Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 37 Hjónaminning * Oskar Gunnlaugs son og Sveinsína Baldvinsdóttir ember 1926, d. 23. mars 1979 og eru böm þeirra: Jóhanna Margrét, f. 31. júlí 1945; Níls Þorkell, f. 15. september 1946, d. 15. október 1967; Axel Jóhann, f. 28. júní 1948; Garðar, f. 31. október 1950, d. 5. október 1978; Valdimar Smári, f. 30. desember 1951 og Tryggvi f. 5. október 1957. Axel gerðist snemma sjómaður og gekk síðar í Skipstjóra- og stýri- mannaskólann og lauk þaðan prófi árið 1947. Meginhluta starfsævinn- ar varði hann á sjó, ýmist sem skip- stjóri eða stýrimaður á togurum eða fiskiskipum. Á þeim árum átti sjó- mennskan hug hans alian og stund- aði hann þau störf af samvisku- semi, hvort heidur sem var úti á hafínu eða í landi. Ófá voru þau óveðurskvöld í landlegum, til dæmis um helgar eða stórhátíðir, sem hann fór niður að höfn til að tryggja að allir „endar“ væru tryggilega festir þannig að ekki hlytist af slys. Trú- mennska til að hlúa að því sem honum var falin ábyrgð á var ótví- ræð og rækt af alúð, hvort heldur sem var í starfi eða gagnvart fjöl- skyldu sinni. Þrátt fyrir langferðir til sjós þá var hugur hans ætíð hjá íjölskyldunni en hag hennar vildi hann sem mestan, eftir því sem efni og aðstæður leyfðu. Fyrir um það bil sextán árum eftir gifturíkan starfsferil á sjónum, ákvað Axel að he§a störf í landi og starfaði hann til að byija með áfram hjá ísbimin- um hf. og síðar hjá Osta- og smjör- sölunni í Reykjavík. Segja má að þá hafí ijölskyldan að fullu heimt heim kærleiksríkan föður og afa eftir löng og erfíð ár til sjós. Skugga dró þó fyrir þegar að eiginkonan lést fyrir aldur fram árið 1979, eft- ir erfiða baráttu við illkynja sjúk- dóm. Þrátt fyrir andstreymi þá ein- setti Axel sér að hlúa að fjölskyld- unni ekki síst barnabömunum, og síðar bamabarnabömunum. Kímni- gáfa og áhugi afa fyrir hvers kyns íþróttum urðu aðal aflvaki að ýms- um skemmtiferðum og uppátækjum sem lifa í minningu okkar sem eft- ir stöndum. Fyrir þetta er nú þakk- að og það góða fordæmi sem hann sýndi og fómarlund. Aldraða tengdamóður sína virti Axel mikils og kom ávallt fram við hana sem besti sonur, fullur um- hyggju og nærgætni. Kristin trú átti ríkan þátt í að móta hans jákvæða lífsviðhorf og í fullri trúarvissu mætti hann örlög- um sínum af æðmleysi. Að leiðarlokum viljum við bömin og tengdabömin fyrir hönd ijöl- skyldna okkar þakka fyrir sam- fylgdina og biðja honum Guðs bless- unar á nýjum vegum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Börn, tengdabörn, barnabörn og bamabarnabörn. Er dagsbirtan tók að hörfa undan grámyglu skammdegisins þriðju- daginn 17. nóvember sl. barst okk- ur sú harmafrétt að Axel Þorkels- son væri látinn. Við höfðum vonað að honum auðnaðist að snúa heim heill heilsu og vera með okkur enn um sinn. Það hefði kannske gengið eftir ef fyrr hefði greinst sá ógn- valdur sem þar knúði á. En það er ekki okkar að dæma. Það er okkar að þakka, þakka fyrir samfylgdina sl. 20 ár. Það