Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Brestir í kerum I. hluti eftír Gísla Jónsson Inngangur Enn nefni ég hversu mikla hæfí- leika þarf til þess að skipta öllu í þrennt. Jósef Stalín, sem margir kannast enn við, skipti t.d. bændum í þrennt: stórbændur, miðlungs- bændur og smábændur. Þetta þótti lærisveinum hans og dýrkendum mikill dásemdarvottur, einn af mörgum, um visku hans, jafnvel eftir að „Sólin Mikla formyrkvaðist á himni sínum fyrir guðs miskunn í mars 1953.“ (H.K.L. Skáldatími, 291). Nú hef ég enn rofið heit þess, að síðasta grein mín væri hin síð- asta. Ég er eins og hver annar fík- ill, dett í það, hversu mikla timbur- menn sem ég hef eftir síðustu grein. En til þess að freista þess að auka mér tiltrú ætla ég að skipta þessari grein í þrennt (eða öllu heldur búa til þijár greinar) og sletta mér enn einu sinni fram í það sem mér kem- ur ekki við. Horft út í heim Ég reyni að fylgjast með. Helstu gluggar mínir til umheimsins eru fréttastofa sjónvarpsins, Morgun- blaðið og enska tímaritið The Economist (ögn hallt undir Líberala á Englandi, fínnst mér). í því er oft mikil viska, einkum um lönd og þjóðir sem ég veit lítið um. Við mér blasir umfram annað í þessum heimi að lýðurinn í lýðræð- isríkjum Vesturlanda firrist leiðtoga sína. Hann er óleiðitamur, leiður á flokkaskipuninni og foringjunum. Líklega er skýrasta dæmið frá Dan- mörku. Allir stærstu stjórnmála- flokkar landsins, forystumenn at- vinnurekenda og launþega, allt sem hér á landi hefur heitið Þjóðarsátt, mælti með Maastricht, en ósátt þjóð felldi Maastricht. (Hitt er svo eins og hver annar danskur húmor, að bráðum munu Danir samþykkja Maastricht án Maastrichts). í Bandaríkjum Norður-Ameríku féll Bush þrátt fyrir afrek á erlend- um vettvangi. í Frakklandi rétt aðeins mumrað- ist Maastricht í gegn um þjóðarat- kvæði, og Sósíalistaflokkurinn (Kratar) sem þar stjómar á þingi og forsetastóli, fékk vesöl 16% í síðustu sveitarstjómarkosningum. í Þýskalandi hraðminnka vin- sældir „hins nýja Bismarcks", og Helmuth Kohl dugir ekki að hafa sameinað Þýskaland. í Svíþjóð féll stjóm Jafnaðar- manna sem heimurinn var tekinn að telja náttúmlögmál eins og gang himintungla. Á Ítalíu riðar allt valdakerfíð til falls. Gamli Kommúnistaflokkur- inn, stærsti og sjálfstæðasti komm- únistaflokkur vestantjalds langa hríð, er klofínn í herðar niður, og Kristilegir demókratar hafa ekki séð það svartara. Jafnvel Langbarð- ar em risnir upp af gröfum sínum á Norður-Ítalíu með tugi þingsæta og vilja ekki lengur gjalda skatt til fátæktar og stórglæpa í syðri hluta ríkisins. Á Bretlandi hélt Major, sem velt hafði sjálfri Jámfrúnni úr sessi, naumlega velli og því aðeins að kjördæmaskipun og kosningafyrir- komulag er vægast sagt mjög um- deilanlegt. í Kanada þ'oldi Brian Mulroney forsætisráðherra mikla auðmýkingu í þjóðaratkvæða- greiðslu um stjómskipun sam- bandsríkisins. Þjóðin hafnaði sam- komulagi foringja kerfísins út um allt ríkið. Merkilegt er að fylgið, sem stjórnendur missa, færist ekki nema lítt yfír á „hefðbundna" stjórnar- andstöðu. William Clinton var t.d. kosinn forseti með aðeins 43,2% atkvæða, en það er minnsta fylgi bandarísk forseta síðan Woodrow Wilson var kjörinn 1912. Meira en litlir brestir virðast vera í keri vestræns lýðræðis. Því sem áður segir, fylgir náttúrlega að alls konar lýðkæringar (popúlistar) vaða uppi, sumir með tveggja stafa prósentutölu í Frakklandi, Franz Schönhuber í Þýskalandi, Carl I. Hagen í Noregi og Jan Wachtmeist- er í Svíþjóð. Danir vom þarna langt á undan samtíð sinni, meðan Mog- ens Glistrup