Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
Undirbúningur nýrra kjarasamninga að hefjast
ASI heldur fund á
Akureyri á morgun
FUNDAHERFERÐ forystu Alþýðusambands íslands með stjórnum að-
ildarfélaga víðs vegar um landið hefst á morgun föstudag með fundi
á Akureyri. Öll stærstu aðildarfélög ASÍ hafa sagt upp kjarasamning-
um, og er fundaherferðin nú farin með það fyrir augum að samræma
aðgerðir og finna sameiginlegan samningsgrundvöll, að sögn Gylfa
Arnbjörnssonar, hagfræðings ASÍ. Sett hefur verið upp röð funda viðs
vegar um landið um helgina og næstu tvær helgar á eftir, áður en
miðstjórn ASÍ kemur saman kringum tuttugasta þessa mánaðar.
„Við höfum hugsað okkur að fara
yfir áhrif efnahagsaðgerða ríkis-
stjómarinnar á kaup okkar og kjör,“
sagði Gylfi. „Síðan er gert ráð fyrir
formannafundi eða stórum fundi hér
undir mánaðamótin, þar sem endan-
lega verður gengið frá kröfugerð-
um.“
Gylfi sagði að staðan í dag gæfi
fyrst og fremst tilefni til áhyggja af
kaupmætti og atvinnustigi. „At-
vinnuleysi fer vaxandi, aðgerðir rík-
isstjómarinnar auka á það atvinnu-
leysi, og samtímis er kaupmáttur
skertur verulega." Spár um 4,5-5%
Leignbílaakstur fyrir
ríkið í Reykjavík
Hreyfill
býður mest-
an afslátt
TILBOÐ hafa borist í akstur leigu-
bíla fyrir ríkisstofnanir á höfuð-
borgarsvæðinu og býður Hreyfill
mestan afslátt af taxta. Ákvörðun
um hvaða stöð hlýtur samning við
ríkið verður tekin á næstu dögum.
Undanfarin tvö ár hefur BSR ann-
ast leiguakstur á vegum ríkisins.
Guðmundur í. Guðmundsson, skrif-
stofustjóri hjá Innkaupastofnun rík-
isins, segir að nú hafi Hreyfill boðið
mestan afslátt af taxta leigubíla,
35,5%. BSR hafi boðið 34% afslátt,
Bæjarleiðir 17,8% og Limousine-
þjónustan 5%.
atvinnuleysi á árinu og um 7% kaup-
máttarskerðingu frá gengisfelling-
unni í nóvember til ársloka 1993
yrðu þannig mikilvægar viðmiðunar-
stærðir í umræðunum.
Gylfí sagði ekki liggja fyrir hvem-
ig samningsviðræðum yrði háttað.
„Það liggur fyrir að samningsréttur-
inn er í höndum einstakra félaga,
en það er auðvitað ljóst að það er
verið að takast á um efnahagsstefnu
stjómarinnar þótt við snúum okkur
til viðsemjenda okkar í viðræðun-
um.“ Í síðustu kjarasamningum hafi
málin verið lögð þannig upp, að
ákveðin atriði voru leyst af ASÍ í
samfloti aðildarfélaganna, meðan
önnur voru í dreifðum samningum.
Að sögn Gylfa er gert ráð fyrir
því að viðræður við önnur samtök
íaunamanna yrðu teknar upp þegar
línur tækju að skýrast, en slíkt sam-
flot hafi verið með samtökum launa-
manna í síðustu samningum.
Morgunblaðið/Olfar Ágústsson
Gyllir fer til nýrra eigenda
Togarinn Gyllir frá Flateyri á að koma til ísafjarðar í dag, þar sem hann tekur fiskikassa og vistir og heldur
á veiðar fyrir nýja eigendur. Nafni togarans verður þó breytt, enda em forsvarsmenn fyrri eigenda, Hjálms
hf., ákveðnir í að eiga nafnið til góða, þar til fyrirtækið kaupir næst togara. Á myndinni sést skuttogar-
inn Gyllir við bryggju á Fiateyri í gær. Sjá ennfremur bls. 23.
