Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stórt skref - ekki lokaskref Iumræðum um fiskveiðistefn- una á undanfömum misser- um hefur Morgunblaðið lagt áherzlu á eftirfarandi: í fyrsta lagi væri óviðunandi að tak- mörkuðum hópi útgerðar- manna væri aflient sameign þjóðarinnar, fiskimiðin, til af- nota endurgjaldslaust en hefðu rétt til að stunda viðskipti með veiðiheimildir sín í milli. í öðru lagi að gjaldtaka í einhveiju formi væri eðlileg, þar sem um sameiginlega auðlind væri að ræða. í þriðja lagi að sjálfsagt væri að veita útgerðinni um- þóttunartíma frá því að ákvörðun væri tekin um gjald- töku og þar til hún kæmi til framkvæmda, þannig að út- gerðin byijaði að greiða gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum síðar á þessum áratug en að full gjaldskylda kæmi til t.d. um aldamótin. Jafnframt hefur Morgunblaðið í skrifum sínum um sjávarútvegsmál lagt áherzlu á nauðsyn þess að fækka skipum í rekstri svo og fiskverkunarhúsum. Með ákvörðun þeirri sem ríkisstjómin tók um helgina um stofnun þróunarsjóðs sjáv- arútvegsins og gjaldtöku af útgerðinni, sem hefjist á árinu 1996, er komið að verulegu leyti til móts við þau sjónarmið sem Morgunblaðið hefur sett fram í umfjöllun blaðsins um málefni sjávarútvegsins um nokkurt árabil. Þróunarsjóðn- um er lagt til fé til þess að kaupa upp eignir sjávarútvegs- fyrirtækja, bæði skip og fisk- verkunarhús, og stefnt er að því að gjaldtaka af útgerðinni standi undir útgjöldum sjóðsins af þessum sökum. Augljóst er að hér verður um vemlega íjár- muni að ræða og mun meira en þá 4 milljarða, sem ætlunin er að leggja sjóðnum til með lántöku í upphafi. Ástæðan er sú, að nauðsynlegt er að úrelda meira af skipum og fisk- vinnslustöðvum en þessi upp- hæð segir ti! um. Fyrirsjáan- legt er að þar verður um vem- lega hærri upphæðir að ræða. Það verður því að ganga út frá því sem vísu að þær hug- myndir, sem fram komu hjá sjávarútvegsráðherra og for- manni LÍU í Morgunblaðinu í gær um að þessi gjaldtaka mundi einungis nema svipaðri upphæð og andvirði veiðiheim- ilda Hagræðingarsjóðs er talið verða, séu á misskilningi byggðar. Ef svo væri ekki stæði þessi ákvörðun ríkis- stjómarinnar ekki undir þeim vonum, sem við hana em bundnar. Yfírlýsing Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á Alþingi í gærkvöldi, sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag, tekur raunar af öll tvímæli um það að skilningur Morgun- blaðsins á ákvörðun ríkis- stjómarinnar er réttur. En jafnframt er yfirlýsing Krist- jáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, í Morgunblaðinu í dag um að hann hafni yfirtöku Þróun- arsjóðs á Atvinnutryggingar- sjóði, vísbending um að stuðn- ingur LÍÚ við ákvörðun ríkis- stjómarinnar sé í hættu og það út af fyrir sig er áhyggjuefni. Skilja má yfirlýsingar ráð- herra á þann veg að þeir telji að með þessum ákvörðunum um málefni sjávarútvegsins sé lokið störfum þeirrar nefndar sem skipuð var til þess að end- urskoða fiskveiðilöggjöfina. Sú afstaða ríkisstjórnarinnar breytir hins vegar engu um það, að gallar kvótakerfisins em enn fyrir hendi. Andstaðan við það hefur ekki verið bundin kröfunni um gjaldtöku nema að takmörkuðu leyti. Þess vegna má búast við því að andstæðingar kvótakerfisins haldi baráttu sinni áfram að fullum krafti, þótt framsal veiðiheimilda gegn greiðslu sé allt annað mál, þegar