Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ PA6LEGT B.IF FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Morgunblaðið/Kristinn Nær 70% afsláttur veittur af nýlegum vörum ££ STRAX í byrjun þessarar viku byijuðu útsölur við Laugaveg og í Kringlunni. Það er hinsvegar í dag, á morgun og laugar- wá dag sem verslanir opna hver af annarri með útsölur og áfram lO eftir helgina. Sumir verslunareigendur kjósa að bíða með iA útsölur fram í byrjun febrúar þ.á.m. verslunin Bangsi, Fiðrild- ið, tískuverslunin Guðrún og hjá skóverslun Steinars Waage var okkur tjáð að líklega yrði útsalan hjá þeim í febrúar. Mfkligarður og Hagkaup að byrja með útsölu í morgun hóf Hagkaup sína út- sölu og þar á bæ er afslátturinn allt að 70% þó megnið af þeirri vöru sem er á útsölu sé á 50% afslætti. Hjá Miklagarði verður opnað snemma í fyrramálið, klukk- an átta og árrisulir viðskiptavinir geta búist við að fá óvænt tilboð en annars hefst útsalan átta í fyrramálið og að sögn forsvars- ^fnanna verður þar á bæ veittur góður afsláttur. Útsalan verður bæði í Miklagarði við Sund og hjá Kaupstað í Mjódd annarri hæð. Langurlaugardagur í miðbænum Við Laugavéginn bætast versl- anir í útsöluhópinn á hveijum degi. Á laugardaginn er langur dagur við Laugaveg og verður opið frá klukkan 10-17. Ýmsar verslanir hefja útsölu sína einmitt á laugar- Athugasemd VEGNA verðkönnunar, í Morgunblaðinu sl. fimmtu- dag, vill Félag fótaaðgerða- fræðinga benda á að ekki var gerður skýr munur á fótaaðgerð og fótsnyrtingu. Aðeins hluti af stofunum er með löggilda fótaaðgerðar- fræðinga á sínum snærum. Fótsnyrting er löggild iðn- grein og er meðhöndlun á heil- brigðum fótum til fegrunar. Fótaaðgerð er löggild grein innan heilbrigðisstétta og er meðhöndlun á margskonar 1 fótameinum s.s húð og nagla- meinum er skapast hafa vegna hinna ýmsu sjúkdóma eða ann- arra áunnina þátta. Fótaað- gerðafræðingar starfa mikið í samvinnu við lækna og veita daglega ráðgjöf og fræðslu á þessu sviði. Þá er verð á andlitsbaði hjá Snyrtistofunni Eygló, Lang- holtsvegi 17, 2.790 kr. en ekki 3.090 kr., eins og fram kom í könnuninni, en þar var miðað við lægstu verð ef ekki er um eitt verð að ræða. Verð á and- litsböðum miðast við efnis- kostnað. Eins hefur komið fram að uppgefín verð á hand- snyrtingu eru mismunandi því sumar stofumar gefa upp verð með naglalökkun en aðrar ekki. ■ daginn og má þar nefna Englabörn sem veita frá 30-70% afslátt af sínum varningi. Þar verða einungis nýjar vörur á útsölu og meiningin er að rýma verslunina alveg fyrir nýjum vörum. Margar verslanir við Laugaveg munu einnig hafa sér- stök aukatilboð fyrir þá sem gera sér ferð í bæinn á laugardaginn. Fjórtánda þessa mánaðar byija útsölur hjá Gallerí en aðeins síðar hjá Evu. í Kringlunni og Borgarkringl- unni eru útsölur einnig farnar af stað en margar búðareigendur ætla að bíða eftir nýju kreditkorta- tímabili og jafnvel fram í febrúar. Það var tilfinning mín að marg- ir kaupmenn hefðu á tilfinningunni að ekki væri mikið í buddunni hjá fólki eftir jólin og sumir sögðust kjósa að bíða eftir nýju kredit- kortatímabili eða 1. febrúar því þá fengi fólk barnabætur og hefði meira umleikis en venjulega. Þeir sem eru forsjálir ættu því að geta fatað