Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 35 elskulegu dætur, tengdasyni og bamaböm, sem hún lifði fyrir og hlaut að launum umhyggjusemi þeirra, virðingu og elsku. En maðurinn með ljáinn fer sínar eigin leiðir og þeir sem í vegi hans verða lúta í lægra haldi, þó hraust- leg viðnám sé veitt. Mér finnst ég hafa misst mikið við fráfall Elínar vinkonu minnar, svo ég get rétt ^ímyndað mér sorg dætra hennar og náinna aðstandenda, þau hafa öll misst mikið. Sagt er að þar sem góðir menn fara, þar séu Guðs vegir, svo við vitum á hvaða vegi hún gengur nú, það er huggun harmi gegn ásamt minningu um mæta og elskulega konu. Ég ásamt eiginmanni og börnum flyt öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og bið ykkur Guðs blessunar. Unnur Malmquist. Einhvers staðar segir að öll él birti upp um síðir. Það eru þung spor hér við upphaf aðventu að kveðja hinstu kveðju tengdamóður mína, Elínu Bryndísi Bjarnadóttur. Fyrstu kynni okkar Ellu voru árið 1968, er ég kynntist eiginkonu minni, Anítu. Ella bjó þá ásamt dætrum sínum í Bólstaðarhlíð 30. Þar fann ég fyrir hlýhug hennar og lífsgleði og því að hún vildi dætrum sínum allt hið besta. Fljótt tókst vin- átta okkar á milli. Oft var setið og skrafað í eldhúsinu fram eftir kvöldi yfir tebolla, kók og öðru meðlæti. Ella tók mér vel og vildi allt fyrir mig og Anítu gera. Fyrstu árin af kynnum okkar bjó ég í Danmörku við nám og þar stofnuðum við Aníta heimili okkar árið 1972. Elín var áhugasöm og hjálpleg við allan und- irbúning að stofnun þess. Hún kom í heimsóknir og var þá tíminn m.a. nýttur til að skoða sig um í Dan- mörku. Minnist ég sérstaklega góðr- ar ferðar með henni og Gunnu frænku, frá Sjálandi til Fano og aft- ur til baka. Þegar útlit var fyrir eitt kvöldið, að ekki væri pláss á síðustu feiju frá Sjálandi til Fjóns og allt gisti- | rými upptekið töldu Ella og Gunna ekkert sjálfsagðara en að við svæf- um öll fjögur í lítilli Volkswagen bjöllu. Þær voru þó mjög fegnar þegar við komumst með í síðasta plássið. Eftir að heim kom var hún ungri fjölskyldu stoð og stytta. Veitti okk- ur húsaskjól meðan beðið var eftir næstu íbúð. Hvatti til kaupa og byggingar á eigin húsnæði. Ófá handtökin átti hún við að mála og þrífa eftir byggingarvinnu. Enda var hún sérstaklega dugleg við alla málningarvinnu jafnt innanhúss sem utan. Börn okkar hændust að henni. Eftirsótt var að dvelja hjá ömmu i Bólstó um helgar. Eða ef leiðir okk- ar Anítu lágu erlendis vegna vinnu hennar. Ella var dugleg að sauma, enda var henni margt til lista lagt við saumaskap. Efnisstrangar breyttust i í kjóla, blússur, gardínur o.fl. á ör- stuttum tíma. Ætíð var gaman að ræða við hana um umgjörð heimilis fjölskyldu minnar. Hún hafði gott auga fyrir litum og fylgdist vel með í tískusveiflum. Barátta hennar við harðan sjúk- dóm síðastliðið ár sýndi betur en margra ára kynni hvað í hana var spunnið. Hún horfði sífellt fram á veginn, engum sem ræddi við hana gat dulist að þarna fór manneskja er trúði á lífíð. í huga minn koma eftirfarandi ljóðlínur úr Haustkvöldi eftir Stein- grím Thorsteinsson. Endasleppt er ekkert hér, alvalds rekjum sporið. Morgunn ei af aftni ber og ei af hausti vorið. Oflof vaiið æsku þrátt elli sæmd ei skerði. Andinn getur hafist hátt, þó