Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 5
HVlTA HÚSIO / SlA MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 5 # Maður heims bækur oghafsí / ár óvæntmn ævintýrum Sigurður Þorsteinsson skipstjóri hefur verið á sjó frá fermingu - í hartnær hálfa öld. Hann hefur kynnst jafnt vosbúð og illviðrum á íslandsmiðum sem mildum vindum Karíbahafsins. Sigurður skipstjóri er í senn heimsborgari og ævintýramaður. Hann hefur lifað einstaklega virðburðaríku lífi, er maður augnabliksins og hvergi smeykur. Friðrik Erlingsson skráir hér makalausa frásögn sem er engri lík! Ævisagan sem allir tala um - og vilja eignast! Ást, fjöll og ótroðnar slóðir Lydia Pálsdóttir fluttist árið 1929 frá Þýskalandi til íslands með móður sinni sem var gift listamanninum Guðmundi frá Miðdal. Lydia og Guðmundur felldu nokkru síðar hugi saman en sú ást var forboðin. í seinni heimstyrjöldinni voru þau Guðmundur undir stöðugu eftirliti bandarískra og breskra hermanna vegna gruns um njósnir og fylgispekt við nasista og fengu fyrirvaralaust hermenn við alvæpni inn á stofugólf. Helga Guðrún Johnson fréttamaður skráir sögu Lydiu og opnar lesendum heim þessar sérstæðu og dugmiklu konu sem glímt hefur við jökulár, bamamissi og illt umtal og aldrei látið bugast. Opinská og heillandi œvisaga Gefðu góðar bækur í jólagjöf! VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6, 108 Reykjavík Rektorinn tekinn á teppið! Guðni Guðmundsson rektor hefur tekið marga á teppið í Menntaskólanum í Reykjavík á löngum ferli í þeim skóla. Nú er röðin komin að honum sjálfum að standa fyrir máli sínu. Ómar Valdimarsson tekur Guðna rektor á teppið í bráðskemmtilegri viðtalsbók þar sem rætt er meðal annars um uppvöxt hans í Reykjavík, knattspymuferil, nám heima og erlendis, söngferil á skoskum knæpum, veruna í Alþýðuflokknum - og vistina í MR. Auk þess rifja samferðamenn Guðna frá ýmsum tímum upp eftirminnilegar sögur af honum. Hressileg bók fyrir fólk á öllum aldri!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.