Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 13 Fíkn og fullorðin börn eftir Sigurð Bárðarson Hvað er fíkn? Fíkn hefur verið skilgreind sem sjúklegt samband við atburð, reynslu eða hlut sem hefur í för með sér breytingu á líðan við- komandi einstaklings og orsakar vandamál í lífi hans. Með öðrum orð- um. Þá er fíkn flótti frá tilfinningum, raunverulegri líðan eða eigin sjálfi. Fíkn eða árátta getur tekið á sig hinar ýmsu myndir; svo sem áfengis- og fíkniefnaneysla, lyfjafíkn, ofát, vinnufíkn, ástar- og kynlífsfíkn, trú- ar- og sjónvarpsfíkn, svo nokkur dæmi séu tekin. Nikotín, koffín og sykur eru gott dæmi um vandabind- andi efni sem mikið eru notuð í hinu daglega lífi. Hin síðari ár hefur vitneskja um fíknir og áráttuhegðun aukist mikið. Fullorðin böm alkóhólista, eða fólk frá tilfinningalega vanhæfum flöl- skyldum hafa stofnað sjálfsbjargar- hópa, sem byggjast á tólf reynslu- sporum í anda AA-samtakanna (Alcoholic anonymous). Þetta fólk hefur einnig kallað sig meðvirkt, (co- dependent) sem þýðir að viðkomandi lifir „hækjuífí". Fíknin verður að hjálpartæki sem ekki er hægt að vera án. Það kom í ljós að fullorðin böm alkóhólista hafa tilhneigingu til ár- áttuhegðunar. Þau verða fíklar og lenda oft aftur og aftur í aðstæðum sem valda vanlíðan. Þau eru ekki fær um að tengjast öðrum nánum tilfínn- ingaböndum, einangra sig eða verða háð öðrum á óheilbrigðan hátt. En þegar betur var að gáð sást að þetta ástand einskorðaðist ekki við fullorð- in böm alkóhólista, heldur átti það almennt við um fóík sem ólst upp hjá áráttukenndum foreldrum eða foreldrum sem ekki voru til staðar fyrir börnin tilfinningalega. Við köll- um það „fullorðið barn“, vegna þess að það fékk ekki að vera bam og gat þess vegna ekki lokið þeim þroskaþætti sem felst í því að vera barn. Viðkomandi lifir barnalegu til- fmningalífí sem fullvaxinn einstakl- ingur. Aflið á bak við fíknina mun vera skömm, en sagt hefur verið að skömmin og fíknin séu síamstvíbur- ar. Barn sem elst upp við þær að- stæður að tilfmningaþörfum þess er ekki mætt, þar sem foreldrar eru of uppteknir við fíkn sína, eða of fjar- lægir sjálfum sér til að mæta þessum þörfum. Það er vanrækt eða því mis- boðið á einhvern hátt. Það fínnur að það er eitthvað að og þar sem það er of skelfilegt ef eitthvað er að for- eldrunum þá afgreiðir bamið málið með því að segja: „Það er eitthvað að mér.“ — Skömmin tekur sér ból- festu með því að barnið fer að skammast sín fyrir þarfír sínar og tilfinningar. Það afneitar þeim og þar með sjálfu sér. Með langvarandi afneitun tilfinninga rofna tengslin milli tilfínninga og hugans, þannig að viðkomandi fer að „lifa í höfðinu á sér“. Hann fær hluti, atburði eða fólk á heilann og kemur þar með í veg fyrir að hann fínni fyrir og teng- ist sjálfum sér. Hann horfist þvf ekki í augu við eigin raunveruleika og líf- ið líður hjá án þess að því sé raun- veralega lifað. í heilbrigðri fjölskyldu er það ein- staklingurinn sem skiptir máli. Hann fær að njóta sin og vera virtur sem einstök persóna. Fjölskyldan þrosk- ast saman með því að hver og einn getur talað ftjálslega um tilfínningar sínar, þarfír og upplifanir. í skamm- arfullu fjölskyldunni eru hins vegar mjög strangar reglur, þó það sjáist oft ekki í fljótu bragði. Fjölskyldan stendur saman um að afneita vanda- málinu, einstaklingarnir geta ekki Affi og amma Allt fyrir minnsta barnið. Sórfrœðiþjónusta og góður magnafsláttur. Verslið þar sem úrvaliö er mest. Áttu von á barni? Sérfrœðiþjónusta. Pabbi og mamma Allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNA, Leifsgötu 32, s. 12136. talað saman um tilfínningar sínar og þarflr og þroskast þar af leiðandi ekki eðlilega. Böm eru skömmuð fyrir að hafa þarflr, fyrir að gráta, sýna reiði o.s.frv. Bömum em sem sagt gefln þau skilaboð að þau eigi ekki að vera eins og þau em. „ Vertu ekki þú“. Við þessar ófullnægjandi uppeldisaðstæður læra bömin þijár megin reglur: „Talaðu ekki“, „Treystu ekki" og „Finndu ekki tii“. Bam sem elst upp við