Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 Fijáls sj ávarútvegnr eftir Jón ísberg Ég ætla að bytja á endanum og setja niðurstöður mínar fram í upp- hafi og svo koma skýringar og rök- in. Alltof margar og oflangar blaða- greinar hafa verið skrifaðar um þessi mál með þeim afleiðingum að sárafáir nenna að lesa og komast því alls ekki að kjarna málsins. En niðurstöðumar eru þessar: - Sjávarútvegurinn verði gefinn algjörlega frjáls. Það þýðir að þeir físka sem róa. - Þeir sem róa með línu eða hand- færi þurfa ekki að sæta aflatak- mörkunum. - Þeir sem fiska í net eða nota vörpu skulu sæta takmörkunum, þannig að hámarksafli sé ákveð- inn, sem veiða má á ákveðnum tíma og á ákveðnum hafsvæðum. - Allur afli hveiju nafni sem nefn- ist og veiddur er í íslenskri lög- sögu skal nýttur og komið með hann í land. - Nýting hafsins umhverfís landið verði skipulögð á þann hátt að smærri skip og bátar stundi veið- ar við strendur landsins, en stærri skipin utar og utan landhelginn- ar. - Vel verði fylgst með að settar reglur verði virtar og skipshöfn gerð meðábyrg skipstjóra, ef brotnar verða. - Rannsóknir á hafínu og lífríki þess verði efldar svo nýta megi auðlind sjávarins á sem skynsam- legastan hátt. í núgildandi lögum eru ákvæði um, að fískimiðin og væntanleg veiði þar sé sameign þjóðarinnar. Þetta eru orðin tóm nema að hver og einn geti nýtt sér þessa eign eða nýting auðlindarinnar sé seld og þjóðin fái greiðslu fyrir. En ef allir mega físka, ef þeir aðeins fara að settum reglum eru forsendur auð- lindaskatts brostnar. Þá gera menn bara út á fisk, en reyna ekki að leika á kerfíð. Þá ætti að afnema alla hjálparsjóði sjávarútvegsins hveiju nafni sem þeir nefnast. Bankakerfíð getur lánað fyrir nýj- um skipum og hægt er að tryggja sig fýrir áföllum. Það eina sem þarf að gera er að fyrirtækjum og einstaklingum verði gert kleift að leggja skattlaust í bundna vara- sjóði, sem hægt væri að grípa til ef aflabrestur verður eða þegar endurnýjunar er þörf. Um þennan lið þarf ekki að hafa fleiri orð. Ef sú regla verður staðfest, að þeir sem róa með línu eða hand- færi fái að físka án takmarkana tryggjum við byggð í landinu og um leið atvinnu. Og það sem meira er um vert, að við tryggjum for- gang okkar að miðunum. Hægt væri að setja þau skilyrði að til þess að fá veiðileyfí í atvinnuskyni þyrfti að koma til t.d. fímm ára búseta í landinu, sem gilti bæði fyrir íslenska og erlenda ríkisborg- ara. Þeir yrðu sennilega ekki marg- ir útlendingarnir, sem nenntu að þreyja þorrann og búa hér í fimm ár til þess að fara að gera út og stunda sjóinn. En þeir sem gerðu það verða orðnir íslendingar og við eigum að bjóða þá velkomna. Þá, sem kynnu að óttast flóðbylgju nýrra báta í kjölfar samþykktar um fijálsan sjávarútveg, vil ég hug- hreysta með því að minna á, að menn brenna sig sjaldan á sama soðinu tvisvar ... Trillubátafárið kenndi mönnum ágæta lexíu. Talið hefír verið nauðsynlegt að setja aflatakmarkanir og gefa út „Sjávarútvegurinn hef- ir verið blóðmjólkaður á undanförnum áratug- um. Það er kominn tími til þess að því verði hætt. Þá mun hann og þeir, sem við hann vinna, skila þjóðinni raunverulegum verð- mætum, sem hún getur og verður að miða lífs- venjur sínar við meðan hann er jafnstór þáttur í verðmætasköpun og útflutningi hennar og nú.“ ákveðna kvóta fýrir skipin. Nú yrði því hætt. Aflahámarkið yrði einfald- lega ákveðið fyrir hvert svæði og tíma. T.d. mætti veiða svo og svo mikið í net og vörpur á vetrarvertíð- inni fyrir sunnan og vestan land. Þeir, sem harðsæknastir væru, fengju aflann, en hinir sem margir hveijir gerðu út á sjóðina og sátu í landi svo og svo mikinn tíma ver- tíðarinnar, fengju bara ekkert og hættu við. Sama regla gilti um tog- arana. Þeir mættu t.d. físka ákveð- ið magn í janúar og febrúar. Ef þetta magn hefír náðst segjum í byijun febrúar verða menn bara að hætta að veiða, en það verður til þess að þeir, sem físknastir væru, standa betur að vígi og smátt og smátt hætta hinir, sem ekki eru eins lagnir við veiðarnar. Það verð- ur til þess að menn aðlagi sig að aðstæðum og skipuleggi veiðiskap- inn betur eða m.