Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 5.tbl. 81. árg. FOSTUDAGUR 8. JANUAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Voru grafin í fönn í viku Hjálparsveit fann i gær móður og fimm mánaða gamalt bam grafin í fönn á heiði í Kaliforníu. Mæðginin höfðust við í byrginu í viku, nær matar- laus. James Stolpa, faðir barnsins, fannst á miðvikudag en hann lagði af stað á mánudag til að sækja hjálp. Fjölskyldan sem sést hér heil á húfi lenti í versta byl sem sögur fara af á þessum slóðum. Sendiherra íraks hjá SÞ svarar skilmálum bandamanna Oljóst hvort flugskeyt- in verða flutt frá S-Irak Washington. Reuter. SENDIHERRA Iraks hjá Sameinuðu þjóðunum afhenti í gær- kvöld svar við úrslitakostum Bandaríkjamanna, Breta og Frakka sem settir voru sólarhring áður. Bandarísk yfirvöld greindu frá því í gær að Irakar væru byrjaðir að færa til flug- skeyti þau til loftvarna sem þeir hafa komið fyrir sunnan 32. breiddargráðu en ekki var ljóst hvort til stæði að flylja skeyt- in norður fyrir þau mörk. Svar sendiherrans skar ekki úr um það og ekki var vitað í gær hvað fyrir írökum vakti. Hann ítrekaði rétt Iraka til að ráða yfir landi sínu og bauð fulltrúum Bandarikjaþings til íraks að ræða flugbannið yfir suðurhluta landsins. Ottast heilsutjón vegna olíugufu Kl. 22.15 á miðvikudagskvöld fengu írakar tveggja sólarhringa frest til að fjarlægja flugskeytin af bannsvæðinu sunnan 32. breiddar- gráðu. Ekki var tekið fram hver viðurlögin yrðu ef Irakar skelltu við skollaeyrum en bandarískir embætt- ismenn hafa sagt í skjóli nafnleynd- ar að til greina komi að eyðileggja skeytin úr lofti eða varpa sprengjum á flugvelli og flugvélar í Irak. Hvað vakir fyrir Saddam? Fréttaskýrendur velta því nú fyrir sér hvers vegna Saddam Hussein Iraksforseti storkar nú bandamönn- um með þessum hætti. Robert Gates forstjóri bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA gaf í gær þrjár hugs- anlegar skýringar á því. í fyrsta lagi hefði ástand í írak versnað síð- asta hálfa árið og vildi Saddam leiða huga almennings að einhverju öðru. í öðru lagi gæti verið að þrýstingur væri á Saddam innan valdastéttar- innar í írak að bjóða Bandaríkja- mönnum birginn. I þriðja lagi væri hugsanlegt að Saddam teldi að nú þegar fram færu forsetaskipti í Bandaríkjunum væri kjörið tækifæri til að skapa sér aukið svigrúm til athafna. í því sambandi má nefna að George Stephanopoulos talsmað- ur Bills Clintons verðandi forseta var í gær mjög harðorður í garð Sadd- ams, kallaði hann útlaga og sagði að hann fengi sömu meðhöndlun hjá Clinton og hjá George Bush núver- andi forseta. Sumburgh. Reuter. The Daily Telegraph. ÓTTAST er að eyjaskeggjar á Hjaltlandi bíði heilsutjón vegna olíumengunar í lofti sem hlotist hefur af strandi olíuskipsins Baer á þriðjudag. Áætlanir eru uppi um brott- flutning hundruða manna sem búa næst strandstað. Laxa- bændur reru í gær lífróður til þess að koma í veg fyrir að olía kæmist í laxakvíar. Hjaltlendingum með öndunarerf- iðleika var ráðlagt að halda sig inn- andyra vegna olíugufu sem inni- heldur eiturefni og getur valdið frekara heilsutjóni. Loftið er mettað af olíugufum og hefur fnykurinn fundist í Leirvík sem er 50 km frá strandstaðnum. Gerðar hafa verið áætlanir um brottflutning eyja- skeggja ef ástæða þykir. Víða kvarta menn undan höfuðverk og óþægindum í hálsi. Martin Hall yfir- maður umhverfismála á Hjaltlandi sagði í gær að helsta áhyggjuefnið væru snögg veðrabrigði; svalt og kyrrt veður gæti skapað alvarlega hættu fyrir heilsu þeirra sem búa í nágrenninu. Akrar og engi eru þaktir olíuúða svo grasið er hættu- legt til beitar. Bændur neyðast því til að flytja búfé sitt til Skotlands. Þrír fjórðu þess grænmetis og nær öll mjólk sem Hjaltlendingar neyta kemur frá landbúnaðarhéraði skammt norður af strandstað Bra- er. Óupptekið grænmeti á þessum slóðum hefur verið dæmt óhæft til neyslu. Lífróður laxabænda Haugasjór og úrhellisrigning kom í gær í veg fyrir að björgunar- menn kæmust um borð í tankskipið Braer á strandstað við Hjaltland. Olíubrákin frá skipinu barst lengra norður á bóginn