Morgunblaðið - 07.01.1993, Side 32

Morgunblaðið - 07.01.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Gísli G. Guðlaugs- son — Kveðjuorð Vinur frá bernsku fram á síðasta dag. Gísli G. Guðlaugsson sem lést 22. desember síðastliðinn var sá maður sem var óslitið í nær 60 ár vinur og skátabróðir. Síðast í des- ember vorum við „Útlagarnir“ í einni af hinum mörgú veislum sem við sátum saman með konum okkar þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, en er nú horfinn frá okkur. Sár sökn- uður er í hugskoti okkar og við þökk- um honum. Það er margs að minn- ast, hvar á að byrja? Aldrei héldum við Anna mín veislu svo að Rúna og Gísli væru ekki þar og gleddu okkur með nærveru sinni. Svo var og þegar þau höfðu gleðskap á heim- ili sínu í Langagerði, þá vorum við þar að gleðjast með þeim. Gleðifundir eru margir í minning- unni og ferskastur þeirra er París- arferðin í vor er leið, þegar við héld- um upp á 50 ára afmæli „Útlaga". Það var ógleymanlegt ævintýri. Þá var vinur okkar ekki vel hress, en lét það ekki á sig fá, var í hópi okk- ar glaður og fagnandi þessum áfanga í sögu skátaflokksins okkar. Hann var alla tíð sterkasti hlekkur- inn í hópnum. Á fundum okkar, í útilegum, veiðiferðum, göngu og öllu sem flokkurinn bauð upp á var hann fremstur meðal jafningja. Gísli fæddist í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru þau Kristín Ól- afsdóttir og Guðlaugur Gíslason úr- smíðameistari. Hann taldi sig alltaf Eyjapeyja og Eyjamar voru honum mjög kærar. Hann fór ungur á síld, í vega- vinnu, vann við fiskvinnslu og var feikilega duglegur maður, sama hvað hann gerði. Hann gekk í Verslunarskóla ís- lands, lauk þaðan stúdentsprófi, reisti fljótt heimili með konu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Þau reistu húsið sitt í Langagerði 56, heimili sem bar vott frábærum myndarskap húsmóðurinnar. Gísli var drengur góður, mátti aldrei vamm sitt vita. Kæra Rúna, mér er tregt tungu að hræra, en minning um góðan mann lifir. Samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Anna og Kári. Það mun hafa verið haustið 1930 — þegar ég kom heim úr sveitinni — að heil fjölskylda var flutt á loft- ið til okkar á Sandi. Það var 7 ára snáði, Gísli, ásamt foreldrum sínum Kristínu og Guðlaugi og 3 systkin- um. Við Gísli urðum strax vinir, og hófum kofabyggingu saman, en eitt- hvað fór úrskeiðis, við urðum ósáttir út af „spýtunni góðu“. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem við urðum ósáttir þau 62 ár sem við áttum samleið og bar aldrei skugga á vin- áttusamband okkar. Ásamt vini okkar, Jóni Valdimars- syni, gengum við saman í Skátafé- lagið Faxa og undum þar saman við leik og störf, þar til að því kom að hann fór til mennta til Reykjavíkur og Jón flutti um líkt leyti til Keflavík- ur. Ég varð eftir og saknaði þeirra mikið — já, grét af söknuði. Skömmu síðar fór ég einnig til Reykjavíkur og þá tóku foreldrar hans mig inn á heimili sitt, þó þröngt væri fyrir, 8-10 manns í einni kjall- araíbúð. Áirð 1942 stofnuðum við, ásamt öðrum Eyjaskátum í Reykjavík, ská- taflokkinn Útlaga og höfum við starfað saman alla tíð síðan. Enn liðu tímar, ég sneri aftur heim til Eyja og starfaði þar um hríð, og 8. desember 1945 giftum við Steina okkur. í ræðu sem síra Jes Gíslason flutti kom fram að í Reykjavík sætu á sama tíma á brúð- arbekk tvö ung pör, Gísli og Rúna, ásamt Elsu systur Gísla og manni hennar Birgi. Svo náin voru tengsl- in, að við kvæntumst á sama tíma, án þess að vita hvor um annan. Þrátt fyrir að við byggjum fyrstu árin sitt í hvorum_ landshluta, var vináttan sú sama. I hvert sinn sem við áttum leið til Reykjavíkur, gist- um við hjá Gísla og Rúnu og alltaf var vináttan og hlýhugurinn sá sami. Þar kom að við Steina fluttum í Kópavoginn og vinskapurinn efldist og styrktist. Það var alltaf hægt að leita til Gísla, traustari mann og vin var ekki hægt að hugsa sér. Eftir að við eignuðumst báðir