Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 36
m MPRGUNBUAÐIP MIÐyiKUDAGUK 2ý. NÓyftMBÉR, 199? Axel Þorkelsson skipstjóri - Minning’ Fæddur 25. nóvember 1920 Dáinn 17. nóvember 1992 Mig langar með nokkrum orðum að minnast elsku afa míns, Axels Þorkelssonar, sem fallinn er frá. Afí er stór hluti af bemskuminning- um mínum. Við eigum að baki sam- an ótal sundferðir, útilegur og skondin uppátæki. Ég mun alltaf muna eftir afa sem fjörugum og skemmtilegum manni sem ávallt var reiðubúinn að gera hvað sem var fyrir alla. Það er erfítt að hugsa til þess að samvistum okkar í þessu lífí sé lokið. Ég hugga mig við að nú líður honum vel og í fyllingu tímans munum við hittast aftur. Minningin um hlýjan, traustan og yndislegan mann mun ljóma í hjört- um okkar sem eftir stöndum. Nú hverfí oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum því dauðinn til lífsins oss leiðir, qá, lausnarinn brautina greiðir. (S.T. - Sbj.E.) Guðmunda Kristjánsdóttir. Hinn 17. nóvember sl. lést í Land- spítalanum Axel A. Þorkelsson, til heimilis í Unufelli 31 Reykjavík, eftir tiltölulega stutta baráttu við skæðan sjúkdóm. Axel var fæddur og uppalinn á Siglufírði. Ungur að árum gerðist hann sjómaður á fískiskipum og vann sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Hann starfaði við þann atvinnuveg mikinn hluta af starfs- ævi sinnar. Eftir að hann hætíú á sjónum vann hann mörg ár hjá ís- biminum í Reykjavík. Rúmlega sex- tugur kom hann til starfa hjá Osta-. og smjörsölunni sf. og vann þar sín seinustu starfsár þar til hann hætti störfum 70 ára. Axel var einstaklega Ijúfur mað- ur á vinnustað, framúrskarandi duglegur og samviskusamur og hvers manns hugljúfí. Ég minnist þess þegar Axel sagði mér að hann mundi hætta að vinna þegar hann yrði sjötugur. Mér fannst að elli væri eitthvað sem alls ekki gæti átt við hann. Þótt hann væri með þeim elstu í hópnum þá var hann oftast mesti strákur- inn, það fylgdi honum svo mikið fjör og lífskraftur. Þegar eitthvað átti að gera utan vinnutíma, fara í ferðalag eða gönguferð þá var Axel oftast fyrstur að skrá sig sem þátt- takanda. Axel var mikill íþróttamaður þótt hann tæki ekki þátt í keppni. Ég veit að gestir Sundhallarinnar muna hann þegar hann stundaði dýfíngar og fór heljarstökk af brettunum, kominn hátt á sjötugsaldur. Hann var einnig góður skíðamaður og skautasvellið í Laugardal stundaði hann mikið eftir að það tók til starfa. Veturinn sem hann hætti að vinna fór hann næstum daglega á skauta, ég er þakklátur-fyrir að hafa átt þess kost að eiga með honum margar stundir á skautum því þær verða alveg ógleymanlegar. En það er skákíþróttin sem við vinnufélagar hans margir munum minnast hans helst fyrir. Axel var mjög góður skákmaður og tók þátt í mörgum mótum hjá Taflfélagi Reykjavíkur, eftir að hann hætti á sjónum. Það var alltaf jafn gaman að tefla við Axel, þar var aldrei nein lognmolla, heldur logaði allt í leikfléttum. Hann kenndi okkur það að leikurinn sem slíkur er það sem skiptir máli, ekki hver vinnur eða tapar, því hann æðraðist aldrei yfír ósigri eða miklaðist yfír sigri, sem er aðalsmerki hins sanna íþrótta- manns. Fyrir nokkrum árum fórum við nokkrir vinnufélagar ásamt fleirum á skákmót norrænna samvinnu- starfsmanna í Kaupmannahöfn og var Axel með í þeim hóp. Það er óhætt að segja að hann vakti at- hygli fyrir