Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1993 mmmn s, co 7|I8 „ SegSu Bi U\, aé 'ec hafirfurtdiápe/w - ticuvs." Ást er... ... a<? sannfærast um að hún hafi grætt á útsölunni. TM Refl. U.S P'at Off.—all rlghts reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Þú svarar bara já, en ekki ha. Síðan hann fór að missa hárið hefur hann þetta svona. BREF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 HOGNI HREKKVlSl Góð bók o g þörf Frá Reyni Valdimarssyni: Um þessar mundir er að finna í bókaverzlunum nýútkomna bók frá Ax-forlaginu. Bókin ber titilinn: Frelsa oss frá illu og er rituð af Gunnari Þorsteinssyni, forstöðu- manni Krossins í Reykjavík. Einnig segir svo á bókarkápu: Umfjöllun um Votta Jehóva og Mormóna. Efnið er undirrituðum huglægt. Því er penna stungið niður og mælt með góðri bók. Ekki aðeins góðri, heldur líka þarfri bók. Ætlun höfundar er sú að vara les- endur við hættulegri villu trúarkenn- inga, sem síðustu árin hafa þrengt sér inn í íslenzkt þjóðlíf. „Leiðtogar þeirra taka fagnaðarerindið frá fólk- inu“, er áminning höfundar, og „ ... er þjónusta þeirra í heiminum í dag fólgin í því að skyggja á hið sanna fagnaðarerindi og afvegaleiða þá, sem í sakleysi sínu og sannleiksleit ánetjast kenningarkerfum þeirra.“ í ritverki þessu er afar góð grein gerð fyrir megin stefnuboðun nefndra trúarhópa, þó öllu betri umfjöllun um Vottana. Kemur skýrt fram hin hatramma afstaða Votta Jehóva gegn kristnidóminum, ásamt vel uppdregnum myndum lyndisein- kur.na íjögurra leiðtoga þeirra, frá upphafi hreyfingarinnar til þessa dags. Kennir þar margra grasa, og er ekki allt góðgresi í garðinum þeim. Mikilvægustu kennisetningum V.J. eru gerð góð skil, og er þar til sögu að nefna: afneitun á Heilagri þrenningu, - afneitun á Jesú Kristi sem Drottni og Guði, - afneitun lík- amlegrar upprisu Krists, - afneitun á Heilögum Anda sem persónu guð- dómsins, - spé og spott gegn krossin- um og smánaða friðþægingu Frelsar- ans. Ónnur atriði, sem tekin eru til meðferðar eru t.d.: hin undarlega kenning um ferlið: Míkael erkiengill- Kristur-Míkael, - hveijum guðs-ríkið ætlað, - falsspádómar Votanna í heila öld, - höfnun á boðskapi Biblíunnar um eilífa glötun (dauði sálarinnar), - moldrokið um nafn Guðs og andleg misþyrming á börnum. Öllum þessum kenningaratriðum er vel og skilmerkilega svarað út frá fjölda ritningarstaða, og því slegið föstu sem staðreynd, að ........ til þess að fá kenningar Votta Jehóva til að koma heim og saman, þarf að fella afskaplega mikið úr Heilagri Ritningu.“ Sannari orð verða ekki töluð í því efni og í fullu samræmi við kynni undirritaðs af Vottunum, en þau eru orðin töluverð. Hentistefna trúfré^ða þeirra á engar grundvallarstoðir í helgri Ritningu. A slíkan máta er Mormónum gerð góð skil, en í mun færri orðum. Strax mun athugull lesandi spyija sjálfan sig: Hvers er að vænta af þeim trúar- leiðtoga, sem þannig getur talað um eigin persónu? „Ég get miklast af meiru en nokkur maður hefur nokk- urn tíma getað. Ég er sá eini, sem hef verið fær um að halda saman heilli kirkjudeild frá dögum Ad- ams ... Hvorki Páll, Pétur, Jóhannes eða Jesús gerðu það. Ég hrósa mér af því, að enginn maður hefur nokk- urn tíma unnið slíkt afrek.“ Og þetta: „Ég (Jósef Smith), sjáandi og spá- maður Drottins, hef gert meira, að Jesú einum undanskildum, til frels- unar mannsins í heiminum, en nokkur maður, sem lifað hefur á þessari jörð.“ Sami maður á yngri árum: „Væru- kær, hneigður til skrums og ósann- sögli. Leitar að földum fjársjóðum og hefur yndi af spádómadulhyggju, meðal annars með því að rýna í steina. Meðlimur viskíþambandi fjöl- skyldu, duglausrar, ólæsrar og van- trúaðrar." Þessum manni tókst svo að ná því ótrúlega markmiði að gera Morm- ónatrú að lífsmáta fjölda manna. Meistari blekkinganna! - Stutt, en glögglega, gerir Gunnar grein fyrir tilkomu og innihaldi Mormónsbókar, - flölkvæni meðlima kirkjunnar, - guðshugmyndum þeirra, - kenning- um um meyjarfæðinguna, - frelsun- ina, - blóðsáttmálann, - musterin og skírnina fyrir hina látnu. Skilmerkilegt og auðskilið. Nokkrar prentvillur eru að finna í bókinni, en ekki til vansa. Greinar- góð framsetning og lipurt mál. Tæp- itungulaust talað, en af hreinskilni trúaðs manns,. sem veit sig með- höndla sannleikann. Eins saknar undirritaður þó sáran, sem kristinn læknir. Villuna voðalegu um bann við blóðgjöfum, - þessa óbiblíulegu afstöðu, hefði sannarlega mátt tíunda í nokkrum setningum. En: bókin í heild sinni er ekki aðeins vel