sumarbústaði í Vaðnesi höfum við átt þar yndislegar stundir saman. Við héldum upp á brúðkaupsafmælin saman, ýmist heima eða í sumar- bústöðunum, og nú síðast 8. desem- ber skáluðum við fyrir væntanlegu sameiginlegu gullbrúðkaupi eftir 3 ár. Fjórum dögum síðar héldum við saman jólafund, með Útlögum og eiginkonum, og þar var hann hrókur alls fagnaðar, og úthlutaði jólapökk- um til eiginkvenna, sem hann hafði undirbúið sjálfur af sinni alkunnu smekkvísi og glaðværð. Þessar síðustu stundir okkar sam- an verða okkur Steinu lengi minnis- stæðar. Við grátum nú, ásamt íjöl- skyldu hans og stórum hópi vina og kunningja, góðan vin og þökkum honum _ yndislega og trausta sam- fylgd. Ég þakka honum 62 ára vin- áttu og við hjónin sendum Rúnu og bömunum okkar hlýjustu kveðjur. Guð blessi Gísla minn að eilífu. Rikki. Nú hefur hann „fóstri" kvatt okk- ur að sinni. Þetta ávarp notuðum við gjaman hvor við annan er við ræddumst við. Félagar okkar í Útla- gaflokknum gáfu okkur þetta viður- nefni þar sem þeim þótti við alltaf vera sammála og taka jafnan mál- stað hvors annars þegar umræður fóm fram og skipti þá ekki máli hvort málefnið var merkilegt eða ekki. Við vituqj öll að kallið getur kom- ið hvenær sem er, en samt verðum við ráðþrota við skyndilegt fráfall vina eða vandamanna. Andlát Gísla kom okkur vinum hans á óvart enda þótt við vissum að hann gekk ekki heill til skógar. Hann var ávallt heilsuhraustur og stundaði íþróttir framan af ævi, einkum þó badminton og hestamennsku eða þar til hann gekkst undir hjartaaðgerð í júní 1990. Eftir það mun hann aldrei hafa náð fullri heilsu þó hann færi sjálfur dult með. Þann 16. desember sl. veiktist hann alvarlega og var í skyndi fluttur á sjúkrahús þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt og andaðist 22. desember sl. Gísli var fæddur 17. febrúar 1923 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans vom Guðlaugur Gíslason úrsmiður, ættaður frá Stykkishólmi, og Kristín Ólafsdóttir frá Ólafsvík. Þau hjónin störfuðu mikið í Alþýðuflokknum og var Kristín í fylkingarbijósti í verka- lýðsbaráttunni í Vestmannaeyjum. Hún var ein af stofnendum Verka- kvennafélagsins Snótar þar í bæ og fyrsti formaður félagsins. Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hélt Kristín áfram að starfa fyrir Alþýðu- flokkinn og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum á vegum hans. Segja má því að Gísli hafi dmkkið í sig hug- sjónir jafnaðarstefnunnar með móð- urmjólkinni enda var hann alla tíð sannur alþýðuflokksmaður. Auk Gísla áttu þau Guðlaugur og Kristín þijú böm, en þau em Elsa, húsmóð- ir í Reykjavík, Karl, úrsmiður, nú starfsmaður hjá Reykjavíkurborg og Ólína, húsmóðir, sem nú er látin. Gísli stundaði nám við Bamaskóla Vestmannaeyja og síðar í gagn- fræðaskólanum. Er hann stálpaðist stundaði hann ýmis störf á sumrin eins og unglingar jafnan gerðu á þeim tíma. Vann hann m.a. í frysti- húsum í Eyjum og við vegavinnu á fastalandinu. Einnig var hann á síld- veiðum á vb. Skaftfellingi frá Vest- mannaeyjum. Var oft gaman að heyra hann segja frá ýmsum spaugi- legum atvikum sem átt höfðu sér stað á þessum sjómannsferli hans enda hafði Gísli einstakt lag á að glæða frásögn sína kímni og spennu þannig að hann náði vel athygli við- staddra. Gísli flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1941. Hann hóf nám við Verslunarskóla íslands og lauk þar stúdentsprófi vorið 1945 Móðir okkar, HANSÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Stóragerði 30, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 5. janúar. Sigrún Þóra Magnúsdóttir, Álfheiður Magnúsdóttir. Móðir mín og amma okkar, KRISTÍN SVEINBJARNARDÓTTIR, Nýja-Bæ, sem lóst 31. desember sl., verður jarðsungin frá Bæjarkirkju laug- ardaginn 9. janúar kl. 14.00. Ólöf Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Reynisson, Kristinn Reynisson. + Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, GUÐMUNDUR