var um vorið árið 1972 að við fluttum hér inn í Unu- fell 31 sjö fjölskyldur sem allar hafa búið hér síðah. Þar á meðal var Axel Þorkelsson og kona hans, Jónína, sem er látin fyrir nokkmm ámm. Það er ekki ætlan mín að rekja hér æviferil Axels, til þess brestur mig þekkingu, enda veit ég að aðrir munu gera það. í þessum fáu orðum viljum við, íbúar í Unu- felli 31, þakka- Axel Þorkelssyni samfylgdina, þakka honum fyrir vináttuna, elskulegheitin við bömin okkar, og biðjum hinn hæsta að blessa börnin hans, bamabömin og bamabamaböm, sem og aðra ætt- ingja Axels Þorkelssonar. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Axels Þorkelssonar. Minningin um góðan dreng lifir að eilífu. íbúar Unufelli 31. Óskar Fæddur 6. nóvember 1908 Dáinn 18. maí 1992 Sveinsína Fædd 16. júlí 1911 Dáin 1. maí 1988 Það mun hafa verið um mánaða- mótin júní/júlí 1918 að Þórður Brandsson, faðir undirritaðs, bóndi á Ásmundarstöðum í Holtum, fór til Reykjavíkur á tveimur hestum og með vagn. Var þetta svokölluð Jónsmessuferð. Sennilega hefur pabbi gist hjá hjónunum Soffíu Bjarnadóttur og Gunnlaugi Magn- ússyni á Brekkustíg nr. 6. Gunn- laugur var þá á togara og fékk pabbi hjá honum svokallaðan tros- físk. Svo var ýmis úrgangsfískur kallaður og var hann gjaman salt- aður. Sonur Gunnlaugs og Soffíu, Ósk- ar, var á 10. ári þetta sumar. Fór hann með pabba, sem snúninga- drengur yfír sumarið, á Ásmundar- staði. Á lejðinni á Ásmundarstaði lét pabbi Óskar sitja í vagninum. Þeir gistu að Gljúfraholti í Ölfusi. Daginn eftir gerði mikið rok og þegar að leiðin lá undir Ingólfsfjall var svo hvasst að pabbi hélt að vagninn gæti fokið. Lét hann þá Óskar setjast á annan hestinn, en teymdi síðan sjálfur báða hestana og fór fótgangandi austur yfír Ölf- usá og alla leið heim um kvöldið. Þetta var upphaf 6 eða 7 ára veru Óskars að Ásmundarstöðum, vor og sumar. Okkur bræðmnum er minnis- stætt hvað Óskar var góður við okkur og var hann mömmu ekki síður hjálplegur en pabba. Vorið 1923, nánar tiltekið 20. apríl, lagð- ist pabbi í lungnabólgu og var mamma þá ein með búið og þurfti að sjá bæði um kýr og kindur. Ósk- ar var þá í Reykjavík, en frétti að pabbi væri lagstur. Kom hann þá heim til sín með asa miklum, heimt- aði fötin sín og sagði að Þórður á Ásmundarstöðum væri lagstur í lungnbólgu og að hann yrði að drífa sig strax austur til að hjálpa Guð- björgu með böm og bú, sem hann og gerði svo. Pabbi lá í lungnabólg-. unni út maímánuð, enda var þá ekki mikið um meðul og helsta lækningin sú að leggja heita salt- bakstra á brjóst og bak. Óskar var mömmu mikil hjálp þetta vorið, sem fyrr, við hirðingu skepnanna. Ekki hefur Óskar setið og baðað sig í sólskininu árin sem hann var á Ásmundarstöðum. í þá tíð var fært frá ánum og það þurfti að smala þeim bæði kvölds og morgna til mjalta í kvíunum. Engar voru girðingarnar til að halda utan um féð og ekki þótti gott ef einhveija ána vantaði í hópinn. Ekki vom alltaf hestar til staðar heima við og þurfti þá að labba eftir ánum. Einnig