höfuð lotið verði. Með þessum fátæklegu orðum Ikveð ég tengdamóður mína og bið þess að algóður Guð verndi hana og leiði. Jafnframt vil ég þakka læknum og hjúkrunarfólki á Landakoti fyrir alla þá alúð og umönnun er henni var veitt þar. Þór Steinarsson. Ingveldur Karls- dóttír - Minning Fædd 8. september 1908 Dáin 11. nóvember 1992 Hún Inga frænka mín er látin 84 ára að aldri. Hún var dóttir hjón- anna Maríu Magnúsdóttur og Karl Axels Guðmundssonar sjómanns er bjuggu á Kirkjuvegi 14 í Keflavík. Inga var elst 8 systkina og eru 7 þeirra látin. Næstelst var móðir mín Karólína er lést 9. júní 1988, þá Friðrik, dáinn 27. desember 1991, Karitas, dáin 19. apríl 1985, Snorri Sólon, dáinn 24. maí 1944, Marta Þuríður, dáin 8. nóvember 1937. Magnús er einn lifír systkini sín, hann býr í Keflavík, og yngstur var Guðjón er lést 18. apríl 1979. Inga ólst upp með foreldrum sín- um og systkinum í litla húsinu þeirra er stóð á homi Kirkjuvegar og Aðalgötu í Keflavík og hefur áreiðanlega oft verið þröngt um svo stóra fjölskyldu í svo litlu húsi en kröfurnar voru aðrar í þá daga en nú er. Þegar Inga var 24 ára eign- aðist hún dóttur, Önnu Kristínu, með Ara Ámasyni úr Keflavík. Hún ólst upp hjá föður sínum og föð- urömmu í Keflavík. Hún er gift Halldóri Marteinssyni aðstoðar- slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflug- velli og eiga þau 3 böm og 4 bama- böm. Þau em búsett í Reykjavík. Inga hóf búskap með Sigurði Bjamasyni frá Gerðabakka í Garði. Bjuggu þau allan sinn búskap í Brautarholti í Garði. Þar bjuggu einnig systkini Sigurðar, Guðjón og Margrét. Guðjón lést 1970 og Mar- grét 1975. Inga og Sigurður eign- uðust 3 dætur. Elst er Marta Þuríð- ur, hún er gift Áma Júlíussyni og eiga þau 3 syni, þau búa í Reykja- vík. Þóra Margrét er gift Sigurbimi Emst Bjömssyni útvarpsvirkja, eiga þau 2 börn og 1 bamabam, þau búa í Garði. Guðveig er yngst, hennar maður er Guðmundur Guð- björnsson rafmagnstæknifræðingur og eiga þau 4 börn, þau búa í Kefla- vík. Son sinn Þórð misstu þau nokk- urra mánaða gamlan. Þegar Inga var rúmlega tvítug varð hún fyrir því að báðar hendur hennar lömuð- ust og krepptust og hiýtur þetta að hafa verið mikið áfall fyrir hana. En hún lét ekki hugfallast og hjálp- aði hið létta skap hennar henni mikið. Hún var alltaf svo létt og kát og man ég aldrei eftir henni í vondu skapi. Margrét mágkona hennar hjálp- aði henni að hugsa um heimilið, en oft var maður undrandi yfír því hvað hún gat mikið bjargað sér sjálf. Sigurður maður Ingu, eða Siggi Bjama eins og hann var allt- af kallaður, starfaði í fiöldamörg ár sem bifreiðastjóri hjá Sérleyfís- bifreiðum Keflavíkur og held ég að mjög margir Suðurnesjamenn hafi kannast við hann. Hann lést 26. september 1980. Ég minnist þess frá því að ég var lítil, hvað ég hlakk- aði alltaf til þegar mamma sagði mér að til stæði að við fæmm með rútunni út í Garð í heimsókn til Ingu og fjölskyldu hennar. Mér fundust það alltaf svo skemmtilegir Ingvar Hallsteins- son - Minning Fæddur 29. maí 1897 --1 Dámn 15. november 1992 í dag, miðvikudaginn 25. nóvem- ber, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu Eiríkur Ingvar Hall- steinsson frá Skorholti í Leirár- og Melahreppi í Borgarfjarðarsýslu, er lést í hárri elli hinn 