Morgunblaðið - 07.01.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.01.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 41 eftir Olaf Hauk Símonarson Leikritið sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í allan vetur. Sýnmgar hafnar a ný! Næstu syningar: Laugardaginn 9. janúar kl. 20:00 Miðvikudaginn 13. janúar kl. 20:00 Miðasala: sími 11200 Alþingi með mamiréttíndabrotum? Frá Jóhann M. Hauksson: Staksteinar greindu frá því fyrir nokkru að fyrir Alþingi lægi þings- ályktunartillaga um stuðning við „réttindabaráttu" Eystrasaltsríkj- anna á alþjóðavettvangi. Stuðning- ur íslands væri sá að reyna að koma í veg fyrir að siðaðar þjóðir Evrópu þrýsti á Eystrasaltsríki að hætta mannréttindabrotum. Þetta er skammariegt og ég vona að þing- menn sjái að sér og felli þennan óskapnað. En um hvað fjallar málið? í þingsályktunartillögunni er sér- staklega fjallað um Eistland og ég mun gera það sama. Þegar Sovétríkin voru og hétu streymdu Rússar til þessara svæða, annaðhvort sjálfviljugir eða fluttir nauðugir, en þetta var allt, eins og segir í tillögunni, til að „grafa und- an menningu og þjóðemi Eistlend- inga og Letta“. Nú er svo komið að stór hluti þeirra sem búa í löndunum hefur ekki sömu þegnréttindi og aðrir vegna þess að þeir geta ekki rakið ættir sínar til fólks sem bjó á svæð- inu fyrir síðari heimsstyijöld (ríkin voru innlimuð í Sovétríkin árið 1940). í nýlegum þingkosningum fengu 600 þúsund manns, þriðjung- ur íbúa ríkisins, ekki að kjósa því þeir höfðu ekki ríkisborgararétt. Núverandi lög um ríkisborgara- rétt veita einungis þeim þennan rétt sem getur sýnt fram á að fjöl- skylda hans hafi búið þar síðan fyrir síðari heimsstyijöld. Þessi lög- gjöf um ríkisborgararétt er byggð á þeirri þjóðernishyggju sem lítur á þjóð sem hlutlægt fyrirbæri. Fólk er þá hluti af þjóðinni vegna hlut- lægra þátta — sem erfast. Þannig nægir fólki ekki að hafa búið í land- inu alla ævi, og vilja búa þar áfram, til að verða ríkisborgarar, heldur Frá Ályktun frá stjórn og trúnaðar- mönnum Sambands dýraverndarfé- laga íslands: Trúnaðarmenn Sambands dýra- vemdarfélaga íslands víðs vegar að um landið vilja velqa athygli landsmanna á hrossum sem nú um hávetur eru iátin dúsa í girðingum víðsvegar um landið án húsaskjóls og oft án nokkurs skjóls fyrir veðri og vindum. Víða eru hrossin lítið eða illa fóðruð, jafnvel alls ekki fóðrað. Einnig er skylt að vekja athygli á þeim hrossum sem höfð era í dölum, á heiðum og í eyði- byggðum, og sannarlega sett á guð og gaddinn. Stjórn og trúnaðarmenn SDÍ skora á landsmenn að taka höndum verður fólki að vera „eistneska“ í blóð borin (eins fáránlegt og það annars er). Þetta er sama hugmyndafræði og fær ræfla í Þýskalandi og víðar til að ráðast eins og híenur í hópum á útlendinga, vegna þess að þeir eru útlendingar — hafa ekki þetta „hreina" eistneska, þýska eða hvað- þaðnúer blóð í æðum. Þeir sem ekki eiga því láni að fagna að vera af ákveðnum ættum geta þó sótt um ríkisborgararétt. Þeir verða að hafa búið í landinu í tvö ár (frá ’90), þeir verða að gang- ast undir tungumálapróf og hafa 1.500 eistnesk orð á valdi sínu, þeir mega ekki vera glæpamenn eða eiturlyfjaneytendur, mega ekki hafa tvöfaldan ríkisborgararétt og að endingu verða þeir að lýsa yfir hollustu við Eistland. Flutningsmenn tillögunnar telja skilyrði þess að fá ríkisborgararétt ekki óeðlileg, flöllum um þau. Mað- ur sem hefur búið alla ævi f Eist- landi þarf að gangast undir auð- mýkjandi tungumálapróf. Það er rétt að það er slæmt að búa í landi ef maður þekkir ekki tungu þess lands, en ef maður hefur hvorki nennu né getu til að læra málið, er það þá ekki manns eigið vanda- mál? Af hveiju má viðkomandi ekki kjósa stóm lands síns? Hvað varðar glæpamenn og dópista kemur mér á óvart, og mér þykir miður, að þessi kaþólsku ríki láti ekki siðferði iðrunar og fyrirgefningar lýsa sér veginn. Þó maður hafi brotið lögin