Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 21 Ríkisarfi á biðilsbuxum NARUHITO, 32 ára sonur Akihitos Japanskeisara, hefur að sögn þarlendra fjölmiðla fundið sér efni í eiginkonu við hæfi en fréttin hefur ekki ver- ið staðfest af embættismönn- um hirðarinnar. Leitin hefur staðið í fímm ár og voru sum- ir farnir að örvænta um árang- ur. Konan heitir Masako Owada, er 29 ára gömul og starfar í utan- ríkisráðu- neytinu þar sem faðir hennar gegnir embætti að- stoðarráðherra. Keisaraynjan væntanlega hlaut menntun í Harvard í Bandaríkjunum og talar fjögur erlend tungumál reiprennandi. Oveður haml- ar olíuvinnslu NORÐMENN, sem eru mestu olíuframleiðendur Vestur-Evr- ópu, hafa orðið að minnka vinnslu á borpöllum á Norð- ursjó niður í fjórðung af venju- legum afköstum vegna óveð- urs sem þar geisar. Ölduhæð hefur farið upp í 27,5 metra og tankskip hafa því ekki get- að lestað birgðir frá Statfjord- borpallinum, að sögn ríkisolíu- félagsins Statoil. Lending í ruslatunnu TVEIR innbrotsþjófar í Malas- íu björguðust lítt skaddaðir fyrir skemmstu þegar þeir stukku af svölum íbúðar á sextándu hæð í höfuðborginni Kuala Lumpur - og lentu í stórri ruslatunnu sem til allrar hamingju var full. Eigandi íbúðarinnar læsti þjófana inni er hann kom óvænt að þeim í miðjum klíðum. Er þeim varð ljóst að ekki voru fleiri út- gönguleiðir gripu mennimir til áðurnefnds örþrifaráðs. Sprengjutil- ræði í London FJÓRAR eldsprengjur sprungu í verslunum í London í gær og er talið fullvíst að írski lýðveldisherinn, IRA, hafi verið að verki. Atburðirnir urðu í Oxford Street, einni helstu verslunargötu borgar- innar, og við Charing Cross- járnbrautarstöðina en útsölur eru nú í fullum gangi og um- ferð mikil. Að sögn lögreglu slasaðist enginn og tjón varð lítið. Brazauskas í forsetaframboð ALGIRDAS Brazauskas, fyrr- verandi kommúnistaleiðtogi í Litháen og sigurvegari í þing- kosningunum nýverið, hefur vísað á bug tillögu Vytautas Landsbergis forseta sem viil að reynt verði að sameinast um einn frambjóðanda, Stasys Lozoraitis, sendiherra í Was- hington, til að treysta sam- stöðu þjóðarinnar. Landsberg- is hyggst hætta afskiptum af stjórnmálum en forsetakosn- ingar verða haldnar í næsta mánuði. Brazauskas sagði að í stjórnmálum sem efnahags- málum bæri samkeppni bestan árangur. Ofsóttur, kínverskur andófshöfundur Veitt landvist í Bandaríkj unum Eftirlýstur í Kína vegna þátttöku sinn- ar í mannréttindabaráttu stúdenta Hong Kong. Reuter. KÍNVERSKI rithöfundurinn Zheng Yi hefur ásamt eiginkonu sinni, Zhao Xiaoming, er einnig er rithöfundur, fengið landvist í Banda- ríkjunum. Hann hefur verið eftirlýstur í Kína vegna þátttöku sinnar í mannréttindabaráttu stúdenta og verið í felum síðan hermenn voru látnir myrða mörg hundruð manns á Torgi hins himneska friðar í Pekmg 4. juni 1989. Zheng og Zhao, sem skrifar undir nafninu Beiming, hafa fengið að búa í bresku nýlendunni Hong Kong undanfarna níu mánuði en bresk yfirvöld hafa sætt sig við dvöl þeirra með því skilyrði að ekki yrði skýrt frá henni opinber- lega. Bretar eiga í hörðum deilum við kommúnistastjórn Kína um ‘framtíð Hong Kong og vilja forð- ast að styggja stjórnina í Peking frekar sé þess nokkur kostur. Hjón- in sóttu um landvist í Kanada en var synjað. Zheng lýsti í gær þakk- læti sínu í garð bandarísku þjóðar- innar, þingsins og ríkisstjómarinn- ar fyrir að taka við sér og konu sinni. Zheng, sem er 45 ára, varð þekktur í Kína fyrir skáldsögu sína, Gamall brunnur, sem lýsir kjörum smábænda. Er stúdentar og fleiri lýðræðissinnar höfðu uppi mót- mæli sín var hann í fararbroddi og tók m.a. þátt í að semja „Yfirlýs- inguna frá 16. maí“ þar sem Deng Xiaoping, helsta valdamanni lands- ins, var lýst sem elliærum valda- hrotta. Honum tókst að flýja frá Peking eftir morðin á torginu og með aðstoð embættismanna, er studdu hugmyndir hans, og smá- bænda komst hann til Hong Kong. Zheng segist ekki snúa aftur heim fyrr en stjórnvöld hætti að fang- elsa fólk vegna skoðana þess. Jazzistinn Dizzie Gillespie látinn New York. Reuter. Trompetleikarinn heims- kunni Dizzie Gillespie lést í gær 75 ára að aldri. Hann var einn af upphafsmönnum þeirrar jazz- stefnu fimmta áratugarins sem kölluð var „be-bop“. Dizzie, eða John Birks Gillespie, fæddist 21. október 1917 í Suður- Karólínu, yngstur níu systkina. Faðir hans lék á píanó um helgar og það gerði syninum kleift að safna hljóðfærum í bernsku. Hann hafði mestan áhuga á básúnu en var ekki nógu handleggjalangur og valdi því trompetið. Atján ára var hann farinn að vinna fyrir sér með trompetleik. Hann spilaði með Charlie Parker í hljómsveit Cab Calloways og síðar Billys Eckstines Dizzie Gillespie og saman teljast þeir frumkvöðlar „be-bopsins“. Á ferlinum spilaði Gillespie inn á meira en hundrað hljómplötur. Hann var óþreytandi að því er virtist allt fram á átt- ræðisaldurinn. í fyrra spilaði hann í mánuð með helstu jazzleikurum heims á Blue Note í Greenwich Village í New York. REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 EGLA -RÖÐOG HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR? M Tnjggðu þéi' möguleika ...fyrir lífið sjálft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.