gjaldtaka er kominn til sögunnar. Þótt andstaðan gegn kvótakerfinu hafi vaxið mjög á undanförn- um mánuðum og misserum hefur alltaf verið ljóst að and- stæðingar þess hafa ekki verið á einu máli um það, að taka bæri upp gjaldtöku fyrir að- gang að fískimiðunum. Margir þeirra aðila innan sjávarút- vegsins sem em andvígir kvótakerfinu hafa einnig verið andvígir öllum hugmyndum um gjaldtöku en aðrir ekki. Þess vegna má búast við að fylkingar andstæðinga kvóta- kerfisins raðist upp með nýjum hætti eftir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Þessi viðhorf breyta engu um það að með ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hefur verið brotið blað í málefnum sjávanitvegs- ins og stórt skref verið stigið í átt til nýrrar stefnu í sjávarút- vegsmálum. AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR í EFNAHAGSMÁLUM Erfitt að innheimta há- telguskatt í stnðgreiðslu ÝMISLEGT í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ber merki málamiðlunar margra sjónarmiða. Dæmi um það er svokallaður hátekju- skattur og hækkun reiknaðra launa sjálfstæðra atvinnurekenda. Þegar þessar aðgerðir eru skoðaðar nánar sést að framkvæmdin hefur ekki verið hugsuð til enda og embættismenn eru þessa dagana að reyna að finna leiðir fram hjá tæknilegum og efnislegum hindrunum. Viðmæl- endur Morgunblaðsins telja að hækkun reiknaðra launa sjálfstæðra atvinnurekenda skili mjög litlum tekjum í ríkissjóð þegar upp verður staðið vegna þess að meginhluti þess sem innheimtist í staðgreiðslu á næsta ári verði endurgreitt eftir álagningu árið eftir. Þá er búist við að hækkun reiknaðra launa ýti undir stofnun fjölda sjálfstæðra sam- eignarfélaga og hlutafélaga um rekstur sem menn hafa áður verið með í eigin nafni. Vegna fyrirhugaðrar mismununar rekstrarforma við álagningu tekjuskatts virðast menn geta haft skattahagræði af stofnun sjálfstæðra félaga um reksturinn. Hækkun reiknaðra launa umdeild Hugmyndir um hátekjuskatt og hækkun reiknaðra launa atvinnurek- enda eru komnar frá fulltrúum Al- þýðusambands íslands í atvinnu- málanefnd ríkisstjómarinnar. Báðar tillögumar mættu mikilli andstöðu. Það sem eftir var af hugmyndunum eftir umfjöllun atvinnumálanefndar og stjómmálamanna var tekið með í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar. Greinilegt er, þegar bomar eru sam- an upphaflegar tillögur og það sem endanlega komst á blað, að þessar umræddu aðgerðir eru teknar með nánast til málamynda, það er án þess að þær hafi afgerandi gildi fyr- ir tekjuöflun ríkissjóðs, til þess að allir kannist við eitthvað af tillögum sínum í endanlegri gerð yfírlýsingar ríkisstjórnarinnar. Einn viðmælandi Morgunblaðsins telur að gleymst hafí að hugsa fyrir kostnaði við breytingar á skatta- og innheimtukerfinu sem svo litlu skili í ríkissjóð. Talar hann um að breyt- ingin kosti tugi milljóna kr. Einn af þeim sem undirbjuggu tillögurnar segir að hugsað hafí verið um kostn- að við framkvæmdina, en hann ekki áætlaður nákvæmlega. Telur hann að menn mikli oft .fyrir sér kostnað við slíkar breytingar. Erfitt að innheimta hátekjuskatt Embættismenn sem rætt er við sjá ýmsa örðugleika við innheimtu sérstaks 5% tekjuskatts á tekjur ein- staklings með yfír 200 þúsund kr. tekjur á mánuði og hjóna með yfír 400 þúsund kr. í greinargerð með yfirlýsingunni kemur fram að inn- heimta á hátekjuskattinn í