slíkar að- stæður er þó ekki tilbúið að gefa þarfír sínar upp á bátinn og reynir í sífellu að fá þeim fullnægt með klækjum og leikjum og festist í ákveðnum hlutverkum. Þau helstu eru: „Hetjarí' sem verður „litia mamm- an“ eða „litii pabbinrí‘ á heimilinu, hegðar sér vel og er alvarleg. „Hetj- an“ gefur fjölskyldunni sjálfsvirðingu og stolt. „Svarti sauðurinrí‘ nær athygli með því að vera til vandræða. Hann tekur athyglina af hinu raunvemlega vandamáli á heimilinu. „Týnda barnicf' er einfari og lifír mikið í dagdraumum. Það er verð- launað með smámolum hér og þar. Því það er þó barn sem ekki þarf að hafa áhyggjur af. „Trúðurinn“ er krúttið á heimilinu. Hann þarfnast vemdar og er orku- fullur. „Trúðurinn" dregur úr spenn- unni á heimilinu með húmor og skemmtilegheitum. Bamið velur sér oftast eitt aðal- hlutverk, en getur skipt um hlutverk ef það þarf á því að halda. Einnig eru fjögur önnur hlutverk sem hver og einn hefur, en þau em „bjargvætt- urinn,“ „ásakandinn", „fómariamb- ið“ og „sá hlutlausi“. Þau em notuð eftir þörfum og getur einstaklingur- inn skipt um hlutverk á svipstundu. „Það er ekki fyrr en við- komandi kemur út í lífið sem fullorðinn einstakl- ingur að vandræðin byrja. Fullorðna barnið reynir þá að fá þörfum sínum mætt á sama hátt og áður en það gengur ekki upp.“ Þó hefur hann vanalega eitt hlut- verkanna að leiðarljósi. Öllum hlut- verkunum sem hér er lýst fylgir mik- il innri vanlíðan. Sagt er að viðbrögð bamsins séu heilbrigð viðbrögð gegn óheilbrigð- •um aðstæðum. Þau henta baminu vel meðan á uppeldinu stendur. Það er ekki fyrr en viðkomandi kemur út í líflð sem fullorðinn einstaklingur að vandræðin byija. Fullorðna barnið reynir þá að fá þörfum sínum mætt á sama hátt og áður en það gengur ekki upp. Við sjáflsafneitun myndast innri tómleiki sem fullorðna bamið leitast við að uppfylla með utanaðkomandi hlutum. Það leitar að hamingju og sjálfsvirðingu hjá öðm fólki, eignum, stöðutákni eða með öðra athæfí. Fullorðna barnið er uppfullt af til- finningum eins og skömm, reiði, sorg og ótta sem það bælir eða flýr á áráttukenndan hátt. Þessi flótti frá sjálfum sér getur birtst í ýmsum myndum. Hveijar sem afleiðingamar era þá ver fíkillinn sig með afneitun og endurtekur hegðun sína. Reyni hann hins vegar að stoppa, „fer í bindindi,“ þá fara óuppgerð mál og sársauki að leita upp á yfírborðið og undirmeðvitundin krefst athygli. Við- komandi þarf þá að taka á sínum málum. Hann þarf að læra að „tala, treysta og fínna til“, tengjast sjálfum sér, tilfínningum og þörfum. Geri hann það ekki fínnur hann sér nýja leið til flótta eða „detturí aftur í sína fyrri fíkn. Sjálfsflótti sá sem lýst er í ofansögðu erfíst síðan kynslóð fram af kynslóð sé ekkert að gert. Höfundur er byggingameistari og ráðgjafi. '/ 7 - . / / / / / 7/ ) r i ir i i i ii-i i-i / , z / , I I I I t I I l I I1 1 1 1 /• 'r '/ / A M B R -A ÞAR SEM VERÐ OG GÆÐI FARA EKKI SAMAIU V. Þú færð mun meira en þú borgar fyrir þegar þú kaupir AMBRA tölvur, því þær eru vandaðri og öflugri en verðið gefur til kynna. Það er því engin furða hvað AMBRA hefur verið gríðarlega vel tekið, bæði af fyrirtækjum og einstaklingum. Komdu í Nýherja og kynntu þér hvað þú færð stórkostleg gæði fyrir skemmtilega lágt verð. LOKSINS FÆRÐU TÖLVU ÞAR SEM VERÐ OG GÆÐI FARA EKKI SAMAN Tegund Örgjörfi Tiftiðni Minni Diskur Skjár Tengi- raufar Stgr. verð AMBRA Sprinta 386SX 25MHz 4MB (16MB) 85MB 14* SVGA 3 98.000 < AMBRA Hurdla 386SX 25MHz 4MB (16MB) 170MB 14'SVGA 6 131.000 - AMBRA Sprinta 486SX 25MHz 4MB (32MB) 107MB 14“ SVGA 3 138.000 ■o AMBRA Sprinta 486SX 25MHz 4MB (32MB) 212MB 14“SVGA 3 157.000 »- AMBRA Sprinta 486DX 33MHz 4MB (32MB) 107MB 14“ SVGA 3 166.000 o AMBRA Hurdla 486DX 33MHz 4MB (32MB) 107MB 14“SVGA 6 173.000 AMBRA Hurdla 486DX 50MHz 4MB (32MB) 107MB 14“SVGA 6 199.000 (D m A IVI B R -A RaAgreibslur GREIÐSLUSAMNINGAR NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 • SlMI 69 77 00 S 69 77 77 AUtof skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.