Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 ^^QQ^JiiT^Unger/DisthbiJted^^Jnivereal^Press^^ndicale^ // Bg gctidL ekki aé hactta, d- ÞaS a& þú So-fínir undir- S it}rC. " Með morgunkaffínu Vegna efnahagsins þarf ég ekki neinn vasa. Ég fór upp til að biðja hana að halda gleðskapnum innan hæfilegra marka ... HÖGNI HRI .KKVÍSI i |j /= .x.yk' Á- 1 f'y •<A & lT^1 // ÞAP VAR EkKi VAUbÖRFA ÞvÍAPBAPA HANW." JlforguttlifaMfr BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Víkingasýningin mikla Frá Þorsteini Guðjónssyni: Víkingasýningin í Berlín (Wik- inger, Waráger, Normanner) er ein- hver sú best heppnaða sagnfræði- sýning, sem ég hef séð, enda er aðsóknin eftir því: Við urðum að standa í biðröð meðan hópum úr röðinni var hleypt inn. „Af hveijum stíg dreif liðið.“ Að sjálfsögðu eru vinnubrögð við uppsetningu og röð- un af besta tagi, sagnfræðin vönd- uð, aðföng á gripum ríkuleg (meðal annars frá Eystrasalts-löndum, Rússlandi og'Nýfundnalandi), skýr- ingar stuttar og gagnorðar. En það sem einkennir þessa sýningu um- fram annað er hve víðfeðm hún er I tíma og rúmi; skipuleggjendumir hafa verið óhræddir við að sjá og sýna, hve víkingaöldin var stórkost- leg og voldug og að um samfellt menningarsvæði ér að ræða um margar aldir á víðu svæði. Og á þessu svæði öllu var töluð íslenska — tunga víkinganna, dönsk tunga, norræna, sænska alían þann tíma sem öldin mikla stóð, en þó sá ég þessa hvergi getið í gögnum sýning- arinnar. Einhvem skömngsskap virtist vanta af íslenskri hálfu í því efni. íslenska hómilíubókin er svo sem ágæt til málfræði- og málfars- rannsókna, en að hún eigi betur við en Edda í þessu sambandi, tel ég meira en hæpið. Óneitanlega var það skrítið, þama sem úrval vík- ingaaldargripa var saman komið, að vanta skyldi líkneski Þjóðminja- safnsins af Þór — hið eyfirska — en það líkneski hefði sennilega skip- að öndvegi, ef fengist hefði. — Nema þetta, að bæði Eddu og Þór vantaði, þýði það, að Island muni ekki að ganga í ees-eb, þrátt fyrir allt hið auðsýnda þýlyndi — þá hef- ur það verið vel ráðið, að láta Þór ekki af hendi. Því að hann er, sam- kvæmt öllum anda sýningarinnar, hið sanna tákn íslands. — Það em menntamálaráðherrar Norðurlanda og sendiherrar í Þýskalandi sem leiða sýninguna úr hlaði ásamt Evrópuráði, og þjóðhöfðingjar land- anna em vemdarar, en þekktustu fræðimenn unnu verkið. Die Berliner Heiden — Ber lí nar heiðingj arnir Tvö félög í Berlín, annað gamalt, frá 1910, sem málarinn Ludvig Fa- hrenkrug stofnaði (Germanische Glaubens-Gemeinschaft, formaður Géza von Nemenyi), hitt nýlega stofnað (Heidnische Gesellschaft, form. Michael Pflanz) höfðu boðið mér að flytja erindi, í tilefni af vík- ingasýningunni. Fór þetta fram í Gamla hátíðasalnum í ráðhúsi Berl- in-Charlottenburg en ræðuefni mitt var: „Snorri Sturluson, der Histori- ker des Wikingerzeitalters und der Retter germanischer Mythologie", (Snorri Sturluson, sagnfræðingur víkingatímans, og bjargvættur ger- manskrar goðafræði — 45 mínútna erindi, vel sótt og vakandi athygli að sjá á andlitunum allan tímann). Eftir á fóm fram samræður í ölkjall- ara ráðhússins og varð mér þar bet- ur ljóst en nokkm sinni, hversu frá- leitt það er þetta ofboðslega Þjóð- verjahatur, sem hér á landi hefur verið ræktað upp áratugum saman, í einhveijum pólitískum tilgangi, sem enn hefur ekki verð skýrður. Það er eftirtektarvert hve mörgum Þjóðverjum er beinlínis eins og hlýtt til Rússa. „Fólkið í Rússlandi er gott fólk,“ heyrir maður hvað eftir annað, einnig hjá þeim sem þar urðu að beijast sem hermenn forðum, gegn vilja sínum. Hróður norrænnar menningar Engum sem hefur augun opin fyrir atburðum líðandi stundar, dylst, að hróður fornnorrænnar menningar fer nú hærra en áður, og ýmsar villur þröngsýni og smá- hyggju em að hverfa. Víkingasýn- ingin í París og Berlín er einn þáttur- inn; uppgröfturinn í York annað; hið frábæra starf, og gáfuleg ummæli dr. Birgitta Wallace í Halifax, varð- andi rústirnar á Nýfundnalandi er enn eitt. Svo mikið er að gerast í þessum efnum, að heita má að í hverri viku komi fram eitthvað vem- legt og nýtt. Eftir að ég er byraður að setja þetta saman heyri ég í út- varpinu ágætt erindi um kenningu sænsks fræðimanns um hafnarmörk við Eystrasalt, sem hann telur öll hafa verið helguð Þór enda þótt hann væri sumstaðar nefndur öðmm nöfnum, eins og Svantevit með Vind- um, Perkunas með Litháum eða Hukko með Finnum. Kenningin er athyglisverð, þótt hún segi ekki allt. Ekki má heldur gleyma „Þjóðarþeli" útvarpsins, sem oft hefur furðuvel tekist til með, og stundum