stað- greiðslu og gera hann síðan upp við álagningu. Gagnrýnendur benda á að tekjur margra hópa séu mismun- andi milli tímabila og nefna sjómenn sem dæmi um það. Þeir geti verið með tekjur yfir hátekjuskatti eftir góða túra en dottið síðan niður í tekj- um á milli. Ekki á að skipta máli hvort hjónanna aflar teknanna og virðist því vera útilokað að innheimta hátekjuskattinn í staðgreiðslu hjá fólki með breytilegar tekjur nema launagreiðandinn geti mánaðarlega aflað sér upplýsinga um tekjur mak- ans. Það virðist óframkvæmanlegt auk þess sem það brýtur í bága við það grundvallaratriði staðgreiðslu- kerfisins að slíkar upplýsingar séu veittar milli fyrirtækja. Skattkortin sem nú eru notuð hafa aðeins að geyma upplýsingar um persónuaf- slátt viðkomandi og hvemig hann er nýttur. Sérfræðingur í skattamálum seg- ist ekki sjá hvemig mögulegt sé að framkvæma þann hluta yfírlýsingar ríkisstjórnarinnar sem snýr að há- tekjuskatti nema með verulegum breytingum. Segir hann að með þessu sé verið að setja upp nýtt stað- greiðslukerfi sem þyrfti að undirbúa í heilt ár. Einn af þeim sem undirbjuggu yfirlýsingu ríkisstjómarinnar segir að framkvæmdin hafí verið rædd ít- arlega en viðurkennir að ekki hafi verið búið að finna lausn á umrædd- AF INNLENDUM VETTVANGI HELGI BJARNASON um framkvæmdaatriðum. Segir hann að búast megi við því að verulegur hluti hátelq'uskattsins skili sér ekki fyrr en við álagningu árið eftir og hafi verið gert ráð fyrir því við áætl- un tekna af honum á næsta ári en þá er reiknað með 300 milljóna kr. tekjum í ríkissjóð. Háttsettur emb- ættismaður í fjármálaráðuneytinu segir að ekki verði auðvelt að inn- heimta hátekjuskattinn í staðgreiðslu eins og gert er ráð fyrir í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar, og því hljóti að verða að leita annarra leiða. Nefnir hann þá hugmynd að hátekjuskattur- inn verði áætlaður og miðaður við tekjur ársins á undan og mönnum gert að greiða mánaðarlega hluta áætlunarinnar, á sama hátt og fyrir- framgreiðsla skatta var ákveðin áður en staðgreiðslukerfið var tekið upp. í slíku fyrirkomulagi er erfitt að taka tillit til tekjubreytinga á milli mánaða og ára sem algengar em í sumum þeirra hópa sem munu fá hátekju- skattinn á sig. Annar embættismað- ur bendir á að einfaldast væri að blanda hátekjuskattinum ekki saman við staðgreiðsluna og gera mönnum skylt að standa sjálfir skil á honum mánaðarlega. Þær lausnir sem eink- um munu vera ræddar nú felast í því að hátekjuskattinum verði ekki blandað saman við staðgreiðsluna en sérstakt kerfí sett upp til að inn- heimta hann. Grundvallarbreyting Þegar núverandi tekjuskatts- og staðgreiðslukerfi var tekið upp var fallið frá hugmyndum um hátekju- skatt, meðal annars vegna þess að reyna átti að hafa kerfið sem einfald- ast og auðveldast í framkvæmd. Upptaka hátekjuskattsins brýtur augljóslega í bága við þessa stefnu og segja sumir að hún skemmi núver- andi skattkerfi. Hugmyndin stóð lengi í stjórn- málamönnunum. Um tíma var verið að ræða um skyldusparnað á hátelq'- ur, eins og áður hefur verið gripið til við svipaðar aðstæður, en hug- myndin un) hátekjuskatt til tveggja ára með háum skattleysismörkum sem ekki skilar miklum fjárhæðum í ríkissjóð varð til á síðustu stigum undirbúnings efnahagsaðgerðanna, til þess að koma til móts við kröfur ASI og hluta