Morgunblaðið - 07.01.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.01.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Olafur Amason fv. fulltrúi - Minning Fæddur 8. apríl 1902 Dáinn 28. desember 1992 Móðurbróðir minn, Ólafur Árna- son, símritari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag. Þegar hann lést í Borgarspítalanum, lið- lega níræður, lauk sérstæðu og fögru lífi. Eftir að hafa notið góðrar heilsu nær alla sína ævi, varð bana- legan honum þungbær. Krabbinn tæmdi stundaglasið hægt og bít- andi, og með vægðarlausum hætti. Öllum ráðum læknavísinda var beitt til að gera honum lokastundirnar þolanlegar, og er ástæða til að þakka umhyggjuna, sem honum var sýnd. Þrátt fyrir þjáningr síðustu mán- aða var Óli Áma sáttur við Guð og menn, rétt eins og Guð og menn hljóta að vera sáttir við hann. Hann var þakklátur fyrir þann skerf, sem honum hlotnaðist úr lífsins garði. Hann var þakklátur fyrir þær mörgu stundir, sem hann hafði fengið að njóta lífsins, fyrir yndislegan maka, fyrir góð börn og bamabörn og fyr- ir fjölda samferðarmanna. Sú sátt, sem Óli Árna hafði ung- ur gert við æðri stjómendur þessa heims, sú virðing, sem hann bar fyrir lífinu og öllu lifandi, endur- speglaðist allt til dauðadags í fegurð sálar hans og einhverjum geislandi hreinleika sem alla heillaði. Vitrum mönnum tekst oft með snilldarlegum hætti að útskýra með fáum og hnitmiðuðum orðum marg- víslega niðurstöðu af reynslu kyn- slóðanna. Þannig kemst eftirfarandi staðhæfing eins þeirra til skila án þess að misskiljast: „Svo sem íburð- arlaus klæðnaður prýðir best fagra konu, þannig er hógvær framkoma fegursti votturinn um ríka visku hið innra.“ Ólafur Ámason var hógvær mað- ur í allri framgöngu og í kröfugerð sinni til veraldlegra gæða. En hann var um Ieið ríkur af þeirri visku, sem best nýtist mönnum til að afla sér hamingju. Kannski var hann líka ögn göldr- óttur. í fjölskylduboðum lét hann smápeninga hverfa úr höndum sér og hókusaði og pókusaði þá úr eyr- um eða nefi ungra gesta, sem dáðu þennan ljúfa töframann. En hinn stóri galdur hans var lífið sjálft, og hvemig hann lifði því. Galdurinn var gildismatið, sem hann hafði búið sér til úr styrkustu stoðum þeirra fræða, sem vilja kenna manninum að lifa lífi, sem hefur tilgang. Með hlýju og góðu geði galdraði hann fram og laðaði til sín það fólk, sem bjó til hamingjuna með honum og treysti grunn lífs hans. Áðrir munu rekja helstu verkefni Ólafs Árnasonar og tímamót í lífi hans. Ég vil þó nefna dagsetningu og atburð, sem hann taldi merkast- an í lífi sínu, og sér til mestra heilla. Þetta var 13. apríl árið 1935, þegar hann kvæntist Herdísi Bjömsdóttur frá Aðalvík á Ströndum, þaðan sem forfeður hans voru komnir. Nú lifir Herdís mann sinn að lokinni ein- hverri kærleiksríkustu sambúð, sem samferðarmenn þeirra hafa fengið að kynnast. Herdís var honum allt í hjóna- bandi, sem byggði á jafnræði, gagn- kvæmri virðingu og mikilli vináttu. Ágreiningur og vandamál vom leyst á grundvelli skilnings og rökvísi. Þau bjuggu aldrei „stórt“ í rúm- metram talið, en þau bjuggu mjög rúmt ef notuð er sú eining, sem mælir heimilisfrið og hamingju. Ein- hver orðaði það svo á dögunum að heimili þeirra hefði verð einskonar helgidómur hjónabandsins, þar sem gestkomandi urðu fyrir áhrifum af þeirri rósemi og ástúð, sem ein- kenndi allt samband þeirra. Ólafur Árnason tók út mikinn þroska ungur maður við erfiðar að- stæður. Hann var rúmlega tvítugur þegar hann missti báða foreldra sína með nokkurra mánaða millibili. Fáum áram síðar lést eidri systir hans, Geirþrúður. Þá var orðið held- ur eyðilegt og fátt um