Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 13
.MQRGUNBLA,ÐIÐ MIDVIKUDAGUR;g6.(iNÓVBMBBRU992 Nýjar bækur I Furðufugl eftir Stephen King er komin út í þýðingu Karls Birgissonar og Guðna Jóhannes- sonar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Söguþráður bókarinnar Furðufugl er í örstuttu máli Stephen King á þá leið að stór farþegaþota hefur sig til flugs af flugvellinum í Los Angeles og framundan er næt- urflug til Boston. Lesendur bókarinnar taka þátt í því að leysa óráðnar gátur og kynn- ast sálarlífi og viðhorfum söguhetjanna. Og að venju kann Stephen King þá list, öðrum höfundum fremur, að halda lesendum í mikilli spennu og óvissu og koma þeim sífellt á óvart.“ Útgefandi er Fróði. Bókin er 247 bls., prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Stefán Kjart- anssonar. Verð 1.980 krón- ur. ■ Út í hönd nefnist skáld- saga eftir dönsku skáldkonuna Synnöve Söe í íslenskri þýð- ingu Steinars J. Lúðviks- sonar. í kynningu útgefanda sgeir m.a.: „Sögusvið Út í hönd er lítið veitingahús í New York þar sem lífið gengur sinn vana- gang en eigi að síður er veit- ingahúsið heimurinn í hnot- skum. Aðalsöguhetjan er gengilbeinan Coco sem dreym- ir um að verða leikkona. Skyndilega opnast Coco nýir möguleikar. Þegar hún kemur síðar í heimsókn í veitingahús- ið hafa þar orðið miklar breyt- ingar. Coco fínnur að á sama tíma og hún öðlaðist það sem hún taldi mikilvægast, glataði hún öðru sem ekki var síður mikilvægt." Útgefandi er Fróði. Bókin er 152 bls., prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuhönnun annaðist Helgi Sigurðssonar. Verð 1.890 krónur. ■ Taugastríðið heitir skáld- saga eftir breska rithöfundinn Ruth Rendell í íslenskri þýð- ingu Jónínu Leósdóttur. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin Taugastríðið fjallar um af- brotamanninn Victor Jenner sem er nýsloppinn úr langri fangelsisvist sem hann er dæmdur í fyrir að skjóta lög- reglumann og slasa hann svo alvarlega að hann verður la- maður fyrir lífsstíð. Jenner kennir lögreglumanninum um ófarir sínar og það verður að þráhyggju hjá honum að ná kynnum hans og vinna traust hans.“ Útgefandi er Fróði hjf. Bókin er 253 bls., prentunn- in í Prentsmiðjunni Odda hf. en kápuhönnun annaðist Helgi Sigurðsson. Verð 1.980 krónur. Ruth Rendell Synnöve Söe SK3 Morgunblaðið/Þorkell Sögusvuntan á Grænlandi (f.v.)Inurak, Rink Egede, Helga Araalds, Hallveig Thorlacius, Bryiýa Benediktsdóttir og Laila Hansen. Helga Arnalds og Laila Hansen gefa grænlenskum krökkum eigin- handaráritanir eftir eina sýninguna. Þess má geta að Sögusvuntunni hafa borist þakklátisbréf frá skólum í Grænlandi með ósk um að hópurinn sýni þar aftur. Sögnsvuntan á leikferöalagi í Grænlandi Einstök samvinna íslensks og grænlensks leikhúsfólks — segir Brynja Benediktsdóttir leikstjóri EINSTÖK samvinna var á milli íslensks og grænlensks leikhúsfólks við uppsetningu og sýningar á brúðuleikhúsverkinu Músinni Rúsínu eftir Hallveigu Thorlacius á Grænlandi á dögunum, að sögn Brynju Benediktsdóttur leikstjóra verksins. Hún segir að sýningin hafi magn- ast og styrkst við þátttöku þriggja grænlenskra leikara í henni. Músin Rúsína var sýnd 3.-24. október í höfuðborginni Nuuk og syðri byggðum Grænlands í tilefni af 5 ára afmæli norðvesturlandasam- starfs Islendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Grænlandsför Sögusvuntunnar verður rakin til velheppnaðar sýning- arferðar til Færeyja í vor. Eftir hana ákvað Norrænastofnunin í Græn- landi að bjóða íslenska hópnum að sýna á afmælishátíðinni. Hallveig Thorlacius tók í kjölfarið ákvörðun um að velja Músina Rúsínu og saman ákváðu þau Ole Oxholm, forstjóra Norrænustofnunarinnar, að sýningin yrði á grænlensku. Þurfti þá að hrófla svo við sýningunni sem verið hafði á íslandi að Brynju Benedikts- dóttur, leikstjóra, var boðið að koma með til að æfa grænlenska þátttak- endur í hana. Brynja sagði að æfingar með grænlensku leikurunum þremur, sem allir væru úr Silamiut-leikhÓpnum, hefðu gengið eins og best yrði á kosið og aðeins hefði tekið um 8 daga að koma þeim inn í hlutverkin í sýningunni. Grænlendingamir fóru með leikatriði en Hallveig Thorlacius höfundur verksins og Helga Amalds sáu um brúðuhreyfingar auk þess sem þær léku með í sýningunni. Hún var eina afmælisatriðið sem sýnt var á grænlensku. Eftir að Músin Rúsína hafði