Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 45
I > I > > > > > > > > > MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 45 Eitur og illgresi Frá Áma Helgasyni: Þær eru alltaf uggvænlegri frétt- irnar sem berast okkur daglega. Maður vaknar við það á morgnana að þjófnaðir og ofbeldi hverskonar hafi verið framið og alls kyns glæp- ir í kjölfarið og fáir eru þeir morgn- ar sem auðir eru af slíku. Og svo veit maður líka að allt kemst ekki til skila. Það er ekki alltaf sagt frá hvernig aðstandendum líður. Hass og annað eiturefni flæðir yfir landið og þessu er jafnvel dreift á milli ungdómsins sem verður að fara ránsferðir til útvegunar á gjaldeyri fyrir þessa vöru. Eg man þegar sú ógæfa dundi yfir þjóðina að bannlög- in voru afnumin. Þá stóðu þar í far- arbroddi menn í æðstu stöðum lands- ins og kváðu að með þeirri aðgerð myndi allt smygl og brugg hverfa úr landinu. Lá við að þeir legðu æru sína að veði fyrir slíku. Þá myndi koma hér sú áfengismenning! sem ætti eftir að fara þeim höndum um þjóðlífið, að manni skildist, að þar yrði gróandi þjóðlíf og þverrandi tár, o.s.frv. Hvað skyldu nú sumir þessara forkólfa segja ef þeir mættu líta upp úr gröf sinni og horfa á þessa „gróðurreiti" sem þeir plönt- uðu til með offorsi sínu að fá áfeng- ið og annað eitur fljótandi inn í land- ið. Það sýnir líka að sú hreyfing sem átti sín mest bindindishreyfingin Góðtemplarareglan, er sáði fræjum manndáða, drengskapar og sann- leiksanda í mannlífið og stóð þar ötulan vörð, á nú fullt í fangi og ef til vill sumum gleðiefni, sérstaklega þeim sem strá eitri og illgresi á braut fólksins í dag. Þá stóð ungmenna- hreyfingin í þeim hópi að veija æsk- una spillingu og með bindindisheitið í fararbroddi. íslandi allt var kjörorð- ið. Eg man marga fræðandi fundi þar sem góðir og þjóðhollir menn fluttu erindi og hvöttu til dáða. Hvað skyldu ungmennafélögin halda marga fundi í slíkum anda í dag. Er það ekki því miður kappið sem ber allt ofurliði. Kapp er best með forsjá var erindi sem einn af ötu- lustu postulum umf., Aðalsteinn Sig- mundsson, hélt á lofti í ræðu sem ég heyrði hann halda á slíkum fundi. Ungmennafélögin snúa sér að íþrótt- um í dag og er það virðingarvert og skaj þakkað, en hinn góði andi umf., Islandi allt, má ekki hverfa af þeirra akri. Og hvað með kven- þjóðina sem var á mínum uppvaxtar- árum einn sterkasti baráttuaðili bindindis og siðgæðis. Á hvaða leið er hún? Það þótti saga til næsta bæjar heima ef vitað var um að kona hefði neytt áfengis. Að hún sem allt fegurst var tengt við skyldi leggjast svo lágt að tapa jafnvægi sínu í lífínu, taka þátt í þvi sem gerir ekkert annað en að leiða þjóð- ina neðar og neðar á siðferðisbraut- inni. Guð almáttugur, sögðu menn. Svo kom þessi jafnréttisbarátta af fullum krafti og auðvitað hefir svo margt breyst. Og ég vildi að guð gæfi það að kvenfólkið þekkti aftur sinn vitjunartima og gæti haft vit fyrir hinu kyninu. Og svo er eitt: Hefir kirkjusókninni og öllu í kristi- legu lífi vaxið ásmegin með fjölgun landsmanna. Það er einnig spuming sem gott væri að velta fyrir sér. Það em allir sammála um það að