hefur Óskar oft orðið að hlaupa þegar sækja þurfti hross til hirðingar, oftar en ekki styggar merar og óþægar og leggja á reið- ing. Þá þurfti stundum að sækja kýrnar ef þær komu ekki heim sjálf- ar. Ég tók við þessum starfa þegar Óskar hætti og var oft þreyttur á eftir. Á árunum 1931 og fram undir stríð var mikið atvinnuleysi og kreppa í algleymingi í Reykjavík. Þá var Óskar í svokallaðri atvinnu- bótavinnu aðra hveija viku að vetr- inum við skurðgröft í Eyrarbakka- mýri, sem kölluð var þá Síbería! Sváfu Óskar og vinnufélagar hans í gömlum skúr við skrínukost, þann- ig að kaldsamt hefur það nú verið. Þennan gröft má enn sjá þar í mýrinni. Frá þessu öllu sagði Öskar okkur pabba þegar hann kom i heimsóknir að Ásmundarstöðum og man ég enn hvað hann var sposkur á svipinn þegar hann var að ræða um þessa vinnu sína. Herinn kom hingað til lands í maí 1939. Óskar var á þeim tíma t Maðurinn minn og faðir okkar, BRYNJÓLFUR JÓNSSON frá Broddadalsá, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 23. nóvember. Guöbjörg Jónsdóttir og börn. t Móðir mín og vinkona, SIGRÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR, Freyjugötu 1, lést 24. nóvember. Sigrún Jónsdóttir, Sigurður Gíslason. t Öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar, mágs, frænda og vinar, EGGERTS THEODÓRS JÓNSSONAR, Mjóuhlið 16, færum við innilegasta hjartans þakk- læti. Guð blessi ykkur öll. Kristin S. Jónsdóttir, Kornelíus Jónsson, Sigríður Pétursdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Trausti Guðjónsson, Kristrún S. Jónsdóttir, Anna G. Jónsdóttir, Björgvin Eiriksson og fjölskyldur. löngu farinn að búa og hét kona hans Sveinsína Baldvinsdóttir. Tvær dætur áttu þau orðið, þ_ær Soffíu Erlu 6 ára og Margréti Ás- dísi 4 ára, alltaf kölluð Didda. Þeg- ar að herinn kom var talin hætta á loftárásum á Reykjavík og kom Sveina þá austur að Ásmundarstöð- um með Soffíu og Diddu, ásamt vinkonu sinni, Magníu Sigurðar- dóttur, og tveimur bömum hennar þeim Ester og Þóri. Þröngt mega sáttir sitja og dvöldu þær Sveina og Mæja ásamt bömunum á svo- kölluðu lofti í litlu kvistherbergi. Ekkert var þar rafmagnið og enginn síminn, en þar var olíuvél sem þær gátu eldað á. Sennilega hef ég ver- ið þeim hjálplegur við að kaupa í matinn í kaupfélaginu og koma vörunum heim. Þvotta þvoðu þær í kjallaranum. í þá daga vom gerð- ar minni kröfur til íbúða og þæg- inda en nú. Krakkamir voru mikið úti og er mér það enn í minni hvað þau voru hress og kát og ætíð í góðu skapi. Óskar og Magnús, maður Mæju, stunduðu sína vinnu í bænum, en komu síðan í heimsókn öðru hveiju um helgar. Sveina og Mæja dvöldu á loftinu í tvö sumur. Þær vom hreinlegar og þrifu alltaf vel í kringum sig. Þær virtust ávallt ánægðar og líða vel, mjög hressar og kátar. Nokkram árum seinna dvaldi síðan Viðar, sonur Sveinu og Óskars, part úr tveimur summm heima á Ásmundarstöðum og man ég hann sem prúðan dreng. Óskar og Sveinsína leigðu í nokk- ur ár á Öldugötu 44. Þangað kom ég og gisti