Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
31
Pétur Olafur Gísla-
son — Minning
Fæddur 8. nóvember 1900
Dáinn 22. desember 1992
Foreldrar Péturs Ólafs Gíslason-
ar voru hjónin Aðalbjörg Jakobs-
dóttir og Gísli Ólafur Pétursson
héraðslæknir á Húsavík og frá 1914
í Eyrarbakkalæknishéraði.
Aðalbjörg var fædd 30. október
1879 á Grímsstöðum í Mývatns-
sveit. Hún var dóttir Jakobs stofn-
anda Kaupfélags Þingeyinga á
Húsavík, Hálfdanarsonar í Brenni-
ási í Bárðardal, Jóakimssonar og
konu hans Petrínar Pétursdóttur
bónda í Reykjahlíð, Jónssonar
prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar.
Gísli var fæddur 1. maí 1867 í
Reykjavík. Hann var sonur Péturs
Ólafs Gíslasonar útvegsbónda og
bæjarfulltrúa í Ánanaustum í
Reykjavík sem meðal annars beitti
sér fyrir almennri skólaskyldu og
stofnun fyrsta bamaskólans í
Reykjavík og seinni konu hans
Valgerðar Ólafsdóttur frá Ægissíðu
á Rangárvöllum.
Pétur var elstur af tíu systkinum
og tveimur uppeldissystkinum.
Systkini hans voru Jakob Gíslason
rafmagnsverkfræðingur og orku-
málastjóri, f. 10. mars 1902, d. 9.
mars 1987, Guðmundur Gíslason
læknir, f. 25. febrúar 1907, d. 22.
febrúar 1969, Petrína Kristín Gísla-
dóttir, f. 7. júlí 1908, d. 9. júlí 1908,
Þorvaldur Gíslason, f. 1. september
1909, d. 16. nóvember 1909, Ketill
Gíslason lögfræðingur, f. 19. októ-
ber 1911, Ólafur Gíslason raf-
magnstæknifræðingur, f. 14. júní
1913, Sigurður Gíslason, f. 13. apríl
1916, Valgerður Aðalbjörg Gísla-
dóttir, f. 1. mars 1918, d. 24. jan-
úar 1926, Guðrún Hólmfríður Gísla-
dóttir bóka- og skjalavörður, f. 5.
september 1920. Auk þeirra voru
uppeldissystumar tvær, þær Vigdís
Ólafsdóttir, f. 12. september 1904,
d. 11. janúar 1926 og Ingibjörg
Sigvaldadóttir húsmóðir og kaup-
kona, f. 6. apríl 1929, d. 11. júlí
1990.
Pétur ólst upp á Húsavík, gekk
þar í barnaskóla, tvö ár í unglinga-
skóla og fermdist fjórtán ára í
Húsavíkurkirkju þann 23. maí
1915.
Tveimur vikum síðar — fyrst í
júní árið 1915 — fluttist fjölskyldan
frá Húsavík til Eyrarbakka, þar sem
Gísli var orðinn héraðslæknir. Þau
fóru með skipi sem flytja skyldi þau
vestur um til Reykjavíkur, en þegar
komið var á Akureyri varð ljóst að
vesturleiðin var ófær sökum ísa.
Þá varð að snúa við og fara austur
fyrir og suður um.
Þeir Pétur og Jakob voru þá 14
ára og 13 ára og um haustið hófu
þeir nám við Menntaskólann í
Reykjavík. Þeir bjuggu hjá Vigdísi
Pétursdóttur, föðursystur sinni, og
manni hennar, Einari Finnssyni
járnsmið, á Klapparstíg 20. Þetta
var sex ára nám og á sumrin vom
þeir í símavinnu saman. Þeir unnu
við að leggja símalínur undir stjórn
Magnúsar Oddssonar á Eyrar-
bakka. í þessum störfum fóru þeir
víða um sveitir og um óbyggðir og
þótti báðum það góður tími. Þeir
luku stúdentsprófi vorið 1921. Jak-
ob hélt til Kaupmannahafnar en
Pétur hóf nám í læknisfræði við
Háskóla íslands. Hann lauk cand.p-
hil.-prófi vorið 1922 en varð svo
að hverfa frá frekara námi af
heilsufarsástæðum.
Þegar heilsan varð betri dvaldi
hann heima á Eyrarbakka hjá for-
eldrum sínum og þótti ekki alltaf
hnýta bagga sína sömu hnútum og
samferðamenn. Hann bar mikið og
herðasítt hár — eins og nú er al-
vanalegt — og var í hópi þeirra fáu
manna sem léku það að baða sig
og synda í köldum sjónum.
