Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 19 Sj ómannasambandið vísar ágreiningi við VSÍ til Félagsdóms SJÓMANNASAMBAND íslands hefur vísað ágreining’i sínum við Vinnuveitendasamband íslands um greiðslu orlofs- og des- emberuppbótar til Félagsdóms. Málflutningur hefst að líkindum í lok mánaðarins. Sjómannasambandið var þátttak- andi í miðlunartillögu ríkissátta- semjara sem lögð var fram í apríl í fyrra. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands íslands, sagði að þegar flest félög höfðu samþykkt kjarasamninginn hefði Vinnuveitendasambandið mótmælt því að sjómenn ættu að fá greidda orlofs- og desemberupp- bót eins og aðrir launþegar sem miðlunartillagan náði til. „Við erum ekki sáttir við það, því hvergi er tekið fram í miðlunar- tillögunni að sjómenn séu undan- skildir þessum greiðslum. Við ákváðum að vísa málinu til Félags- dóms og þar er það nú,“ sagði Hólmgeir. Sjómenn hafa ekki áður fengið orlofs- eða desemberuppbót. í kjarasamningum 1989 var reiknuð inn hækkun á kauptryggingu og kaupliðum umfram aðra, sem nam tæpu einu prósenti, sem átti að vega upp á móti orlofs- og desem- beruppbótinni. „Það kom í ljós að menn voru ekki sáttir við þessa aðferð því hækkunin kom aðeins á kauptrygg- ingu og kaupliði og þeir sem voru á aflahlut töldu sig missa þessar greiðslur. Frá þeim tíma höfum við gert kröfur um að fá orlofs- og desemberuppbót með sama hætti og aðrir launþegar. Því hefur verið hafnað þar til við vorum í samfloti með ASÍ við gerð síðustu kjara- samninga. Ég veit ekki annað en að ríkissáttasemjari hafi reiknað með því að sjómenn fengju þessar uppbætur líkt og aðrir,“ sagði Hólmgeir. Að sögn Hólmgeirs gaf LÍÚ út kaupskrá í kjölfar kjarasamning- anna þar sem kaup og kaupliðir voru hækkaðir um 2,3% og jafn- framt var þess getið að sjómenn ættu ekki að fá orlofs- og desember- uppbót, heldur hefði 0,6% verið reiknað ofan á hina almennu 1,7% hækkun. Kiisiján Vattnes látínn Kristján Vattnes Jónsson fyrr- verandi lögregluþjónn lést í Borg- arspítalanum 31. desember síðast- liðinn, 76 ára að aldri. Kristján fæddist á Vattamesi í Búðahreppi 2. september 1916, son- ur hjónanna Jóns Eiríkssonar báta- smiðs og Magneu Torfadóttur. Hann hóf störf í lögreglunni í Reykjavík 1939 og starfaði þar til ársins 1963 er hann varð að hætta vegna heilsu- brests. Kristján hóf ungur að stunda íþróttir, og var hann meðal annars Islandsmeistari í spjótkasti í mörg ár. Hann keppti í spjótkasti á Ólymp- íuleikunum í Berlín 1936, og var hann fánaberi íslenska liðsins. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Lovísa Helgadóttir. Þau eignuðust sjö böm og em fímm þeirra á lífí. Ljósmyndir/Gunnlaugur Rögnvaldsson Filippus á ferð um hálendið í nágrenni Landmannalauga. ið á eigin fótum á hálendinu án þess að kvarta." „Ég gæti ekki lifað án hálendis- ins. Um tíma fór ég í nokkrar ferðir á kajak niður miklar ár, en lenti svo oft í lífshættu að ég steinhætti því. Mér finnst mjög gaman að ganga um í nágrenni Torfajökuls, um Lakagíga og Strútslaug, svo er Snæ- fellsnes skemmtilegt. Það er enn hægt að ganga um staði þar sem enginn eða fáir íslendingar hafa komið á, það er sérstök tilfinning og gaman að leita að nýjum stöðum. Útlendingar sem hingað koma fínna fyrir þessu, þeir hafa margir tapað sambandinu við náttúruna. Heima hafa þeir þörf fyrir að kveikja upp í arninum, nákvæmlega eins og menn gerðu til foma. Manneskjan er uppfull af minningum fyrri tíma og fijálsræðið á hálendinu gefur þessu lausan tauminn. Sumir útlend- ingar verða beinlínis hræddir, fínnst auðnin og ferðamennska um óbyggðar slóðir ógnvekjandi, en flestir njóta þess og ferðaminningin endist ævilangt. Sjálfur hef ég staðið sjálfan mig að því að ætla ekki aftur í langar gönguskíðaferðir, sem taki hátt í tuttugu daga. Á hveijum vetri hef ég farið í slíka ferð, nema í fyrra. Puðið var svo mikið að ég sór þess heit að fara frekar í Miðjarðarhafíð, en þetta togar alltaf í mann aftur. Koma útlendinga í ævintýraferðir hefur dregið örlítið saman, ástandið í Evrópu veldur þessu líklega, fólk bíður betri tíma og ferðamennskan gengur alltaf í bylgjum. Sleðaferð- imar eru þó alltaf vinsælar og það eru nokkrir hópar útlendinga á leið- inni á næstunni, en íslendingar slást oft í hópinn. Núna gefst fólki kostur á styttri vélsleðaferðum frá nýja skíðaskálanum í Hveradölum. Þar fær fólk forsmekkinn af því hvaða ævintýri er hægt að upplifa á hálend- inu. Stundum er hálendið eins og himnaríki á jörð, ekki síst á vet- urna, þá skartar landið sínu fegursta og norðurljósin blika," sagði Filipp- us. ÞEIRSEMÆTLA AÐ ÁVAXTA UM 30 MILLJARÐA TAKA AMÐVITAD ENGAAHÆTTU KIÖRBÓK LANDSBANKANS GAF 3,0-5,0% RAMNÁVÖXTUN ARIÐ1992 Innstæöa á tæplega 100 þúsund Kjörbókum í Landsbankanum er nú samtals um 30 milljarðar. Kjörbókin er því sem fyrr langstærsta sparnaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæðan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun á árinu 1992 var 4,6-6,6%. Raunávöxtun á grunnþrepi var því 3,0%, á 16 mánaða innstæðu var hún 4,4% og á 24 mánaða innstæðu var raunávöxtunin 5,0%. Kjörbókin er einn margra kosta sem bjóðast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góðs gengis á árinu 1993. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.