Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Guðrún Þorleifs- dóttir — Minning Fædd 3. ágúst 1925 Dáin 29. desember 1992 í dag, 7. janúar, verður Guðrún Þorleifsdóttir, húsfreyja í Bauganesi 42 hér í borg, jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Guðrún eða Gullý eins og við köll- uðum hana alltaf var fædd 3. ágúst 1925 á Hafrafelli í Reykhólasveit og voru foreldrar hennar hjónin Þor- leifur Eggertsson bóndi, og Kristín Helga Gísladóttir. Guðrún ólst upp í hópi þriggja systkina í góðu yfir- læti. Er mér barst sú harmafregn, 29. desember sl., að Gullý mákona mín væri dáin, átti ég bágt með að gera mér grein fyrir að þetta gæti verið staðreynd. Einmitt sama dag um fimmleytið hafði bróðir minn, Geir, litið við á leið úr vinnu sinni á Veð- urstofunni og kvatt mig með þeim orðum að við hjónin ættum endilega að líta inn hjá þeim Gullý bráðlega. Nokkrum studnum síðar er hringt til mín og mér tilkynnt að Gullý hefði látist skyndilega á Borgarspít- alanum vegna hjartaáfalls. Hún, sem ekki var vitað um að ætti við nein alvarleg veikindi að stríða. Á slíkri stundu hvarflar hugurinn til liðins tíma — allt til fyrstu kynna af mág- konu minni, en hún giftist bróður mínum, Geir Gíslasyni Guðmunds- sonar skipstjóra og hafnsögumanni í Reykjavík, 20. janúar 1951. Á fyrstu búskaparárum sínum bjuggu þau Geir og Gullý um skeið í íbúð í húsi foreldra minna á Báru- götu 29. Þá þegar kynntist ég hinum mörgu góðu kostum, sem Gullý bjó yfir. Hún var myndarleg og dugleg í hveiju sem hún tók sér fyrir hend- ur og frá henni stafaði ætíð hlýju og elskulegheitum. Þegar ég bjó enn í föðurhúsum var alltaf jafn notalegt og indælt að líta við hjá þeim Gullý og Geir og ef foreldrar mínir voru í burtu átti ég hauk í horni þar sem Gullý var. Samhentari hjón frá fyrstu tíð er vart hægt að hugsa sér. Þau keyptu sér lóð í Skeijafirðinum og hófust handa við byggingu hússins, sem þau hafa búið í síðan, en Geir, sem er bæði skipa- og húsasmiður og hagleiksmaður hinn mesti, reisti hús þeirra að heita má að öllu leyti sjálfur. Þar bjuggu þau sér í samein- ingu yndislega fallegt heimili, hún með sínum myndarbrag húsmóður- innar og hann, sem allt leikur í hönd- unum á og er sannkallaður þúsund- þjalasmiður. Geir og Gullý voru farsæl og eign- uðust þijú myndarleg og góð börn, en þau eru: Kristín flugfreyja og húsmóðir, fædd 21. júni 1951, gift Steindóri Gunnarssyni verslun- armanni. Þorleifur, fæddur 31. októ- ber 1953, starfsmaður hjá flugfélag- inu Óðni, og Þóra bókari og húsmóð- ir, fædd 14. október 1958, gift Har- aldi G. Harvey verslunarmanni. Bamabörnin fjögur vom augastein- ar ömmunnar og vom ósjaldan hjá henni og hafa því mikið misst. Geir og Gullý höfðu sérstakt yndi af því að ferðast um ísland. Áttu þau í seinni tíð sérstakan ferðabíl, skemmtilega innréttaðan af Geir sjálfum, svo þau gátu búið í honum. Þannig ferðuðust þau vítt og breitt um landið. Það er sár söknuður að sjá á eft- ir Gullý, en minningin um góða og vandaða konu lifir. Mestur harmur er þó að Geir kveðinn, bömunum og barnabörnunum. Við hjónin vottum ykkur öllum dýpstu samúð og biðjum þann sem öllu ræður að styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Jóhann Gíslason. Guðrún Þorleifsdóttir fæddist að Hafrafelli í Reykhólahreppi, foreldr- ar hennar voru Þorleifur Eggertsson, fæddur 15. september 1878, og Kristín