frambærileg, heldur frá- bær. - Hafír þú, lesandi minn, ein- hvem áhuga fyrir trúmálum, þá dragðu ekki að verða þér úti um hana. Lestu og auk við fjársjóð þekk- ingar þinnar. REYNIR VALDIMARSSON Höfðahlíð 15, Akureyri Vanþakklæti Frá Árna Helgasyni: Ég var að hlusta á umræður frá Alþingi. En sú ósköp og býsn. Lýsing þeirra utan stjómar á ástandinu var slíkt að það var eins og þjóðin væri í svelti, það væri ekki hægt að lifa o.s.frv. A sama tíma sá ég myndir í sjónvarpi af fólki fylla búðimar og kaupa þar allt mögulegt og ómögu- legt og viðtöl við kaupmenn að síst væri minna keypt nú en áður fyrir utan allar ferðimar til útlanda að gera jólainnkaup. Hvað skyldu svo margir fara til annarra landa í Sómalíu til jólainn- kaupa. Og svo líka hitt. Ég hefi ekki séð annað en að menn keyptu alveg miskunnarlaust sér og sínum til skaða og jafnvel skammar allskyns vörur sem kosta offjár, svo sem tób- ak og áfengi. Þá er ekki verið að tala um peningaleysi. Og hvemig er svo meðferðin á öllu sem menn em að kaupa? Ef menn ættu að greiða þetta til sveitarfélaga eða ríkisins, þá kemur nú annað hljóð í strokk- inn. Það er enginn að velta því fyrir sér hversu ríkisskuldimar erlendis vaxa með hveiju árinu sem líður og að jafnvel nú verði ríkisstjómin, ís- lendingar, að greiða allt að 10 millj- arða í afborgun og vexti til útlanda og jafnvel geti komið að því að taka blessað landið okkar upp í skuld? Nei, takk. En ef við emm af sumum taldir allt að því landráðamenn ef hugað er að því að komast í samfé- lag Evrópuþjóða til að styrkja og efla hver annan. Svona em nú mis- sagnimar í þjóðfélaginu. Rámur í rödd er boli. Rómurinn hans er sterk- ur. Ég held þegar allt kemur til alls væri tilvalið til að hreinsa hugarfar- ið. Þakka allar gjafir guðs og biðja þess að allt þetta vol og vanþakk- læti komi ekki niður í framtíðinni. Við göngum líka svo um auðæfi landsins að það gæti líka verið til umhugsunar. Besta gjöfín í ár væri íslandi allt. En það er langt síðan ég hefí heyrt það kjörorð. En eitt vitum við að til þess að við megun lifa í framtíðinni í okkar góða landi, verðum við að fara vel með það. Það geta komið þeir tímar að neyðin taki í taumana. Og emm við ekki að bjóða hættunni heim? ÁRNI HELGASON, Neskinn 2, Stykkishólmi. Víkveiji skrifar Gengisfellingin á dögunum gekk þvert á það sem hefur verið að gerast í verðlagsmálum hér á landi síðustu mánuði þegar verð- bólga hefur verið í kringum núllið og framfærsluvísitalan nánast óbreytt svo mánuðum skiptir. Verð- bólga var hér enda orðin ein sú lægsta í Evrópu og þó gengisfelling- in valdi því að kryppa komi á verð- bólguþróunina í upphafí nýs árs er engin ástæða til að ætla annað en verðbólga geti verið mjög lág áfram. Það er þó háð því að almenn- ingur haldi vöku sinni gagnvart ástæðulausum verðhækkunum og hegni þeim sem þannig standa að málum með því að snúa sér annað með viðskipti sín. Það er nefnilega veruleg hætta á að það slakni á því aðhaldi sem verðskyn almennings hefur veitt að undanförnu og menn grípi tækifærið og reyni að laga stöðu sína með því að hækka í skjóli verðbreytinga vegna gengisfelling- arinnar. xxx Víkveiji hefur þegar rekið sig á verðhækkanir sem hann á erfitt með að sjá rök fyrir. Til að mynda hækkaði ein brauðtegund um 12% á stað þar sem hann þekk- ir til og fleira mætti nefna. Ein mikilvægasta afleiðing lítillar og stöðugt minnkandi verðbólgu síðustu þijú árin er stóraukið verð- skyn almennings. Það er mikilvægt að það glatist ekki, því það er ör- uggasta tryggingin fyrir heilbrigð- um viðskiptaháttum og í rauninni er ekkert seni getur komið í staðinn fyrir það. Öll meðferð fjár verður önnur í lítili verðbólgu en mikilli. Fólki er miklu auðveldara að gera traustar fjárhagsáætlanir sem var nánast óvinnandi vegur þegar verð- lagshækkanir á einu ári léku á tug- um prósenta. xxx Víkveiji er í engum vafa um að þetta er mikilvægasti árangur þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa ver- ið síðan. Þessi árangur er ómetan- legur og að mati Víkveija má skammsýni ekki verða til þess að innleiða verðbólgutímana á nýjan leik. Það yrði versta niðurstaðan fyrir launþega jafnt sem vinnuveit- endur. Þá lexíu ættum við að hafa lært á undangengnum verðbólgu- áratugum. Það er ábyrgðarleysi að horfast ekki í augu við efnahagserf- iðleika sem við er að glíma og vera ekki tilbúin til þess að gera það sem nauðsynlegt er til að sú kreppa sem er í íslensku efnahagslífí verði sem minnst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.