skemmtilegan skákstíl, það var alltaf fullt af áhorfendum í kringum borðið hjá honum. Hann var líka sá eini af íslendingunum sem komst á verðlaunapall í þeirri ferð, þótt hann væri langelstur að árum. Við vinnufélagar Axels söknuð- um hans þegar hann hætti störfum en hann kom oft við og tók nokkr- ar hraðskákir í kaffitímanum, allt fram undir það að hann fór á sjúkra- hús í haust. Við söknum hans núna þegar hann er farinn fyrir fullt og allt. Að lokum vil ég þakka honum samverustundimar og góðar minn- ingar. + Elskuleg systir og mágkona, HULDA LAURANTZON (FÆDD BENEDIKTSDÓTTIR), lést í sjúkrahúsi í Osló 23. nóvember. Geirlaug Benediktsdóttir, Regína Benediktsdóttir, Baldur Jónsson. Móðir okkar, INGIBJÖRG ÚLFARSDÓTTIR, Njálsgötu 85, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásta Nína Sigurðardóttir, Bragi Hrafn Sigurðsson. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, AXEL ÞORKELSSON, Unufelli 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 25. nóvember, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Axelsdóttir, Kristján ingimundarson, Axel Axeisson, Eva Pétursdóttir, Valdimar Axelsson, Anna Ágústsdóttir, Tryggvi Axelsson, Ingibjörg Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bömum hans og íjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Finnur Kr. Finnsson. Það koma margar minningar upp í huga minn er ég minnist vinar míns um langa tíð, Axels Þorkels- sonar. Fyrst kynntíst ég Axel vest- ur á fjörðum, er hann var þar skip- stjóri. Vegna starfs okkar var náið samband og góð samvinna okkar á milli í nokkur ár meðan hann var fyrir vestan. Hann reyndist okkur góður drengur í orðsins fyllstu merkingu. Hann kom vel að sér fólki og var allra vinur. Útgerð sinni var hann hollráður og fór vel með skip og veiðarfæri svo til fyrirmynd- ar var. Einnig vissi ég að hann var mjög vel látinn af skipsfélögum sínum. Þetta var á árunum eftir 1960. Síð- an líða nokkur ár þar til við hitt- umst aftur, þá á stigapalli í Unu- felli'31, vomm við þá orðnir andbýl- ingar án þess að vita af því fyrir og fluttir inn með fjölskyldur okk- ar, Axel með konu sinni, Jónínu Hansen og bömum þeirra hjóna. Þá var Axel stýrimaður á skipum ísbjamarins og þar veit ég að hann átti traust húsbænda sinna. Síðustu ár var Axel starfsmaður í Osta- og smjörsölunni og þar undi hann sér vel og bar öllum þar góða sögu. Og ef að líkum lætur hefur hann ekki legið á liði sínu sem landverka- maður fremur en sem sjómaður. Hann var oft langdvölum frá heimili sínu og þá reyndi á húsmóð- urina að stjóma liði sínu, myndar- legum og vel gefnum unglingum, en elstu bömin voru þá flogin úr hreiðrinu. Jónína var mesta myndar húsmóðir og góð sínu fólki og okk- ur reyndist hún góður nágranni. En hún dó fyrir aldur fram aðeins 54 ára. Líf þeirra hjóna var ekki alltaf dans á rósum. Tvo syni sína misstu þau um svipað leyti, unga og efnilega menn. Þetta var fjöl- skyldunni erfitt en öll él birtir upp um síðir. Og Axel var ólíklegasti maður til að gefast upp. Hann var sannkallað karlmenni til orðs og æðis og fjölskyldu sinni einstaklega nærgætinn og góður. Þá ekki síst bamabömunum, sem hann bar á höndum sér. Fór með þau á skauta og skíði og fleira svo til fyrirmynd- ar var. Enda var maðurinn íþrótta- maður góður og stundaði meðal annars sund og þar urðum við félag- ar og gengum saman