Um þetta leyti bættist annað
fósturbarn í þessa fjölmennu fjöl-
skyldu, þegar Ingibjörg Sigvalda-
dóttir kom inn á heimilið. Fyrstu
skrefin voru veikburða og óörugg
en Pétur var henni sérstaklega in-
dæll og hjálplegur og móður hennar
þótti Pétur um það öðruvísi en aðr-
ir menn að hann væri þeim svo
miklu betri.
Pétur var mikill áhugamaður um
starfsemi Ungmennafélagsins og
lagði því margvíslegt lið og til eru
skemmtilegar ljósmyndir sem hann
tók á ferðalögum þess.
Um 1930 var Aðalsteinn Sig-
mundsson að hætta sem skólastjóri
á Eyrarbakka og bað hann Pétur
að annast um bækur Ungmennafé-
lagsins og útlán þeirra. Þetta varð
vísir að merkum þætti í hans ævi-
verki. Árið 1933 var hann ráðinn
bókavörður á Eyrarbakka og hefur
hann alla tíð síðan og fram á síð-
ustu ár hugað að bókasafninu eins
og hann ætti það sjálfur og raunar
var það oft svo að hann keypti til
þess bækur fyrir eigin reikning.
Allt fram til nýliðins árs (1992)
hefur Bókasafnið verið til heimilis
í húsi hans; Gamla læknishúsinu.
Herdís Jakobsdóttir móðursystir
Péturs var á þessum árym formað-
ur Sambands sunnlenskra kvenna.
Meðal þess sem þær beittu sér fyr-
ir var kennsla í garðyrkju og inn-
flutningur fræja nytjajurta frá Dan-
mörku. Þá var það hlutverk Péturs
að gera tilraunir með ræktun hins
innflutta fræs.
Árið 1931 gerðist Pétur garð-
yrkjubóndi. Hann færði út þá jarð-
rækt sem móðir hans hafði haft og
ræktaði nú kartöflur, gulrætur og
rófur í verulegum mæli. Meðal ann-
ars ræktaði hann rófur til frætöku.
Kartöflur, gulrætur og rófur sendi
hann til sölu til Reykjavíkur. Þessa
jarðrækt stundaði hann í fulla tvo
áratugi, eða þangað til upp kom
hnúðormur í kartöflum á Eyrar-
bakka og þar þurfti að hætta rækt-
un um skeið. Þá var honum falið
að hafa eftirlit með því að allir
gættu þess að hvíla garða sína á
Eyrarbakka þann tilskilda tíma.
Gísli, faðir Péturs, lést árið 1939.
Þá tók Pétur að fullu við veðurat-
hugun á Eyrarbakka sem faðir hans
hafði haft með höndum. Veðurat-
hugunina annaðist hann fram til
þess að sjónin bilaði og var þá á
níræðisaldri.
Árið 1944 flutti Aðalbjörg til
Reykjavíkur. Pétur varð þá eftir á
Eyrarbakka. Stuttu síðar fékk hann
Sigurð bróður sinn til sín úr sjúkra-
vist í Reykjavík og annaðist hann
æ síðan. Segja má raunar að þeir
hafi annast hvom annan því eftir
því sem heilsa Péturs varð lakari
og sjónin brást honum reiddi hann
sig æ meira á Sigurð og þannig
komust þeir gegnum margan vand-
ann.
Þegar Aðalbjörg fór tók Pétur
við sem umboðsmaður Brunabóta-
félags íslands á Eyrarbaka og síðar
bættust að honum fleiri umboðs-
störf. Hann varð umboðsmaður fyr-
ir happdrættin og fyrir 1950 hóf
hann að bera dagblöðin út á Eyrar-
bakka. Þeim starfa sinntu þeir
bræður í fulla þijá áratugi.
Pétur Gíslason var nákvæmur
maður, víðlesinn og gagnfróður.
Hann nálgaðist hvert viðfangsefni
á vísindalegan hátt og spurði um
rökstuðning þegar fullyrðingum var
fleygt. Allt fram á síðasta dag
mátti ganga að minni hans vísu:
Hvaða dagur er í dag? spurði hann
systur sína fimm dögum- áður en
hann lést. Það er 17. desember svar-
ar hún. Nú! Þá á Gísli Jakobsson
afmæli í dag! segir hann. Já, alveg
rétt segir hún þegar þetta rifjast
upp fyrir henni og spyr: Hvenær
er hann nú aftur fæddur? og Pétur
svarar strax — rétt eins og það
hafi verið í gær: 1934!
Nákvæmni Péturs og vandvirkni
var alþekkt hjá þeim sem hann
vann fýrir. Veðurstofan, trygginga-
félagið, happdrættin og dagblöðin
vissu sín mál í sérlega traustum
höndum.