í gær og er laxeldis- stöðvum við vesturströndina hætta búin af henni. Laxabændur reru lí- fróður til að koma í veg fyrir að olían kæmist í laxakvíar með því að setja upp sérstakar flotgirðingar og olíugildrur. Þannig girtu þeir fyrir Clift-sundið með sérstakri flot- girðingu sem dregur í sig olíu en það er í 12 mílna íjarlægð frá strandstaðnum. Minnt á samþykkt öryggisráðsins Reuter ísraelar slökuðu í gær til gagnvart Palestínumönn- unum sem vísað var úr landi fyrir jólin og leyfðu tveimur starfsmönnum Rauða krossins að heimsækja þá og var annar þeirra læknir. Palestínumennirnir sem hafast við í tjaldbúðum syðst í Líbanon gerðu lítið úr þessari ákvörðun ísraela og sögðust í fyrsta lagi vilja fara heim og í öðru lagi hefðu þeir farið fram á að læknar fengju að annast sjúka í hópnum óslitið. Á myndinni sjást útlagarnir mynda töluna 799 sem vísar til ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að ísraelar taki aftur við Palestínu- mönnunum. Þota Lufthansa Skipt um braut á síð- ustu stundu París. Reuter. ÞÝSKA skrúfuþotan sem brot- lenti í fyrrakvöld í París var neydd til að skipta um flugbraut á síðustu stundu aðflugsins vegna óhapps kóreskrar breið- þotu er lenti rétt áður. Kóresk breiðþota af gerðinni Boeing 747 rak hreyfil niður í lend- ingu rétt áður en Lufthansa-flug- vélin átti að lenda. Flugumferðar- stjórar lokuðu brautinni vegna rannsóknar á óhappi kóresku þot- unnar og beindu þýsku vélinni inn á aðra braut. Tókst ekki betur til en svo að De Havilland Dash-8- skrúfuþotan missti flugið og brot- lenti á nýplægðum akri 500 metrum frá Charles de Gaulle-flugvellinum og fórust fjórir með henni. Japanir dást að þolgæði prínsins Hringdi í verðandi eiginkonu jafnt á nóttu sem degi uns bónorðinu var tekið Tókýó. The Daily Telegraph. JAPANSKI krónprinsinn sýndi mikla þrautseigju er hann biðlaði til glæsilegr- ar og gáfaðrar ungrar konu áður en hún loksins tók bónorði hans. Mánuðum saman hringdi prinsinn í hana á nóttu sem degi og tjáði henni ást sína. Þetta hefur komið fram í japönskum fjölmiðl- um undanfarna tvo daga en í fyrradag rufu þeir nær árslangt fréttabann af ástamálum krónprinsins. Fjölmiðlar í Japan samþykktu í febrúar síðast- liðnum að fjalla ekki um ástamál Naruhitos krónsprins, sem er 32 ára gamall. Var það gert að beiðni keisaraembættisins sem vildi meina að opinber umfjöllun truflaði leit prinsins að konuefni en hún hefur verið alllöng og þar hafa ýmsar stúlkur komið við sögu. Mörgum hefur keisarafjölskyldan hafnað vegna þess að þær þóttu prinsinum ekki samboðnar, aðrar vildu ekki fórna eigin frama til að ganga í fjöl- skylduna sem lýtur ströngum hefðarreglum um framferði bæði í opinberlega og einkalífi. Sjálfsagt lægju þessi mál enn í þagnargildi í Japan ef bandaríska dagblaðið Washington Post hefði ekki skýrt frá því á miðvikudag að keisaraynja framtíðarinnar væri fundin í Japan. Sáu japanskir fjölmiðlar þá að tilgangslaust væri að þegja öllu lengur og tóku að birta frétt- ir sem margar höfðu beðið birtingar svo vikum skipti. Masako Owada, 29 ára gömul, er dóttir æðsta embættismanns japanska utanríkisráðuneytis- ins, Hún er menntuð bæði í Oxford og Harv- ard, starfar í utanríkisráðuneytinu og hefur tekið þátt í viðskiptaviðræðum Japana erlendis. Fram hefur komið að keisarafjölskyldan var á tímabili i vafa um hvort hún væri heppilegur lífsförunautur krónprinsins vegna þess að móð- urafi hennar rak fyrirtæki sem olli miklu meng- unartjóni á sjöunda áratugnum. Naruhito og Owada hittust fyrst í október 1986 en unga konan gaf fljótlega til kynna að hún hefði ekki hug á nánu sambandi. Prinsinn gafst ekki upp og í ágúst síðastliðnum var fyrsta Stefnumótið skipulagt. í október var Owada boðið til árlegra gæsaveiða keisarafjölskyldunn- ar. Þar bar prinsinn upp bónorðið en hún gaf strax til kynna að hún væri treg til og eftir nokkurra daga umhugsun hafnaði fjölskylda Owada því formlega. Prinsinn hringdi eftir það oftsinnis í hana jafnvel á nætumar og loks á fjórða stefnumótinu í desember gaf Owada já- yrði sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.