nána ætt- ingja. Þau systkinin Ólafur og Ásta urðu þá að taka á honum stóra sín- um til að spjara sig. Ólafur hafði þegar lokið prófi frá Lofskeytaskól- anum og tekið við starfi símritara á ísafirði. Hann lét enga erfiðleika buga sig, tók flestum óþægindum með jafnaðargeði og horfði í sólar- átt. Ólafur tók mikinn þátt í frjálsum íþróttum á yngri áram. Hann var sundmaður góður og kenndi m.a. sund á ísafirði og þá í sjónum. Hann tók oft þátt í nýárssundinu fræga og vann til ijölda verðlauna. Hann taldi sund sína mestu heilsu- lind og stundaði laugar fram undir nírætt. Líkamlegt atgervi hans var slíkt að ókunnugir töldu æviárin hans tugum færri en þau vora í raun. Mörgum Vesturbæingum í Reykjavík er hann vafalaust eftir- minnilegur þar sem hann fór um grannur og teinréttur, hvíthærður og einkar smekklega klæddur. Hann setti svip á umhverfí sitt, fór allra sinna ferða gangandi eða á reið- hjóli og vildi aldrei eiga bíl. Það fannst ér alltaf sérviska með „stæl“. En nú er þessu langa og fagra lífi lokið. En myndin af honum hef- ur ekkert dofnað. Hann stendur hjá okkur með bros í augum, lyftir höndum með opnum lófum og af- greiðir málin með þessdari sígildu setningu: „Allt í þessu fína frá Kína.“ Guð blessi minningu þessa góða manns. Árni Gunnarsson. Það er mér bæði ljúft og skylt að mæla eftir vin minn, Ólaf Árna- son loftskeytamann og yfirsímarit- ara, sem lést í Borgarspítalanum að morjgni dags 28. desember sl. Óli Arna, en svo var hann ávallt nefndur, var fæddur á ísafirði 8. apríl 1902. Foreldrar: Þorbjörg Magnúsdóttir, fædd 19. september 1870 í Melkoti, Staðarsveit á Snæ- fellsnesi, dáin í Reykjavík 30. maí 1925, og Ámi Jónsson skipstjóri, fæddur 5. ágúst 1857 á Höfðaströnd í Grannavík í N-ísafjarðarsýslu, dáinn 8. febrúar 1925. Auk Óla áttu þau hjón Geirþrúði, fædda 6. september 1900, og Ástu, fædda 6. júlí 1911, báðar fæddar á ísafirði. Ásta er nú ein eftirlifandi af þeim systkinum. Þau Þorbjörg og Ámi fluttust búferlum ásamt bömum sínum til Reykjavíkur árið 1912, og stundaði Árni sjómennsku á ýmsum skipum. Það var vissulega mikil breyting fyrir 10 ára snáða að koma til höf- uðborgarinnar, öllum ókunnugur. Þetta er eitt af þeim árum, sem aldrei gleymast, þegar mesta sjóslys aldarinnar, a.m.k. fram að síðari heimsstyrjöld, varð, þegar vand- aðasta og stærsta farþegaskip heims, Titanic, fórst út af Grand- banka 15. apríl 1912. Nöfn loft- skeytamannanna Jacks Phillips og Harolds Bride greyptust inn í hugi margra ungra drengja á þessum tíma. Morsið heillaði, fjarskiptin voru hafín á íslandi, Landssími ís- lands var að verða 6 ára, en þar komust færri að en vildu. Fjóram árum eftir komuna til Reykjavíkur fær Óli starf hjá símanum, og er sendisveinn og innheimtumaður frá 1916 til 1919 og 1919 til 1923 er hann aðstoðarmaður við skeytaút- sendinguna, í ársbyijun 1923 fer hann í hinn fyrsta reglulega Loft- skeytaskóla, sem haldinn er á ís- landi. Ottó B. Arnar var skólastjóri, en kennarar Friðbjörn Aðalsteinsson loftskeytastöðvarstjóri og Snorri P.B. Arnar. Nemendur vora 21. Ekkert stéttarfélag var til fyrir loftsekeytamenn, þegar hér er kom- ið sögu, þrátt fyrir það að all nokkr- ir væra starfandi í faginu. Réði geðþótti og góðvild. útgerðarmanna því, hve launin vora há hveiju sinni, engin vora skráð hlunnindin, og afar mikið misræmi í launagreiðsl- um til loftskeytamanna hjá hinum ýmsu útgerðarfélögum. Strákarnir í skólanum tóku því ákvörðun um að stofna stéttarfélag að námi loknu, Félag íslenskra loft- skeytamanna. En áður en af því gæti orðið, stofnuðu þeir málfunda- félag, sem hlaut hið táknræna nafn Neisti. Hlutverk félagsins