Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 Hvar er ævintýrið? Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Einar Már Guðmundsson: Fólkið í steininum. Myndir: Erla Sigurðardóttir. AB, 1992. Myndabókum sem framleiddar eru alfarið á íslandi hefur fjölgað á undanfömum árum og er mjög ánægjulegt til þess að vita að nú gefst tækifæri til að túlka íslenskt umhverfi í máli og litmyndum. Þessi tækifæri eru þó ekki alltaf notuð sem skyldi. Almenna bókafé- lagið sendir frá sér fallega mynda- bók sem hefur einhvern keim af Reykjavík í bakgrunni, en sagan er annars um dverga og böm í holti. í sögunni eru vel þekkt minni, börn og dvergar sem búa í sátt og samlyndi þar til nútíminn þarf að byggja bílastæði og ryðja burt holtinu. Ekki beinlínis framleg hugmynd en sígildur efniviður í ævintýri. Sögupersónur era bömin í holtinu sem leika sér, hoppa, syngja, dansa, hjóla, tína ber og þess háttar. Bömin byggja kofa með hjálp dverga sem búa í stein- um í holtinu. Bömin vita að dverg- amir búa þarna og heimsækja þá inn í steinana og fá þar góðgæti. Það gerist svo sem ekki neitt í sögunni fyrr en jarðýtumar koma og heíja aðgerðir. Dvergamir gera þeim skráveifur og endurbyggja jafnóðum það sem vinnuvélar og verkamenn rífa niður. Verkfæra- kistan fer á flug og keðjur sem hífa eiga stóra steina slitna. Loks gefst verkstjórinn upp og setur sprengju á stóran stein en missir buxumar í leiðinni. Hann stendur skyndilega berrassaður og hleypur geltandi og gólandi á braut. Holt- Einar Már Guðmundsson unum verður samt ekki bjargað, dvergarnir flytja sig og bílastæðin verða að veraleika. Einar Már Guðmundsson hefur gert texta sem er í raun hvorki bamasaga, dæmisaga né ævintýri og er eiginlega hvorki fyrir böm né fullorðna. I söguna vantar kímni þjóðsagna og ævintýra. Samskipti dverganna og vinnuflokksins eða buxnamissir verkstjórans era ekki vitund sniðug. Þann raunveru- leikablæ sem gerir ævintýrið heill- andi vantar líka. Hér era engar eiginlegar persónur, og enginn hefur nafn eða einkenni, hvorki böm né dvergar. Helst tekst Erlu að draga fram einhver einkenni með mjög fallegum myndum en textinn gefur ekkert tilefni til þess. Holtið heitir heldur ekkert. Spenna er engin í sögunni og í raun lítill þráður — aðeins margnotuð hug- mynd. Væri ekki myndum Erlu Sigurðardóttur fyrir að fara væri bókin ósköp dauf. Ljósmyndabók eftír Sigurgeir Sigurjónsson ÍSLANDSLAG heitir bók með myndum eftir Sigurgeir Sigur- {'ónsson, ljósmyndara. Forseti slands, Vigdís Finnbogadóttir, ritar formála en Sigurður Stein- þórsson jarðfræðingur lýsir landi og staðháttum. Islandslag kemur samtímis út í íslenskri og enskri útgáfu. í kynningu útgefanda segir: „Með myndum sínum lýsir Sigur- geir Sigutjónsson íslandi eins og augað nemur það. Hann velur sér ýmist að sjónarhóli þá staði þar sem vel sést til átta eða beinir myndavél sinni að því smáa og nálæga. Af einstöku næmi skráir hann á fílmu þá sýn sem blasir við. Það kann að virðast einfalt en er fáum gefíð svo verði að list. Stór myndflötur gefur smáatriðum I myndunum aukið líf og kemur vel til skila öllum litbrigðum auðnu og gróðurs. Stærðarhlutföll verða skýrari, dýptin meiri og birtan raunveralegri. ílangur myndflötur- inn fellur vel að sjónsviði augans og undirstrikar sérstæðar víðáttur landsis. Hér birtist stórbrotin nátt- Sigurgeir Sigurjónsson, ljósmyndari. úra á látlausan og hrífandi hátt. Hér óma ný tilbrigði við íslands lag.