Pétur átti rætur sínar að rekja
norður til Húsavíkur og gerði þang-
að og í Mývatnssveitina tvær ferðir
ásamt Sigurði. Aðra ferðina fóru
þeir um 1960 og var honum mjög
kært að koma norður. Mér finnst
sem ég sé kominn heim í heiðardal-
inn sagði hann þá í símtali til móð-
ur sinnar og vitnaði þar til alþekkts
texta úr dægurlagi. Seinni ferðina
fór hann fyrir 1980. í bæði skiptin
hitti hann ættfólk og gamla félaga
og ferðimar voru honum ógleyman-
legar.
Nýall, rit dr. Helga Pjeturssonar
jarðfræðings, hefst með þessum
orðum:
„Hið mikla samband
Það sem þúsundir miljóna hafa
haldið vera líf í andaheimi eða goð-
heimi, er lífið á öðrum hnöttum.
Þessi hugsun, sem segja má með
svo fáum orðum, verður upphaf
meiri breytinga til batnaðar á hög-
um mannkynsins, en orðið hafa um
allar aldir áður.“
Ungur að árum heyrði Pétur
hugmyndir dr. Helga og hneigðist
að þeim. Hann lagði félagi Nýals-
sinna lið frá stofnun þess og sótti
fundi þess reglulega. Dr. Helgi sá
hugmyndir sínar sem vísindalega
heild og leitaði þejm vísindalegra
raka og á sama hátt lagði Pétur
mikla íhugun í að breikka hina vís-
indalegu fótfestu kenningarinnar.
Viðhorf hans og andleg viðfangs-
efni breyttust ekki þótt þar kæmi
að hann hætti að sækja fundi fé-
lagsins.
Pétur bjó við mjög góða líkam-
lega heilsu fram á síðustu ár. Erfið-
ast var honum þegar sjónin fór að
gefa sig fyrir áratug. Frá 1989
hefur hann dvalið á Kumbaravogi
og hann lést á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi 22. desember síðastliðinn.
Pétur Gíslason gat einskis manns
nema að góðu og hann gat gjarnan
þess fólks sem annaðist hann. Þar
hefur þó enginn náð öðrum eins
heiðurssessi í huga hans og hún
Guðbjörg Eiríksdóttir, sem studdi
þá bræður hvenær sem þurfti og
svo hennar ágæti eiginmaður Sigur-
jón Bjarnason. Þau hjón stóðu svo
sannarlega hjarta hans nær.
Eftir að Pétur kom á Kumbara-
vog kynntist hann því góða fólki
sem þar starfar og var því þakklát-
ur fyrir umhyggjuna fyrir þeim
bræðrum báðum og einnig reyndist
honum vel starfsfólk sjúkrahússins
á Selfossi þegar hann þurfti þangað
að leita.
Pétur frændi á Eyrarbakka var
í einum hvirfilpunkti æsku minnar
og okkar systkinabarnanna hans.
Fyrstur okkar fæddist Gísli Ólafur,
sonur Jakobs, 17. desember 1934
og þegar Aðalbjörg, móðir Péturs
og amma okkar, flutti til Reykjavík-
ur árið 1944 vorum við orðin nærri
tíu talsins. Við sem sjálf gátum
gengið og klætt okkur fylgdumst
með garðyrkjubóndanum og hestin-
um hans, honum Brún. í mörg ár
fórum við úr Reykjavík austur á
Bakka til að setja niður kartöflur
á vorin og taka upp á haustin.
Gamla læknishúsið, sem verið hafði
heimili okkar fyrrum, var ávallt
opinn og bíðandi vinarfaðmur —
rétt eins og Pétur sjálfur.
í kringum Pétur gekk allt eins
og klukka. Jafnvel þegar krakkam-
ir voru margir voru máltíðir og
hreinlæti í föstum skorðum. Þegar
Pétur nefndi hvað gera skyldi varð
manni strax ljóst að það var hluti
af stærri heild sem hann hafði lagt
nákvæmlega niður fyrir sér — og
það var einfaldlega ekki hægt ann-
að en fara eftir því.
í samræmi við kenningar dr.
Helga Pjeturs um líf á öðram stjöm-
um vora hugmyndir Péturs um aðra
tilvera með nytsömum og mann-
bætandi verkefnum. Það er systkin-
um hans og mágkonum og okkur
systkinabömunum gleðileg tilhug-
usun að hann kasti hrumleik síð-
ustu ára og gangi til starfa sem
fyrr, glaður og reifur og taki enn
á ný undir boðskap Jóns Helgason-
ar þegar hann kveður:
Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend,
á himni ljómar dagsins gullna rönd.
Sú gjöf mér væri gleðilegust send
að góður vinnudagur færi í hönd.
Við, systkinabörnin, sem eram
dreifð og búum á íslandi, í Færeyj-
um, Danmörku og Skotlandi, sam-
einumst í hlýjum þakklætis- og
kveðjuhug til hans Péturs, frænda
okkar á Eyrarbakka.
Gísli Ólafur Pétursson.