var og hét, en Pia Kærsgárd stýrir þó enn talsverðum þingflokki. Getum við íslendingar vænst þess að ekkert slíkt gerist hér? Þarf ekki rammar skorður við að reisa, ef íslenska flokkakerfíð á ekki að riðlast, þó að það héldist merkilega vel í síðustu alþingis- kosningum. Það er auðvitað þegar að ýmsu leyti úrelt. En bylgjur heimsins berast til íslands, þó oft sé það seint. Ég hef sagt í gamni og alvöru að nú séu skilyrði til þess að skrýtin samtök bjóði fram og fái menn á þing. Svínfellingar, Hunda- vinafélagið?! Hver veit hvað. Stund- um höfum við íslendingar verið að bisa við að koma því að hjá okkur sem afgangurinn af veröldinni er orðinn hundleiður á. Erum við ekki nokkuð seinir fyrir með sölu ríkis- éigna sem sumir nefna því leiðin- lega nafni einkavæðingu? Hvemig væri annars að skila bara fólki því sem það á? Það var alltjent gert að einhveiju marki í Rússlandi. Væri ekki rétt að reikna t.d. verð Búnaðarbankans og deila í með tölu 262.202 og sendi svo hveijum sitt? Ólgan erlendis, sem einkum lýsir sér í uppþotum og illverkum ungs fólks, fer auðvitað ekki fram hjá fréttaþyrstum vitum okkar. En hver er undirrótin? Hvað hafa þessir ungu menn að gera? Hvar hefur þjóðfélag þeirra boðið þeim vinnu? Er ekki lág verðbólga stundum keypt hinu dýra verði atvinnuleysis? Eru ekki brestir í keri hins vest- ræna hagkerfis? Getur það verið Gísli Jónsson viðunandi framtíðarsýn að 10% (eða meira) vinnufærs fólks sé atvinnu- laust? Og það einkum ungt fólk, það vinnufærasta? Mér skilst að komnar séu vomur á Major í Bret- landi sem átti sér að dýrasta draumi verðbólgu núll. Þó að vissulega sé ólíku saman að jafna, dettur mér stundum í hug vísa Árna Þorvalds- sonar menntaskólakennara frá því fyrir fyrra stríð. Hann var undar- legt sambland af íhaldsmanni og sósíalista. Hann kvað: í Iogandi kolgröf er Lloyd George að hrapa, Lenín og Trotský örlögin skapa; buðlunpr Grikklands var bitinn af apa, bolsamir vinna, en kóngamir tapa. Vinningar bolsa eru að vísu víða rýrir um þessar mundir, og þó að ég hafi nær engan huga á þeim ólukkulega hópi fólks sem nefnist Breska konungsfjölskyldan, þá dettur mér þetta stundum í hug. Hvað á þetta aumingja fólk að gera? Því hlýtur að leiðast öll ósköp. Til erjjárhagsleg ofsæld. Eyþór í Lindu var eðlisvitur maður og frumspak- ur, en mistalaði sig stundum. „Pen- ingar eru ekki alltaf til fjár“, sagði hann, og allir vita hvað hann meinti. Og hafði rétt fyrir sér. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari. Listkynning tilefni land- kynning’ar LISTKYNNINGIN sem hófst í London í nóvember s.l. og Jakob Magnússon sendiráðsfulltrúi hafði veg og vanda að fyrir Is- lands hönd, hefur orðið ýmsum breskum fjölmiðlum tilefni til að fjalla um ísland almennt, auk skrifa um þáttöku íslendinga í kynningunni. Nokkrir íslenskir aðilar hafa rekið sameiginlegt kynningarátak samhliða kynn- ingunni og lagt áherslu á ísland sem ferðamannaland, en einnig land er búi yfir ónýttri vatns- orku. Átakið hefur verið rekið af sendi- ráði íslands í London, Reykjavíkur- borg, Flugleiðum, Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj- unar. Inntak nýlegrar greinar í Fin- ancial Times er hvemig íslensk fyrir- tæki reyni að nýta ímynd óspilltrar náttúru landsins vömm sínum til framdráttar. Sagt er frá möguleikum íslands sem ferðamannalands, jarð- hita og nýtingu hans og möguleikum á að selja þekkingu íslendinga á því sviði. Jafnframt var sagt að lands- mönnum væri umhugað um að gæta óspilltrar náttúru, sem gæti verið mikið aðdráttarafl. Einnig var sagt frá vatnsútflutningi og