Alþýðuflokks, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. í atvinnumálanefndinni voru einn- ig skiptar skoðanir um gagnsemi hugmynda um mikla hækkun reik- naðra launa sjálfstæðra atvinnurek- enda, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Fulltrúar ASÍ lögðu til að þessi reiknuðu laun yrðu hækkuð um 40-45% þannig að það, ásamt hertu skatteftirliti, skilaði á þriðja milljarð kr. í ríkissjóð. Rökstuddu þeir þetta meðal annars með því að sjálfstæðir atvinnurekendur miðuðu í mörgum tilvikum niðurstöðu rekstr- ar síns við þetta reiknaða endurgjald og með hækkun viðmiðunarmarka þess myndu þeir gefa meira af tekj- um sínum upp til skatts. Þeir sem lögðust gegn þessari hugmynd sögðu að hækkun viðmið- unarlaunanna myndi ekki skipta miklu máli fyrir tekjur ríkissjóðs þegar upp væri staðið því raunveru- legar tekjur viðkomandi hækkuðu ekki við þessa aðgerð og þeir fengju því ofgreidda staðgreiðslu endur- greidda við álagningu árið eftir. Bentu þeir á að mjög ólíkir hópar féllu undir þessa skilgreiningu og ósennilegt væri að þeir hækkuðu tekjur sínar sjálfkrafa í takt við reiknaða endurgjaldið. Niðurstaðan var málamiðlun. Ákveðið var að hækka viðmiðunina um 15% með þeim rökum að hún hefði ekki fylgt launaþróun viðmið- unarhópa og var gert ráð fyrir að það ásamt hertu skatteftirliti skilaði ríkissjóði allt að 300 milljór.um kr. Menn sem vinna við eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi eiga að reikna sér laun í samræmi við viðmiðunarreglur sem ríkisskattstjóri gefur út og skila af þeim staðgeiðslu burtséð frá því hvaða tekjur rekstur- inn skilar þeim. Hugsunin á bak við reiknað endurgjald er að einangra laun eigandans frá rekstri fyrirtækis- ins. Viðmiðunarreglur ríkisskatt- stjóra miðast við laun fyrir venjuleg- an vinnutíma (dagvinnutíma) við sambærileg störf. Skilar litlu í ríkissjóð Viðmiðunartekjurnar eru ákaflega mismunandi eftir tegundum starfa, eða frá 46 þúsund krónum á mánuði og upp í 223 þúsund. Sérmenntaðir menn eru með hæstu launin. Viðmið- unartekjur þeirra eru á bilinu 153 til 223 þúsund kr. á mánuði eftir umfangi reksturs. Undir þann flokk falla til dæmis læknar, lögfræðingar, löggiltir endurskoðendur, tannlækn- ar, verkfræðingar og fleiri. Stjórn- endur við eigin atvinnurekstur, til dæmis iðnað, verslun, útgerð og fleira, þurfa að reikna sér 137 til 194 þúsund á mánuði. Eigendur lí- tilla fyrirtækja á þessu sviði eru á bilinu 91 til 113 þúsund. Iðnaðar- menn hafa viðmiðunartekjur á bilinu 85 til 92 þúsund eftir fjölda starfs- manna. Bifreiðastjórar og fleiri reikna sér 64 þúsund. Sjómenn eru í sérstökum flokki. Miðað er við 81 þúsund hjá hásetum og 117 þúsund hjá skipstjórum svo dæmi séu tekin. Langlægstu viðmiðunartekjumar era hjá bændum, eða 46 þúsund kr. á mánuði en þær era reiknaðar út frá launaþætti bóndans í verðlagsgrand- velli búvara. Litið er á reiknaða staðgreiðslu sem inngreiðslu á væntanlega skatta þessara hópa. Við álagningu eftir árið er dæmið gert upp. Þar era ákveðnar takmarkanir á því hvað skattstjóri má reikna atvinnurek- andanum há laun umfram það sem reksturinn skilar. Þannig má skatt- stjóri ekki mynda meira tap en nem- ur reiknuðum gjaldaliðum rekstrarreiknings, það er almennum fymingum og reiknaðri gjald- færslu. Þá má ekki mynda tap af rekstri með reikn- uðum launum til elli- og örorkulífeyrisþega. Þetta þýð- ir að þó að viðmiðunartekjur í