15. nóvember sl. Ingvar, eins og hann var ætíð nefndur, fæddist að Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi hinn 29. maí 1897 og var því 95 ára er hann lést. Hann ólst upp með átta öðrum systkinum hjá foreldrum sínum, þeim Steinunni Eiríksdóttur og Hallsteini Ólafssyni bónda í Skor- holti í Leirár- og Melahreppi. Með Ingvari eru öll Skorholtssystkinin nú látin. Á yngri árum þótti Ingvar efni- legur íþróttamaður og var m.a. góður glímumaður. Ahugamálin viku hins vegar fyrir harðri lífsbar: áttu aldamótakynslóðarinnar. I þeirri baráttu gaf hann sig hvergi við að aðstoða foreldra sína og stór- an systkinahóp. Hann hreifst snemma af hugsjónum ungmenna- félagshreyfingarinnar og var alla tíð talsmaður samvinnu, samhjálpar og sátta. Æðruleysi var honum í blóð borið. Hugur Ingvars stóð lengi til bú- skapar. Bjó hann á Æsustöðum í Mosfellssveit 1923-1924, á Móum á Kjalamesi 1925-1926, í Hvamms- vík í Kjós 1926-1933 og á Læk í Leirársveit 1936-1940. Hann byggði síðan nýbýlið Lyngholt úr Læk og bjó þar 1940-1954. Frá þeim tíma starfaði hann sem kjöt- matsmaður á Akranesi til 1969, er hann fluttist til Reykjavíkur og varð vistmaður á Hrafnistu. Hann var um 50 ár starfsmaður hjá Slát- urfélagi Suðurlands, fyrst með bú- störfum og síðan eingöngu eftir að hann fluttist til Akraness. Alls stað- ar þar sem Ingvar kom þótti hann verkmaður mikill, ósérhlífinn, vand- virkur, nákvæmur og ráðagóður. Eiginkona Ingvars var Anna Þórðardóttir Jónssonar, bónda frá Æsustöðum í Mosfellssveit og konu hans, Kristínar Vigfúsdóttur frá Hamrakoti. Þau eignuðust tvö böm, þau Steinþór, fæddur 28. júní 1924, pípulagningamann, nú látinn, kvæntur Pálfríði Guðmundsdóttur, og Kristínu, fædda 23. júní 1926, gift Sveini Jónssjmi, verslunar- manni í Reykjavík, sem nú er lát- inn. Þau Ingvar og Anna skildu. Sambýliskona Ingvars var síðar Jónína Rósa Jónsdóttir er lést 5. júní 1972, en fósturbarn þeirra er María Sigurgeirsdóttir. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast Ingvars og þakka um leið þá hlýju og væntumþykju sem bæði ég og börnin mín, lang- afabömin hans, nutum ætíð í návist hans. Þrátt fyrir mikinn aldursmun, sem iðulega hvarf í nærveru hans, mynduðust í gegnum árin sterk tengsl og virðing. Slíkt tengsl ungra barna við langafa sinn eru ómetan- leg og gleymast ekki. Fyrir þau þökkum við öll. Öllum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Ingvars Hallsteinssonar. Guðrún Magnúsdóttir og börn. dagar. Eins var svo gaman að fá Ingu í heimsókn, það var alltaf svo stutt í hláturinn hjá henni. Eftir að Sigurður dó bjó Inga um tíma í Brautarholti, en fór síðan á dvalar- heimilið Garðvang í Garði, þar leið henni vel og var hún alltaf svo þakk- lát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Dætur hennar reyndust henni mjög vel. Á meðan að heilsa hennar leyfði sóttu þær hana oft og létu hana dvelja hjá sér yfír daginn. Þær höfðu ánægju af að kaupa á hana föt og sýndu henni mikla umhyggju og eftir að hún veiktist af hægfara heilablæðingu í júli síðastliðnum vöktu þær oft yfir henni. Hún lést 11. nóvember síðastliðinn. Ég kveð Ingu frænku mína með söknuði og bið góðan Guð að geyma hana. Minný. Hjónaminning Sigmjón Eiríksson, Una Lilja Pálsdóttir Sigurjón Fæddur 8. maí 1899 