Helga Gísladóttir, fædd 2. mars 1886, þau eru bæði látin. Þau bjuggu á Hafrafelli frá 1910 til 1934, en þá fluttu þau til Flateyrar, bjuggu þar í nokkur ár, en fluttu síðan til Reykjavíkur. Þeim varð þriggja bama auðið, þau voru synimir Steingrímur og Eggert, sem báðir eru iátnir, og svo Guðrún, sem við kveðjum í dag. Guðrún gekk að eiga Geir Gísiason skipasmið 20. janúar 1951. Þau eiga þijú börn: Kristín, fædd 21. júní 1951, flugfreyja, hennar maður er Steindór Gunnarsson, þeirra börn eru: Guðrún Dóra og Geir. Næstur er Þorleifur, fæddur 31. október 1953. Yngst er Þóra, fædd 14. októ- ber 1958, hennar maður er Haraldur Harvey, þeirra böm em: Magnús og Karítas. Þegar við hjónin vomm í hús- næðisvanda sumarið 1953, vomm við svo heppin að detta niður á leigu- íbúð á Ránargötu 29A. Þar bjuggu Þorleifur og Kristín, ásamt bróður Þorleifs, Bjarna, og dóttur hans, Elísabetu. Tókust fljót- lega góð kynni við það fólk og ekki síst við Guðrúnu og Geir, sem að sjálfsögðu vom þar daglega. Af þeim kunningsskap leiddi það, að börn okkar voru leikfélagar í þau sjö ár sem við bjuggum þama. Ekki minnist ég þess að skugga hafi borið á samskipti okkar allan þann tíma áuk þess sem kona mín átti alltaf sérstaklega innangengt ef á þurfti að halda, en ég var mikið á sjó á þeim ámm. í hartnær 40 ár hefur kunningsskapur og vinátta þeirra hjóna, Guðrúnar og Geirs, ylj- að okkur. Kvöldið 27. desember hringdi Guðrún til okkar og óskaði okkur gleðilegra jóla og komandi árs. Enginn skyldi hafa látið sér til hugar koma, að það yrði i síðasta sinn sem við heyrðum til hennar. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það er ekki lítið átak að átta sig á þeirri miklu breytingu sem orðin er hjá vini okkar Geir Gíslasyni og fjölskyldu hans. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum þeim virðingu okkar og sam- úð, og biðjum þeim styrks frá hinum alvalda, sem öllum líknar. Kjartan T. Ólafsson. Hinn 29. desember, að kveldi dags, lést góð vinkona mín, Guðrún Þorleifsdóttir, Bauganesi 42 hér í bæ. Guðrún fæddist 3. ágúst 1925 og varð því 67 ára. Um morguninn, hinn 29. hafði hún litði inn til mín, svo það kom mjög á óvart, þegar dóttir hennar hringdi til mín um kvöldið til þess að segja mér að mamma hennar væri látin. Það er erfítt að trúa því að ég geti ekki hlaupið til hennar í tíma og ótíma og við spjallað svolítið sam- an. Guðrún tók alltaf jafn vel á móti manni á sínu fallega heimili, sem alltaf leit þannig út og ætla mátti að hún væri nýbúin að taka til, og ekki vantaði hlýjuna og nota- legheitin. Oftar en ekki var önnur hvor dóttirin eða báðar í heimsókn líka, því Guðrún var ekki bara góð móðir og amma heldur einnig góður félagi barna sinna og vinur. Börn þeirra Guðrúnar og Geirs eru þrjú, og barnabörnin fjögut'. Vinátta okkar Guðrúnar hófst með dálítð sérstökum hætti, en svo háttaði til í Skeijafirðinum að hús okkar voru sitt við hvora götu en næstum andstæð. Sonur minn var eitt sinn að leik með fleiri drengjum og fóru þeir að kasta steinum yfir bílskúr sem stóð á lóðamörkum, þá vildi ekki betur til en svo að einn steinninn lenti í stofuglugga hjá Guðrúnu og Geira og braut hann að sjálfsögðu. Við foreldrar fórum með son okk- ar til þeirra og sögðum þeim hvern- ig þetta hefði atvikast. Þau hjón Guðrún og Geir tóku okkur þannig að það var ekki eins og að við vær- um að koma til að biðja