ö.o. meiri hag- kvæmni næst. Auðvitað á sama að gilda um síldina og loðnuna. Á síðast liðnum vetri náðist ekki að veiða upp í leyfi- legt magn af loðnu. í blaðafregnum, sem ef til vill eru ekki áreiðanleg- ar, var sagt að sum skipin væru búin með kvótann og farin heim. Önnur máttu halda áfram, en náðu samt ekki kvótanum. Þama gildir það sama og alltaf hefír gilt, að þeir fiska sem róa. Munurinn er bara sá að ekki er ótakmarkað magn að fiski í sjónum. Þeir sem getuna og dugnaðinn hafa eiga að fá að veiða. Hinir detta út smátt og smátt. Svipaða sögu má segja um rækj- una. Heildarmagnið verði ákveðið af fagmönnum. Skiptingin eftir þessu skipulagi færi eftir sókn og afsetningarmöguleikum eða hag- ræðingu á nútímamáli. Það hefír lengi tíðkast að kasta í sjóinn öllu því, sem menn telja ekki borga sig að hirða. Allir þekkja söguna, þegar Bretarnir komu fyrst og hirtu bara flatfískinn en t.d. köstuðu þorski, sem svo íslendingar fengu að hirða. Ef mönnum er gert s'kylt að hirða allt eða svo til allt, sem í vörpuna kemur, þá finna þeir ráð til þess að skapa verðmæti úr því. Það er bara ekki siðaðra manna háttur að kasta verðmætum. Ef menn fá of mikið af undirmálsfíski er ekkert við því að segja, ef það kemur fyrir í fyrsta hali, en skip- stjómarmenn eiga að vera það sam- viskusamir að hætta og færa sig, en moka ekki ungviðinu upp og kasta því aftur í sjóinn. Nú gerir tæknin okkur kleift að fylgjast með Jón ísberg svona vinnubrögðum og þess vegna á að gera alla skipshöfnina ábyrga. Sjómaðurinn, sem hjálpar til við að losa í sjóinn óæskilegar fískitegund- ir eða afskurð á að vera samsekur skipstjóra sínum og ekki hæfur til þess að mega vinna við sjómennsku. Tími er kominn til þess að vemda grunnmiðin við landið. Skipin em stöðugt að verða stærri og stærri og vinnslan að færast út í skipin sjálf. Þess vegna geta þau sótt lengra út og á mið, sem bátar frá landi og bundnir við að koma oft í höfn geta ekki sótt. Með þessu vinnum við tvennt, ann- arsvegar tryggjum við afkomu sjó- manna og fiskvinnslufólks víðsveg- ar um landið og hinsvegar vemdum við fískimiðin, því aðalveiðarfærin á grunnslóð ættu að vera lína og handfæri. Fiskurinn fær þar frið til þess að vaxa og flytur sig svo utar og þá koma stóru skipin og fá stærri físk en ella. Þetta er svona gróflega sett fram nánast til þess að menn skilji við hvað ég á. Og svo megum Hljómsveitin Jet Black Joe. NÝJAR PLÖTUR Starra Sigurðssyni, bassaleik- ara, Hrafni Thoroddsen, orgel- leikara og Jóni Erni Arnars- syni, trommuleikara. Á þessari frumsmíð sinni njóta strákamir aðstoðar Eyþórs Arn- alds úr Todmobile sem annast upptökustjóm, auk þess sem hann leikur á selló og syngur bakraddir í nokkrum lögum . Þá kemur söng- konan Móeiður Júníusdóttir einn- ig við sögu en hún syngur bakradd- ir í nokkrum laganna. í kynningu útgefanda segir að hljómsveitin muni verða á ferð og flugi víðsvegar um landið á næstu vikum og mánuðum til að fylgja útgáfunni eftir. Hljóðritun fram- kvæmdi Eyþór Arnalds í Stúdíó Gný, umbúðir hannaði Orn Snorri og tók jafnframt Ijós- myndir þær sem prýða umbúð- irnar. Filmuvinnslu annaðist Svansprent en CD Plant í Sví- þjóð framleiddi geislaplötur og kassettur. Útgefandi er Steinar hf. ■ Hljómsveitin Jet Black Joe hefur sent frá sér frumsmíð sína á geislaplötu og kassettu sem ber einfaldlega nafn sveitarinnar. Þessi fímm manna hljómsveit er skipuð Gunnari Bjarna Ragn- arssyni, gítarleikara, Páli Rósin- krans Oskarssyni, söngvara, Á> ) vr./vÁÁ.-ý/'/i & 1íít;;: GÆÐAPtOTUR frá swiss pavarac LOFTA PLÖTUR OG LÍM Nýkomln sendlng £§ Þ.