ágæt- lega. En reyndar er það svo margt, sem fram kemur í þessum efnum, og í svo miklum uppgangi, að það þyrfti heila stofnun til að fylgjast með því öllu. Þó dettur mér í hug að bæta einu við. Burt með hræðsluna við eigin uppruna „Kerlingahræðslan" við víkinga- öldina hér á landi hefur mér aldrei þótt tilkomumikil, og oftast vottur um mikla vanþekkingu. Þær hinar sömu hafa stundum verið nógu auð- sveipar við ýmsa tindáta og útsend- ara nútímans, sem lítils virði voru — ómenni sem sprengja og drepa á lymskulegasta — og ónorrænasta — hátt. Reyndar eru það íslenskir „meykarlar" sem bera frumábyrgð- ina á þessari íslensku smámenningu, sem menn ættu að geta farið að hrista af sér. — En hvað sem slíku líður, er ég ekki í vafa um, að vík- inga-sókn þessara ára er af sönnum og góðum toga spunnin. Allur að- dragandinn, og sívaxandi þungi sóknarinnar á ótal sviðum, bendir til þess, að stórt sé fitjað upp. Og slíkt getur ekki verið neitt eins- manns-verk, eða einnar nefndar eða neins sem stjómað er úr einum stað. Þetta kemur úr öllum áttum. Ýmsir frægir menn hafa sagt, að þeir heyri eins og fótatak guðs í streymi at- burðanna. Og það er mikil ástæða til að ætla að í þetta sinn sé það vor guð, og vorir guðir, sem eru á ferð.. Þessi furðuöfluga víkinga- hreyfing kann að vera síðasta til- raunin sem gerð er, frá öðrum hnött- um, til að bjarga þessari helstefnu- jörð frá geigvænlegum endalokum. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. hlaupi og skokki utanhúss hér í bænum og nágrannabyggðarlögum. • xxx Svo er að sjá sem starfsfólk Blá- íjallasvæðisins sé almennt ein- staklega lipurt og elskulegt fólk, hvort sem er þeir sem starfa við veitingareksturinn eða við skíða- lyftumar. Þannig fylgdist Víkveiji með því að einn starfsmaður sem stýrði og hafði eftirlit með lyftu þeirri sem gengur undir nafninu Borgarlyftan stöðvaði lyftuna hvað eftir annað, þegar þeim sem hvað lægstir voru í loftinu af skíðaiðk- endum þennan dag, hlekktist á í lyftunni, hrösuðu, duttu, eða snér- ust í brautinni. Þá stöðvaði starfs- maðurinn bara lyftuna í nokkur andartök, þar til smáfólkið hafði gert sig klárt á nýjan leik og gat lokið lyftuferðinni upp á topp. Þann- ig getur starfsfólkið hvatt smáfólk- ið til dáða, því það gefst síður upp í tilraunum sínum við að ná tökum á þessari skemmtilegu íþrótt, ef það þarf ekki að hrökklast neðarlega úr lyftubrautinni og hefja biðröð á nýjan leik. Víkverji skrifar Varla er hægt að hugsa sér feg- urri vetrardag hér á suðvest- urhorninu en síðastliðinn laugar- dag. Sjálfsagt hafa fjölmargir Reykvíkingar og íbúar nágranna- byggðarlaganna notið veðurs og útiveru með mismunandi hætti, eins og gengur og gerist þennan fallega dag. Þeir voru fjölmargir sem skelltu sér á skíði í Bláfjöllum á laugardag og var Víkveiji í þeirra hóp. Án þess að Víkveiji hyggist gera lítið úr dægradvöl annarra, verður hann að lýsa þeirri skoðun sinni að á degi sem þessum, gefur vart aðra eins skemmtun eins og renna sér í fögrum Bláfjallahlíðum í færi eins og það best gerist, og njóta þess á milli útsýnisins yfir Reykjanes, Snæfellsnes, Reykjavík- urborg, Akrafjall, Esju, Skálafell pg sundin blá, svo eitthvað sé nefnt. Öll aðstaða í Bláfjöllum er að verða hreint til fyrirmyndar og ef yfír einhveiju má kvarta, þá er það að svo virðist sem það sé lítill vilji starfsmanna Bláfjallasvæðisins fyr- ir hendi til þess að troða brekkur sem víðast og hafa sem flestar lyft- ur opnar. Það var engin þörf á að láta skíðaiðkendur hanga í biðröð- um á laugardaginn, en sú varð nú samt sem áður raunin, þegar flestir voru í fjallinu, frá hádegi til kl. 15 síðdegis. xxx Annars er það í rauninni merki- legt að þetta margir skuli skella sér á skíði, þegar veður og færi leyfa, á þessum árstíma, því einhvern veginn , virðist það vera innbyggt í skíðasálina að eiginleg skíðavertíð hefjist ekki fyrr en að loknu jólahaldi. Því kom það ekki mjög á óvart að unglingar voru í miklum meirihluta að því er Vík- veija virtist í Bláfjöllum síðastliðinn laugardag. Unglingarnir eru ekki jafn vanafastir og þeir sem eldri eru í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Einnig var augljóst af öllum íþróttafélagsbúningunum sem brunuðu niður brekkurnar, að skíðaæfíngar íþróttafélaganna sem hafa æfíngaaðstöðu í Bláfjöllum eru komnar í fullan gang, og það er einnig óvenju snemmt, því venju- lega eru þeir sem æfa og keppa á skíðum að undirbúa sig fyrir kom- andi skíðavertíð á þessum árstíma með íþróttaæfíngum innanhúss og ( ( ( ( | ( í ( ( ( ( ( í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.