var að æfa menn í að tjá sig skipulega í ræðu og rituðu máli, ennfremur að hefja undirbúning að samningu fé- lagslaga fyrir væntaniegt stéttarfé- lag. Fundir voru haldnir á kvöldin í kennslustofu skólans, sem var uppi á fímmtu hæð í húsi Eimskipa- félags íslands. Þetta gekk allt sam- kvæmt áætlun. Að prófum loknum stofnuðu þeir Félag islenskra loft- skeytamanna 9. júlí 1923. Af þess- um skólabræðram eru aðeins tveir á lífí. Óli hóf strax störf á ritsímanum í Reykjavík og var skipaður símrit- ari hjá Landssíma Islands 1. júní 1924. Á þessum áram stundaði hann mikið sund og fijálsar íþróttir og Fæddur 5. desember 1918 Dáinn 23. desember 1992 Jarðsettur verður í dag æskuvinur minn Páll Jörandsson. Páll var fædd- ur í Álfadal við Ingjaldssona í Ön- undarfírði 5. desember 1918 frosta- veturinn mikla, yngstur fímmtán systkina. Foreldrar hans vora Sigríð- ur Árnadóttir frá Læk í Aðalvík og Jörandur Ebenersson úr yeiðileysu- firði í Jökulfjörðum við ísafjarðar- djúp. Nærri má geta að hér var um stóra ijölskyldu að ræða, en úrræða- semi og framsýni áttu þau í ríkum mæli, Sigríður og Jörundur. Þau sáu fljótt að hér var um dugmikinn hóp barna að ræða svo strax á unga aldri dreifðist hópurinn til ýmissa starfa utan heimilisins. Sökum veik- inda Sigríðar fluttust þau hjónin með þau börn er enn bjuggu heima, að Mosdal til Ingibjargar dóttur sinnar, er þar bjó. Innan við fermingaraldur fluttist svo Páll með foreldram sínum til ísafjarðar. Fljótlega eftir komu tók m.a. þátt í nýárssundinu. Þá var synt í Reykjavíkurhöfn á nýársdags- morgun, frá Ziemsensbryggju að Steinbryggjunni, u.þ.b. 50 metra vegalengd í köldum sjó. Fyrir hin ýmsu íþróttaafrek sín hlaut hann marga verðlaunapeninga. Ekki var nú verið að hampa glingrinu, verð- launapeningarnir voru geymdir í kassa innanum smádót neðst í borðskúffu. 27. júlí 1924 var hann skipaður símritari á ísafirði. Óli var fljótur að aðlaga sig lífinu á ísafírði, enda fjölskrúðugt mannlíf í menningar- legu tilliti þar í bæ, og eignaðist hann þar marga góða vini. Árið 1925 gekk í garð með rysj- óttu tíðarfari. Hellyers-bræður í Hull geðu út 4 togara frá Hafnar- firði til saltfiskveiða. Skipstjóri á einu þessara skipa, Fieldmarshal Robertson, var Einar Magnússon, Vestfírðingur að ætt, en honum hafði Árni Jónsson faðir Óla kynnst á ísafírði. Togaraplássin lágu nú ekki á lausu á þessum árum, en þar sem Einar vissi, að Árni var harð- duglegur sjómaður, sem kunm að verka fisk, talaðist svo til að Árni kæmi um borð og hefði meðal ann- ars yfirumsjón með söltun og frá- gangi á afla. Síðan var haldið til veiða. Þann 5. febrúar kom togarinn inn til Þingeyrar. Aiþýðublaðinu var sent eftirfarandi skeyti til birtingar: „Góð líðan, slæmt tíð. — Skipvetjar Robertson“. Halaveðrið svokallaða stóð yfir 8. og 9. febrúar. Þá fórust tveir togarar, Fieldmarshal Robert- son og Leifur heppni. Með Robert- son fórst faðir Ola og skólabróðir hans, Magnús Brynjólfsson loft- skeytamaður, _sem var fundarstjóri á stofnfundi FÍL og gjaldkeri félags- ins. Það varð skammt stórra högga á milli. í maí sama ár lést Þorbjörg móðir Óla og systir hans Geirþrúður nokkrum árum síðar. Nú voru þau Páls þangað gerðist hann leikfélagi okkar fjögurra leikbræðra. Okkur leist vel á piltinn vegna glaðværðar, drenglyndis og trúmennsku. Hann var aldursforseti okkar. Þessi vinátta hélst allt til æviloka. Allir fluttumst við til Reykjavíkur, þó á mismunandi tíma, en æskuvin- áttuböndin héldust er til Reykjavíkur kom. í dag eru nú allir þessir fjórir vinir mínir látnir. Páll var mjög félagslyndur, strax á unga aldri. Fljótlega gekk hann í Skátavinafélagið