6 böm og ólu upp systurson Margétar. Þau em: Ingi Friðbjöm, f. 2. maí 1931, Kristjana (Stella) Matta, f. 25. októ- ber 1933, d. 15. júlí 1965, Óskar Finnur, f. 21. júlí 1929, d. 14. des- ember 1981, Svanhvít, f. 16. júlí 1935, d. 20. júlí 1982, Magnús, f. 20. október 1924, Katrín, f. 13. apríl 1927 og Karl Magnús, f. 20. apríl 1938. (Sjá mynd) Lengst af ævinnar bjuggu þau að Framnesvegi 14. Gunnar stund- aði útgerð og róðra fyrstu hjúskap- arárin, en á kreppuárunum varð hann vegna veikinda að hætta sjó- róðmm og fluttist alfarið í land, og vann flest öll árin við hin almennu verkamannastörf hjá Reykjvíkur- borg, en flestir minnast hans eflaust frá Reykhúsinu við Grettisgötu. Gunnar bjó yfir margbrotnu lundarfari. Hann var vel greindur og lesinn. Áhuga- og ákafamaður um flesta hluti. Mikill verkalýðs- sinni, sem þó hafði sínar sterku eigin skoðanir. Hann gerði gott og hjálpaði þeim er hann gat, hann var leiðbeinandi og óþreytandi við að miðla frá sinni lífsreynslu. Var ófeiminn við að viðurkenna mistök og taldi vitleysur til þess fallnar að læra af þeim. Var öriagatrúar og sannfærður um tilvist góðs og ills. Fór að heiman með skaftfellskan þráa í veganesti og hélt alltaf velli. Margrét Ágústa hefði orðið 98 ára í ágúst. Eins og áður sagði fæddist hún í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Einarsson, f. 10. janúar 1868, frá Miðkoti í Þykkvabæ og Katrín Magnúsdóttir, f. 18. júní 1870, frá Þúfu í Landeyjum — sjá Víkingslækjarætt. Systkini Mar- grétar vora: Markús Guðmundur Ingólfur, (Margrét), Stefán, Óskar Gísli, Kristín Sigurrós, Brynhildur, Svava, Hrefna, Axel Friðþjófur og Einar Karl. Áxel er einn eftirlif- andi, f. 10. maí 1909. Öll uppvaxtarárin vann Margrét við fiskinn. Bæði í Reykjavík sem og úti á landi, Vík í Mýrdal, Vest- mannaeyjum, en við fráfall móður, 1923, tók hún við búi þá 27 ára og með 11 manns í eigin umsjá. Hún var.óþreytandi við að miðla fróðleik til barna og bamabama um hið góða og illa og um erflðleika í uppvexti. Þar sem nýjasta tækni var ekki til staðar þurfti að sækja vatn í bmnna og þvo þvotta í laug- unum. Fara fótgangandi úr gamla Vesturbænum alla leið í Laugardal- inn. Hún minntist oft á þrengingar í búi og erfiðleika en alltaf leystist þetta með Guðs og mannanna hjálp. Þrátt fyrir þrengingar var alltaf hægt að taka á móti nætur- og langdvalargestum, alltaf nóg pláss. Hún gat alltaf miðlað af sínum litlu veraldartekjum til hinna sem hún taldi að þyrftu meira á því að halda. Lundarfar hennar var sveipað gleði og kátínu, sem aldrei bar skugga á, hvorki í veikindum né öðmm þrengingum. Hún hafði gaman af dansi og naut sín í öllum mannfagnaði. Við systkinin viljum með þessum fátæklegu orðum minnast þeirra og megi þau hvíla í Guðs friði.' Ingi, Katrín og Karl. Alice Dalmar Sæ- valdsson - Minning Stórhöfða 17, við GuJltebrú, sími 67 48 44 Masölublaóá hverjum degi! Fædd 12. júlí 1919 Dáin 12. október 1992 Látin er í Horsens í Danmörku, 12. október sl., frú Alice Dalmar Sævaldsson, eiginkona bróður míns Konráðs Óskars Sævaldssonar, og fer útförin fram í dag. Mér er ljúft að minnast þessarar