Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 4.tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ótti við allsheij- arstríð í Angóla Luanda. Reuter. HARÐIR bardagar blossuðu upp í nokkrum borgum Afríku- ríkisins Angóla í gær þegar stjórn landsins herti sókn sína gegn uppreisnarmönnum í UNITA-hreyfingunni. Stjórnarer- indrekar í höfuðborginni, Luanda, sögðu þetta valda almenn- um ótta við að allsherjar borgarastyijöld blossaði upp í land- inu að nýju. Stjórnarerindrekarnir sögðu að valdhafarnir í Luanda væru að reyna að brjóta uppreisnarmenn- ina á bak aftur í helstu borgum landsins. „Það er ljóst að stjórnin hefur hafið mikla sókn til að kveða uppreisnina niður,“ sagði vest- rænn stjórnarerindreki í höfuð- borginni. Barist var með stórskotavopn- um í Cuito, höfuðstað Bie-héraðs í miðhluta landsins, og N’diva í Cunene-héraði, nálægt landa- mærunum að Namibíu. Götubar- dagar blossuðu upp í borgunum Benguela og Lobito við ströndina á mánudag og þeir héldu áfram í gær. Þá skýrði útvarpið í Luanda frá því að uppreisnarmenn UNITA í borginni Namibe hefðu beðið ósigur fyrir stjórnarhernum. Upplýsingafulltrúi UNITA, Jorge Valentín, sakaði stjórnar- herinn um árásir á óbreytta borg- ara og sagði að liðsmenn hreyfing- arinnar héldu uppi vörnum í Lo- bito, einu af höfuðvígjum hreyf- ingarinnar, og stjórnin hefði sent þangað liðsauka. Bardagar brjótast aftur út í Sarajevo Sarjýcvo. Reuter. GÍFURLEGA harðir bardagar brutust út í mörgum hverf- um Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í gærkvöldi að sögn bosníska útvarpsins, en allt hafði verið með kyrrum kjör- um í borginni í nokkra daga. Sprengjum rigndi yfír mörg hverfi Sarajevó og barist var í návígi á götum hverfanna Do- brinja og Vojnicko Polje. Útvarpið gaf enga skýringu á því hvers vegna átökin brutust út. Þau hófust svo til um leið og Dobrica Cosic, forseti þess sem eftir er af Júgóslavíu, hafði flutt útvarpsávarp þar sem hann beindi orðum sínum til Bosníuserba og sagði að þeir ættu yfir höfði sér hernað af hálfu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) ef þeir sættust ekki á málamiðlun í friðarviðræðum í Genf. Vongóðir sáttasenyarar Fyrr um daginn höfðu Cyrus Vance og Owen lávarður, sátta- semjarar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og Evrópubandalagsins (EB) í málefnum Bosníu, sagst vongóð- ir um að lausn fyndist í Genfarvið- ræðunum næstkomandi sunnudag. Sögðu þeir þetta að loknum fund- um með leiðtogum Serba í Belgrad. Þá sagði Roland Dumas utan- ríkisráðherra Frakklands í París í gær að samkomulag hefði tekist um að sveitir stríðandi fylkinga í Bosníu afléttu umsátri um Sarajevo og flyttu menn sína og vopn a.m.k. 30 km frá borginni. Forsetar Serbíu, Bosníu og Króat- íu hefðu um það samið. Stjórnarer- indrekar sem fylgdust náið með friðarviðræðunum í Genf sögðust hins vegar hafa miklar efasemdir um að samkomulag af því tagi gengi fram; Serbar myndu seint fallast á að sleppa þvj taki sem þeir hefðu á borginni. Reuter Olíunni að bráð Fyrstu merki um af- leiðingar strands tankskipsins Braer við Hjaltland komu í ljós í gær er dauðum sjófugli og fiski skol- aði á land í stórum stíl í Quendale- flóa. Óttast var í gær- kvöldi að helmingur 84.500 tonna farms skipsins hefði runnið í sjóinn en fregnir um að það væri tekið að liðast í sundur voru bornar til baka. Veð- ur kom í veg fyrir að hægt yrði að beita tiltækum mengunar- vörnum. Bresk stjórnvöld hafa fyrir- skipað opinbera rann- sókn á orsökum slyssins og verður m.a. kannað hvers vegna skipið varð vél- arvana og hvort áhöfnin hafí staðið rétt að verki er hún yfírgaf skipið. Braer var með aðeins tveggja mánaða gamalt haffærisskír- teini o g var í fjórðu ferð sinni með olíu frá Noregi til Kanada. Á myndinni heldur liðs- maður björgunar- sveita á útötuðum sjófulgi sem reynt var að bjarga. Sjá „Strangari regl- ur...“ á bls. 20. Hóta hemaðaradgerð- um í suðurhluta Iraks Washington. Reuter. SENDIHERRAR Banda- ríkjanna, Frakklands og Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) afhentu ír- öskum starfsbróður sínum hjá stofnuninni í gærkvöldi hótunarbréf þar sem írök- um var gefinn tveggja sól- arhringa frestur til að fjar- lægja flugskeyti frá Suður- Irak. Ef flugskeytin yrðu ekki fjarlægð myndu her- þotur þessara ríkja eyði- leggja þau. Saddam Hus- Brotlending 1 París París. Reuter. ÞYSK flugvél af gerðinni De Havilland DASH-8 brot- lenti skammt frá flugbrautarenda á Charles de Gaulle flugvellinum í París í gærkvöldi. Fjórir farþegar flugvél- arinnar biðu bana. Orsakir óhappsins voru óljósar. Nítján farþegar og fjögurra manna áhöfn voru með flugvélinni sem var í áætlunarflugi fyrir flug- félagið Lufthansa frá Bremen í Þýskalandi til Parísar. Auk hinna látnu slösuðust allir hinir farþeg- arnir 15, þar af sex lífshættulega. Þoka var er flugvélin brotlenti á vegi skammt frá flugvellinum. Hún staðnæmdist við brautar- endann. Þokan raskaði þó ekki umferð um flugvöllinn. sein íraksforseti flutti í gær ræðu þar sem hann sagði her landsins reiðubú- inn að verja heiður þess. Heimildarmaður Reuters- fréttastofunnar í stjómsýslunni í Washington sagði í gærkvöld að að aðgerðir þessar hefðu verið ræddar við stjórnvöld í Saudi- Arabíu en þau tækju ekki beinan þátt í þeim. Þá var sendiherra Rússa hjá SÞ viðstaddur er hótun- arbréfíð var afhent íraska sendi- herranum. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra halda hlífískildi yfír Kúrd- um í norðurhluta íraks og enn- fremur er íröskum flugvélum bannað að fljúga yfir suðurhluta landsins. írakar byijuðu að flytja SAM-2 og -3 flugskeyti til suðurhlutans eftir að Bandaríkjamenn skutu niður íraska þotu 27. desember síðastliðinn. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra telja að sögn að ætlun íraka sé að skjóta niður þotur þeirra. íraksher tilbúinn að frelsa norður- og suðurhluta landsins Saddam Hussein minntist ekki berum orðum á þessa deilu í ræðu sinni í gær. Frændi hans og varn- armálaráðherra, Ali Hassan al- Majeed, sagði hins vegar í gær að herinn væri reiðubúinn að frelsa norður- og suðurhluta landsins. George Stephanopoulos, tals- maður Bills Clintons, verðandi for- seta Bandaríkjanna, sagði að Clinton styddi heilshugar tilraunir George Bush forseta til að fram- fylgja flugbanninu yfir Suður-írak og myndi halda þeim áfram þegar hann tæki við embættinu síðar í mánuðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.