fjölskylduna upp, jafnvel fyrir næsta vetur. Það verð- ur að minnsta kosti auðvelt að gera reyfarakaup sé fólk í þeim hugleiðingum og geti séð af pen- ingum. ■ gfg VERÐKÖNNUN 1 VIKUNNAR Félagsgjöld knattspymu- og handknattleiksdeilda mjög mismunandi Einnig HJÁ MÖRGUM fjölskyldum er kostnaður vegna íþróttaiðkana ærinn þegar allt er tekið með í reikn- inginn, s.s. æfingagjöld, útbúnaður og keppnis- ferðir. Foreldrum finnst samt afar jákvætt ef börn þeirra vilja leggja stund á íþróttir í tómstundum. Og því horfa foreldrar varla í peninga sem fara í íþróttaiðkana barnanna. Æfingagjöld eru mismikil hjá íþróttafélögunum, en til að fá örlitla nasasjón af þeim kostnaði sem gera má ráð fyrir, gerði Neytendaopnan skyndiverðkönnun á þeim þætti er lýtur að æfingagjöldum á ársgrund- velli. Könnunin tekur til 6. flokks í handknattleik og knattspyrnu, en það eru krakkar um átta og níu ára. í handboltanum má gera ráð fyrir tveimur til þremur keppnisferðum á ári í þeim aldursflokki. Aftur á móti geta keppnisferðir orðið 5-10 þegar börnin eru orðin 12 ára. Hvað fótboltanum viðvíkur eru haldin nokkur innanhússmót á vetrum, en á sumrin viðamikið Polla- mót í Vestmannaeyjum og Akumesingar standa fyrir öðru móti. Slíkum ferðum fylgir alltaf kostnaður fyrir leik- menn, en fjáröflun af ýmsum toga er fastur liður í félagsstarfsemi auk þess sem styrktaraðilar styðja við starfíð. Rétt er að taka fram að að baki þeim tölum sem hér birtast liggur mismikill æf- ingatími þó al- gengast sé 2-3 tímar á viku. skal tekið fram að sum fé- lögin hafa tvo þjálfara fyrir þennan aldurshóp á , meðan önnur eru með einn þjálfara. Til gamans má geta að um 9.000 íslend- ingar æfa handbolta að staðaldri, sam- kvæmt upplýsingum frá HSÍ, og hvorki færri j né fleiri en 25.000 æfa knattspymu. „Víst finnst fólki þetta dýrt, en þetta er hreinlega spurning um það hvar maður vilt að börnin sín ali manninn," segir Guðrún Bjarnadótt- ir, húsmóðir í Hafnar- fírði, en hún og eiginmaður hennar, Viðar Halldórs- son, eiga þijá syni, 14, 8 og 4 ára, sem allir eru komn- ir á kaf í „sportið". „Við sjáum sannarlega ekki eftir þeim peningum sem fara í íþróttir, en fyrir vikið er ég í fullri vinnu við að keyra og sækja á æfingarnar. Sá elsti er þrisvar í viku í fótboltanum, tvisvar í handbolt- anum og einu sinni í körfu. Sá næstelsti fer líka þrisv- ar í viku í fótboltann og tvisvar í handboltann og sá yngsti er á fullu í fótboltanum, tvisvar í viku. Þess á milli er ég í þvottahúsinu að þvo af þeim gallana," segir Guðrún. Flest félögin veita systkinaafslátt sem nemur 50% Apgjöld íþróttafélaga á yfirstanadandandi tímabili, 6. flokkur Handbolti Fótbolti Breiðablik 10.000 12.000 FH 10.000 13.000 Fjölnir 15.000 miðakerfi Fram 15.000 9.100 Fylkir 10.000 16.000 Haukar 11.000 12.000 ÍR 15.000 14.000 KR 16.000 7.000 l Leiknir - 18.000 | Stjarnan 10.000 12.000* ^ Valur 17.000 22.000 É/íkingur 12.000 17.000 pS^rgjald siðan í fyrra. Einhver hækkun fyrirsjáanleg 1993 með öðru og þriðja bami og félagsmenn fá frímiða á heimaleiki. Hjá sumum félögum er hægt að fá íþróttagalla á afsláttarkjörum. Þá skal þess getið að í sumum tilfellum er annað og meira innifalið í þeim fé- , lagsgjöldum sem hér birtast. Til dæm- is fá