Iátnu mágkonu minnar nokkmm orðum. Þessi hægláta fallega kona bjó manni sínum og bömum heim- ili sem bar vitni smekkvísi hennar og dálæti á öllu sem fagurt er og menningarlegt. Ég býst ekki við að bróðir minn Konráð sé sú manngerð sem auðvelt er að gera til hæfls en það tókst Alice sannarlega enda dýrkaði Konráð hana og tilbað alla ævi. Heimili þeirra í Fellsmúla, Unnarbraut og síðast í Torremolin- os á Spáni vom táknræn fyrir fág- aðan semkk hennar og þá alúð sem hún lagði í allt sem hún tók sér BAÐIÐ I LAG FYRIR JOL! 1. Gæðaflísar 20x20 á vegg 15m og 31,6x31,6 á gólf 4 fm ásamt IFÖ salerni m/þunnri setu og handlaug. Fullt verð = 56.167. Jólapakki 1 = 47.900 stgr. 2. Gæðaflísar 20x25 15m á vegg og 31,6x31,6 4 fm á gólf ásamt IÖF salerni m/harðri setu og handlaug. Fullt verð = 69.152. Jólapakki 2 = 57.900 stgr. Ps. Það frá allir jólapakkatilboð við hæfi f Flfsabúðinni Gæðaflísar á góðu verði Stórhöfða 17, við Gullinbrú sími 67 48 44 fyrir hendur. Hún var frábær hús- móðir og minnumst við hjónin sér- staklega heimsóknar okkar ásamt tengdamóður og bömum til þeirra hjóna á Spáni sumarið 1982. Þá var tekið á móti okkur af mikilli gestrisni og rausnarskap. Alice var fríð sýnum, hafði óvenju mikið og þykkt kastaníubrúnt hár, hún var meðalmenneskja á hæð og samsvaraði sér vel. Alice var ekki fyrir að trana sér fram, en tilsvör hennar vom oft hnyttin og hlátur hennar smitandi þannig að alls stað- ar þar sem hún var nærri í góðum félagsskap lífgaði hún upp á um- hverfið. Þannig vil ég ávallt muna hana, þessa ágætu konu. Að leiðarlokum er henni þökkuð samfylgdin. Fjölskylda mín öll send- ir Konráði, bömum þeirra og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur. Hörður Sævaldsson. Það er komið haust. Allt um- hverfi okkar, náttúran öll, tekur á sig nýja mynd. Þessi tími ársins segir okkur svo mikið um líf og dauða. Grasið sem nú hefur sölnað verður þó að liðnum vetri grænt á nýjan leik. Því, Fræ í frosti sefur, fónnin ei grandar því, Drottins vald á vori, vekur það upp á ný. (Sbj. E.) Og nú þegar haustið hefur tekið sér öll völd í hendur, og vetur nálg- ast, fengum við og fjölskylda mín þá frétt frá Danmörku að hún Alice mágkona mín væri ekki lengur meðal okkar. Ávallt er því þannig varið, að við emm aldrei alveg reiðubúin að mæta dauðanum og kveðja hinstu kveðju þá sem við höfum tengst, á ieið okkar um lífsins braut. Það hefði þó ekki átt að koma okkur á óvart að hún Alice hefði kvatt þennan heim, þar sem hún lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir rúmum fjóram ámm. Gekk hún aldrei „heil til skógar" eftir það. Alice Sigríður Kristjana Dalmar var fædd 12. júlí árið 1919 norður á Siglufírði. Hún var því 73 ára gömul er hún lést á sjúkrahúsi f Horsens í Danmörku 12. október síðstliðinn. Hún var dóttir þeirra hjóna Lou- ise V. Dalmar fædd Hansen og Páls Siguijónssonar fyrrverandi rit- stjóra frá Siglufírði. Hún var ein fimm systkina. Alice var alin upp á Siglufirði í „Þormóðs ramma fagra firði“, í skjóli hárra og tignarlegra fjalla fjarðarins. Hún hefur því fengið að kynnast merkri sögu Siglufjarðar á þessum