Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Verðlagsstjóri um verðhækkanir í upphafi árs Umræðan vekji ekki upp gömlu verðbólguhugsunina VERÐLAGSSTJÓRI telur að vegna stöðugs verðlags undanfarin miss- eri hafi verðskyn neytenda vaxið og hugsunarháttur fólks breyst veru- lega. Því þurfí umræða um verðhækkanir í upphafí árs ekki að koma svo mjög á óvart en varar við því að umræðan leiði til þess að gamli verðbólguhugsunarhátturinn verði endurvakinn. Hann bendir á að þrátt fyrir hækkanir á nokkrum kjöttegundum og eggjum sé verð þeirra svipað eða lægra en það var fyrir um tveimur árum. Hækkanir á verði nautakjöts, kjúklinga og eggja hafa mikið verið í umræðunni um verðhækkanir í upphafi ársins. Georg Ólafsson verð- lagsstjóri bendir á að þó heildsölu- verð á nautakjöti hækki um 13-14% vegna lækkunar á niðurgreiðslum verði verð þess lægra en það var fyrir rúmu ári. Hækkun grundvallar- verðs kjúklinga um 9% leiði til þess að verðið verði nánast það sama og var fyrir þremur árum. Þá bendir hann á að grundvallarverð á eggjum hafi verið óbreytt í tæplega tvö ár fram að fyrirhugaðri 5% hækkun nú. Georg vekur athygli á því að þrátt fyrir áform bænda um að hækka verð þessara afurða sé ekki víst að þær komi að fullu fram í smásölu- verði. Markaðsaðstæður ráði meiru um endanlega verðlagningu afurð- anna en áður var vegna aukinnar samkeppni. Georg segir að niðurstað- an komi ekki í ljós fyrr en eftir ein- hvem tíma. Hann segir hins vegar að viðbrögð bænda nú með stuðningi samtaka neytenda geti sett strik í reikninginn og orðið til þess að end- urvekja gamla verðbólgudrauginn. Verðbólgan hefur lækkað verulega á undanfömum árum. Ef litið er á framfærsluvísitöluna frá desember 1991 til desember síðastliðins sést að hún hefur aðeins hækkað um 1,5% á þessum tíma. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er útlit fyrir hátt í 1% hækkun hennar nú í jan- úar og skýrist hækkunin aðallega af hækkun bensíngjalds til ríkisins og álagningu virðisaukaskatts á hús- hitun. Georg sagði að stöðugt verðlag síðustu misseri hefði aukið verðskyn neytenda. Margar vörutegundir hefðu lengi verið á svipuðu verði og jafnvel lækkað. Auk búvaranna sem eru að hækka nú nefndi hann að mjólk og mjólkurafurðir hefðu verið á sama verði í hálft annað ár og kindakjöt litlu skemur. Þá nefndi hann að steypuverð hefði verið óbreytt í 20 mánuði. „Þessi stöðug- leiki hefur óhjákvæmilega haft vem- leg áhrif á gamla verðbólguhugsun- arháttinn sem verður að teljast nán- ast úr sögunni. Þá hefur samkeppnin aukist í kjöjfar þessarar hugarfars- breytingar. í þessu ljósi þarf umræða um verðhækkanir í upphafi árs ekki að koma á óvart. Það er hins vegar varhugavert þegar einstakir hags- munaaðilar nota þessar afmörkuðu verðhækkanir til þess að spilla fyrir þeim árangri sem náðst hefur í bar- áttunni við verðbólguna og nota þær til að endurvekja verðbólguhugsun- arháttinn," sagði Georg. VEÐUR * V v V í DÁG kl. 12.00 Heirmld: Veðurslofa íslands (Byggt é vedurepó kl. 16.15 f g»r) VEÐURHORFUR í DAG, 7. JANÚAR YFIRLIT: Á V-verðu Graenlandshafi er hægt vaxandi 968 mb lægð sem þokast austur. Onnur lægð, 993 mb, er 900 km suður af Hvarfi, vax- andi, hreyfist ANA og síðar N. Lægðirnar sameinast A af landinu á morgun. SPÁ: í fyrramólið verður S-gola eða kaldi, slydduél sunnan til en léttskýj- að N-lands. Um morguninn gengur vindur austanlands í vaxandi norðan- ótt og síðdegis verður ailhvöss eða hvöss norðaustanátt, slydda eða snjókoma um landið austanvert. V-lands verður breytileg étt, kaldi eða 6tinningskaidi og él. Veður fer hægt kólnandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðvestan- og vestanótt, sums staðar all- hvöss um noröaustanvert landið, en hægari annars staðar. Norðan- og vestanlands verða él, en úrkomulaust annars staðar. Frost 4 til 7 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnanátt, víðast heldur hæg. Snjókoma um sunnan- og vestanvert landið, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Frost 6 til 8 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22.30. Svarsimi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 980600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Ká, Léttskýjað * r * ♦ r r * r Stydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma & Skýjað V $ Alskýjað * V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. VÍndörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig y súid = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Fært er um vegi ( nógrenni Reykjavíkur, um Suðurnes og austur um Heliisheiði og Þrengsli og með suöurströndinni til Austfjarða og þar eru flestir vegir færir. Fært er fyrir Hvalfjörð og um vegi í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Einnig er fært í Dali og til