Mínna fer um fiskmarkaðina
af helztu nyljategundunum
Þorsksala jókst milli ára en hrun varð í karfasölunni
SAMDRÁTTUR í sölu fjögurra
helztu nyljafiskitegunda okkar
varð um 5,6% á innlendu fisk-
mörkuðunum á nýliðnu ári. Alls
voru seld 60.758 tonn af þorski,
ýsu, ufsa og karfa á mörkuðunum
100 bíða nú aðgerða
á bæklunardeildinni
BÆKLUNARDEILD Landspítalans opnaði aftur í byrjun vikunnar,
4. janúar, eftir fjögurra mánaða lokun í sparnaðarskyni. Halldór Jóns-
son yfirlæknir segir að á tímabilinu hafi biðlisti eftir aðgerðum tvö-
faidast og sjúklingar verði kallaðir inn í þessum og næsta mánuði.
Bæklunardeild Landspítalans er
að sögn Halldórs rúmlega ein deild,
23 rúm eru á gangi 13-G og 6 rúm
á skurðgangi 12-G. Þar hafa bæklun-
arlæknar tíma daglega til að skera
upp sjúklinga og anna allt að fjórum
aðgerðum á dag. Nú eru hundrað
manns á biðlista eftir aðgerð. Hall-
dór segir að reynt verði að hjálpa
fólkinu eins fljótt og hægt er, ýmis-
legt hafi þó áhrif á hve greitt gangi,
álag á skurðstofum og slys sem
bæklunardeildin sinnir.
Halldór segir að nýjungar í bækl-
unarlækningum á Landspítala felist
einkum í sérhæfíngu milli sérfræð-
inga deildarinnar, hver þeirra fáist
nú einkum við ákveðnar aðgerðir.
Þá verði nú gerðar svonefndar
hryggjarspengingar, sem gera fólki
kleift að fara á stjá nánast um leið
og svæfingu léttir eftir bakaðgerð.
Settar séu skrúfur, plötur og stög
til að halda hryggnum í skefjum eft-
ir aðgerðina og fólk þurfí ekki að
liggja fastskorðað í einn til tvo mán-
uði eftir aðgerð.
í fyrra, en 64.352 tonn árið 1991.
Þorsksalan jókst um 8,8% milli
ára, sala á ýsu dróst saman um
12,3%, ufsasalan minnkaði um
16,3%, en hlutfallslega mestur
varð samdrátturinn í karfasöl-
unni, 43,9%. Samdráttur í útflutn-
ingi þessara tegunda óunninna á
síðasta ári var 20%. Karfaútflutn-
ingur var svipaður milli ára en
mikill samdráttur í útflutningi
hinna tegundanna þriggja.
Þorsksalan á innlendu fiskmörk-
uðunum á nýliðnu ári varð alls
36.654 tonn, um 3.000 tonnum meiri
en árið áður. Meðalverð var alls 88
krónur, en 92 krónur að meðaltali
árið 1991. Verðlækkunin nemur
4,5%. Hæst fór verðið í 105 krónur
í febrúar, en lægst í 76 í júlí. Meðal-
verð ytra var 141 króna.
Sala á ýsu á mörkuðunum hér
heima varð alls 10.140 tonn á móti
11.556 árið áður. Meðalverð nú var
102 krónur á kíló, en 96 krónur
1991. Samdráttur í magni nemur
12,3%, en verðhækkun er 6,3%,
Verð á íslenzkri ýsu á fiskmörkuðun-
um í Hull og Grimsby í fyrra var
151 króna.
Alls voru seld með fyrrgreindum
hætti 9.810 tonn af ufsa hér heima
og var meðalverð 40 krónur. Árið
1991 voru seld 11.716 tonn af ufsa
hér heima og var verð að meðaltali
53 krónur. Samdráttur í magni er
16,3% og 24,5% í verði. Ufsinn fór
að meðaltali á 79 krónur kílóið á
þýzku fiskmörkuðunum, og reyndist
lækkun í mörkum á milli ára vera
20,8%. Verð á ufsa og ufsaafurðum
var mjög lágt í Evrópu á síðasta
ári, meðal annars vegna mikils fram-
boðs Alaskaufsa, en hann selzt að
öllu jöfnu á mun lægra verði en
frændi hans úr Atlantshafinu.
Hrun varð á sölu karfa hér heima
milli ára. í fyrra fóru aðeins 4.154
tonn um markaðina á móti 7.404
árið 1991. Meðalverð nú var 40
krónur og hækkaði um 11,1%, en
samdráttur í magni nam 43,9%.