góðu, ís- lensku lambakjöti. í annarri grein i sama blaði er sagt frá sjónarmiðum íslendinga í hvalveiðimálum og deilum við útlend- inga vegna þeirra, um orkuútflutning og hugsanlega stjóriðju, en einnig kvíða yfir hugsanlegum áhrifum hennar á náttúruna. í Evening Standard var grein um kröftugt lista- og menningarlíf á íslandi. I Times var ferðagrein frá Reykjavík, þar sem sagt var að hún sem biði upp á fjörugt skemmtanalíf, og í You Magazine var grein um háfjallaferð um ísland. Auk þess hafa verið þættir í út- varpi og sjónvarpi, bæði í tengslum við listkynninguna, en einnig þættir um Island og íslendinga. >L\\V V-VA \/ o \Th / Tt "V pý' yjs} i /'. (- \— X | - ZfcM >j VV f- íTT gTT - vf 'T'/ \ 'A<ií T ^ rvv /T'- / Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignar- skatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1993 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1992, verið ákveðinn sem hér segir: 1. Til ogmeðZI. janúar 1993: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 2. THogmeðZO. febrúar 1993: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaðL 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Bifreiðahlunnindamiðarásamt samtalningsblaði. 3. Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1993: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir ieigu eða afnot af lausa- fé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, , sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1992 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI Akranes Erlendir ferðamenn í nýársheimsókn Akranesir' AKURNESINGAR fengu óvænta heimsókn erlendra ferðamanna á nýársdag en eins og fram hefur komið dvöldu fjölmargir slíkir hér á landi um áramótin. „Koma þessa ferðamannahóps var óvænt en einkar ánægjuleg,“ sagði Þórdís Arthursdóttir, ferðamálafull- trúi á Akranesi. „Við tókum vel á móti þeim og m.a. var þeim boðið í gamla Garðahúsið og þar þáðu þeir góðgerðir, súkkulaði og meðlæti. Að því loknu fóru ferðalangarnir í guðs- þjónustu í Akraneskirkju þar sem sóknarpresturinn, séra Bjöm Jóns- son, ávarpaði þá sérstaklega." Að guðsþjónustu lokinni fóru gest- irnir í skoðunarferð um bæinn og vöktu jólaljós og aðrar skreytingar athygli þeirra, sérstaklega ljósadýrð- in í kirkjugarðinum enda skoðunar- ferðin farin í ljósaskiptunum. Var mikið myndað og búast má við að víða verði myndir af ljósadýrð og jólahaldi á Akranesi til sýnis en gest- imir voru frá Sviss, Þýskalandi og Hollandi. Ferðaskrifstofan íslands- ferðir skipulagði ferð þessara ferða- langa til landsins. Að sögn Þórdísar ferðamálafulltrúa hefur færst í vöxt að til Akraness komi erlendir ferða- menn í stuttar skoðunar- og sjóferð- ir og eru heimamenn mjög áhuga- samir um að gera dvöl þeirra sem eftirminnilegasta. - J.G. Tilkynning frá Heilsugæslunni íReykjavík til íbúa í Breiðholti Laugardaginn 9. janúar hefst sameiginleg helgarþjónusta heilsugæslustöðvanna í Efra-Breiðholti og í Mjódd. Stöðv- arnar munu skiptast á um að veita þessa þjónustu sem ætluð er íbúum í Breiðholti sem og öðrum skjólstæðingum stöðvanna. Opið verður frá kl. 13.00-15.00 á laugardögum og sunnudögum. Símaþjónusta verður frá kl. 12.30. Þjón- ustan er fólgin í læknisviðtölum á stöðvunum og vitjunum eftir því sem ástæða þykir til. Ekki verður um símaviðtöl að ræða. Nánari upplýsingar og tímapantanir verða í símum 670440 og 670200. Fyrst um sinn verður þjónustan veitt við Heilsugæslustöðina í Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6. Heilsugæslan í Reykjavík, 5. janúar 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.