Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 44
 MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 8. JANUAR 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. sólarhringum Fæðinga- met á Land- spítalanum FJÖRUTÍU og sjö konur fæddu jafnmörg böm á þrem- ur sólarhringum á Landspít- alanum í byrjun vikunnar, og er það metfjöldi. Flestar vom fæðingarnar á þriðjudag, þeg- ar nítján konur fæddu á spítal- anum, og hafa aldrei verið fleiri fæðingar á einum sólar- hring. Þó hafa einu sinni áður fæðst jafnmörg böm á einum degi, en það var árið 1988, þegar þar fæddu 18 konur. Frá ársbyrjun fram að hádegi í gær höfðu alls fæðst 70 böm á Landsspítalanum, og eru það tíu fleiri en á sama tíma í fyrra, sem var metár. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir, yfirljósmóðir á fæðingardeild, sagði að pláss væri fyrir 44 konur á deild- inni, en tekist hefði að rýma til fyr- ir 47 konum með því að bæta við rúmum á stofur og nýta setustofur. ♦ ♦ ♦ Kvikmynda- hús rísi í Borgarhverfi í DRÖGUM að skipulagi fyrir Kjarna í Borgarhverfi í Grafarvogi, er gert ráð fyrir kvikmyndahúsi með tveimur til þremur sýningarsölum. Það er Hagkaup hf. sem fengið hefur vilyrði fyrir lóðinni og sér um skipulagningu hennar samkvæmt sérstöku samkomu- lagi við Reykjavíkurborg. Auk kvikmyndahúss er gert ráð fyrir matvöruverslun, heilsugæslu, bókasafni og annarri þjónustu á svæðinu. Kjarnanum er fyrst og fremst ætlað að þjóna íbúum í Borg- arholti, sem áætlað er að rúmi um 10.000 manna byggð. Auk þess er búist við að önnur þjónusta nái til stærra svæðis eða rétt innan við 20.000 manna byggð í Grafarvogs- hverfi. Sjá nánar á miðopnu. Aldrei fleiri nýburar Morgunblaðið/Þorkell Fjölmenni var í heimsóknartímanum á fæðingardeildinni í gær. Þar voru saman komnir 23 nýburar og hafa líklega aldrei verið jafn margir myndaðir í einu hér á landi. Þrengsli á fæðingardeildinni hafa skapað vissa erfiðleika fyrir starfsfólkið en nýburamæðurnar segja að allt hafi þó gengið vel. Líftæknideild Iðntæknistofnunar og Líffræðistofnun Háskóla íslands Lífhvati til rannsókna á DNA framleiddur hér EFNI sem notað er við rannsóknir á erfðaefni fruma (DNA) hefur verið þróað hér á landi og selt í Finnlandi frá miðju síðasta ári. Efni af sama toga eru meðal annars notuð við rannsókn sakamála og kemur sú aðferð við sögu í nauðg- unarmáli sem nú er til meðferðar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Að sögn dr. Ástríðar Pálsdóttur verkefnisstjóra á Líffræðistofnun Háskólans ráða íslenskir vísinda- menn nú yfír tækni til þess að rann- saka sýni af erfðaefni er tengjast dóms- og sakamálum. Þau eru nú send utan. Hugsanlegt er að efnið Ovenju mikið um veikindaforföll í skólum á höfuðborgarsvæðinu Flensan farín að breiðast út INFLÚENSA af B-stofni hefur greinst í Reykjavík og í Mosfellsbæ. Margrét Guðnadóttir, prófessor í sýklafræði, segir að sjúkdómurinn sé farinn að breiðast eitthvað út í bæjarfélögunum en verði trúlega genginn yfir eftir mánuð til 6 vikur. Inflúensa lýsir sér með höfuðverk og hita. Hún varir oft í 3-5 daga og er hitinn hæstur fyrsta sólarhringinn. Óvenjumikið er um veikindaforföll nemenda og kennara í skólum um þessar mundir. Aðspurð sagði Margrét að til væru A-, B- og C-stofnar inflúensu og væri um að ræða þijár tegundir innflúensu-veiru. Mismunandi stofnar hefðu hins vegar ekkert að gera með einkenni sjúkdómsins. Eini munurinn á A- og B-stofna innflúensu væri t.a.m. sá að inflúensa Morgunblaðið/Sverrir Inflúensuveiran greind Valgerður Sigurðardóttir, meinatæknir, heldur á sýni af B-stofna inflúensu. af A-stofni næði meiri útbreiðslu á hverju ári en inflúensa af B-stofni. C-stofninn gerir lítinn usla og er yfirleitt ekki hirt um að greina hann frá ári til árs. Margrét kvað ekki tryggt að landsmenn yrðu lausir við inflúensu eftir að B-stofna inflúensan hefðu gengið yfir. Verið gæti að A-stofna inflú- ensa stingi upp kollinum en hún er algengari en B-stofna inflúensa. Meira er um veikindaforföll í skólum en venja er að vetrarlagi. Kristín Gunnarsdóttir, skólarit- ari í Seljaskóla, sagðist t.a.m. hafa orðið vör við meiri veikindi meðal nemenda og kennara heldur en fyrir áramót. Tuttugu nemendur og fimm kennarar voru veikir í gær. Hafði mest borið á magapest, höfuðverk og hálsbólgu. Sömu sögu sagði Sonja Bachmann í ísakskóla nema hvað hún sagði að ekki hefði borið á gubbupest. Meira væri um slappleika og hita. Hilda Himarsdóttir, fulltrúi í Menntaskólanum við Sund, sagðj að þar væru u.þ.b. þrisvar sinn- um fleiri nemendur veikir en venjulega. Mikið væri kvartað um kvef og hálsbólgu. sem hér um ræðir ryðji braut fýrir íslenskan líftækniiðnað inn á ört vaxandi svið erfðarannsókna. Fyrir þremur árum kom fram ensím, líflivati, sem gerir kleift að nýta mjög fábrotið sýni til þess að rekja uppruna blóðs eða annarra efna við rannsókn sakamála. Líf- hvatanum er jafnframt beitt við al- mennar rannsóknir á erfðaefni, þar á meðal við greiningu erfðasjúkdóma og eyðnismits. Betri en keppinauturinn Bandarískt fyrirtæki hefur einka- leyfi á þeirri tækni sem víðast hefur verið beitt í þessu skyni Nú hefur líffræðingum Iðntæknistofnunar og Líffræðistofnunar Háskólans tekist að einangra lífhvata úr hitakærum örverum sem hefur sömu virkni. Að sögn dr. Jakobs K. Kristjánssonar, deildarstjóra Líftæknideildar Iðn- tæknistofnunar, hefur komið í ljós við tilraunir hér á landi og á Norður- löndunum að íslenski hvatinn reynist í sumum tilvikum betur en helsti keppinautur hans. Finnskt fyrirtæki hefur tekið að sér markaðsetningu lífhvatans er- lendis. Útflutningur til Finnlands hófst á miðju síðasta ári og nam andvirði sölunnar til áramóta 6 millj- ónum króna. Áætlað er að heim§- markaður fyrir lífhvata sem notaðir eru við DNA rannsóknir nemi um 12 milljörðum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.