handboltaiðkendur hjá Val íþróttagalla að andvirði 4.000 kr. og fótboltaiðkendur þar fá íþróttagalla að andvirði 5.000 kr. og skópoka, sem metinn er á 500 kr. Hjá Víkingi og Fylki er það íþróttataska í ár, handboltamenn í IR fá keppnistreyjur og hand- boltaiðkendur í Haukum fá tösku og stuttbuxur. Inn- ifalinn í æfingagjaldi FH er bolti, metinn á 2.000 kr. Knattspymudeild Fjölnis hefur ekki fast árgjald, held- ur gildir sérstakt miðakerfi yfír vetrartímann þar sem krakkamir greiða aðeins fyrir þær æfingar sem þeir mæta á. Þar kostar tíu miða kort 2.000 kr., sem endist í 10 vikur, en aðeins er rukkaður einn miði á viku þó boðið sé upp á tvær. Aftur á móti er fast gjald á sumrin 7.500 kr. fyrir 6. flokk. Fiskur er fitusnauður og því tilvalinn eftir kjöt, kökur og rjómasósur um jólin ÞAÐ ER varla erfitt fyrir Margréti E. Jónsdóttur að gefa lesendum uppskrift að góðum fiskréttum því að meðaltali er borðaður fiskur á hennar heimili 5 sinnum í viku. Fyrir nokkrum árum sendi hún frá sér bókina Fitu- snautt fæði með fjölda girni- legra en auðveldra upp- skrifta. Fiskur í neytendaumbúð- um 150-200 g af roðfleltum fiskflökum á mann blaðlaukur tómatar steinselja graslaukur salt pipar matarolía álpappír (eða smjörpappír ef rétturinn er eldaður í örbylgjuofni) Þetta er einfaldur réttur og lítill uppþvottur á eftir. Snyrtið flökin, skerið í hæfíleg stykki og leggið ofan á álpappír. Sneiðið blaðlauk ogtóm- at, Raðið jurtum á grænmetið. Saltið og piprið eftir smekk og setjið að lokum 2-3 dropa af olíu ofan á. Pakk- ið álpappímum vel utan um fiskinn og grænmetið og leggið í ofnskúffu eða eldfast mót. Bakið fiskinn í 200°C heitum ofni í 20-25 mínútur eftir þykkt fiskstykkjanna. Ábending: Tilvalið að baka kartöflur í ofnin- um um leið, en þær þurfa að sjálf- sögðu að fara fyrr inn. í staðinn fyrir flök má nota þversneiðar af fiski, t.d. steinbít, smálúðu, lax eða sjóbirting. Setjið fáeina sítrónudropa í hvern pakka ef fískurinn er feitur. Útbúa má fískpakkana fyrirfram ef vill. Þeir geymast í ísskáp i nokkrar klukkustundir. Fiskisúpo hússins 500 g fiskur (ýsa, þorskur, lúða) beinlaus og roðflettur eða 400 g fiskur og 100 g skelfiskur (rækja, humar, hörpudiskur) 1 lítri fisksoð 'Atsk. garðoblóðberg (tímían) 'Atsk. bergmynto (oregano) 'Atsk. basilkrydd 1 tsk. salt 'Atsk. pipgr 3-4 msk. matarolía 1 blaðlaukur 2 hvítlauksrif 4 kartöflur 2 blaðseljustönglar 4 litlar gulrætur 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk. tómatkraftur, mó sleppa Hreinsið grænmetið og afhýðið kart- öflur. Skerið blaðlauk í þunnar sneið- ar. Meijið hvítlaukinn. Skerið kart- öflur, gulrætur og blaðseljustöngla í frekar þykkar sneiðar. Hitið olíuna í potti. Setjið blað-og hvítlaukinn út í olíuna og látið krauma stutta stund. Hellið fískskoðinu út í pottinn, bætið kartöflum og grænmeti út í, niður- soðnum tómötum og safa úr dós- inni. Kryddið eftir smekk og bætið tómatkrafti út í ef þið viljið meira tómatbragð. Látið malla við vægan hita þar til grænmetið fer að linast. Skerið fískinn í smástykki og bætið út í. Þegar fiskurinn er að verða hvítur í gegn er skelfiskinum bætt út í og hann látinn hitna í gegn. Berið fram með grófu brauði. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.