Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 23 Þýskt skólafólk kveikir á kertum fyrir framan húsið þar sem þrír Tyrkir, tvær stúlkur og fullorðin kona, létust eftir íkveikju- árás nýnasista í bænum Mölln. Ofbeldi þýskra nýnasista Fatlaðir meðal fómarlambanna Bonn. Reuter. ÞAÐ eru ekki aðeins útlendingar og minnihlutahópar í Þýska- landi, sem óttast ofbeldisverk nýnasista, fatlaðir og þeir, sem eru eitthvað öðruvísi en aðrir, hafa einnig orðið fyrir aðkasti. „A dögum Hitlers hefðir þú verið sendur í gasklefana," hrópuðu nokkrir ungir misyndismenn eftir að hafa barið á Þjóðveija, sem bundinn var hjólastólnum. Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss Hiti færist í bar- áttuna um EES Zttrich. Frá Onnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. KOSNINGABARÁTTAN fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Sviss 6. desember um aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) verður harðari með hveijum deginum sem líður. Stuðningsmenn aðildar eru kallaðir þjóðarsvikarar á kosningafundum og samgöngu- ráðherra var kallaður svin eftir sjónvarpsþátt í síðustu viku. Andstæð- ingar aðildar voru svo æstir og stórorðir að ráðherrann skammað- ist sín fyrir þá. „Hvað myndu útlendingar halda um lýðræðið í land- inu ef þeir sæju þennan þátt,“ segist hann hafa hugsað um leið og hann svaraði fyrir sig og útskýrði ágæti EES. EES Tíu aðild- arríki EB eig’a eftir að staðfesta samninginn Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. PORTÚGALIR og írar eru einu aðildarþj óðir Evrópubandalagsins (EB) sem hafa staðfest samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Búist er við því að flest ríkjanna hafi staðfest samninginn fyrir lok ársins. Spánverjar hafa þó ákveðið að bíða eftir niðurstöð- um tvíhliða samninga EB við Norðmenn um skipti á veiðiheim- ildum áður en þeir staðfesta samn- inginn. Fjögur aðildarríki Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA), Svíþjóð, Noregur, Finnland og Austurríki, hafa staðfest samninginn um EES. Svisslendingar greiða um hann þjóð- aratkvæði 6. desember og Liecht- enstein viku síðar. Samningurinn verður ekki staðfestur á Alþingi ís- lendinga fyrr en lokið er samningum um skipti á veiðiheimildum við EB. Samkvæmt áætlunum þjóðþinga Dana, Þjóðveija og Grikkja verða greidd atkvæði um samninginn fyrir lok þessa mánaðar. I Belgíu hefur samningurinn verið lagður fyrir ut- anríkisnefnd þingsins, Hollendingar og ítalir hafa þegar lagt samninginn fyrir þjóðþingin. í Hollandi er óleyst vandamál vegna fundarskapa sem kveða á um lágmarkstíma á milli afgreiðslna í þingdeildunum. Sam- kvæmt hollenskum heimildum verður leitað afbrigða á reglunum til þess að afgreiða megi samninginn fyrir áramót. Á Bretlandi er málið til meðferðar í lávarðadeildinni og fer þaðan til neðri deildarinnar sem ætti að af- greiða það fyrir lok desember. í Lúx- emborg er gert ráð fyrir atkvæða- greiðslum í þinginu um EES upp úr miðjum desember. Franska ríkis- stjórnin tekur samninginn fyrir í dag og reiknað er.með því að hann verði afgreiddur af franska þinginu með afbrigðum frá fundarsköpum, vegna tímahraks, fyrir lok desember. Spánvetjar ætla hins vegar að bíða eftir niðurstöðum samningaviðræðna við Norðmenn en þeir telja sig eiga mikilla hagsmuna að gæta vegna mögulegra veiðiheimilda í Barents- hafi sem m.a. er fjallað um í þeim samningum. Portúgalska þingið hef- ur þegar afgreitt samninginn og írska þingið samþykkti EES samn- inginn í atkvæðagreiðslu 30. okt. sl. Fyrir skömmu varð sá atburður á neðanjarðarbrautarstöð í Hann- over, að manni í hjólastól var hrint niður brattan stiga. Komst mað- urinn, fyrrverandi íþróttamaður, sem slasaðist mikið fyrir 13 árum, lífs af en honum varð svo mikið um niðurlæginguna, sem honum fannst hann verða fyrir, að hann stytti sér aldur nokkru siðar. Þetta atvik og önnur af sama toga hafa valdið því, að margir Þjóðverjar eru farnir að velta því fyrir sér hvort nýnasistar muni ekki aðeins ráðast á innflytjend- ur, sígauna og gyðinga, heldur einnig á aðra þá, sem þóttu óæski- legir á Hitlerstímanum, fatlað fólk, kynvillinga og alla, sem þora að bjóða þeim byrginn. Hafa margir málsmetandi menn varað við þessari þróun. Fjölmiðlar hafa skýrt frá rpörg- um árásum á fatlað fólk og Mari- on Becker, ung kona í hjólastól, kvaðst hafa reynt að kæra fimm nýnasista, sem hefðu barið hana og rænt. „Þakkaðu bara fyrir að