Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 39 Robert DeNiro FAÐERNI DeNiro á grænni grein Sean skrifar á báða bóga. Snnön Sonurinn orðinn stór Atónleikum sem haldnir voru til heiðurs Bob Dylan í New York þiirftu fleiri að gefa eiginhandaráritanir en Dylan. Meðal þeirra var Sean Lennon, sem er orðinn býsna stór, enda 17 vetra. Hann reit í gríð og erg fyrir aðdáendur sína, sem hópuðust að honum þrátt fyrir að hann sé ekki frægur fyrir neitt annað en að vera sonur þeirra Lennons og Yoko Ono. Sean mun þó, eins og eldri bróðir hans, vera efnilegur tón- listarmaður. Stórleikarinn Robert DeNiro stendur nú með pálmann í höndunum í dómsmáli þar sem söngkona að nafni Helena Lisand- rello hafði stefnt honum og krafist þess að hann reiddi fram öheyri- legar fúlgur til uppeldis á laundótt- ur sinni Ninu, sem er nú 10 ára. Helena þessi hefur sagt í við- tölum að hún hafi átt vingott við DeNiro á sínum tíma og hann hefði ævinlega gengist við Ninu. Samkomuiag hefði verið um að tilvist hennar væri ekki í höfð í hámælum. Síðan hefði það gerst mjög svo skyndilega, að DeNiro hvoru tveggja hætti að hitta dótt- ur sína reglulega og reiða fram meðlag sem hann hefði þó ævin- lega gert og það ríkulega. Væri ekki hægt að una slíkum sinna- skiptum, ekki síst þar sem hún væri varla einfær að fæða og klæða barnið af launum sínum einsömum. DeNiro hefur ekki ver- ið skemmt yfir yfirlýsingum ungfrú Lisandrello. Hann segir hugsanlegt að þau hafi átt ástar- fund fyrir mörgum árum. Hann muni það þó ekki fyrir víst, enda langt um liðið. Að hann eigi með henni barn sé fjarstæða og að hann hafi hitt það barn og borgað með því um árabil sé einfaldlega lygi- Nú er helst að ætla að það sé alveg hárrétt hjá DeNiro, því blóð- rannsókn sem hann gekkst undir af fúsum og frjálsum vilja leiddi í ljós að hann er ekki faðir barns- ins. Bœndaskólinn á Hvanneyri Innritun á vorönn er hafin Athygli er vakin á því, að hægt er að hefja nám við Bændaskólann á Hvanneyri um áramót. - Fyrsta önn hefst 6. janúar. - Stúdentar geta hafið nám í janúar, apríl eða júní. - Kennsla á 5. önn hefst 6. janúar, búfræðingar hafið samband. Námið skiptist í fjórar annir, þar af ein verkleg á viðurkenndu býli. Á síðustu önn er kennt á tveim- ur sviðum: Búfjárræktarsviði og rekstrarsviði. Dæmi um valgreinar kenndar veturinn 1992-1993: Hrossarækt, ullariðn, skógrækt, vinnuvélar, bú- smíði, sláturhússtörf, ferðaþjónusta o.fl. Við veitum upplýsingar í síma 93-70000. Umskóknarfrestur er til 10. desember 1992. Bœndaskólinn á Hvanneyri, 311 Borgarnes. BÖRN Morgunblaðið/Jóhannes R. Snorrason Hugarflug „Snemma beygist krókur“ gæti átt hér við Arnór Gunnarsson, sem undirbýr „hugarflug" á listflugvél Björns Thoroddsen s.l. sumar. Mynd- in er tekin á flugvelli áhugamanna á Tungubökkum við Leirvogsá við Mosfellsbæ. LAUFIÐ Flauelskjólar, stuttir ogsíöir. Samkvœmisjakkar og bein hálfsíð pils. Vinsælu stretsbuxurnar kontnar. Nýir litir. LAUFIÐ, Iðnaðarmannahúsinu, sími 11845. / •• Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.