Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
17
það ár. Varðstjóri 1962 og fulltrúi
frá 1968 til starfsloka 30. júní 1972.
Þrátt fyrir það að Óla félli ekki
vel við sjóinn, eins og hann sjálfur
orðaði það, sigldi hann sem afleys-
ingaloftskeytamaður eina ferð á bv.
Þórólfi til Englands, þegar stríðið
stóð sem hæst, og löngu síðar leysti
hann af eina siglingu á bv. Agli
Skallagrímssyni og hafði ánægju
af. Nokkru eftir stríð stóð Félag
íslenskra símamanna að íbúðar-
byggingu fyrir félagsmenn vestur á
Melum. Þar keyptu þau hjónin sér
íbúð á Birkimel 6A og hafa búið
þar síðan. Börnin urðu tvö, Sigurður
Geir rafeindavirki, hann á 7 börn
og Inga Steinunn fulltrúi hjá sölu-
skrifstofu Flugleiða á ísafirði, hún
á tvö börn.
Ekki get ég látið svo staðar num-
ið að ég þakki ekki fyrir mig og
systkini mín og fjölskyldur okkar,
því heimili þeirra Herdísar og Óla
stóð okkur alltaf opið, þar var gott
að koma og ávallt veitt af mikilli
rausn.
Eftir starfslok fóru þau hjónin
að ferðast itl útlanda og komu víða
við og nutu þess í ríkum mæli.
Ég held varla að það hafi liðið
sá dagur að Óli færi ekki í sund og
í gönguferð niður að höfn, allt fram
undir níræðisafmælið, en skömmu
áður fór hann, aldrei slíku vant, að
kenna lasleika. í sumarbyijun upp-
götvaðist að um alvarlegt sjúkdóms-
tilfelli væri að ræða. Síðustu mánuð-
ina lá hann rúmfastur í sjúkrahúsi,
heilsan þrotin, aðeins bið eftir að
lífíð fjaraði út. Ég trúi því að dauð-
inn hafi verið kærkominn þessum
háaldraða heiðursmanni. Það getur
tæpast talist sorg þegar níræður
öldungur kveður, en það er mikill
söknuður þegar góður vinur kveður.
En þegar minningarnar eru hlýjar
og bjartar þá ylja þær manni um
hjartaræturnar þegar þær eru rif-
jaðar upp.
Með lífi sínu og starfi reisti þessi
góði vinur minn sér minnisvarða,
sem aldrei gleymist. Kæra systir,
ég og ^ölskylda mín sendum þér
og öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Ólafur K. Björnsson
loftskeytamaður.
Aldur er afstætt hugtak.
Þegar ég var rúmlega tvítugur
þótti mér sjötugsaldurinn hár, já
mjög hár aldur. Það var áður en ég
kynntist Ólafi Árnasyni. Ég kynnt-
ist Ólafi um það leyti sem hann var
að verða sjötugur. Hann leit út fyr-
ir að vera fimmtugur og að innræti
var hann ekki ári eldri en fertugur.
Og á þessum tuttugu árum eltist
Ólafur nánast ekkert.
Ólafur var glæsimenni í útliti,
með fallegt hvítt ár og teinréttur í
baki. Það var augljóst að eftir hon-
um var tekið þegar hann sprangaði
ekki eingöngu liðtækur skíðagöngu-
maður, hann æfði af kappi svig,
brun og stökk og varð keppnismaður
í öllum þessum greinum. Haft hefur
verið eftir Páli að hann hafði verið
„giftur skíðunum sínum í 40 ár“. Á
lýðveldishátíðinni á Þingvöllum
1944, hlotnaðist Páli sá heiður að
vera í hópsýningarflokki fimleika-
manna er þar sýndu.
Páll stundaði atvinnugrein sína
fram til ársins 1968. Á þessum ferli
sínum sem skósmiður eignaðist hann
sitt eigið verkstæði. Hann rak sitt
eigið fyrirtæki á þrem stöðum í
Reykjavík, þó á mismunandi tímum
og stöðum. Um töluvert langt tíma-
bil reyndist mjög erfltt að fá góða
skíðaskó. Þá hóf Páll smíði á slíkum
skóm, að sjálfsögðu mest handsmíð-
aðir og eftir máli hvers og eins.
Er Páll var 39 ára var hann send-
ur sem fulltrúi íslenskra skósmíða-
meistara á ráðstefnu skósmíðameist-
ara Norðurlanda er haldin var í Sta-
vanger í Noregi. Fluttir voru þjóð-
söngvar fjögurra Norðurlandanna.
Þann íslenska vantaði. Þá stóð Páll
upp úr sæti sínu, kvaddi sér hljóðs
og söng einn síns liðs íslenska þjóð-
sönginn. Vakti þetta mikla athygli
og sýndi jafnframt þann styrka anda
til lands sins og það hugarþel er í
Páli bjó. Meðan á ráðstefnu þessari
stóð, kynntist Páll konuefni sínu,
Kristbjörgu M. Jónsdóttur. Þau
gengu í hjónaband snemma árs
um Austurstrætið og miðbæinn.
Þótt útlitið hafi blekkt, þá held ég
að fyrir mér, þá rúmlega tvítugum,
hafi innrætið blekkt ennþá meir.