dyggð- in sé á afturhaldi. Það segir hið daglega líf. Það þarf að snúast til varnar segja menn, en alltaf sígur neðar og neðar og sérstaklega er þetta áberandi í viðskiptalífmu. Og öll hin æpandi gjaldþrot. Em þau rannsökuð eins og skyldi? Getur ver- ið að það sé almennt að fólkið noti þau sér til ábata. Raddir um það em mjög háværar. Og af hveiju allt þetta. Það er einfalt. Menn hlýða ekki lengur gmndvallaratriðum kristinnar trúar, vitandi það að ef menn leita til heilu brunnanna en ekki þeirra götóttu og göróttu, þá em þeir að bjarga lífi sínu. Og er lífið ekki of dýrmætt til að ganga í gegnum það á skítug- um skónum. Það er ekki nema von að þjóðin Frá Jóni Hjaltasyni: Mér er mikið niðri fyrir og ég vona að það sjáist á þeim línum sem hér fara á eftir. Ég ætla að reyna hvað ég get að stilla orðum mínum í hóf þó mér sé um þessar mundir allt annað skapi nær. Réttarglæpur hefur verið framinn og enginn virð- ist eiga að axla nokkra ábyrgð. Því get ég ekki unað. Dómur hefur fallið þar sem fjórir ungir piltar hafa verið dæmdir skil- orðsbundnum dómi fyrir að hafa veist að stúlku og nauðgað henni. Eftir því sem fréttir herma átti þessi atburður sér stað á heimili stúlkunn- ar þar sem piltarnir höfðu þröngvað sér inn fyrir dyraþröskuidinn en stúlkan, aðeins 14 ára gömul, megn- aði ekki að veita þeim viðnám, enda ein heima og þeir fimm talsins (sá fimmti var allra yngstur og þótti því ekki dómtækur). Aðspurður hefur dómarinn, Guðmundur L. Jóhannes- son héraðsdómari á Reykjanesi, út- skýrt niðurstöðu sína þannig að ann- ars vegar hafi hann tekið mið af ungum aldri afbrotamannanna og hins vegar af þeirri réttarvenju að stilla refsingum í hóf þegar um fyrsta brot er að ræða. Nú þykist ég þess fullviss að nefndur dómari og félagar hans í íslenskri lögfræðingastétt líta á dóminn sem refsingu, hann sé eitt- hvað sem fært verði á sakaskrá pilt- anna og þeir hljóti að burðast með alla ævi. Af mínum sjónarhóli lítur þetta þó allt öðru vísi út. Ég sé ekki að um refsingu sé að ræða nema að ungmenninn bijóti eitthvað af sér á meðan á skilorði stendur. Með mín sé í vanda. Hún hendir frá sér hinni dýrmætu perlu, orði drottins vors Jesú Krists, vitandi að boðskap- ur hans hefir aldrei brugðist neinum, heldur stuðlað að þeirri lífsgleði og heilnæmi sem heimurinn getur aldr- ei gefið. Heims á vegum ég hefi eftir, einkisverðum hlutum sótt, sagði vitur maður að leiðarlokum. Áfengið og allt þess hyski er að leggja gott mannlíf í rúst hér á landi og það er eins 'og það sé alltaf að ná meiri óg meiri tökum á landi og þjóð. Það má segja að Bakkus sé hér meir tignaður en okkar almátt- ugi faðir og af því kemur ógæfan. Gróandi þjóðlíf verður aldrei byggt upp nema fólk fari að tileinka sér boðskap frelsarans og útbreiða hann. Við erum allir boðberar hér í heimi, bara á misjafnan hátt. í dag er eins og mottóið sé: Að þegnamir drekki eins og þolið fær léð er þjóðinni dýrmætur fengur, því „sjónin og heymin og málið fer með og minnið úr vistinni gengur". Breytum þessu, þá birtir í ís- lensku þjóðlífi. ÁRNI HELGASON, Neskinn 2, Stykkishólmi. öðrum orðum; íslenskur dómari