Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
Iðnaður
Húsasmiðir semja við Bjöminn
SAMSTARFSSAMNINGUR um vörukaup var undirritaður milli
Meistarafélags húsasmiða og byggingarvöruverslunarinnar Björninn
hf. í gær og nær hann til allrar vöru sem Björninn hefur á boðstól-
um. Gunnar Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Meistarafélags húsa-
smiða, sagði samninginn stuðla að lægra verði og hann gerði menn
því betur í stakk búna að keppa á markaðnum við þær aðstæður
sem nú ríktu.
Innan Meistarafélags húsasmiða
eru um 450 aðildarfélagar og skv.
samningnum geta þeir valið um að
kaupa vörur af lager Bjamarins eða
flytja vöruna beint inn milliliðalaust
með sömu kjörum og Björninn nýt-
> ur í sínum innkaupum. „Hingað til
hafa stærstu félagarnir flutt inn
beint, en þessi samingur ryður slóð-
ina fýrir þá minni. Við höfum hug
á að gera meira af því að reyna
að koma á hagstæðum viðskiptum
fyrir félaga okkar. Þetta er í raun
fyrsti samningurinn sem við gerum
en við munum reyna að ná samning-
um við fleiri í framtíðinni," sagði
Gunnar.
Skv. samningnum er gi'eiðslufyr-
irkomulag eftir samningi hvers og
eins aðildarfyrirtækis Meistarafé-
lags húsasmiða við Björninn, en í
heild er um verulegan afslátt að
ræða að sögn Péturs Pálssonar hjá
Birninum.
Fyrir nokkru var gerður svipaður
samstarfssamningur milli Bjarnar-
ins og Félags húsgagna- og innrétt-
ingaframleiðenda. Að sögn Péturs
er þarna um að ræða aðgerð fyrir-
tækisins til að lækka byggingar-
kostnað. „Þetta er viðleitni í þá átt
að koma þannig kerfi á að ákveðin
iðngrein kaupi hráefnið á einu verði
og er okkar svar við samdrætti í
byggingariðnaði."
Sjónarhorn
Þjónusta
Aukin þjónusta á veit-
SAMNINGUR — Frá undirritun samstarfssamnings milli
Meistarafélags húsasmiða og byggingarvöruverslunarinnar Björninn
hf. Til hægri á myndinni er Pétur Pálsson hjá Biminum, en vinstra
megin er Gunnar Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Meistarafélags
húsasmiða.
ingastöðum Burger King
Athugasemdir við staðhæf-
ingar rafmagnssijóra
Skyndibitakeðjan Burger King
býður nú upp á nýja og hægari
þjónustu en áður á nokkrum veit-
ingastöðum sínum.
Ákveðið var að gera tilraun með
að bjóða upp á meiri þjónustu með
því að láta þjóna afgreiða máltíðirn-
ar, setja dúka á borðin og skapa
kertaljósa-stemmningu. Til að byija
með verður boðið upp á þessa nýj-
ung á um 15% af 6.300 veitinga-
stöðum keðjunnar um heim allan.
Tilboðið gildir þó aðeins um
kvöidverðartímann og eftir sem
áður verður viðskiptavinurinn að
fara að afgreiðsluborðinu og panta
þar. Hins vegar verður úrvalið á
matseðlinum aukið og verður til
dæmis boðið upp á góðgæti eins
og djúpsteiktar rækjur, mínútusteik
og kjúklingarétt. Allt verður þetta
afgreitt með kartöflum, salati og
öðru tilheyrandi.
Ástæða tilraunarinnar er hinn
mikli kostnaður sem Burger King
keðjan hefur af rekstri sínum um
heim allan samanborið við aðrar
skyndibitakeðjur, sem margar
hveijar hafa boðið lægra verð eða
meira úrval en Burger King. Með
þessu móti vonast Burger King til
að auka tekjur sínar án þess að
auka kostnaðinn nema að litlu leyti.
eftir Kristján Jónsson
í viðskiptablaði Morgunblaðsins
fimmtudaginn 29. október er fjallað
um frumvarp um að breyta Raf-
magnsveitum ríkisins í hiutafélag. í
umfjöllun þessari er haft eftir raf-
magnsstjóranum í Reykjavík, Aðal-
steini Guðjohnsen, að spara megi
allt að 400 Mkr og lækka orkuverð
um 5-10% ef Rafmagnsveitunum
yrði skipt niður í fímm landshluta-
veitur. Fullyrðing þessi er úr lausu
lofti gripin. Á árinu 1987 var gerð
tilraun til að setja upp rekstrarlíkan
fyrir raforkudreifinguna í landinu.
Reiknilíkanið átti að nota til að fá
vísbendingu um hvaða skipulag leiddi
til minnsta dreifingarkostnaðar.
Þessari vinnu var aldrei lokið og því
ekki sýnt fram á, að eitt fyrirkomu-
lag á skipulagi raforkudreifingar
væri hagkvæmara en önnur.
Með aukinni hagræðingu í raf-
orkudreifingu má örugglega spara
verulega fjármuni. í þessu sambandi
má m.a. benda á að síðastliðin fímm
ár hefur starfsmönnum Rafmagn-
sveitnanna fækkað um 40 og raun-
gildi rekstrarkostnaðar lækkað um
12% þrátt fyrir aukin umsvif, aukna
orkusölu og stærra orkuveitusvæði.