S.M. JÓNASSON vélsmlður, varaformaöur og starfsmaöur Félags jérniðnaðarmanna, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Hallfríður P. Ólafsdóttir, Ægir J. Guðmundsson, Linda Brá Hafsteinsdóttir, Jónas Þ. Guðmundsson, Þóra B. Árnadóttir, Sigriður Hrund Guðmundsdóttir, Reynir A. Guðlaugsson, Sigrfður Magnúsdóttir og barnabörn. Ertídnkkjur Giæsileg kaííi- hlaðÍKín1! fídlegir salir og mj()g g(>ð þjónusta. Upplysingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR UÓTEL 10FTLE11IK en þá útskrifaði skólinn stúdenta í fyrsta sinn. Eflaust hefur hugur hans staðið til frekara náms því hann var afbragðs námsmaður en af því varð ekki. Að námi loknu hóf hann störf hjá vátryggingafélaginu Carl D. Tulinius hf. og síðar hjá Vátryggingafélagi hf., þegar það félag var stofnað. Var hann þar skrifstofustjóri uns hann réðst sem aðalbókari til íslenska álfélagsins hf. og starfaði þar á byggingatíma félagsins á árunum 1968-1970. Hann gerðist starfsmaður Trygging- amiðstöðvarinnar hf. 1. október 1970 og vann þar til dauðadags. Þann 8. desember 1945 kvæntist Gísli Guðrúnu Guðmundsdóttur og eignuðust þau tvö böm, Guðmund, starfsmann Fossvogskirkju og Krist- ínu, meinatækni. Eru bamabömin orðin 8 og langaafabömin 4. Voru þau hjónin mjög samhent og reynd- ist Rúna honum traustur lífsföru- nautur og vinur. Þau byggðu sér hús í Langagerði 56 og bjuggu þar æ síðan. Áttu þau þar yndislegt heim- ili sem bar vitni smekkvísi þeirra beggja. Gaman var að heimsækja þau í sumarbústaðinn þeirra í Gríms- nesi. Þar áttu þau sér unaðsreit og höfðu þau lagt mikla vinnu í að gera bústaðinn og umhverfið sem best úr garði. Gísli átti mörg áhugamál og var mjög félagslyndur. Hann gerðist ungur skáti og var í þeim félagsskap til æviloka svo sem síðar verður vik- ið að. Hann iðkaði knattspyrnu á yngri ámm og var félagi í Knatt- spymufélaginu Tý meðan hann bjó í Eyjum. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur gekk hann í Val og studdi það félag. Eins og áður getur iðkaði hánn badminton í mörg ár eða meðan heilsan leyfði og var hann í félagi við TBR og vann mik- ið og óeigingjarnt starf fyrir það félag. Þótt Gísli væri fæddur og uppalinn á mölinni, eins og stundum er sagt, er ég ekki frá því að bóndinn hafi blundað í honum. Þau ár sem Guð- mundur sonur hans stundaði búskap austur í Biskupstungum var Gísli þar vakinn og sofinn og studdi son sinn með ráðum og dáð. Gísli var ákaflega bóngóður og ósérhlífinn. Gæti hann gert einhveij- um greiða var sjálfsagt að hann gerði það hvemig sem á stóð og þurfti aldrei að biðja tvisvar. Sam- viskusemi hans var við bmgðið. Tæki hann að sér eitthvert verkefni þurfti aldrei að efast um að það yrði unnið fullkomlega og tilbúið á réttum tíma. Gísli gat verið fastur fyrir og gaf sig ekki í umræðum ef hann taldi sig hafa á réttu að standa. Hann var ágætur ræðumaður og átti auðvelt með að ná eyrum manna enda bæði rökfastur og skemmtileg- ur. Gísli hafði góða söngrödd og öfundaði ég hann oft af því. Hann hélt uppi fjöri á fundum og í ferða- lögum með sinni tæm og sterku rödd meðan ég reyndi af veikum mætti að fylgja laglinunni. Þegar við nú kveðjum Gísla reikar hugurinn til æskuáranna í Vest- mannaeyjum. Þótt Vestmannaeyja- bær væri engin stórborg á árunum fyrir stríð frekar en í dag er þó ekki þar með sagt að allir hafi þekkst. Við Gísli bjuggum hvor í sínum enda bæjarins, hann í Hjarðarholti vestast á Vestmannabrautinni en ég austur á Bakkastíg, enda var það svo að við kynntumst ekkert að ráði fyrr en við gerðumst skátar árið 1938 er Skátafélagið Faxi var stofnað í Vestmannaeyjum. Ekkert var eðli- legra en jafn félagslyndur maður og Gísli gerðist þar strax félagi. Þamá hittum við báðir þá félaga sem við síðar bundumst þeim vináttuböndum ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- dáátj p E r [5 a n sími 620200 / Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 að fátítt mun vera meðal