hef- ur lýst þeirri skoðun sinni að nauðg- un sé ekkert tiltökumál og varla ámælisverð svo fremi að ódæðis- mennirnir séu ekki mjög gamlir. Hvar maðurinn vill draga aldurs- mörkin og byija að refsa fyrir nauðgun er mér ekki ljóst, honum kannski ekki heldur. Hitt veit ég að undir slíkri afskræmingu á öllu sið- gæði ætla ég ekki að sitja þegjandi; ég gæti aldrei varið það fyrir börnum mínum þegar þau vaxa úr grasi, hvað þá sjálfum mér. Dómarinn sem hér á í hlut er sleg- inn svo alvarlegri siðblindu að hann verður að teljast með öllu ófær um að gegna skyldu sinni. Ég hef því farið þess á leit við dómsmálaráð- herra íslands að hann víki umrædd- um dómara, Guðmundi L. Jóhannes- syni, frá störfum þegar í stað og beiti þeim ráðum sem tiltæk eru til að dómurinn verði endurskoðaður. Um leið skora ég á alla þá er vilja varðveita réttarríkið ísland að gera slíkt hið sama. JÓN HJALTASON Hjallalundi 18, Akureyri \ Pennavinir Fimmtán ára ísraeli með mikinn tónlistaráhuga: Ami Gilad, 23/83 Oren St., 34734 Haifa, Israel. Frá Ghana skrifar 27 ára kona með áhuga á útivist, tónlist, íþrótt- um, ferðalögum o.fl.: Joice Baker, P.O. Box 663, Cape Coast, Ghana. Sautján ára Nígeriustúlka með áhuga á tónlist, sundi og bréfa- skriftum: Monica Annobil, c/o Mr. Matthew Annobil, Electricity Corp. of Ghana, P.O. Box 154, Cape Coast, Ghana. Frá Tékkóslóvakíu skrifar 22 ára stúlka með margvísleg áhugamál: Eva Docikalova, Nadrazni 204, 757 01 Valasski Meziria, Czechoslovakia. Frá Þýskalandi skrifar 33 ára þriggja barna húsmóðir sem vill skrifast á við pennaglaðar konur á hennar aldri. Með áhuga á ferðalög- um, krossaumi o.fl: Katja Lammen, Beckstrasse 11, 4400 Munster, Germany. HEILRÆÐI Skipstjórnarmenn: Verið ávallt minnugir ábyrgðar ykkar á öryggi skipveija. Sjáið um að öll öryggistæki séu í lagi og að hver einasti skipveiji kunni meðferð þeirra og viti hvemig og hvað hann eigi að gera á neyðarstundu. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Þar sem nauðgun þykir vart ámælisverð Bókhaldsforritid Vaskhugi Sigurður Brynjólfsson, bflstjóri með sjálfstæðan rekstur: „Nú eru páskarnir orðnir frítími, áður fóru þeir í bókhaldsrugl". Vaskhugi færir sjálfvirkt í DEBET og KREDIT. Vaskhugi er í notkun um allt land. Hann hentar flestri starfsemi þar sem kaup og sala eiga sér staö, svo sem hjá verktökum, iönaöarmönnum, sjoppum, verkfræöingum, svo eitthvað sé nefnt. Verð á Vaskhuga er kr. 48.000,-, sem er svipaö og ein vinnslueining kostar i eldri kerfum. \ v __ Hringið og við sendum bækling um hæl tpVaskhugi hf. 3 682 680 Viltu fara sem sjálfbeðaliöi til Gambiu? Ef þú hefur áhuga á að starfa með ung- mennahreyfingu Rauða kross íslands og ert á aldrinum 20-25 ára, getur þú sótt námskeið til undirbúnings fyrir sjálfboða- liða URKÍ í Gambíu. Tveir sjálfboðaliðar dvelja í 6 mán. í senn við störf með Rauða krossinum í Gambíu. Námskeiðið er haldið laugard. 28. og sunnud. 29. nóv. kl. 10-17 báða dagana. Skráning fer fram í síma 626722 í síðasta lagi fimmtudag. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Rauði kross íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.