Nú liggja fyrir áætlanir um enn frek-
ari hagræðingu og lækkun rekstrar-
kostnaðar án þess að skerða þjón-
ustustig fyrirtækisins.
Breytt skipulag í raforkuöflun og
dreifíngu getur að sjálfsögðu leitt til
lægra raforkuverðs ef rétt og skyn-
samlega er að því staðið. Þetta verð-
ur þó varla nema heildarstefna liggi
fyrir þar sem tekið er á öllum þáttum
raforkukerfísins og skoðað rækilega
hvemig samkeppni verður við komið,
t.d. með svipuðum hætti og í Noregi
eða á Bretlandi. Breyting á rekstrar-
formi orkuveitna hér á landi í hluta-
félög er tímabær og eðlileg og hindr-
ar ekki á nokkurn hátt skipulags-
breytingu síðar. í nálægum löndum
eru orkufyrirtæki almennt rekin sem
hlutafélög og má sérstaklega geta
þess, að t.d. í Noregi og Svíþjóð,
hafa hlutafélög yfirtekið rekstur
orkufyrirtækja sem áður voru rekin
sem sveitarfélags- eða ríkisfyrirtæki.
í umræddri grein er rafmagns-
stjóranum í Reykjavík tíðrætt um að
Rafmagnsveitum ríkisins sé miðstýrt
frá Reykjavík. Vegna þessara um-
mæla rafmagnsstjórans skal eftirfar-
andi tekið fram:
Á íslandi annast nú 14 rafveitur
dreifíngu rafmagns í smásölu. Af
þessum rafveitum þjónar Rafmagns-
veita Reykjavíkur um 50% lands-
manna, þ.e. Reykjavík og fimm öðr-
um sveitarfélögum, Rafmagnsveitur
ríkisins um 18% og aðrar rafveitur
um 32%.
Rafmagnsveitur ríkisins eru þann-
ig uppbyggðar að umdæmisskrifstof-
ur eru á hveiju rekstrarsvæði sem
annast daglegan rekstur. Þessar
umdæmisskrifstofur eru í Stykkis-
hólmi fyrir Vesturland, á Blönduósi
fyrir Norðurland vestra, á Akureyri
fyrir Norðurland eystra, á Egilsstöð-
um fyrir Austurland og á Hvolsvelli
fyrir Suðurland. Aðalskrifstofa er nú
í Reykjavík og annast. hún ýmis sam-
eiginleg mál svo sem fjárreiður, inn-
kaup, samræmt birgðahald og tækni:
lega- og fjármálalega þjónustu. í
stjóm fyrirtækisins sitja fímm lands-
byggðarmenn og hefur sú hefð skap-
ast að þeir komi frá rekstrarsvæðum
fyrirtækisins. Nú skipa stjórnina
Gylfi Magnússon formaður, ólafsvík,
Pálmi Jónsson Akri, Austur-Hún-
vatnssýslu, Benóný Amórsson,
Hömrum, Suður-Þingeyjarsýslu,
Sveinn Jónsson, Egilsstöðum og
Sveinn Ingvarsson, Reykjum, Ámes-
sýslu. Stjórn fyrirtækisins heldur að
jafnaði 12 fundi á ári þar sem fjallað
er um öll meiriháttar mál sem snerta
fyrirtækið. Ennfremur hafa stjórn
og starfsmenn haldið reglulega fundi
með sveitarstjórnarmönnum, fulltrú-
um orkukaupenda og öðmm um
málefni raforkudreifíngar.
Þá er rafmagnsstjóranum í
Reykjavík tíðrætt um „yfirbyggingu"
Rafmagnsveitna ríkisins sem muni
hverfa ef fyrirtækinu yrði skipt upp
í fimm veitur. Ekki er þetta nú aug-
ljóst að óvíst nema „yfírbyggingin"
í heild mundi aukast við fjölgun fyrir-
tækja. Spyija má með sama hætti
hvort ekki megi losna við helming
„yfírbyggingar“ veitufyrirtækjanna í
Reykjavík með sameiningu Hitaveitu
og Rafmagnsveitu. Þetta virðist ekki
vera stefna borgarinnar, enda hefur
nýlega verið aðskilin reikningsgerð
og innheimta fyrirtækjanna þótt við-
skiptavinir þeirra séu oftast þeir
sömu og mælar fyrirtækjanna standi
hlið við hlið.
Höfundur er rafmagnsveitustjóri
RARIK.
EKKIS0FA 0F LENGIA ÞVI!
*Tilboð á svefnsófum og dýnum dagana 10-21 nóvember.
•ess
LVSTADÚN-SNÆLAND hf
Sk útu v og i 11 12 4 R e y k j a v í k S ím i 8 1 4 6 5 5 / 6 8 5 5 8 8
Eigendur lítilla fyrirtækja
Viljið þið spara í ykkar fyrirtæki?
Ef svo er, ættuð þið að hringja til okkar og fá nán-
ari upplýsingar og sendan bækling um bókhaldspakk-
ann Vaskhuga.
Með því að nota Vaskhuga getið þið sparað í vélbún-
aði, hugbúnaðarkostnaði og bókhaldsvinnu. - En það
besta er, að þið getið örugglega séð um bókhaldið
sjálfir og það sparar oftast mest.
=|íVaskhugi hf. 682 680