Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 STJORNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú hentar þér vel að eyða tímanum í einrúmi með ást- vini, en erfitt getur verið að samrýma kröfur vinn- unnar og heimilisins. Naut (20. aprfl - 20. maí) Vinafundur getur leitt til ástarævintýris. Þú gætir átt samskipti við einhvem sem er bæði þver og þrætugjarn. Haltu ró þinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér hættir ekki aðeins til að eyða of miklu í dag, held- ur getur þú einnig lent í deilum vegna peninga. Kr.abbi (21. júnf - 22. júlí) Þú ert eitthvað ágengari en þú átt vanda til og getur hæglega sært þína nánustu. Reyndu að vera samvinnu- þýðari. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Heppilegast er að hafa sig lítt í frammi í dag og kom- ast hjá deilum. Rómantíkin ætti að geta blómstrað í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. septemberf Hugsaðu um það sem er jákvætt og leitaðu ekki að því neikvæða. Umfram allt reyndu ap komast hjá deil- um við vin. V°g o, (23. sept. - 22. pktóber) Ljúfmennska færir þér betri árangur en frekja. Þú ert háttvís að eðlisfari og nærð góðum árangri í samskipt- um við aðra í dag. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Ekki flíka skoðunum þínum um of þvl það gæti leitt til ágreinings. í kvöld eru það skemmtanir og rómantík sem ráða. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú nýtur góðra stunda með fjölskyldunni og heimboð gæti hentað vel í kvöld. Þó gætu komið upp deilur varð- andi peninga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Yfirgangssemi á ekki heima í samskiptum ástvina og getur valdið þykkju. Betra er að láta persónutöfra þína njóta sín. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Aðlaðandi framkoma þín og vingjamleiki færa þér fram- gang í starfi. Ekki brydda upp á deilumáli ef þú vilt halda friðinn. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ættir að fara út að skemmta þér. Forðastu deil- ur um einkamál, og farðu varlega með fjármunina í kvöld. Stjörnuspána á aö lesa sem dcegradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. !!:!!!i!!í:!í!!!!:í!iíi!:iíí!!í::!í!:::!!!!i DYRAGLENS EKJZI ETA /V/<Sr\ ÉG E/Z BAEA , 1 VESAUNGS LtTILC I / 1AARNAELAHS^ I I $jA\/AIZOBr1AOBj_ HA! DATTMéeE*X/ / HtJGfY þÓeBTENG/HH ÖEMUE... I þÓ efír ÖTS/VtOG/HH F/StCUR. / N < LE/K.UR. \ Aá/NN HEFUR. l_UCL£<3A VEZ/Ð OF 'f/CTUR../ GRETTIR ás e/Z EKJCt ENN BÚ/NN AÐ t/tUPA <róLA&röF/MAÞiNA.QEerrtR! TOMMI OG JENNI ru/ntf þú /nvLun n/oua all/í~ •Ö&aJLAO/ktolUjNA > TfNDU > —yÞBTTA UPfJ- • \ /)FS/nÖÍí>Ú\ « \ JVNM/L/ • y (VÁÚMV) _' X? n!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!F!!!!!!!!!! LJOSKA ?=xz: FERDINAND . t SMAFOLK Ég geri ráð fyrir því að við verðum að hlusta á þennan bjölluhljóm í hvert sinn sem við göngum framhjá núna. Finnst þér ekki að hann gæti gert eitthvað fyrir utan það að hringja bj'öllu? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sjöunda jólaþrautin. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁKG94 ¥ Á765 ♦ 3 + 1097 Vestur Austur ♦ 3 +D108 ¥43 ¥ D10982 ♦ DG109754 ♦ 862 ♦ G54 +K6 Suður + 7652 ¥ KG ♦ ÁK + ÁD832 Vestur Norður Austur Suður Sharif Forquet 3 tíglar Dobl 5 tíglar 6 lauf Pass Pass Pass Utspil: spaðaþristur. Það þarf ekki að fletta neinum blöðum um það að spaðaþristur- inn er einn á ferð. Forquet var því fremur vondaufur eftir -að hafa tekið fyrsta slag á spaðaás og hleypt tromptíunni yfir á gosa vesturs. Vestur spilaði tíguldrottningu til baka, sem Forquet drap á ás og hugsaði sinn gang. Fyrst datt honum í hug að trompa tíg- ulkónginn og nota innkomuna til að svína fyrir laufkóng. En hvaða gagn var að því? Hann- sæti eftir sem áður uppi með óhjákvæmilegan tapslag á spaða. Kastþröng gat ekki geng- ið upp nema hann fengi fyrst þijá slagi á hjarta. Forquet sá að hann yrði að nota innkomuna í blindum til að svína hjartagosa og því yrði trompkóngurinn einfaldlega að detta undir ásinn. Hann tromp- aði tígulkóng, svínaði hjarta- gosa, tók trompásinn, hrópaði húrra þegár kóngurinn datt, og spilaði laufunum til enda: Norður ♦ KG ¥ Á76 ♦ - *- Vestur Austur + - + D10 ¥4 II ¥ D109 ♦ G1097 ♦ - *- Suður + 765 ¥ K ♦ - + 3 *- í síðasta trompið henti Forqu- et spaðagosa úr borðinu og ... tjaldið féll. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Immopoar-atskákmótinu [ París í nóvember kom þetta enda- tafl upp í viðureign þeirra Jans Timman (2.665) og 16 ára gömlu ungversku stúlkunnar Júditar Polgar (2.575), sem hafði svart og átti leik. Timman er tveimur peðum yfir og hafði stuttu áður hafnað því að taka jafntefli með því að þrá- leika. Það reyndist misráðið, Timman hafði greinilega yfírsést enn ein peðsfóm Júditar: 37. - g4! (Lokar útgönguleið hvíta kóngsins og hótar máti í þriðja leik, með 38. - Bgl+ o.s.frv.) 38. fxg4 - Bf4+, 39. g3 - hxg8+, 40. Kg2 - Hf2+, 41. Kgl - Hxa2 og Timman gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.