Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1993 Morgunblaðið/Sverrir Bak vii búðarboröið. - Ragnhildur Óskarsdóttir, Eiríkur Óskarsson og Bjarghildur Gunnarsdóttir. Viðskiptahættir hafa breyst undanfarin ár í MEIRA en tvo áratugi hefur Eirikur Ólafsson staðið á bak við búðarborðið í Versluninni Vogum í austurhluta Kópavogs. Hann hefur þó verið viðloðandi verslunina mun lengur eða frá því hann var strákpolli og sinnti ýmsum viðvikum fyrir föður sinn, Ólaf heit- inn Eiriksson. „Egerlærður >2 múrari og ■ hafði engan 2E áhuga á verslunar- rekstri. Þegar gg ég fór að vinna við múrverk fékk ég í bakið og Z ætlaði að J vinna hjá föð- ur mínum 0“ meðan ég væri að ná 01 mér. Hér er Verslunin Vogar. ég enn þótt S bakið sé löngu heilt. Faðir n minn rak verslunina í rúm 30 ár. Hann lést fyrir 15 árum 2? og lá beint við að við Ragnhild- S ur systir mín tækjum við rekstrinum." - Á kaupmaðurinn á horn- inu undir högg að sækja um þessar mundir? „Viðskiptahættir hafa breyst mikið með tilkomu stórmarkaða. Allsheijar verðstríð ríkir og sá af- sláttur sem smásölukaupmenn fá hjá heildsölum virðist ekki hlíta neinum lögmálum." - Er nýlenduvöruverslun þá orð- inn einhvers konar prúttmarkaður? „Ég vil ekki taka svo djúpt í ár- inni. Bæði kaupmenn og neytendur velta þó fyrir sér hver hin raunveru- lega álagning heildsala sé. Það þýð- ir ekki að keppa við stórmarkaði enda er ég löngu hættur að fylgj- ast með verðlagi þar. Reyni bara að fá allan þann afslátt sem ég get og hafa vöruna á sem lægsta verði. Nú til dags makar kaupmaðurinn á horninu ekki krókinn, enda verða allir að stilla álagningu í hóf til að missa ekki viðskiptavini. Þetta er eins hver önnur launuð vinna og aflar fjölskyldunni til hnífs og skeið- ar en varla meira. f Vogum eru auk Eiríks og Ragn- hildar tveir starfsmenn. „Mjög góð- ar stúlkur, sem hafa unnið hér í mörg ár,“ segir Eiríkur. Ragnhildur vinnur fyrir hádegi og allan daginn á föstudögum og sér um bókhald. Kona Eiríks og börn þeirra grípa stundum inn í ef mikið liggur við svo og eiginmaður Ragnhildar. Sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Eru þá ekki allir bara ósköp ánægðir? „Ég vil ekki vera með neinn barlóm en viðurkenni að ég er stundum hálfleiður á streðinu. Ég hvet ekki bömin mín til að fara út í þetta. Ör eigendaskipti smásölu- verslana sýna að menn gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru að fara út í. Þetta er engin dans á rósum en hefur þó sína kosti.“ - Sem eru? „Ánægjan felst einkum í góðum persónulegum tengslum við við- skiptavini, sem sumir hverjir hafa verslað hér frá því ég var strákling- ur að reyna að gera gagn. Flestir orðnir góðir kunningjar mínir. Stundum stend ég mig að því að hugsa hvort eitthvað hafi komið fyrir þegar einhver hefur e.t.v. ekki sést í nokkra daga.“ - Hvers vegna heldur fólk enn tryggð við kaupmanninn á horninu í stað þess að kaupa í stórmörkuð- um þar sem vöruverð er almennt lægra? „Sumir gera stærstu innkaupin í stórmörkuðum en kaupa svo eitt og annað hjá mér á hvetjum degi. Mörgum, einkum þeim sem ekki eiga ekki heimangengt, finnst þægilegt að nýta sér heimsending- arþjónustu okkar. Öðrum finnst notalegt að rölta út á næsta horn, hitta nágranna og rabba svolítið í leiðinni," segir Eiríkur um leið og hann heilsar einum viðskiptavini kumpánlega og spyr helstu tíðinda. vþj m ÚTSALAN HEFST í FYRRAMÁLIÐ KL. 10:00 DANSKÓLIHERMANNS RAGNARS Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík, símar 687480 og 687580 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Við höfum fengið til okkar franskan gestakennara, Houry Kouiders, en hann hefur unnið sem danshöfundur og dansari við söngleiki, sjónvarpsþætti, óperur og starfað við leikhús í París eins og Folies Bergeres, Moulin Rough, Casino de Paris, svo eitthvað sé nefnt. Við munum vera með flokka fyrir börn, unglinga og fullorðna í jazz, modern, rock og „show“dansi, þar sem Houry Kouiders, dansari og danshöfundur, mun leggja línurnar og kenna ásamt Henny. Flokkar fyrir keppnisdansara, sem vilja þjálfa meira til að verða góðir dansar- ar, einu sinni til tvisvar í viku. Tilvalið tækifæri fyrir leikara, söngvara og dansara og annað sviðsfólk til að öðlast öryggi og þjálfun. Hafið samband sem fyrst og við munum finna rétta hópinn fyrir ykkur. Innritun í þessa hópa er daglega frá kl. 16-19 í síma 68 75 80 og 68 74 80 og spyrjið um Henny eða Hermann Ragnar. Kennsla er í Gerðubergi, Breiðholti og Fjörgyni, Grafarvogi. Við kennum öllum aldurshópum alla dansa. Stepp, barnadansa, heimskerfið fyrir fulloðrna og æfum börn og unglinga fyrir merkjapróf og keppnisdans. JAZZLEIKSKÓLINN fyrir yngstu börnin er fyrsta þrepið til þjálfunar í dansi og góð undirstaða fyrir áframhaldandi dansnám eða tónlist- arnám. Við höfum 10 ára reynslu á þessu sviði enda sérlærð frá balletakademíunni í Gautaborg. Þess vegna segjum við: „Forðumst eftirlíkingar". JAZZLEIKSKÓLINN er því okkar sérgrein. Nýir flokkar byrja á laugardaginn og fleiri flokkar um miðja næstu viku. Hringið eða komið á skrifstofuna, Faxafeni 14. Oðið daglega frá kl. 13-19. Kynnið ykkur nýja afsláttarkerfið. 0^0 Houry Kouiders frá París HELGARTILBODIN BONUS Reykt ýsa 499 kr/kg 15 frosin rúnnstykki 199 kr Río kaffi 384 kr/kg 2 kg kartöflur 105 kr FJARÐARKAUP Appelsínur 65 kr/kg Klementínur 72 kr/kg Agúrkur 149 kr/kg 2 kg kartöflur 86 kr MIKLIGARÐUR 3 pizzur í pakka 335 kr 575 g dós niðursoðinn ananas 49 kr Ferskar kókoshnetur 79 kr/kg 1/1 dós Polco jarðarber 69 kr NÓATÚN Shop Rite bleyjur 599 kr 793 g Shop Rite tómatssósa 119 kr Lambasvið 299 kr/kg Unghænur 198 kr/kg ■ 0 R 1 G I N A L Levrs STOR GALLABUXUR FRÁ KR. 2.990.- BOLIR FRÁ KR. 1.000.- JAKKAR FRÁ KR. 4.500.- SKYRTUR FRÁ KR. 2.000.- PEYSUR FRÁ KR. 2.500.- LEVI'S BÚÐIN LAUGAVEGI 37 S. 618777 • STRANDGÖTU 6 AKUREYRI S. 96-11858

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.