“ Utgefandi er Forlagið. Bókin er 152 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 6.980 krónur. Að loknum tónleikum Hamrahlíðarkórsins og Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. KÓRTÓNLEIKAR Ténlist Jón Ásgeirsson Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð stóðu fyrir tónleikum í Hallgríms- kirkju sl. sunnudag. Á efnis- skránni voru verk eftir Scarlatti, Grieg, Jennefelt og Britten. Tón- leikamir hófust á ítölskum lof- söng, Alta Trinita beata, um leið og kóramir gengu inn kirkjuna. Á eftir þessum einfalda en tignar- lega lofsöng var flutt Exultate Deo eftir Alessandro Scarlatti, sem kórinn söng mjög glæsilega og naut sín sérstaklega í hljóman kirkjunnar, sem veralega hefur verið dempuð frá því sem var. Fjórir sálmar eftir Grieg era fallegar tónsmíðar, sem kórinn söng mjög vel, sérstaklega Jesus Kristus er opfaren. Gunnar Ólafur Hansson, einn félaganna úr kóm- um, söng nokkrar strófur og þrátt fyrir að tónstaðan væri ekki alveg nógu góð, einkum á efra sviðinu, var söngur hans í heild gæddur þokka. Waming to the Rich eftir Thomas Jennefelt var næst á efn- isskránni en þetta verk byggir mjög á einföldu fjögurra tóna þrá- stefi og er slík skólavinnuaðferð fyrir löngu orðin eins og ofnotuð „klisja" hjá ungum tónhöfundum nú til dags. Á móti þessu þrástefí var fyrst stefnt talkór (mjög fram- legt) og síðan sungnum hljómum og varð tónbálkur verksins undir lokin nokkuð áhrifamikill, þó nið- urlagið dæi út á margþvældu þrá- stefínu. Það má vera að textinn úr Jakobsbréfínu, um auðmenn- ina, sé eins konar þrástef og eigi erindi til okkar á síendurteknum tímum efnahagsráðstafana og gengisfellinga til bjargar atvinnu- vegunum en þar era auðmenn meðal annars ávarpaðir með eftir- farandi orðum; „Berið ykkur illa, syrgið og grátið; hlátur yðar skal umbreytast í sorg og gleðin í dap- urleik." Tónleikunum lauk með Cantata Misericordium eftir Benjamin Britten, en til samstarfs við kórinn var stefnt strengjasveit Tónlistar- skólans í Reykjavík ásamt Þor- geiri J. Andréssyni og Bergþóri Pálssyni, en stjórnandi var Johan Duijck. Verkið er eins konar leik- ræn útfærsla á dæmisögunni um miskunnsama Samveijann, ágæt- lega samið og var mjög vel flutt undir öraggri stjórn Duijcks. Söngur Hamrahlíðarkórsins var glæsilegur og tilþrifamikill, með miklum andstæðum í styrk og hryn, svo og sérlega blæ- brigðaríkur. Þorgerður Ingólfs- dóttir hefur sannarlega unnið til þakklætis fyrir tuttugu og fimm ára starf sitt við Menntaskólann í Hamrahlíð og þeir era áreiðan- lega fáir menntaskólamir í heim- inum, sem hafa á að skipa jafn góðum kór. Ragnar Björnsson brigðin. Ragnar hefur lagt sig eftir flutningi nútíma orgeltónlist- ar, meðal annars eftir Messiaen. Með því að flytja eingöngu íslensk orgelverk, fá ung tónskáld til að semja fyrir sig og sjálfur að leggja í þann sjóð, hefur Ragnar unnið gott starf í þágu íslenskrar orgel- tónlistar og haldið uppi því merki, sem Páll Isólfsson hóf á loft með tónsköpun sinni og orgelleik. Orgelleikur Ragnar Bjömsson orgelleikari hélt tónleika í Kristskirkju sl. sunnudag, á degi heilagrar Sessel- íu, vemdardýrlings tónlistarinnar, sem naut mikilla vinsælda hér á landi í katólskum sið. Þeir sem, ásamt Ragnari, tóku þátt í þess- ari hátíð vora tónskáld ættuð úr Húnaþingum og má þar til nefna systkinin Báru og Láras, böm Gríms frá Grímstungu í Vatnsdal, Ragnar sjálfan, Jón Nordal og Jón Leifs. Tónleikámir hófust á verki eft- ir Bára Grímsdóttur, sem hún nefnir Það drýpur og samið var sérstaklega fyrir Ragnar. Fram- hugmynd verksins er þriggja tóna stefbrot, sem unnið var með á sannfærandi máta en fyrir bragð- ið var verkið einum of stílbundið, án andstæðna og kyrrstætt í gerð. Gegn um efann eftir Lárus H. Grímsson, einnig samið fyrir Ragnar, er stærra í formi og á köflum rismikið verk, þar sem í gegn gægjast bæði popplitaðar og þjóðlegar tónhugmyndir. Ragnar átti sjálfur þrjú verk á efnisskránni, Flökt, Fantasíu