stað- greiðslu séu hækkaðar þýðir það ekki sjálfkrafa hærri skattgreiðslur viðkomandi. Embættismaður sem vel þekkir til þessara mála telur reyndar að megnið af staðgreiðslunni sem 15% álag á reiknuð laun skilar á næsta ári verði endurgreitt úr ríkis- sjóði eftir álagningu árið eftir. Einn af þeim sem vann að undirbúningi tillagnanna segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort tekju- skattslögunum verði breytt frekar, til dæmis með því að afnema tak- mörkun tapmyndunar í rekstri, til þess að reyna að halda þessum tekj- um eftir í ríkissjóði. Loks má geta þess að ekki hefur verið ákveðið hvemig staðið verður að fram- kvæmdinni að öðru leyti, til dæmis hvort viðmiðunartekjur allra stétt- anna verða með 15% álagi eða hvort álagið kemur misjafnt niður. Skriða nýrra félaga? Hugsanlegt er að hækkun reikn- aðs endurgjalds leiði til þess að menn sem hingað til hafa rekið fyrirtæki sín sem einstaklingar sjái sér nú hag í því að stofna sjálfstæð sameignarfé- lög eða hlutafélög um reksturinn. Með því móti gætu þeir greitt sér tiltölulega lág laun og í staðinn látið fyrirtækin greiða tekjuskatt af hagn- aðinum. Þessi möguleiki opnast við það að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að tekjuskattur á hreinar tekjur fyrirtækja í félagsformi verði lækkaður úr 45% í 33%. Sá ójöfnuð- ur í tekjuskattsálagningu fyrirtækja og einstaklinga sem við þetta mynd- ast getur leitt til stofnunar fjölda sjálfstæðra smáfélaga um rekstur sem menn hafa verið með í eigin nafni. Ef rekstrarformum verður mis- munað með því að taka mismunandi tekjuskattshlutfall af hreinum tekj- um atvinnurekstrar einstaklinga annars vegar og félaga hins vegar má búast við því að ýmsir einstakl- ingar með rekstur, til dæmis skatta- kóngar Reykjavíkur og annarra kjör- dæma, neyðist til þess að setja rekst- ur sinn í félagsform. Þá má búast við skriðu af gervifélögum, það er að segja félögum sem í raun era stofnuð um atvinnurekstur eins manns en ekki tveggja eða fleiri eins og hugsunin með félagi hlýtur að vera eðli málsins samkvæmt. Hækkun reiknaðra launa sjálfstæðra atvinnurekenda skilar ríkissjóði litlu Skattlagningu mótmælt Morgunblaðið/Sverrir Þráinn Bertelsson formaður Rithöfundasambandsins og Hjálmar H. Ragnarsson forseti Bandalags íslenskra listamanna afhenda Davíð Oddssyni forsætisráðherra mótmæli gegn áformum um að skattleggja útgáfu og menningarstarfsemi. Heiðurslaunahafar mótmæla skattlagningu á bækur TÓLF þeirra listamanna, sem eru á heiðurslaunalista Alþingis, hafa skorað á sljórnvöld að hverfa frá öllum áformum um aukna menningar- skatta og lýst yfir fyllsta stuðningi við baráttu Bandalags íslenskra listamanna og Rithöfundasambands íslands gegn skattlagningu bóka. Hjálmar H. Ragnarsson forseti Bandalags íslenskra listamanna og Þráinn Bertelsson formaður Rithöf- undasambandsins afhentu Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær áskoranina undirritaða af heiðurs- launahöfunum Halldóri Laxnes, Árna Kristjánssyni, Jóni Nordal, Hannesi Péturssyni, Kristjáni Dav- íðssyni, Guðbjörgu Þorbjamardóttur, Jóranni Viðar, Jakobínu Sigurðar- dóttur, Thor Vilhjálmssyni, Sigfúsi Halldórssyni, Jóni úr Vör og Matthí- asi Johannéssen. Þá afhentu Þráinn og Hjálmar forsætisráðherra ályktun aðalfundar Bandalags íslenskra listamanna frá 21. þessa mánaðar, þar sem mót- mælt er áformum um að skattleggja