Sigurður Kristjáns-
son - Kveðjuorð
Þann 6. janúar sl. var borinn til
moldar föðurafi okkar Sigurður
Kristjánsson. Hann var ættaður frá
Akranesi en bjó lengst af í Hafnar-
firði og starfaði þar sem sjómaður
og síðar fískmatsmaður. Hann lést
á Þorláksmessu eftir stutta sjúkra-
legu. Amma okkar Magnea Símon-
ardóttir lifír mann sinn og býr á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Vegna fráfalls föður okkar
bræðra þegar við vorum kornungir
urðu samskipti okkar við afa og
ömmu í Hafnarfírði, eins og við köll-
uðum þau alltaf, minni en efni stóðu
til. Þó voru ferðirnar ófáar sem farn-
ar voru í Fjörðinn til að heimsækja
þau á Skerseyrarveginn svo og Ás-
laugu langömmu á Brunnastíginn
en á milli þeirra var göngufæri jafn-
vel fyrir stutta fætur. Það var alltaf
gott að koma til þeirra og áhugi
þeirra var mikill á velferð barna-
barna sinna. Þau sýndu það ávallt
í verki með því að koma í flest okk-
ar afmæli inn í Reykjavík. Þá héldu
þau hjónin mjög góðu sambandi við
móður okkar og seinna við fósturföð-
ur okkar og syni þeirra. í raun voru
þau í hugum okkar allra afi og
amma í Hafnarfirði.
Sigurður afí var hjartahlýr og
góður maður sem var trúr fjölskyldu
sinni. Hann var skyldurækinn og lét
sig ekki vanta þegar á reyndi. Hann
skilur eftir sig fallegar og góðar
minningar sem aldrei munu gleym-
ast.
Aldrei minntumst við svo afa að
hugsunin um ömmu fylgdi ekki í
kjölfarið. Myndin af þeim hjónum
er samtvinnuð í hugum okkar og
það verður erfítt að venjast þeirri
hugsun að héðan í frá verði þau
ekki bæði til staðar.
Elsku amma, við biðjum Guð að
styrkja þig í sorginni sem nú leitar
á og létta þessi þungbæru skrefí
Guðmundur og Asmundur Ás-
mundssynir og fjölskyldur.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
I kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum. Fjölbreyttur
söngur. Samhjélparvinir gefa
vitnisburði mánaðarins.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnirl
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn
7. janúar. Byrjum að spila kl.
20.30 stundvislega.
Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
VIÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Fimmtudagur 7. janúar
kl. 20.30:
Myndakvöld
Surtsey - hellamyndir -
„Litli háiendishringurinn" o.fl.
í kvöld, fimmtudaginn 7. janúar
kl. 20.30, verður fyrsta mynda-
kvöld Ferðafélagsins á nýbyrj-
uðu ári. Kynning á landinu, sér-
stæðri náttúru þess, landslagi
og ferðum um það, er viðfangs-
efnið á þessu myndakvöldi. For-
vitnilegar myndir frá Surtsey
ættu að vekja eftirtekt en þang-
að er ekki öllum heimilt að fara
og því fróðlegt að litast um þar
með Birni Hróarssyni. Björn fer
viðar um landið og bregður upp
myndum af forvitnilegum stöð-
um og skýrir um leið. Jóhannes
I. Jónsson sýnir myndir og segir
frá ferð um „Litla hálendishring-
inn", en þar fær fólk að skyggn-
ast inn á fáfarin svæði norðan
og sunnan Hofsjökuls. Góðar
kaffiveitingar í hléi. Aðgangs-
eyrir: 500 kr. (kaffi og meðlæti
innifalið). Kynnist ferðamögu-
leikum innanlands.
Aliir velkomnir,
félagar sem aðrir!
Sunnudagsferðir 10. janúar kl.
11: A. Saurbær - Músarnes,
strandganga. B. Skiðaganga.
Byrjið nýja árið með því að
gerast félagar í Ferðafélaginu.
Gleðilegt ferðaár!
Ferðafélag (slands.
UTIVIST
Hallvoigórstig 1 • simi G14330
Föstudaglnn 8. janúar kl. 20.00:
Tunglskinsganga í Vífilstaðahlið.
Sunnudaginn 10. janúar
kl. 10.30: Nýárs- og kirkjuferð i
Skálholt. Vegna ófærðar sl.
sunnudag varð að fella ferð
þessa niður og er hún því aftur
á dagskrá á sunnudaginn.
Kl. 10.30: Stóri-Bolli í Grinda-
skörðum. Hressandi 3-4 klst.
ganga.
Myndakvöld fimmtudaginn
14. janúar:
Hinn þekkti Ijósmyndari, Páll
Stefánsson, sýnir hinar gullfal-
legu myndir sínar víðsvegar að
af landinu.
Útivist.