Útflutningur á ferskum karfa jókst
um 2,1% en verð lækkaði um 4,5%
milli ára. Meðalverð var 2,74 mörk
eða 101 króna.
Hækkanir búvara
Landbúnaðarráðuneytið segir
hækkanir búvara í samræmi við
breytingar á endurgreiðslum og
verðlagi 18
Jazzisti látinn_________________
Trompetleikarinn heimskunni,
Dizzie Gillespie, lést í gær 21
Engin lán_______________________
Lífeyrissjóðir verða líklega að
hætta útlánum til sjóðfélaga, segir
stjórnarformaður SAL 22
Leiðari_________________________
Lítið tilefni til bjartsýni 22
Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá
► Jólaverslun með greiðslukort ^ Staðan í sjónvarpi og hjjóð-
svipuð og 1991 — Fyrsti korta-
sjálfsalinn hjá Shell — Fjárfest-
ingakostimir árið 1993 — Ávöxt-
un á fjármagnsmarkaði 1992
varpi - Framhaldsleikrit fyrir
stálpuð böm - Hvemig á að nota
Textavarpið og hvað býður það
uppá?
Frumvarp um tóbaksvarnir í um-
fjöllun á annað ár
10% hækkun tóbaks
árlega í nokkur ár
í FRUMVARPI til nýrra tóbaksvamarlaga eru hert ákvæði um tak-
markanir reykinga og sölu tóbaks. Kveðið er á um að kaupa þurfi
leyfi til að se^ja tóbak og Iágmarksaldur kaupenda færður úr 16 í
17 ár. Þá eru bannaðar reykingar hvarvetna þar sem almenningur
kemur saman, nema á skemmtistöðum. Veitingastaðir mega því
aðeins leyfa reykingar, samkvæmt frumvarpinu, að þar sé hægt
að skipta húsnæði í reyksvæði og reyklaus. Þá er foreldmm gert
að sjá til þess að böm þeirra njóti réttar á að vera laus við tóbaks-
mengun. Líkt ákvæði er um vinnuveitendur gagnvart starfsmönn-
um. Þá er kveðið á um 10% verðhækkanir tóbaks árlega í nokkur ár.
Frumvarpið hefur verið til um-
fjöllunar á annað ár og virðist nú
ekki lengur útlit fyrir að heilbrigð-
isráðherra leggi það fram. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins munu
ákvæði um söluleyfi tóbaks einkum
veQast fyrir nokkrum þingmönn-
um. En vel er hugsanlegt sam-
kvæmt sömu heimildum að heil-
brigðisnefnd eða einstakir þing-
menn taki frumvarpið upp til flutn-
ings.
Frumvarpið byggist á núgildandi
lögum um tóbaksvarnir, en nokkur
nýmæli eru þar og ákvæði sums
staðar hert til muna. Ástæðan er
meðal annars auknar sannanir um
skaðleg áhrif óbeinna reykinga.
Mótuð er sú aðalregla að hver
maður eigi rétt á því að vera laus
við tóbaksreyk frá öðrum og síðar
sagt að þeir sem ábyrgð beri á
bömum skuli sjá til þess að þau
njóti þessa réttar, jafnvel þar sem
takmarkanir um reykingar gilda
ekki, svo sem inni á heimilum og
utan þjónustu- og afgreiðslustaða
fyrir almenning. Ákvæði svipað
þessu er í farsóttarlögum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
allir söluaðilar tóbaks þurfi að
sækja um leyfi til heilbrigðisnefnda
og er ætlað að gjald fyrir þau renni
til eftirlits með framkvæmd reglna
um tóbaksvamir. Tilgangurinn er
að unnt verði að svipta þá sölu-
leyfi sem bijóta gegn ákvæðum
laganna um sölu tóbaks, einkan-
lega banni við sölu til yngra fólks
en 17 ára. Jafnframt er gert ráð
fyrir að þetta leiði til fækkunar
sölustaða tóbaks.
í frumvarpinu er skýrar kveðið
á um auglýsingabann á tóbaki en
nú er. Gert er ráð fyrir algeru banni
á reyklausu tóbaki; munntóbaki og
svokölluðu snúsi; en neftóbak sem
framleitt hefur verið hérlendis
verður ekki bannað.