funebre og Sjö tilbrigði, samin yfír sálmalag eftir Björn G. Bjömsson, föður. Ragnars. í til- brigðunum fetar Ragnar einstigið á milli þess óvenjulega og þess venjubundna og gerir þar margt fallega. Flökt og Sorgar-fantasían era heilsteyptari verk, sérstaklega þó fantasían, sem er ágætlega samin. Eftir Jón Nordal voru flutt þrjú verk, Fantasía, Sálmforleikur og Toccata, ágæt verk, sem oft hafa verið flutt og spanna yfír rúm þijátíu ár í starfssögu Jóns, frá 1954 til 1985. Síðustu verkin vora þijár orgelprelúdíur eftir Jón Leifs og var skemmtilegt að heyra þess- ar sérstæðu tónsmíðar. Prelúdían yfír sálmalagið Mín lífstíð er á fleygiferð er athyglisverð tónsmíð og mest þeirra þriggja. Ragnar Bjömsson er góður org- elleikari og lék hann öll verkin mjög vel, sérstaklega verk Láras- ar, Tokkötuna eftir Jón Nordal og Prelúdíumar eftir Jón Leifs, fyrir utan sín eigin verk, t.d. til- Á mörkum munnmæla og smásagna Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Siegfried Lenz: Þorpið yndis- lega. Ahnenna bókafélagið 1992. Vilborg Auður ísleifsdóttir .þýddi. Sigfried Lenz hefur lengi staðið í fremstu röð höfunda í heimalandi sínu. Hann fæddist 1926, nam heimspeki og málvísindi, var síðan í fáein ár menningarritstjóri við dagblaðið „Die Welt“. Lenz sneri sér fljótlega að ritstörfum og hefur starfað við þau síðan. Sögur hans bera gjarnan siðferðilegan boðskap; í þeim er bent á að menn komast ekki hjá því að bera ábyrgð á öðr- um. Ifyrir ritverk sín hefur Lenz hlotið margs konar viðurkenningu heima og erlendis. Lenz býr nú í Hamborg og hefur sýnt norrænum bókmenntum og menningu sérstakan áhuga. Fyrir fáeinum áram var ég viðstaddur pallborðsumræður í Þýskalandi þar sem Lenz sat í forsæti og var eftir- tektarvert hve hann sýndi góða þekkingu á norrænum bókmennt- um. Bókin, sem hér er til umfjöllun- ar, kom fyrst út í Þýskalandi 1955. Á þessum áram fjölluðu margar bækur Lenz með einum eða öðram hætti um æskustöðvar hans, Mas- úríu, sem tilheyrði þá Austur-Prúss- landi. Þorpið yndislega er safn 20 sagna sem liggja einhvers staðar á mörkum smásagna, munnmæla- sagna og ævintýra. Lýst er ótrúlega fjölbreytilegu mannlífi af mikilli hlýju, djúpu innsæi og mannkær- leika. Sögumar markast af ríki- dæmi og fátækt, gáfum og heimsku, ást og hatri. í Nóa frænda er sagt frá Axel sem stofnar einn daginn til alls konar skulda í trausti þess að vera orðinn auðugur maður að kvöldi dags og geta þar með greitt þær allar. Nói frændi er nefnilega kom- inn heim til að deyja og hefur ánafn- að Axel ævisparnað sinn, heilan pramma. I rökkri komandi nætur sér Axel lánardrottna sína hópast að — en frændinn enn ekki dauður.. Efnið er ekki margbrotið. Samt nær Lenz að skapa hér spennandi frá- sögn, sem andar frá sér hlýju og er fyndin. Plew og Jegelka, aðalpersónurn- ar í Hinn mikli dagur í Schissomir eru báðir á leiðinni á markaðinn; annar hyggst selja geitina sína, hinn kálfínn sinn. Oðram tekst ætl- unarverk sitt, hinn neyðist til að taka gripinn með sér aftur heim. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Heimleiðin geymir í skauti sínu furður sem leiða af sér gæfu fyrir báða. Sögurnar í þessari bók Lenz eiga sameiginlega ákveðna klassiska drætti. Varla er tilviljun að H.C. Andersen kom í huga minn hvað eftir annað. í sögunum er gjaman áhugaverð fafla með söguþræði sem spinnur upp á sig töluverða flækju sem síðan greiðist úr undir lokin, oft á óvæntan máta. Hér skal ekki lagður dómur á hversu trú þýðing Vilborgar er framtextanum. íslenski textinn ein- kennist af orðgnótt og setninga- skipan ber ekki neinn sérstakan þýskan keim. Það hlýtur að teljast lofsvert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.