útgáfu- og menningarstarfsemi. í ályktuninni segir meðal annars, að það væru hörmuleg mistök að vega að rótum íslenskrar menningar á sama tíma og stefnt sé að þátttöku í nánu samstarfí Evrópuþjóða innan Evrópska efnahagssvæðisins, þegar gera megi ráð fyrir að íslensk tunga og menning eigi eftir að verða fyrir stórfelldara áreiti erlendra menning- arstrauma en dæmi séu um í sögu þjóðarinnar. Davíð Oddsson Landsútsvar viss hortittur „ÞAÐ má alveg segja að landsút- svar sem slíkt sé viss hortittur i þeim efnahagsráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að ráðist verði í,“ sagði Davíð Odds- son, forsætisráðherra við Morgun- blaðið í gær. Kristinn Björsson, forstjóri Skelj- ungs hf. sagði í Morgunblaðinu í gær, að landsútsvar væri orðin sértæk að- gerð, með þeirri ákvörðun ríkisstjóm-- arinnar að það yrði ekki fellt niður eins og aðstöðugjald fyrirtækja á næsta ári. Forsætisráðherra sagði það rétt vera, að landsútsvarið væri ekki inni í þeim pakka, sem hann kynnti á Alþingi í ræðu sinni í fyrradag. „Það getur vel verið að það mál beri að skoða betur,“ sagði Davíð Oddsson. --------» ♦---- Samtök fjárfesta Fargiléttaf sjíarifjár- eigendum FARGI er létt af sparifjáreigendum með ákvörðun stjórnvalda um að hverfa frá skattlagningu vaxta af sparifé landsmanna, segir í frétt frá Samtökum fjárfesta. í fréttinni segir: „Stjóm Samtaka fjárfesta vekur athygli á þeirri stað- reynd að síendurtekin umræða um væntanlega skattlagningu vaxta af sparifé undanfarin ár hafí markvisst dregið úr almennum spamaði og þar með stuðlað að skuldasöfnun erlendis og hækkandi vöxtum." Samtökin ítreka í ályktuninni, að öflugur spamaður sé ein sterkasta forsenda lágra raunvaxta. Aform um virðisaukaskatt á bækur ogfjölmiðlun harðlega gagnrýnd ÁFORM ríkisstjórnarinnar um 14% virðisaukaskatt á ljósvaka- og prentmiðla sæta harðri gagnrýni. Undanþágum frá virðisaukaskatti á að fækka og leggja hann á af- notagjöld útvarps og sjónvarps- stöðva frá áramótum, en fyrirhug- að er að leggja gjaldið á bækur, blöð og tímarit frá júlíbyrjun. Þannig hækkar mánaðaráskrift að Stöð 2 úr 2.690 krónur í 3.067 og afnotagjöld Rikisútvarpsins úr 1.687 í 1.923 krónur. Forystumenn i bókaútgáfu og prentiðnaði óttast að mjög dragi úr kaupum á blöðum og bókum með verðhækkuninni sem skattinum fylgi. „Þessi áform era reiðarslag fyrir íslenska bókaútgáfu," segir Jóhann Páll Valdimarsson formaður Félags bókaútgefenda. „Flestum er ljóst að bókaútgáfan berst í bökkum, tíð gjaldþrot og rekstrarerfíðleikar bera þess vitni. Útgefendur hafa ekki hækkað verð bóka í þijú ár frá því virðisaukaskatti var aflétt og ástæðan er þessi: Við teljum markaðinn svo viðkvæman að minnsta verðhækkun komi harkalega niður á sölu.“ Jóhann telur að skatturinn myndi valda því að minna yrði um útgáfu vandaðra og viðamikilla bóka. „Oft fjalla þessar dýrari bækur um menn- ingarleg efni,“ segir hann, „og áform stjórnvalda eru kynnt á sama tíma og Bókaútgáfa menningarsjóðs er lögð niður með þeim rökum að al- mennum markaði sé treystandi til útgáfu bóka sem hún snerist um. Mér er ljóst að þjóðin glímir við efnahags- vanda, en menning og tunga, grund- völlur tilveru okkar getur ekki verið til ráðstöfunar." Örn Jóhannsson formaður Félags íslenska prentiðnaðarins kveðst óttast þau áhrif skattlagningarinnar að prentun bóka og tímarita dragist sam- an. „Við mótmæltum í haust virðis- aukaskatti á bækur,“ segir hann, „og teljum sýnt að hann valdi nokkrum erfiðleikum í prentiðnaði. Hins vegar fögnum við niðurfellingu aðstöð- gjalds, sú ráðstöfun hlýtur að bæta stöðu íslensks prentverks í samkeppni við erlent.“ Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkisútvarpsins segist frá upphafí hafa verið eindregið fylgjandi þeirri aðferð að koma á lægra stigi virðis- þær muni bæta stöðu iðnaðar og fisk- vinnlu í landinu. Hann segir að sveit- arfélög á Suðurnesjum hafi lagt til að stofnaður verði atvinnuþróunar- sjóður þar til að styrkja fyrirtæki sem fyrir eru og leggja fé í atvinnuskap- andi tækifæri. „Við teljum eðlilegt að stjórn svona aukaskatts. Hann segir að með þessu hækki afnotagjöld útvarps og sjón- varps um 236 krónur og verði frá áramótum tæpar 1.700 á mánuði. Rétt sé að skatturinn komi harðar niður á Stöð 2 en sú stöð hafí greitt aðstöðugjald sem falli niður um leið og skatturinn Ieggist á. Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri Stöðvar 2 segir að virðisaukaskattur- inn bitni beint á áskrifendum stöðv- arinnar, mánaðargjald hækki í rúmar 3.000 krónur og í heild þýði skattur- inn um 150 milljóna króna álögur á sjálfseignarsjóðs yrði skipuð fulltrúum sveitarfélaga á svæðinu og frá ríki og þeim fyrirtækjum sem hlut ættu að máli,“ segir Ellert. „Ef ég fengi að ráða myndi ég byrja á að kaupa hlutabréf í fiskvinnslu og útgerð, það myndi strax skila árangri, hér eru yfir hundrað fyrirtæki í slíkum rekstri. Ég myndi líka vilja sjá Bandaríkja- menn koma inn í sjóðinn um leið og áskrifendur. Hann telur óréttlátt að áskrifendur Stöðvar 2 séu skyldaðir til að borga líka fyrir ríkissjónvarpið ' og greiða þar með virðisaukaskatt í tvígang. „Fjölmiðlum er mismunað í þessari skattlagningu," segir Bjami. „Ljós- vakamiðlar fá álagningu frá ársbyrj- un en blöð um. mitt sumar. Svo á eftir að koma í ljós hvort lagt verði á bækur og blöð yfír höfuð. Við lítum þannig svo á að byrðin af þessum skatti leggist fyrst og fremst á áskrif- endur Stöðvar 2.“ dregur úr notkun þeirra á íslensku vinnuafli hjá varnarliðinu." Vandi í atvinnumálum á Suðumesj- um hefur verið talsvert til umræðu í haust, fulltrúar sambands sveitarfé- laga þar funduðu með forsætisráð- herra, utanríkisráðherra ræddi ástandið við heimamenn og formaður Alþýðubandalagsins hélt fund um það. Davíð Oddsson hefur skipað nefnd til að vinna tillögur um aðgerðir til að hressa upp á atvinnulíf svæðisins og veitir ólafur Davíðsson ráðuneytis- stjóri hans henni forstöðu. Ellert Ei- ríksson situr í nefndinni og segir að ekki sé ætlunin að gaufa lengi við tillögugerðina. 500 milljónir króna til atvinnuaðgerða á Suðurnesjum LOdega notaðar til að stofna atvinnuþróunarsjóð ELLERT Eiríksson formaður Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum segist telja líklegt að þær 500 milljónir sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita til atvinnumála á Suðurnesjum fari um sérstakan sjóð sem rætt hefur verið um. Gert er ráð fyrir að peningunum verði varið í samstarf sveitarfélaga, íslenskra aðalverktaka og annarra fyrirtælqa. Þannig er líklegt að aðilar eins og íslenskir aðalverktakar, Sameinaðir verktakar og varnarliðið leggi einnig eitthvað í slikan sjóð auk sveitarfé- laga á svæðinu. Ellert kveðst sáttur við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.