Dáinn 9. október 1992 Una Fædd 2. febrúar 1906 Dáin 13. mars 1985 Mig langar með nokkrum orðum, að minnast Siguijóns Eiríkssonar sem nýlega er látinn og konu hans, Unu Lilju Pálsdóttur sem lést 1985. Siguijón var frá Hlíð í Skaftár- tungu en Una var frá Stykkis- hólmi, hún þessi káta, hressa og upplífgandi kona, hann hægur og traustvekjandi og brosti svo inni- lega og brosið náði til augnanna. Mér finnast það í raun forrétt- indi að flytjast í húsnæði með góðu sambýlisfólki. Við hjón fundum það svo vel er við fluttum 1954 í Blöndu- hlíð 11 þar sem Siguijón og Una bjuggu á hæðinni fyrir ofan. Þar bjuggum við í fjórtán ár og þær eru góðar minningarnar frá þeim tíma. Eitt sinn komum við heim úr sumarfríi og er Siguijón þá búinn að mála tröppuganginn í kjallaran- um að innan og ekki hefur konan hans dregið úr. Þetta sýnir hugul- semi þeirra við vandalaust fólk. Eitt sinn var undirbúið hóf í sam- bandi við afmæli sem Halldór og Oli komu á framfæri fyrir okkur á vinnustað sínum og einhveijir fleiri vissu um. Þetta var svo óvenjuleg skemmtun fyrir okkur hjón að okk- ur láðist að tala við fólkið í húsinu um að eitthvað yrði sungið og spil- að frameftir nóttu. Svo orða ég þetta nokkru seinna við fólkið í húsinu sem gerði nú ekki mikið úr þessu hafði bara breitt yfír höfuð og ekki heyrt neitt. Svo var það árið 1967 á annan í jólum að ég er ein heima með 4 vikna gamalt bam, bæði að ná því að sofna rétt eftir miðnætti. Ég hrekk upp við högg sem ég fékk á höfuðið, sé skugga af manni og geri mér grein fyrir að ég er ein til vamar með barnið. Maðurinn hafði farið inn um hálfopið glugga- fag, var víst í peningaleit. Ég hrópa og það var gott að heyra fótatakið á hæðinni fyrir ofan. Una gat þá ekki sofnað í þetta skipti og var með bók að lesa er hún heyrði í mér. Svo vom þau bæði komin nið- ur mér til hjálpar og vom vemdar- vættir á heimilinu á meðan ég fór uppá sjúkrahús að láta sauma sárið á höfðinu. En mig langar einnig að minnast þeirra nánustu fiöl- skyldu fyrir hvað það fólk hefur verið hlýlegt við okkur í gegnum árin. Guð blessi Unu og Siguijón. Guðríður og Gústi. Minning Jón Bjömsson loftskeytamaður Fæddur 7. febrúar 1910 Dáinn 17. nóvember 1992 Okkur frændurna langar með orðum Einars Benediktssonar að minnast afa okkar Jóns Bjömsson- ar, sem lést þriðjudaginn 17. nóv- ember sl. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist helst við lín. Nú ertu af þeim borinn hin allara síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þins brautir, þitt banastrið og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. - Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. Með þessum orðum kveðjum við afa og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum og ömmu á Strandgötunni. Þrátt fyrir veik- indi afa hafði hann alltaf gaman af að fá okkur í heimsókn og fylgj- ast með því sem við gerðum. Við vitum að núna er afí hjá guði, og mun áfram fylgjast með okkur. Lífssaga afa er mjög viðburðarík og löng og væri hægt að skrifa langa grein um æviminningu hans. Við áttum með honum margar ham- ingjustundir sem rifjaðar munu verða upp í framtíðinni. Við biðjum guð að passa afa og blessuð sé minning hans. Daníel Örn og Elvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.