Reykhóla. Brattabrekka er orö- in fær. Frá Brjánslæk er fært til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Fært er um Holtavörðuheiði og til Hólmavfkur og áfram þaðan til (safjarð- ar og Bolungarvíkur. Breiðadals- og Botnsheiðar eru færar og fært er milli Þingeyrar og Flateyrar. Fært er um Noröurland til Siglufjarðar, Akureyrar og Olafsfjaröar. Frá Akureyri er fært um Þingeyjarsýslu í Mývatnssveit og einnig með ströndinni tii Vopnafjarðar. Víða ó landinu er hálka á vegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjó Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ógrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veftur Akureyri +4 alakýjað Reykjavfk 2 slydda Bergen 6 skýjað Helslnkl 3 rigning Kaupmannahöfn 3 þokumóöa Narssarsauaq vantar Nuuk +16 snjókoma Ósló 6 léttskýjað Stokkhólmur E léttskýjað Þorshöfn 6 skúr Algarve 14 heiðsUrt Amsterdam 8 þoke Barcelona 11 helðskírt Berlín 4 rigning Chicago +7 alskýjað Feneyjar 7 heiðskirt Frankfurt 6 alskýjað Glasgow 6 hátfskýjaö Hamborg 5 túld London vantar LosAngeles 8 rigning Lúxemborg 4 súld Madrtd 8 mistur Malaga 14 iéttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Monfreal +7 snjókoma NewYork 2 alskýjað Oriando 19 þoka Parfs 8 rignlng Madeira 18 hátfskýjað Róm 10 heiðskírt V(n +3 skýjeð Waahington 4 slskýjað Winnipeg +26 Skýjað Morgunblaöið/Árni Helgason 100 ára aldursmunur Hansína Jónsdóttir fy Stykkishólmi varð 101 árs 18. nóvember sl. Þegar Hansína átti 100 ára afmæli fékk hún lítinn mann í afmælisg- jöf sem skírður var Guðni, sonur Petrínu Ágústsdóttur og Sumarliða Bogasonar. Á 101 árs afmæli Hansínu kom litli maðurinn í heim- sókn og auðvitað var sjálfsagt að taka mynd af þeim, hann eins árs en hún 101 árs. Overuleg hækkun á vöxtum ríkisvíxla MEÐALÁVÖXTUN þriggja mánaða ríkisvíxla í útboði sem lauk í gær hækkaði um 0,13% frá því sem var síðasta útboði. Pétur Krist- insson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, segir að það hafi komið á óvart hvað hækkun vaxtanna reyndist lítil í Ijósi vaxtahækkunar bankanna um áramót. Segir hann að þessir vextir nái yfír verðbólguhámarkið sem spáð er nú í upphafi árs og telur að hámarki vaxtanna kunni að hafa verið náð nú. Með útboðinu sem lauk í gær hafði ríkissjóður skuldbundið sig til að taka tilboðum á bilinu 400 til 2.000 milljónir kr. Alls bárust 43 tilboð að fjárhæð 2.730 milljónir kr. Ríkið tók tilboðum að fjárhæð 2.118 milljónir kr. eða sem nemur hámarki þess sem áformað var að taka. Meðalávöxtun samþykktra til- boða er 11,99%. í síðast útboði, sem lauk 28. desember síðastliðinn, var meðalávöxtun 11,86%. Tiltölulega lítill munur var á meðalávöxtun hæsta og lægsta tilboðs. Samþykkt tilboð voru á bilinu 11,85 til 12,2%. Síld- og loðnuveiði Blandaður afli fæst nú á síldarmiðunum TÓLF síldarbátar voru á veiðum í fyrrinótt og fengust á bilinu 50-80 tonn af síld í hverju kasti. Aflinn var fremur blandaður. Samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldunnar voru 18 loðnubátar á veiðum. Fengu þeir um 30-70 tonn í kasti. Þórshamar GK var að landa 130 tonnum af fremur blandaðri síld í Neskaupstað þegar rætt var við Örn Pálsson háseta uppúr hádegi í gær. Að sögn Amar fékkst aflinn í einu kasti en nauðsynlegt reyndist að fara í land með rifna nót og bilaða hliðarskrúfu. Hann sagði að hinir síldarbátarnir hefðu verið að fá 50 og upp í 80 tonn af síld að jafnaði í hveiju kasti. Stefnt var að því að komast aftur á síldarmið- in austur af landinu í nótt. Loðnubátarnir köstuðu þrisvar til ijórum sinnum í fyrrinótt og fengu á bilinu 30-70 tonn í hveiju kasti. Leiðindaveður var á miðunum en þokkalegt útlit svo fremi að myndi lygna. Þrettándagleði víða um land Nokkrar sprengingar en annars áfallalítið á kvöldi þrettándans EKIÐ var a dreng á Skúlagötu í gærkvöldi. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Þrettándakvöld virðist annars hafa liðið nær áfallalaust fyrir utan þijár minniháttar sprengingar. Ekið var á drenginn á móts við Skúlagötu 80 um kvöldmatarleytið í gær. Hann meiddist Htilsháttar að sögn lögreglu og var til vonar og vara fluttur á slysadeild. Þrettándakvöld virðist hafa liðið stórslysalaust á landinu, lögregla þurfti ekki að afskipti af óhöppum eða ólátum sem stundum hafa orðið við lok hátíðanna. Brennur fóru vel fram eftir því sem næst varð komist og helst að lögregla væri sérstaklega á varðbergi í Hafnarfirði þar sem stundum hef- ur dregið til tíðinda á þrettándan- um. Raunar sprakk kínveiji sem settur hafði verið í bréfalúgu í Árbæjarskóla og olli lítilsháttar skemmdum. Við Hraunbæ 102 skemmdust útidyrahurðir tvisvar í gær af völdum kínveijaspreng- inga, fyrir hádegi og um kvöldið. Skemmdarvargarnir höfðu ekki fundist í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.