Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Dóttir Clintons fer í einkaskóla Þykir skjóta skökku við vegna stuðn- ings föðurins við ríkisskóla Little Rock. Reuter. BILL Clinton verðandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti á þriðjudag að dóttir sín yrði send í einkaskóla í Washington þegar fjglskyldan flyst þangað. Talsmaður Clintons sagði að eftir sem áður væri hann staðráðinn í að vinna að bættum rikisskólum. í tilkynningu Clintons sagði að hann teldi það tólf ára gamalli dótt- ur sinni, Chelsea, fyrir bestu að sækja Sidwell Friends skólann í norðvesturhluta Washington. Hann er einkaskóli rekinn af kvekurum og eru skólagjöldin rúmlega 10.000 dalir á ári (650.000 ÍSK). Þegar George Stephanopoulos talsmaður Clintons kom fram á blaðamannafundi í fyrrakvöld dundu á honum spumingar um hvemig á því gæti staðið að maður sem hefði eytti svo miklu púðri í að bæta ríkisskólana í Arkansas, þar sem hann hefur verið ríkisstjóri um árabil, sneri nú baki við þeim. Svaraði hann því til að Clinton-fjöl- skyldan hefði hrifist af þeim miklu kröfum sem gerðar væra í Sidwell Friends skól- anum. Þar væri gott and- rúmsloft og gert ráð fyrir að nemendur leystu af hendi störf í almannaþágu. Step- hanopoulos sagðist ekki vita hvort það hefði skipt máli að auðveldar væri að koma við öryggisgæslu í einka- skóla. Viðbrögð við ákvörðun Clintons vora misjöfn. Delab- ian Riee-Thurston, forstöðu- maður samtaka til styrktar ríkisskólum í Washington, sagði það mikil vonbrigði að forsetinn hefði ekki fundið nógu góðan ríkisskóla handa dóttur sinni. Chelsea Clinton ásamt móður sinni Hill- ary. Bókhalds* nám Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. 'PtCtH- céAi $«4** Á téxðtíUkt ywKHMÁmAÁelól. Á námskeiðinu verður eftirfarandi kennt: ★ Almenn bókhaldsverkefni ★ Launabókhald ★ Lög og reglugerðir ★ Virðisaukaskattur ★ Raunhæf verkefni, fylgi- skjöl og afstemmingar ★ Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald Viðskiptabókhald Launabókhald Námskeiðið er 72 klst. Innifalin er 15.000,- kr. ávísim til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Innritun er þegar hafin. Bjóðum upp á bæði dag- og kvöld- námskeið. Breska stjórnarandstaðan um olíulekann Olíuskipið Braer marar nú í hálfu kafi á strandstað. Stöðugur olíuleki var úr skipinu í gær og um 11 km langur fláki breiddi úr sér um hafsvæðið við suðurodda eyjarinnar. Strangari reglur hefðu vamað óhappi Lundúnum. Reuter. ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar í Bretlandi hafa gagnrýnt stjórn Johns Majors fyrir að eiga að hluta sök á olíulekanum við Hjaltland. Chris Smith, talsmaður Verkamannaflokksins í umhverfismálum, segir að breska stjórnin hefði fyrir löngu átt að setja strangari reglur um siglingar olíuskipa í lögsögu landsins. Líberíska olíuskipið Braer strandaði við suðurodda eyjarinnar á mánudag. Þingmaður Hjaltlendinga í flokki Fijálslyndra demókrata kveðst hafa varað stjómina við því fyrir hálfu öðra ári að hætta væri á mengunaróhappi við eyj- una. Samgönguráðherra, Lord Caithness, segir að strand skips- ins hafi verið óviljaverk. „Hvaða skip sem er hefði getað orðið fyrir vélarbilun. Hefði þetta gerst nokkram mílum sunnar hefði skipið rekið framhjá Hjalt- landi,“ sagði hann. í kjölfar olíulekans úr Exxon Valdez við Alaska árið 1989 settu bandarísk stjómvöld hert- ar reglur um siglingar olíuskipa. Smith sagði að breska ríkis- stjómin hefði átt að fylgja for- dæmi Bandaríkjamanna. Embættismenn segja að rann- sókn málsins sé þegar hafín. Athygli muni meðal annars bein- ast að því hvort skipherra hafi mátt sigla skipinu um sund milli Hjaltlands og Fögmeyjar. Það er aðeins rösklega 30 km breitt og annálað fyrir straumþunga. Baliettdansarinn Rudolf Nureyev látiim Var alltaf reiðubú- inn að taka áhættu - segir Helgi Tómasson ballettmeistari París. Reut«r. RUDOLF Nureyev, einn fremsti ballettdansari aldarinnar, lést í París í gær, 54 ára að aldri. Læknir hans sagði að orsökin hefði verið „hjartatruflanir í kjölfar lífshættulegs sjúkdóms" en bætti því við að samkvæmt ósk hins látna myndi ekki verða skýrt nánar frá atvikum. Fjölmiðlar töldu nær víst að Nureyev þjáðist af alnæmi og síð- ustu mánuðina var mjög af honum dregið. Hann kom síðast fram opinberlega í október sl. í Garnier- óperanni í París. Þá var hann hyllt- ur með tíu mínútna löngu lófataki viðstaddra fyrir nýja ballettupp- færslu og hlaut viðurkenningu Jacks Langs menningarmálaráð- herra en var ekki fær um að standa á fætur. Lang sagði í gær að Nureyev hefði helgað sig list sinni allt fram á síðustu stundu. Rudolf Nureyev var Rússi en flúði Sovétríkin á sjöunda áratugn- um og varð heimsfrægur á næstu árum, einkum fyrir samstarf sitt við bresku ballettdansmeyna Margot Fonteyn. Morgunblaðið hafði samband við Helga Tómasson ballettstjóra í San Francisco í gær og spurði hvað honum væri efst í huga nú þegar Nureyev væri fallinn frá. „Hann var stórkostlegur dansari ef ekki einn sá albesti á þessari öld. Hann hafði mikil áhrif á ball- ett í Vestur-Evrópu og í Banda- ríkjunum. Eftir að Nureyev kom fram á sjónarsviðið urðu miklar framfarir hjá karldönsurum því það voru svo margir sem vildu feta í fótspor hans. Hann var einn af þeim sem tók alltaf áhættu, hvort sem um var að ræða ballett eða nútímadans. Hann reyndi líka fyrir sér í kvikmyndum, leiklist og Rudolf Nureyev. síðast var hann farinn að stjóma hljómsveitum. Hann var sérstak- lega vel gefínn maður. Hann hafði stórt skap en var mörgum vænn og rétti þeim hjálparhönd þótt færri hafí vitað um það.“ Helgi kynntist Nureyev fyrst tveimur mánuðum eftir að hann strauk frá Sovétríkjunum árið 1961. „Það var Daninn Erik Bruhn sem kynnti okkur. Síðan höfum við verið góð- ir kunningjar og haft samband í gegnum árin. Við unnum aldrei beint saman en vorum oft saman við æfíngar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.