afsökunar og lofa bótum heldur næstum öfugt. Og þannig voru viðbrögð þeirra allt- af að setja sig meira inn í spor hinna heldur en að láta eigin erifðleika lenda á öðrum. Upp úr þessum fyrstu kynnum hefur síðan, eða í meir en 20 ár, staðið traust vinátta, sem aldrei hef- ur skugga á borið. Guðrún vinkona eins og ég kallaði hana alltaf og allir á mínu heimili hefur alltaf verið sú sama trausta og örugga manneskja, sem alltaf vildi öllum hjálparhönd rétta en eng- um íþyngja þó eitthvað bjátaði á hjá henni eins og því að kvarta aldrei þó að líðan hafi áreiðanlega ekki alltaf verið góð þessa síðustu daga eða vikur. Ömmubörnin voru orðin fjögur og hvert öðru meiri sólargeisli ömmu sinnar, sem svo sannarlega naut þess að hafa smáfólkið nálægt sér. Það er gott að kynnast góðu fólki og vináttu þess, og fyrir það skal þakkað, en söknuður verður auðvitað meiri líka, þegar horft er eftir slík- um. Þetta snögga fráfall er aðstand- endum erfitt, en dauðann flýr víst enginn. Eg vil færa Geir og börnum og barnabörnum innilegar samúða- róskir og þakkir um leið fyrir kynni liðinna ára. Megi Guð styrkja ykkur í því að nmæta þessum miklu breyt- ingum. Ólöf Davíðsdóttir. Elsku mamma okkar, tengda- mamma og amma er farin. Of fljótt, of ung. Guð tók hana til sín og þar hvílir hún í friði. Það er hvorki gott né auðvelt að skilja það að hún skuli ekki vera á meðal okkar lengur, en hún vakir yfir okkur og vissan um það veitir okkur styrk til að takast á við sorgina. Við viljum þakka henni fyrir allt það sem hún var okkur. Góðan Guð biðjum við að varðveita og styrkja föður okkar, tengdaföður og afa í hans erfiðu og miklu sorg. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs engalar yfir mér. (HP) Kúrý, Dengi, Þóra, Steindór, Halli, Guðrún Dóra, Geir, Magnús og Karítas. TÓNLISTARKENNSLA HUÓMBORÐ - PÍANÓ - ORGEL Einkatímar fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna. Ahersla lögð á persónulega og markvissa kennslu. Miðsvetrarönn hefst 1 1. janúar. GUÐMUNDUR HAUKUR KENNARI OG HUÓMUSTARMAOUR Upplýsingasími 91-678150, Hagaseli 15,109 Reykjavík. HER GETUR ÞÚ EENGED VINNINGiNN UPPHÆKKAÐAN REYKJAVIK OG NACRENNl: AÐALUMBOÐ* Suðurgötu 10, sími 23130 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 BÓKABÚÐIN HVERAFOLD 1-3, Grafarvogi, sími 677757 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN EITT OG ANNAÐ Hrísateigi 47, sími 30331 VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 BENSÍNSALA HREYFILS Fellsmúla 24, sími 685632 BÓKABÚÐIN HUGBORG Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 813355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 ‘Umboöiö sem var í Sjóbúöinni er flutt i Suöurgötu 10 MOSFELLSBÆR: SÍBS-DEILDIN, REYKJALUNDI sími 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14, sími 666620 KÓPAVOGUR: BORGARBÚÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN* Hamraborg 20A, sími 46777 'Umboöiö í Sparisjóöi Kópavogs er flutt í Vídeómarkaöinn, Hamraborg 20A. GARDABÆR: SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 6.02800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garöatorgi 3, sími 656020 HAFNARFJ ÖRÐUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 4 Tryggðu þér möguleika Lægsta miðaverð í stórhappdrætti (óbreyttfrá ífyrra) aðeins kr. 500. ... fyrir lífið sjálft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.