ÞORGRÍMSSON Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Bindindisdagur fjölskyldunnar 28. nóvember 1992 Að vera án vímu- efna heilan laugardag eftir Ómar Smára * Armannsson Lögreglan þarf að hafa afskipti af fólki undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna hvern einasta dag ársins. Árið 1991 þurfti lög- reglan í Reykjavík að hafa af- skipti af fólki í slíku ástandi rúm- lega 7.000 sinnum. Fyrstu 9 mán- uði ársins í ár voru tilvikin orðin tæplega 6.000. Misgjörðir fólks eru og oft beintengdar vímuefnaneyslu þess, s.s. skemmdarverk, innbrot, þjófnaðir, rán, líkamsmeiðingar, nauðganir, slys og jafnvel mann- dráp. Þegar fjöldi þeirra einstak- linga er gerst hafa brotlegir undir áhrifum vímuefna er bætt við fyrr- nefndar tölur tvöfaldast þær. Á síðasta ári reyndist nauðsynlegt að vista 5.123 einstaklinga í fanga- geymslum lögreglunnar, langflesta vegna undanfarandi vímuefna- neyslu með tilheyrandi afleiðing- um. Hvort sem fólki líkar það bet- ur eða verr eru vímuefnatengd afbrot eitt alvarlegasta vandamálið hér á landi. Þegar rætt er um of- beldi, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt, á heimilum, skemmti- stöðum eða utandyra, er það sjaldnast tengt umræðunni um áfengisvandann þó svo að hér sé óneitanlega um samtvinnaða þætti að ræða. Fáar stéttir þjóðfélagsins verða eins áþreifanlega varar við nei- kvæðan þátt og alvarlegar afleið- ingar vímuefnaneyslu fólks og lög- reglumenn. Læknar verða einnig áþreifanlega varir við afleiðingarn- „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr eru vímuefnatengd afbrot eitt alvarlegasta vanda- málið hér á landi.“ ar. Læknar Borgarspítalans kynntu t.d. nýlega tíðni og afleið- ingar ofbeldisslysa undanfarin ár. Til þess að fækka megi slíkum slys- um lögðu þeir m.a. til að dregið yrði úr framboði á áfengi því of- beldi væri fylgifiskur áfengis í 80-90% tilfella. Lögreglan getur að sjálfsögðu tekið undir þá tillögu. Kostnaður þjóðfélagsins vegna vímuefnaneyslu fólks, en þar er áfengið hvað mesti skaðvaldurinn, er geysilegur. Hægt er að mæla kostnaðinn út frá vinnutapi, veik- indum, afbrotum, slysum o.s.frv. en til eru einnig þau tilvik sem varla er hægt að færa til slíkra útreikninga, þ.e. þá andlegu áþján neytandans og aðstandenda hans og annað það sem miður fer og heimfæra má upp á afleiðingar neyslunnar. Margir hafa hagsmuna að gæta þegar vímuefni eru annars vegar. Þeir aðilar hafa skapað sér sterka aðstöðu í samfélaginu svo sterka að við henni verður varla hróflað á meðan svo fjölmargir einstakl- ingar vilja láta til leiðast. Og það jafnvel þó fólk gerir sér almennt nokkuð glögga grein fyrir hveijar afleiðingar á neyslu efnanna eru. Þeir sem vilja neyta áfengis þurfa að geta umgengist vökvann með skynsamlegum hætti. Allt of margir, jafnvel málsmetandi menn og aðrir sem eiga að teljast sæmi- lega greindir, kunna það ekki eins og dæmin sanna. Til hvers er þá hægt að ætlast af hinum vesaling- unum, sem telja sig þurfa að drekka af einhverri ókenndri ástæðu? Og þegar þeir, þ.e. fyrir- myndirnar, gera sér ekki grein fyrir því hvemig ástandið er í raun og veru, hvaða kröfur er þá hægt að gera til þeirra sem yngri eru? Ef allt væri eðlilegt væri hið almenna viðhorf fólks það að neyta ekki áfengis nema í undantekn- ingatilvikum, en ekki með eins al- mennum hætti og raunin er á. Og á meðan svo er hlýtur ástandið að teljast óeðlilegt. Hverra annarra er að breyta því nema fólksins í landinu? Ef fólk vill vímulaust sam- félag hér á landi liggur lykillinn að lausninni hjá því sjálfu. Nú líður að Bindindisdegi fjöl- skyldunnar. Fyrir ári var slíkur dagur haldinn i fyrsta skipti undir forystu Stórstúku íslands. Fjöl- miðlar tóku þá virkan þátt í undir- búningi dagsins svo og því upplýs- ingastarfí er fylgdi í kjölfarið. Ár- angurinn varð marktækur. Sjaldan hefur lögreglan í Reykjavík þurft jafn lítil afskipti af jafn fáum ein- staklingum undir áhrifum áfengis og þennan tiltekna dag. Tíðni slysa, líkamsmeiðinga og annarra miður góðra athafna fólks voru í lágmarki. Það eitt segir ákveðna sögu um áhrif áfengis á fólk. Það er von lögreglunnar að sem allra flestir landsmenn með verða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.