tíma, sögu sem um svo margt er sérstæð og merkileg, þá ekki síst sjálf atvinnusagan, sem tengdist silfri hafsins sjálfri síldinni. Til Reykjavíkur lá leiðin þegar Aiice var á 21. aldursári, eða um árið 1940. Starfaði hún aðallega við skrifstofustörf m.a. við svo- nefnda viðskiptaskrá sem faðir hennar Páll ritstýrði. Allir sem vom upp á sitt besta á þessum ámm þekktu til og kynnt- ust skemmtana- og menningarlífinu sem stundað var í hjarta höfuðborg- arinnar kynntust þeirri sérstöku stemmningu sem ríkti á Hótel Borg. Einmitt þar kynntist Alice eftirlif- andi eiginmanni sínum Konráði Óskari Sævaldasyni, syni Karolínar Sigfríðar Stefánsdóttur og Sævald- ar Óskars Konráðssonar. Þau Alice og Konráð hófu sinn búskap hér í Reykjavík. Þau eignuð- ust þrjú böm Lindu, Pál sem er kvæntur Alice Bjarregaard. Þau eru búsett í Horsens í Danmörku, þar sem minningarathöfn um Alice fór fram frá Vor Frelsers kirke, í síðast- liðnum mánuði. Yngsta bam þeirra hjóna er Stef- án sem er í sambúð með Aldísi Ágústsdóttur. Þau em búsett í Reykjavík. Alice var í öllu sínu lífi og starfi mjög hógvær kona. Hún tók því sem að höndum bar, sýndi oft mikið þolgæði á erfiðum stundum lífsins. Viðmót hennar allt var mjög hlýtt og elskulegt. Hún var traustur vin- ur í gleði og sorg. Hún stóð við hlið mannsins síns Konráðs sem klettur, en eins og áður sagði bjuggu þau hjónin lengst af í Reykjavík, þar sem Konráð rak í ein þijátíu ár endurskoðunarskrif- stofu og fasteignasölu. Árið 1979 fluttu þau búferlum til Spánar. Hugur Alicar leitaði ávallt til Danmörku, hvar sonur hennar Páll og fjölskylda býr. Bjó hún þar hin síðari ár hvar auga- steinn ömmunnar Hans-Christian Konráðsson yljaði henni um hjarta- rætur. Lífsferðin er á enda, en við sem vomm svo lánsöm að fá að kynnast henni á lífsleiðinni eigum um hana góðar og hugljúfar minningar sem hugga nú er leiðir skiljast. Við öll biðjum góðan Guð að blessa minn- inguna um hana, og að hann styrki ykkur, þig Konráð og fjölskyldu þína alla. Megi elska Guðs vera ykkur öll- um „líf og slqól". Stefán Stefánsson. Sölvi Jónsson vél- virki - Minning En ég segi þér, sorgin og gleð- in ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt sefur hin í rúmi þínu. Kahlil Gibran. 6. nóvember sl. fylgdum við vini okkar, Sölva Jónssyni, til grafar. Það vora okkur þung spor og óskiljanleg. Fáum höfum við kynnst sem var jafn lifandi og fullur af orku og hjálpsemi og Sölvi. Gera við bílinn eða fara með nokkur aukatjöld í Galtalækjar- skóg og tjalda þeim svo við hin gætum komið í rólegheitunum — ekkert mál. Já, allar samvemstundimar sem við höfum átt með Erlu, Sölva og drengjunum þeirra hafa runnið stöðugt í gegnum hugann núna síðustu daga. Við spyijum almætt- ið af hveiju? Af hveiju Sölvi, sem alltaf var svo frískur, hvernig gat han veikst svona allt í einu og dáið? En það er fátt um svör. Líf- ið er, alltof oft, eitt andartak. Elsku Erla, það em þungar byrðar sem lagðar eru á þínar ungu herðar. Guð gefí þér, drengj- unum ykkar og litla ófædda bam- inu styrk. Ásdfs og Guðbrandur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.