þegar ég var á ferð í bænum og var mér ætíð fagnað sem besta bróður. Eftir stríð fluttu þau í bragga í Laugarneshverfinu og áttu þar heima í nær 20 ár. Þau löguðu og endurbættu braggann, þannig að þetta varð ágætis íbúð. Ég kom þangað nokkmm sinnum og alltaf var jafn hreint og snyrti- legt hjá Sveinu. Gunnlaugur, faðir Óskars, dvaldi hjá þeim síðustu ár sín. A Ðsíðustu bjuggu þau í Skála- gerði 17 í sinni eigin íbúð og dvöldu þar að mestu til æviloka. Óskar og Sveina voru rík af böm- um. Einn son átti Óskar fyrir, Sig- mar, f. 1931, starfsmaður við Hita- veitu Selfoss, kvæntur Ingimundu Þorvaldsdóttur. Hann býr á Selfossi og á 3 börn og 2 uppeldisböm. Saman eignuðust Sveina og Óskar 6 börn. Þau eru: Soffía, f. 9. desem- ber 1933^ verkakona, maki Ámi Heiðar Óskarsson. Hún býr í Reykjavík og á eina dóttur. Mar- grét, f. 11. júní 1935, d. 9. júní 1992, fulltrúi hjá Sakadómi Reykja- víkur, gift Gunnsteini Sigurðssyni. Hún bjó í ReykjavSk og átti eina dóttur. Viðar, f. 22. ágúst 1940, jámsmiður, kvæntur Sigríði Frið- þjófsdóttur. Hann býr í Reykjavík og á tvö böm. Ragnar, f. 4. ágúst 1942, trésmiður, kvæntur Sigríði Stefánsdóttur. Hann býr í Þorláks- höfn og á 2 börn. Gunnlaugur, f. 20. september 1949, vagnstjóri, kvæntur Lovísu Hermannsdóttur. Hann býr í Hafnarfirði og á tvö börn og eina uppeldisdóttur. Hjör- dís, f. 17. október 1952, meina- tæknir, gift Ron Walker. Hún býr í Bandaríkjunum og á eina dóttur. Ég vil færa þeim hjónunum, Ósk- ari og Sveinsínu, sérstakar þakkir fyrir tryggð og vináttu við okkur á Ásmundarstöðum. Sérstakar þakkir frá mér, Steini, til Óskars fyrir heimsóknir til okkar pabba eftir að við vomm orðnir einir á Ásmundar- stöðum og seinna í Þorlákshöfn. Það var okkur til mikillar ánægju. Blessuð sé minning þeirra hjóna og dóttur þeirra, með vinarkveðju til bræðra, bama og tengdabama. Steinn Þórðarson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Mikil áhersla er á það lögð að hand- rit séu vélrituð með góðu línubili. . — -—- —T—— Hgggt FLÍSAR - d v tt 1l! m Stórhöl'ða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS FRIÐBJÖRNSSONAR fyrrv. lögregluþjóns, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. nóvember kl. 15.00. Birna Óskarsdóttir Fawcett, Paul Fawcett, Sigþór Óskarsson, Halldóra Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og langafa, GUÐMUNDAR ÁRNASONAR, Þverhamri, Breiðdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Neskaup- stað fyrir frábæra umönnun og hlýhug í veikindum hans. Kristín B. Sveinbjörnsdóttir, Árni Guðmundsson, Margrét Aronsdóttir, Birgir Guðmundsson, Hörður Guðmundsson, Hermann Guðmundsson, Smári Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Erna Hjartardóttir, Geirlaug Þorgrfmsdóttir, Ólafía Jónsdóttir, Auður Hjaltadóttir Lokað Vegna jarðarfarar ELÍNAR B. BJARNADÓTTUR verða skrifstofur okkar lokaðar í dag, miðvikudag- inn 25. nóvember, til kl. 13.00. H. Ólafsson og Bernhöft, Vatnagörðum 18, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.