út í Breið- holtslaug á hveijum morgni eftir að við urðum eldri borgarar. Dýf- ingar vom hans uppáhald og þær stundaði hann í Sundhöllinni og fór af hæsta palli á alla vegu öðmm til undranar og ánægju, þar var hann fær. Þá var hann taflmaður góður og vann til verðlauna á skák- mótum og öllum þótti gaman að tefla við hann, enda maðurinn þægi- legur í öllu viðmóti. Hann tók allt alvarlega bæði leik og starf, enda starfsamur og forkur til allra verka, trúr húsbændum og vinur félaga sinna. Við hjónin þökkum Jónínu og Axel og bömum þeirra góða samvera á þessum stigapalli. Þar þótti öllum vænt hvort um annað. Ég bið guð að blessa fjölskyldu Axels og þá sérstaklega háaldraða tengdamóður hans, Margréti, sem horfír á eftir góðum og umhyggju- sömum tengdasyni. Hvíli Axel minn Ertidrykkjur (ilæsileg kaffi- hlaöborð íiillegir salir og ííijög 'göð þjóniista. Upplýsingar ísínia22322 FLUGLEIÐIR léTEL LOFTLÉIIIR í friði. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við hjónin börnum Axels og íjölskyldum þeirra; Hjálmar Ágústsson. Bezt er að ganga til búðar hress og glaður, þó byrðin sé þung og erfítt að vera maður. Til átaka brestur mig afl við brimið og strauminn, - en engirm tekur frá mér síðasta drauminn. (Davíð Stefánsson) Bróðir minn Axel Þorkelsson lést eftir skamma sjúkdómslegu 17. nóvember síðastliðinn. Ég ætla að minnast hans í nokkrum orðum. Axel fæddist 25. nóvember árið 1920 á Siglufírði. Hann var fímmta bam af þrettán í bamahópi foreldra okkar, þeirra Þorkels Svarfdals Sig- uijónssonar, sjómanns, og Jóhönnu Kristjánsdóttur, sem bæði eru látin. Axel lauk gagnfræðaprófi frá gagnfræðaskóla Siglufjarðar árið 1935, þá fímmtán ára gamall. Næstu tíu árin stundaði hann sjó- mennsku á síldar og fískiskipum. Hann settist á skólabekk í Sjó- mannaskóla Reykjavíkur og lauk þaðan skipstjóraprófí árið 1947. Axel giftist árið 1948 Jónínu Han- sen sem nú er látin. Þeim fæddust sex böm. Jóhanna Margrét, röntg- entæknir búsett í Kópavogi, Níls Þorkell, látinn, Axel, bókari á Siglu- fírði, Garðar, látinn, Valdimar, bók- ari hjá Akraneskaupstað og Tryggvi, lögfræðingur hjá EFTA í Brassel. Axel var stýrimaður og skipstjóri á toguram og ýmsum smærri skip- um lengstan hluta starfsævi sinnar. Hann var eftirsóttur til starfa enda þótti hann hörkuduglegur. Hann kom í land árið 1976 meðal annars til að geta átt fleiri samverustundir með fjölskyldu sinni. Eftir að Axel hætti á sjónum hóf hann störf hjá ísbiminum við afgreiðslu íss til skipa. Þetta var erilsamt starf enda þurfti að vera hægt að ná f Axel jafnt að nóttu sem degi. Síðustu starfsárin var hann verkstjóri hjá Osta- og smjörsölunni. Kynni okkar Axels urðu nánari eftir að hann hætti á sjónum. Hann varð ekkjumaður árið 1979 og gerð- ist þá virkur í félagslífí. Hann spil- aði brids, var góður skákmaður og stundaði sund af mikklu kappi. Axel var mikill fjölskyldumaður og vildi allt fyrir ættingja sína gera. Við minnumst ánægjulegra stunda við tijárækt og framkvæmdir við bústað okkar í Þrastaskógi. Hann var einstaklega iðinn og lét ekki sitt eftir liggja ef hjálparhönd vant- aði við verkefni innan fjölskyldunn- ar. Scrfi'æðingar í hlóinuslii'cylingTiin viú öll (a'kila'i i Skólavöróustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Við þökkum góðum bróður sam- fylgdina og vottum nánustu að- standendum innilega