Einheija og tók mikinn þátt í skátastarfseminni af heilum hug, stundaði af elju ferðalög og útilegur vetur sem sumar. Skíða- íþróttin tók hann heljartökum, svo og fimleikar. Veturinn 1938-1939 sendi Skátafélagið Einheijar sveit skáta í göngukeppni á skíðum, á Thulemótið er haldið var í Hvera- dölum og var Páll einn þeirra er valinn var í þessa keppni af hinum frábæra skáta og íþróttahöfðingja á ísafirði, Gunnari Andrew. Er KFUM Kvennakvöld í kvöld kl. 21.30. Tískusýning frá Eggerti feldskera. Daníel og Hrefna Rósa stíga nokkur létt latínspor. Nemendur frá förðunarskóla Línu Rutar sýna samkvæmisförðun fyrir 1993. Frítt kaffi fyrir alla. BAROK Laugavegi 73. Minning Páll Jörundsson skósmíðameistari Ásta eftir á lífí, og var alla tíð afar kært með þeim systkinum og heim- sótti Ásta bróður sinni nokkram sinnum til ísafjarðar og dvaldi þar um_ hríð. Óli tók virkan þátt í félagslífinu á ísafírði og verður það ekki allt tíundað hér. En ekki hafði hann lengi verið í bænum þegar hann fór að kenna strákunum á ísafirði að synda, í sjónum niður í Suðurtanga, þar sem þá hafði ekki verið byggð sundlaug í bænum. Sundið var að hans mati allra meina bót. Skokkið var ekki komið í tísku, en göngu- ferðir um fjöll og dali á sumrin og skíðaferðir á vetram í „Paradís skíðamanna" á Seljalandsdal. Reið- hjólið var hans farkostur fram yfir seinna stríð og gott betur. Bifreið eignaðist hann aldrei, þótt hann vissi mikið um vél bílsins, hann hafði lesið sér vel til um hana eins og fieira, því maðurinn var bók- hneigður í besta lagi og hafði yndi af lestri góðara bókmennta, einkum og sér í lagi bóka er fjölluðu um lífið og tilverana, heimspeki, vís- indi, ýmislegt á tæknisviðinu og ævisögur merkra mann. Hann átti auðvelt með að setja saman tæki- færisvísur, þegar við átti. Það var og er mér ómetanlegt að hafa eignast vináttu þessa mæta manns, vináttu sem aldrei bar skugga á. Áttum við margar ánægjulegar samverastundir á góð- urm degi, enda var hann nafni minn gleðinnar maður og tók lífinu með stóískri ró. Árið 1934 var sett upp loftskeyta- stöð á ísafírði, 75-100 w M.P. Ped- ersen-sendir fyrir morse- og talvið- skipti. Jókst umfang stöðvarinnar mjög við það, því stór floti íslenskra og erlendra togara stunduðu veiðar úti fyrir Vestfjörðum. Skömmu eftir hernámið innsigluðu Bretar morse- sendinn, og því var ekki um annað en talvjðskipti að ræða fyrr en eftir stríð. Óli var formaður deildar Fé- lags íslenskra símamanna á ísafirði um árabil og átti stóran þátt í því að félagið lét reisa veglegan sumar- bústað í Tunguskógi og vann hann mikið starf við að koma bústaðnum upp og að viðhaldi hans síðar. Þann 13. apríl 1935 kvæntist Óli systur minni, Herdísi Bjömsdóttur, og tel ég að það hafi verið gæfu- spor þeirra beggja, fagurt hjóna- band, sem aldrei bar skugga á. Það var enginn kotungsháttur hafður á, þegar þau stofnuðu til heimilis. Húsgögn voru keypt hjá Jóni Hall- dórssyni og Co. í Reykjavík, bæði í svefnherbergi og stofu. Silfurborð- búnaður og eldhúsáhöld voru pöntuð frá Danmörku, og var vel til vandað á allan hátt. Annað eins hafði mað- ur nú ekki séð og það á kreppuáran- um. Árið 1941 ákváðu þau hjónin að flytjast til Reykjavíkur og hóf Óli störf á ritsímanum þar 1. desember var stofnað á ísafírði, gerðist Páll einn af stofnendum þess félagsskap- ar. Til Reykjavíkur fluttist Páll og hóf nám í skósmíði hjá bróður sínum Hjalta. Því námi lauk hann 1945. Eftir komuna til Reykjavíkur gekk hann fljótlega í íþróttafélag Reykja- víkur (IR) og lagði þá stund á fim- leika og skíðaíþróttina. Hann var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.