eða neytt eiturlyfja geta flestir bætt sig og orðið góðborgarar. Loks þarf að undirrita hollustueið við Eistland. Þetta er nokkuð sem fell- ur beint af borði ljótrar þjóðemis- hyggju, og er, eins og svo margt sem þaðan kemur, ákaflega óljóst. saman og hætta að sjá í gegnum fingur varðandi illa meðferð á hrossum. Hestar þurfa á húsaskjóli og fóðri að halda, ekki síður en annar búsmali, og eiga þann rétt skilyrðislaust samkvæmt lögum um dýravernd. Landsmenn, látið viðkomandi yf- irvöld vita ef þið vitið af hrossum þar sem ekki er nægilega vel að þeim búið. Fjölmiðlafólk, leggið málinu lið. Látið myndimar tala þannig að það verði lýðum ljóst hve illa er vfða farið með íslenska hest- inn. F.h. Sambands dýravemdarfé- laga íslands, JÓRUNN SÖRENSEN Kleppsvegi 54, Reykjavík Er þetta hollustueiður við stjóm landsins, hver sem hún er, við land- ið sjálft, þ.e. jörðina, við menningu eða við eitthvert eistneskt blóð? Víst er að yfir Sovétríkjunum réði hópur spilltra egóista og glæpa- manna — kommúnistaflokkurinn — og að mörg mannréttindi vora brot- in á fólki í Eystrasaltsríkjunum og víðar. Það ber okkur að fordæma. Hins vegar réttlætir það ekki mann- réttindabrot núna. Og síst af öllu eigum við íslendingar að styðja svona nokkuð, og hvað þá með til- lögu sem á að vera einhvers konar stefnumótun. Það er rétt að mörg mannrétt- indabrot eru verri en þetta, t.d. er fólki nauðgað og það pyntað og drepið á Balkanskaga — raunar vegna sömu þjóðemishyggju — en það er samt fráleitt að ætla að styðja þessa Ijótu gjörð. JÓHANN M. HAUKSSON nemi í stjómmálafræði og heimspeki, Eggertsgötu 2, Reykjavík LEIÐRÉTTIN G AR Undirskrift vantaði á minn- ingargrein „Harðskeyttur, skarpur, áræðinn og einlægur var Óskar Matthíasson, útvegsbóndi og skipstjóri í Vest-1 mannaeyjum ..." Með þessum orðum> hófst minningargrein á bls. 16 í' Morgunblaðinu í gær. Þessi grein er1 eftir Áma Johnsen, alþingismann, en' undirskrift greinarinnar vantaði,' þannig að grein Áma og stutt grein eftir Þórarin Sigurðsson urðu að einni grein. Lokaorðin í grein Áma voru þessi: „Hann spúlaði þeim burtu með sínum eigin lffsstfl, harðskeyttur athafna- maður sem var fyrst og síðast maður án nokkurra fyrirvara." Rangnr myndartexti Texti undir mynd af Ólöfu Eldjám var ekki réttur í blaðinu í gær. Fyrir mistök stóð þar Sigrún Eldjám. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Puccini í frétt af frumraun Kristjáns Jó- hannessonar í Vínaróperunni í Morg- unblaðinu í gær var óperan Tosca sögð eftir Verdi. Þetta er rangt. Höf- undur hennar er Puccini. ffl meðferð á hrossum Okeypis lögfræöiaðstoö á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORAIOR, félag laganema. 1 HARGREIÐSLUSTOFA, ÁRMÚLA 17A - SÍMI 32790 20% afsláttur af permanenti og strípum tii 21. ianúar. Hárgreiðslumeistari: Gerður Þórisdóttir. Verið velkomin! __ VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? KOMDU Í KRIPALUIÓGA! TEYGJUR - ÖNDUN - SLÖKUN Byrjendanámskeið hefjast 11., 18. oo 19. janúar. Tímar fyrir eldri borgara byrja 11. janúar. Upplýsingar og skráning í síma 679181 á milli kl. 17 og 19 alla virka daga. KYNNING Á KRIPALUJÓGA laugardaginn 9. janúar kl. 14.00 í Skeifunni 19, 2. hæð. ALLIR VELKOMNIR! Jógastöðin Heimsljós Pastamenn og konur íslands sameinist: ÍLRISTORANTE LÓNIÐ verður ítalskt frá 8. til 21. janúar. Hin Róm-aða veitingakona og hlaðborðasniilingur Michelina Grasso hefur gert italska byltingu á Hótel Loftleiðum. Hún mun sjáif ráöa ríkjum til 14. þessa mánaðar en eftir það munu ís-talskir matreiðslumeistarar hótelsins halda merki ítalskrar matarmenningar á lofti. Lauflétt, æsandi og alítalskt hádegis- og kvöldhlaðborð með heitum og köldum forréttum, fyrstu réttum, öörum réttum og eftirréttum mun hita okkur upp og kæla á víxl í takt við ítalskar geðsveiflur. Borðapantanir í síma 22321 FLUGLEIDIR IÍTIL Limilllt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.