samúð. Kristján Þorkelsson. Hvert helst sem lífsins bára ber er bátnum hingað rennt í sínum stafni situr hver og sjá, þeir hafa lent. (Grimur Thomsen) Við minnumst Axels Þorkelsson- ar skipstjóra sem er kominn á leið- arenda af hafí lífsins, þar sem hver er í sínum báti. Þar fá sumir harð- an barning aðrir ljúfan byr. Einn fer út í lengstu legur, annar leitar skammt. Að lokum er þó hlutur þeirra svipaður, „Þeir hvílast báðir jafnt“ segir skáldið. Axel fæddist á Siglufírði. For- eldrar hans vora Þorkell Svarfdal Sigurðsson sjómaður og Jóhanna Kristjánsdóttir húsmóðir. Hann var fímmti í röð 13 systkina. Faðirinn dó frá þessum stóra bamahópi, þegar Axel var kornungur. Eftir þetta áfall hefur legið mikið við að enginn lægi á liði sínu. Þetta hefur vafalaust mótað hann í öllu við- horfi til lífsins. Óbilandi dugnaður og ósérhlífni var aðalsmerki Axels. Axel kvæntist Jónínu Hansen og eignuðust þau sex börn: Jóhanna Margrét röntgentæknir, Nils Þor- kell sjómaður (dáinn), Axel Jóhann skrifstofumaður, Garðar húsgagna- smiður (dáinn), Valdimar skrif- stofumaður og Tryggvi lögfræðing- ur. Axel stundaði nám við Sjó- mannaskólann í Reykjavík 1945- 1947 og lauk þar skipstjóraprófi. Hann var skipstjóri og stýrimaður frá 1947-1976 og var seinast á tog- uram ísbjamarins í Reykjavík. Eft- ir að hann fór í land vann hann einnig hjá því fyrirtæki. Skipstjóm á togurum á hafinu umhverfis íslands er ekki allra meðfæri. Þar hefur margur góður drengurinn látið lífíð þar sem „Vögguljóð söng þeim síðast sval- kaldur norðanblær“. En Axel stýrði skipi sínu heilu í höfn eftir 30 ára fangbrögð við Ægi. Seinustu ár starfsferils síns vann hann í Osta- og smjörsölunni og kynntist ég honum þar. Axel tók mikinn þátt í öllu félags- lífí á staðnum svo sem taflmennsku enda ágætur skákmaður og tefldi oft á vegum fyrirtækisins. Líkam- legt atgervi var mikið. Hann stund- aði sund af miklu kappi og þar á meðal dýfíngar sem vöktu mikla athygli og sýndi sjónvarpið eitt sinn smáþátt af honum frá sundlaug í Hveragerði þar sem það vakti furðu að maður um sjötugt skyldi sýna þessa fæmi. Axel var hörkuduglegur starfs- mnaður og dró hvergi af þau átta ár sem hann vann hjá Osta- og smjörsölunni og má víst segja að hið seinasta handtak hans var í engu slakara en hið fyrsta sem hann vann þar. Ættingjum sínum var Axel tengdur sterkum böndum og vildi allt fyrir þá gera. Ég fer nærri um hvað þeir hafa misst. Ég votta þeim öllum samúð mína. Blessuð sé minning Axels Þor- kelssonar. Valgeir Þormar. í dag, 25. nóvember, verður gerð útför föður okkar og afa, Axels Aðalsteins Þorkelssonar, sem lést 17. nóvember síðastliðinn, eftir skamma en stranga baráttu við erfíðan sjúkdóm. Axel var fæddur 25. nóvember 1920 á Siglufirði, sonur hjónanna Þorkels K. Sigurðssonar og Jó- hönnu G. Kristjánsdóttur, sem bæði eru látin. Systkini Axels era: Ele- nóra, f. 5. apríl 1911, d. 14. júní 1976; Sigurpáll, f. 27. júlí 1914; Kristján, f. 29. júní 1917; Margrét, f. 12. október 1918; Albert, f. 29. ágúst 1922; Sigurður, f. 22. febrúar 1924; Júlíus, f. 1. júlí 1925; Hans- ína, f. 22. apríl 1927; Hilmar, f. 13. október 1928; Sigríður Inga, f. 8. ágúst 1930; Elísabet, f. 21. júlí 1932 og Jóhanna Aðalbjörg, f. 11. nóvember 1933. Axel kvæntist Jónínu Soffíu Hansen 30. október 1948, f. 8. des-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.