vanda- lausra. Gísli gerðist strax forystu- maður í félaginu og var sannur skáti. Kjörorð skáta er „vertu viðbúinn“. Gísli var ávallt viðbúinn eins og áþreifanlega kom í ljós 7. nóvember 1940 er hann bjargaði 10 ára dreng frá drukknun í Vestmannaeyjahöfn með því að stinga sér eftir honum og synda með hann til lands. Gísli var þá 17 ára gamall. Fyrir þetta afrek var hann sæmdur æðsta heið- ursmerki skáta fyrir björgun úr lífs- háska, en heiðursmerki þetta er að- eins veitt þegar viðkomandi hefur sýnt sérstaka hugprýði og lagt líf sitt bersýnilega í hættu. Á árum heimsstyijaldarinnar síð- ari urðu miklar þjóðfélagsbreytingar hér á landi svo sem alkunnugt er. Allir vegir lágu þá til Reykjavíkur. Margt ungt fólk flutti þá til Reykja- víkur ýmist í atvinnuleit eða til fram- haldsnáms. Margir sem starfað höfðu í Skátafélaginu Faxa voru í þessum hópi. Árið 1942 stofnuðu þeir sinn eigin skátaflokk í Reykja- vík og kölluðu hann Útlaga og má vera að dulin heimþrá hafi ráðið þeirri nafngift. Gísli var einn af stofnendum flokksins og hefur starf- að með okkur síðan í þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun hans. Betri fé- lagi er vandfundinn. Gísli er sá þriðji úr hópnum sem fer yfir móðuna miklu og söknum við hans sárt en við munum áfram halda hópinn þótt þijú sæti séu auð. Að lokum kveðjum við Útlagarnir Gísla og þökkum honum samfylgd- ina. Við vottum Rúnu og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að blessa Gísla. Theodór S. Georgsson Haustið 1939 þegar íjóðveijar réðust inn í Pólland og settu heiminn i bál hóf hópur ungmenna nám í 1. bekk Verslunarskólans við Grundar- stíg. Allur rúmaðist hópurinn í einni bekkjardeild. Haustið eftir og það næsta fjölgaði svo umsóknum um skólavist að annarri bekkjardeild var bætt við. Aðallega voru þetta ung- menni af landsbyggðinni og flest nokkuð eldri en þeir, sem fyrir voru. Var ekki laust við að borgarbömin bæru nokkra lotningu fyrir þessum aðkomumönnum, sem sumir báru með sér töluverðan heimsborgara- brag. í þessum hópi voru þrír ungir menn frá Vestmannaeyjum. Það þykir nokkuð næðingssamt á Stór- höfða og það gustaði töluvert af þessum þremenningum. Einn þeirra var Gísli Guðlaugsson, sem nú er kvaddur hinstu kveðju. Þar stofnuð- ustu þau kynni, sem þróuðust í ein- læga vináttu og aldrei bar á skugga. Gísla sóttist námið vel enda fór þar saman skyldurækni og ágætis námshæfileikar. Var hann nær jafn- vígur í öllum greinum. Á þeim árum, fyrir rúmri hálfri öld, völdu menn sér Verslunarskól- ann til þess að afla sér hagnýtrar menntunar á skömmum tíma. Náms- greinarnar og kröfurnar voru við það miðaðar að þekkingin mætti nýtast í daglegu líft á sem víðustu sviði viðskipta og almennrar þátttöku í atvinnulífinu. Þeir sem stefndu til æðri mennta í háskóla hér eða er- lendis völdu sér annan hvorn menntaskólann hér eða á Akureyri. Um þær mundir hafði verið sett á stofn viðskiptadeild við Háskóla íslands. Vilhjálmi Þ. Gíslasyni skóla- stjóra Verslunarskólans þótti meðal annars af þeirri ástæðu rétt að versl- unarskólanemendum yrði gefinn kostur á að halda áfram námi eftir 4. bekk, taka stúdentspróf og fá aðgang að æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Taldi hann að skólinn hefði til þess burði að veita þá menntun, sem þyrfti til að nemendur hans yrðu sambærilegar við stúd- enta hinna hefðbundnu mennta- skóla. Barátta Vilhjálms fyrir þessu markmiði sætti umtalsverðri mót- stöðu. Var sem stúdentsefnum menntaskólanna þætti sér misboðið að þessir krakkar af Grundarstígn- um ætluðu að fara að troða sér inn í háskólann. Vilhjálmur hafði sigur og við skólann var stofnuð lærdóms- deild með 5. og 6. bekk og náms- skrá sem talin var duga til þess að skapa nothæfa háskólaborgara. Hins vegar virtist ekki mikill áhugi þjá verslunarskólamönnum að notfæra sér þessi nýfengnu réttindi. Einungis 5 nemendur af þeim nær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.