verið sýnd nokkrum sinnum í Nuuk var sýningin færð upp í vestri- og eystri- byggð Grænlands. „Við fómm með Þýðendakvöld á Háalofti Fógetans ÞÝÐENDAKVÖLD verður á Háa- lofti Fógetans í Aðalstræti annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 20.30. Sex þýðendur kynna þar verk sín og lesa upp úr þeim. Starfshópur þýðenda kom saman nýverið og ræddi ýmis hagsmunamál sín. Urðu menn þar ásáttir um að margt mætti færa til betri vegar og þá ekki síst að kynna almenningi betur störf þýðenda. Kaus fundurinn nefnd til að sinna þeim málum, en i henni sitja Franz Gíslason, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jóhanna Þráinsdótt- ir. Hefur nefndin leitað til nokkurra þýðenda um að kynna og lesa upp úr verkum sínum á Fógetanum annað kvöld. Ef vel tekst til verða haldin fleiri þýðendakvöld seinna í vetur, það næsta þó væntanlega ekki fyrr en í janúar og verður það auglýst síðar. Eftirtaldir þýðendur lesa upp á Háaloftinu á morgun: Þorgeir Þor- geirsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Jón Hallur Stefánsson, Berglind Gunnarsdóttir, Gyrðir Elíasson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Sögusvuntuna meðfram allri strönd- inni, allt til syðstu byggðar í Frede- riksdal. Þar búa um 200 manns og rúmlega. þriðjungur kom á sýning- una,“ sagði Brynja. Hún sagði að Hallveig hefði skrif- að verkið fyrir 3-9 ára böm en í Grænlandi hefðu bæði börn og full- orðnir skemmt sér konunglega. „Það er heldur ekki hægt að bjóða bömum upp á það sem fullorðnum leiðist," sagði Brynja í þessu sambandi. Hún sagði að áhorfendurnir hefðu tekið virkan þátt í sýningunni og minntist sérstaklega á börnin. „Auð- vitað horfa þau mikið á sjónvarp og myndbönd en návígið við leikarana er kostur leikhússins. Því höfðu þau ekki kynnst nema í gegnum sjónvarp og upplifðu því þessa skynjun mjög sterkt," sagði hún. Enda þótt leikferðalagi Sögu- svuntunar til Grænlands sé lokið er samstarfí íslenska hópsins og græn- lensku leikaranna ekki lokið því einn þeirra, Rink Egede, mun fylgjast með uppfærslu Brynju á Ronju ræn- ingjadóttur á Húsavík næstu vikur. Brynja sagði i þessu sambandi að Grænlendingum lægi á koma sér upp hæfum leikstjómm, en eins og kunn- ugt er verður Silamiut-leikhópurinn uppistaðan í grænlenska þjóðleikhús- inu þegar Norðurlandahús rís í Nuuk. Ennfremur má geta þess að Brynja er þessa dagana að hefja vinnu • við leikgerð uppúr gömlum sögnum af samskiptum eskimóa og afkomenda Eiríks rauða sem hún vonar að verði sett á svið næsta vet- ur með þátttöku íslenskra og græn- lenskra leikara. A leikferðalaginu í Grænland tók Brynja upp útvarps- og sjónvarpsefni um Grænland og er áætlað að það komi fyrir eym og sjónir almennings í byijun næsta árs. SainvinniilepðlrLinilsi/ii' Publinarfarar' á einstædum hljómleikum á Hótel Islandi föstudaginn 27. nóvember nk. Þúsundir íslendinga sóttu Dublin heim á þessu ári bæði í sumarferðum Samvinnuferða- Landsýnar og núna á haustdögum, þar sem ferðamet fyrri ára voru slegin. Eitt af fjöl- mörgu, sem lifir í minningunni frá ferðum til eyjarinnar grænu er tónlistin og því efnum við til einstæðra Liffeyside kemur hingað til lands og heldur tónleika og dansleik á Hótel íslandi, föstudaginn 27. nóvember nk. Þeir hafa skemmt þúsundum farþegaSamvinnuferða-Landsýnar á Wexford Inn og Igo Inn í Dublin, eins og allir muna sem brugðu sér í kráarferð í Dublinarferðinni. Félagarnir í Ríó tríóinu taka á móti írskum bræðrum sínum í tónlistinni og leika á tónleikunum með þeim. Glæsilegur matseðill: Rjómalöguð sjávarréttasupa Heilsteikt lambafile með rosenpiparsósu ís með hindberjasósu Verðmeð | tónleikur ogmat kr. 3.900,-j Boðið verður að smakka á ýmsu sem mirmir á bragðið af Dublin, en hér er fyrst og fremst einstakt tækifæri til að endurnýja kynnin við samferðamenn frá Dublin og hlusta á góða þjóðlagatónlist. Landsbyggðafólk! Hótel ísland býður sérstakt verð á gistingu.þessa helgi. Einstakt tilboð: Gisting í tveggja manna herbergi í eina nótt, hljómleikar og matur aðeins kr. 6.275,- pr. mann. Tvær nætur kr. 8.650,- pr. mann. Tónleikarnir hefjast kl. 22 en húsið er opnað kl. 20. LIFFEYSIDE LEIKUR EINNIG I ÁSBYRGI LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 28. NÓV. Allar pantanir í síma 91-687111. SamviiniiilerúirLandsyii' ÍPTfljAI.AND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.