vera á lífi“ var svarið, sem hún fékk hjá lögreglunni. Þá hefur einnig verið rætt við Irene Schir- mer, ekkju Gunters Schirmers, fatlaðs íþróttamanns, sem svipti sig lífi í september sl. Hafði hann þá orðið fyrir aðkasti nýnasista um margra mánaða skeið og mátti ekki láta sjá sig úti á götu án þess að vera hrint eða hrækt á hann. „Kannski þessir ungu menn hafi rétt fyrir sér — á' Hitl- erstímanum hefði ég örugglega verið gendur í gasklefann," sagði Schirmer í kveðjubréfinu. Sögur svipaðar þessum eru margar en Karl Finke, umboðs- maður blindra og fatlaðra í Neðra- Saxlandi, segir, að ekki sé rétt að kenna eingöngu nýnasistum um. „Framkoma af þessu tagi verður æ algengari hjá venjulegu fólki,“ sagði hann. Skoðanakannanir benda til að til- lagan um aðild að EES verði felld í meirihluta kantónanna 26. Hlutfall óákveðinna í könnunum er þó það hátt að öll nótt er ekki úti enn fyrir stuðningsmenn aðildar. Þeir láta æ meir frá sér heyra en andstæðing- arnir eru betur skipulagðir og hafa yfir meiri fjármunum að ráða. Helstu leiðtogar þeirra, þingmennirnir Chri- stoph Blocher, atvinnurekandi, og Walter Frey, bílainnflytjandi, eru milljónamæringar og sjá ekki eftir frönkum sem fara í baráttuna gegn aðild Sviss að EES. Leiðtogar vélaiðnaðarins boðuðu til blaðamannafundar í vikunni og kenndu óvissunni um EES og líkun- um á að Sviss einangrist í Evrópu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um kreppuástand sem nú ríkir í iðnaðin- um. Þeir sögðust vilja gera þjóðinni ljóst fyrir kosningarnar hvaða erfið- leikar bíða hennar ef hún fellir tillög- una um aðild að EES. „Við viljum ekki verða sakaðir um það eftir Eins og stendur er nóg að bátar séu a.m.k. 30 metra frá hvölum, en lagt er til að þeir megi ekki sigla nær en 100 metra. Þegar tillaga þessi var kynnt hér í Boston í vik- unni reyndust jafnt lærðir sem leik- ir, vísindamenn sem skipstjórar báta og almenningur, aldrei hafa heyrt neitt jafnfráleitt. Því var hald- ið fram að ekki væri sannað að hvali sakaði er siglt væri nærri þeim, en hins vegar væri næsta víst að hvalskoðunarviðskipti myndu hrynja ef þessi mörk væru nokkur ár að hafa ekki skýrt nógu greinilega frá stöðu iðnaðarins og áhrifum EES á hann,“ svaraði einn leiðtoganna þegar hann var spurður hvort upplýsingarnar um erfiðleika iðnaðarins væru ekki bara liður í kosningabaráttunni. Almenningur hefur sjaldan haft eins mikinn áhuga á nokkrum kosn- ingum. Andstaðan er mest í þýsku- mælandi hluta landsins. Fólk óttast um sjálfstæði landsins, lýðræðið og launakjör og telur víst að óæskilegir útlendingar flykkist til landsins ef þeir fá leyfi til þess. Adolf Ogi, sam- gönguráðherra, og Arnold Koller, dómsmálaráðherra, útskýrðu í fyrr- nefndum sjónvarpsþætti, sem 759.000 manns horfðu á, af hverju þessi ótti væri óþarfur. Það var hróp- að og púað á þá en flestum kemur saman um að þeir hafi staðið sig vel. Ogi vonar að þeir hafi unnið óákveðna yfir á sitt band og þáttur- inn hafi ekki verið sýndur hálfum mánuði of seint. sett og við það myndi almennur stuðningur við hvalfriðun að engu verða. „Þetta er alfarið gegn hags- munum hvala,“ sagði Roger Payne hjá Hvalverndunarstofnuninni, virtri rannsóknarstofnun. „Ég trúi á hvalskoðun. Fátt er hvölum mikil- vægara.“ John Prescott, forstjóri sædýrasafns Nýja-Englands, sagði að bandarískum yfirvöldum væri nær að snúa sér að kjarna málsins, „hve mikla fæðu við ætlum að skilja eftir í hafínu fyrir sjávarspendýr“. Stuðlar vemd hvala að útrýmingu þeirra? Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgnnblaðsins. Hvalskoðunarferðir eru mjög vinsælar víða undan ströndum Bandaríkjanna, meðal annars undan norðausturströndinni, og eiga sennilega einhvern þátt í því hvað málstaður hvalfriðunarsinna er vinsæll hér í landi. Nú vilja bandarísk yfirvöld hins vegar banna bátum að sigla jafnnálægt hvölum og áður. TOSHIBA Super ' TUBE YNDLAMPINN SKIPTIR OLLU MALI! o«K Myndgæði litsjónvarpstækja byggjast aðallega á myndlampanum. TOSHIBA býður nú áður óþekkt myndgæði með nýja Super C-3 myndlampanum, sem gefur skýrari og bjartari mynd en eldri gerðir. Skil milli lita eru skarpari og ný gerð af síu hindrar stöðurafmögnun og minnkar glampa. Sjón er sögu ríkari, komið í verslun okkar og kynnist nýju T0SHIBA Super C-3 litsjónvarps- tækjunum af eigin raun! Einar Farestveit & Co. Borgartúni 28 — S 622901 og 622'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.