Hann var unglingur. Þetta átti e.t.v.
sérstaklega við í gleðskap, en þá
ljómaði Ölafur. Hann sló konum
slíka gullhamra að hvergi vildu þær
heldur vera en nálægt honum, og
dansherra var hann ágætur. Sund-
maður var hann og góður, keppnis-
maður á yngri árum, en ötull gestur
Sundlauga Vesturbæjar síðar.
Fljótlega eftir að við kynntumst
ákváðum við fjögur, Herdís og Ólaf-
ur og við Inga, að fara til London.
Sú ferð er mér mjög minnisstæð,
fyrír margra hluta sakir. Hún byij-
aði e.t.v. ekki glæsilega, því hótelið,
sem við höfðum pantað, var alls-
endis ómögulegt. Við urðum því að
skipta um hótel, og það var ekki
auðvelt.
Okkur tókst að lokum að fá her-
bergi í Lancaster Gate, á Sandring-
ham hótelinu. En galli var á gjöf
Njarðar, því við urðum að vera öll
saman í herbergi. Þetta hentaði mér
ekki, og auðvitað ekki hinum held-
ur. En þetta var eina lausnin. í
stuttu máli má segja að ferðin hafi
verið öll hin skemmtilegasta og eng-
in vandræði. Jú annars, ein smá
vandræði. Ólafi fannst vatnið svo
vont í London að hann treysti sér
ekki til að bursta tennumar upp úr
því. Einn morguninn hvarf Ólafur
skamma stund en kom til baka sigri
hrósandi. Hann hafði leyst vandann.
Hann hafði keypti flösku af Bianco
og hún var notið í tannþvottinn, og
rétt dugði út ferðina! Síðan höfum
við ætíð minnst þessa með flösku
af Bianco um jólin.
í London var verslað og söfn
skoðuð, farið í leikhús og dansaður
Zorba á grískum veitingastað, þar
sem dansgólfið var þakið glerbrot-
um. Og hafí einhver verið þreyttur
að leiðarlokum, þá var það líklega
síst Ólafur.
Síðar fórum við saman til Haw-
aii þar sem Ólafur hefur örugglega
skoðað meira en við öll hin til sam-
ans, slíkur var kraftur „unglings-
ins“. Og sömu sögu má segja frá
Stokkhólmi, þar sem við héldum upp
á áttræðisafmæli hans. Á þessum
ferðum kynntist ég hve mikill fagur-
keri Ólafur var á listir og listmuni,
hversu góður söngmaður hann var
og umfram allt gleðimaður. Á nátt-
borðinu var ætíð góð bók, ekki síst
um dulræn efni.
Elsku Herdís mín, á ferðaiögum
okkar kom það oft fyrir að Ólafur
týndist, hvort heldur í undirgöngum
London eða á British Museum, á
strandiengjum Waikiki eða í köstul-
um Stokkhólmsborgar. En við viss-
um alltaf að hann kæmi aftur. Nú
er Ólafur að vísu ekki í kallfæri,
en ég er viss um að hann er samt
nálægur okkur.
Pétur Björn.
1958. Sama ár eignuðust þau son.
Fleiri urðu börnin ekki. Sonurinn var
skírður Gunnar Bergþór og er hann
starfandi kennari hér í Reykjavík.
Vegna mikils samdráttar í iðngrein
Páls, hugðist hann söðla um og leita
nýs starfs. Það reyndist ekki erfitt
fyrir hann að fá sér nýjan starfsvett-
vang. Hann hóf strax störf á Hótel
Loftleiðum. Gengdi hann þar alls
konar viðhaldsstörfum og birgða-
vörslu. í þessum störfum vann hann
af sinni frábæru samviskusemi til
67 ára aldurs. Nú gat hann snúið
sér að fullu að tómstundarstarfi sínu,
þ.e. tréútskurði. Það voru ekki marg-
ir sem vissu um hve mikill listamað-
ur Páll var á því sviði. Eftir hann
er til safn hreinna listaverka í tréút-
skurði og gætir þar mikillar fjöl-
breytni. Mesta uppáhald Páls var
að skera út hesta.
Margar eru þær minningar er við
Páll áttum saman sem er of langt
upp að telja hér, en ekki vil ég skilj-
ast svo við þessi skrif mín án þess
að þakka allar þær mörgu heimsókn-
ir á heimili mitt, þá hlýju og þann
drengskap er ávallt fylgdi komu
hans, börnum mínum, móður þeirra
og mér til óblandinnar ánægju.
Að lokum færi ég eftirlifandi eig-
inkonu hans, syni og fjölskyldu, okk-
ar dýpstu samúð við fráfall þessa
drengskaparmanns, Páls Jörunds-
sonar.
Guðmundur Samúelsson.
SliKIISIOKIlkM
Tölvuskóli Reykjavíkur hjálpar þér að auka þekk-
ingu þína og atvinnumöguleika, hvort heldur sem
er á lager, skrifstofu eða í banka. Þú lærir á vinsæl-
ustu Windowsforrit PC-tölvunnar og kynnist Mac-
intoshtölvunni. Þar að auki lærirðu almenna skrif-
stofutækni, bókfærslu, tölvubókhald, verslunar-
reikning og tollskýrslugerð.
Innritun fyrir vorönn stendur yfir.
Hringdu og fáðu sendan ókeypis bækling.
m Tölvuskóli Reykiavíkur
r----r.---------.vf b Borgartúni 28, sími 91 -687590